Þjóðviljinn - 24.11.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.11.1976, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 24. nóvember 1976 Miövikudagur 24. nóvember 1976 ÞJÓDVILJINN — StÐA 9 Ég held aö þaö sé óhætt aö full- yröa aö hvergi á þessu landi eigi jafnmargt fólk jafn mikið undir þvi að útgerö sé starfrækt af full- um krafti og einmitt hér i Reykja- vik. Um margra ára skeið hefir verið héöan útgerö, bæöi með togurum og minni fiskiskipum. Þvi er þó ekki aö leyna aö hún hefur farið þverrandi frá ári til árs. Þessi þróun mála er uggvæn- leg, og atvinnuástandi er stefnt voða. Astæðurnar eru margar og margvislegar. A allra siöustu ár- um hafa rótgróin útgerðarfyrir- tæki hætt störfum og ekki komið önnur i þeirra stað. Nú nýlega hafa borist fréttir um að enn eitt útgerðarfyrirtæki sé að hætta störfum. Þetta fyrirtæki hefur um áratuga skeið gert út togarann Karlsefni, en nú hefur Bæjarút- gerð Reykjavikur verið boðið að yfirtaka þetta skip. Karlsefni má ekki selja frá Rvík. Ég tel að vegna þeirra sem vinna við fiskvinnslu hér i borg verði að gera allt sem hægt er til að koma i veg fyrir aö þetta skip verði selt frá Reykjavik. Að visu er það orðið 12 ára gamalt, en það réttlætir ekki sölu þess frá Reykjavik, þegar ekki má láta smiða nýtt skip innanlands. Um Karlsefni sagði skipstjóri sem stjórnaði þvi i tveimur veiöiferð- um á þessu ári, að öll tæki um borð væru i toppstandi, það gæfi nýrri skipum ekki mikið eftir. Hann taldi að ekki væri þörf á neinu nema eðlilegu viðhaldi. Að mati fróðra manna er hægðar- leikur einn, að láta fiskikassa um borð og láta skipið koma inn til löndunar lOdaga fresti. Þvi tel ég að BÚR eigi að festa kaup á þvi með það i huga að tryggja fólkinu i landi stöðugri vinnu og fyrirtæk- inu meiri tekjur. KRISTVIN KRISTINSSON, VERKAMAÐUR, SKRIFAR » |H|ð -Ull# \ llwi ' rBBttk w§> Á Þröng vinnuaöstaöa og léleg húsakynni einkenna frystihús BÚR (Ljósm. EIK). Þarf 6 skip til viðbótar Frystihúsið aö Kirkjusandi. Ég tel að með kaupum á Karls- Frystihús Sjófangs I örfirisey Fiskmóttaka I frystihúsi BÚR Utgerð frá Reykjavík má ekki dragast efni væri komið til móts við þarfir fólksins i atvinnulegu tilliti. Hins- vegar nægir þaö ekki og full þörf er á sex skipum til viðbótar Þótt ekki verði hægt að útvega svo mörg skip strax, verður ekki hjá þvi komist að auka skipakostinn. Ég tel að það sé nauðsynlegt að nýta þá frystiaðstöðu sem fyrir hendi er hér i Reykjavik. Þáð gerir að visu Bæjarútgerð Reykjavikur. Húsnæði hennar er fullnýtt. Hús það sem BÚR hefur til umráða er mjög lélegt, enda byggt fyrir mörgum árum, og þá sem niðursuöuverksmiðja. Það er furöulegt hvað hægt er að vinna i þessu húsi, sem er ófullnægjandi i alla staði. Ef til vill sýnir árang- urinn best hvað hægt væri aö gera i fullkomnu frystihúsi. Nú hefur Bæjarútgerðinni veriö úhlutað lóð undirnýtt frystihús, en gallinn er bara sá, að þessi lóð er úti i Faxa- flóa og þarfaleiöandi óvist að byggingarframkvæmdir geti haf- ist. Hvergi nærri fullnýtt. Þá er það Sjófang, frystihús doktors Jakobs Sigurðssonar. Þetta frystihús er ekki fullnýtt. Það sýna tölur frá siðastliðnu ári. Svo er það frystihús Einars Sigurðssonar# Hraðfrystistöðin. Engan skal furða þótt almenning- ur sá gáttaöur á rekstri þessa húss. Það er aö minu mati dæmi- gert stjórnleysi, hvernig að hefur verið farið. Þetta hús er búið að vera i endurbyggingu i heil þrjú ár. Ekki hefur komið uggi i húsiö til vinnslu þessi þrjú ár, nema ef vera skyldi eitthvað i sambandi við loðnuafuröir. Þó hefur veriö unnið að þvi að gera Hraðfrystistöðina hæfa til þess að taka á móti fiski til frystingar. Frystikrefar hússins. hafa ein- vörðungu geymt kjöt i stað fisks einsog þeim var ætlað. Á BúR að koma til bjargar? Nú hefur hreyrst að BÚR stæði til boða að taka þetta hús til sinna afnota. Auðvitað til þess að bjarga eiganda þess frá fjár- hagslegu tjóni, meira en oröiö er. Máske er það góð lausn til þess að gefa borgarstjórnarmeirihlutan- um lengri tima til þess aö fylla upp lóðina sem BÚR er ætlað úti i Faxaflóa. Ég tel að þegar frysti- hús eins og Hrafrystistöðin eru komin langt frá ætlunarverki sinu þá sé aðeins um eitt að ræða: Aö láta aðra aðila taka viö rekstri þeirra, og sjá svo um að þau séu nýtt til þeirra hluta sem ætlast var til i upphafi. Þvi að það er fyrst og fremst þjóöin sem á þessi hús. Fleiri möguleikar í Vestur- höfninni Aður en viö hverfum frá Vesturhöfninni skulum við athuga hvort við höfum ekki gleymt einhverju frystihúsi. Stendur ekki þarna hús sem virð- ist vera i byggingu? Þetta hús stendur á uppfyllingunni sem er við hafnargaröinn að norðan- verðu. Hvaða hús skyldi nú þetta vera? Hver skyldi eiga þetta stóra og mikla hús sem hefir þá sérstöðu að hafa meira að segja bryggju við dyrnar? Hefur verið stofnað nýtt vinnslufyrirtæki i Reykjavik sem er að byrja sina starfsemi á þessum heppilega stað? Nei, nei, góðir hálsar. Þetta fyrirtæki er ekki til i Reykjavik en við höfum heyrt getið um til- vist þess á Seltjarnarnesinu. Þar ku vera rekið frystihús sem ber nafnið Isbjörninn. Aöaleigandi þess er Ingvar Vilhjálmsson sem lengi hefur átt sæti i útgerðarráði BÚR, og að sjálfsögðu borið hag BÚR mjög fyrir brjósti. Já, hann Ingvar Vilhjálmsson fékk allra mildilegast jáyröi frá borgar- stjórnarmeirihlutanum við um- sókn fyrirtækissins um aðstöðu við Reykjavíkurhöfn á sama tima og meirihlutinn sá ekki ástæðu til að bæta úr aðstöðuleysi BÚR. Þegar við höfum áttað okkur á þvi að menn sem þykjast bera hag fyrirtækja okkar fyrir brjósti eru alltaf að skara eld að sinni köku á okkar kostnað, þá ættum við aö fara að skilja aðstööuleysi BÚR i þessu máli. Þá ættum við einnig að skilja að borgar- stjórnarmeirihlutinn birðist i rauninni vera á móti útgerö á vegum borgarinnar, eða hvað finnst ykkur, góðir hálsar? Samvinna frystihúa Þá er ógetið eins frystihúss: Krikjusands hf., sameign Sam- bandsins og ögurvlkur hf. Þegar núverandi rekstrarform var tekið upp á þvi húsi lagaðist nýting á þvi mjög mikið. A meðan það var i eigu Tryggva ófeigssonar hafði hann mjög litil samskipti við aðra aðila i frystiiðnaöinum. Var það til tjóns fyrir þjóðarbúið i heild þvi að ég tel að samstarf frysti- húsa, þar sem fram kemur sam- eiginlegur vilji til að fullnýta all- an þann afla sem að landi berst hverju sinni, sé til góös. Þetta rekstrarform frystihúsa jókst til muna með tilkomu tsfélagsins þegarþaðkeypti þetta frystihús á sinum tima af Tryggva Öfeigs- syni. BUR og Kirkjusandur hf. hafa haldið áfram þessum sjálfsögðu samskiptum og ég vona að þau megi haldast, til hagsbóta fyrir þá sem að f iskiðnaði vinna. En til þess að það megi takast verður að vera örugg forysta fyrir hverju einstöku fyrirtæki. Þar verða all- ir að leggjast á eitt til þess að full nýting náist á öllum þeim afla sem á land berst hverju sinni. Kjör fólksins Ég tel, að þótt það sem ég hefi sagt hér að framan sé sjálfsagt og nauðsynlegt, þá sé ekki hægt að skilja svo við þessi mál, að ekki sé minnst á kjör fólksins sem vinnur að fiskframleiöslu yfirleitt. Þessi kjör eru svo langt frá þvi að vera mannsæmandi að það er móðgun að bjóða nokkrum upp á slikt. Þær eru ómældar krónurnar sem útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki græða á þvi að þurfa ekki að greiða hærra kaup en raun ber vitni. Við skulum i sameiningu fara yfir helstu kauptaxta sem gilda i fiskvinnu i dag. Almennan taxta i fiskvinnu er að finna i 7. taxta Dagsbrúnar og er hann þannig: Byrjunarlaun eftir 1 árs starf Eftirvinna eftir 1 árs starf Nætur- og helgid.v. eftirlárs starf Fast vikukaup eftir 1 árs starf 390,70 kr. 396,40 kr. 547,00 kr. 555,00 kr. 703,30 kr. 713,50 kr. 15.628 kr. 15.856.00 Hvað segir þetta i raun og veru? Meðal annars að það þarf ekki nema innan við 20% af heildarfiskframleiðslu á öllu landinu til þess að greiða þessi lágkúrulegu laun þess fólks sem skapar meginhluta af út- flutningsverpmætum þjoðarinn- ar. Hvað skal nú til varnar verða verða vorum sóma? Eru fisk- framleiðendur enn á þvi að þessi aðalatvinnuvegur þjóðarinnar hafi ekki efni á að greiða hærra kaup? Má ég leggja fyrir þá eina spurningu þessu viðvikjandi: Hafið þið efni á þvi að greiða ’ekki hærra kaup? Rökin sem ég færi fyrir þessari spurningu eru þessi: á stöðum þar sem greitt er sæmi- legt kaup eru meiri likur til þess að fólk tolli betur, og fólk sem er orðið þjálfað i starfi skilar betri afköstum og þarf minni verk- stjórn það getur með öðrum orð- um unnið meira sjálfstætt og skil- að fullkomnari vinnu. Þvi tel ég aö sá atvinnurekandi sem gefur ekkert fyrir starfsþjálfun sé ekkert of góður að gera sér að góðu lélegri vinnukraft. Ég vor- kenni ekki þessum atvinnurek- saman endum hiö minnsta og mér er ósárt um það þótt þeir fari á hausinn. En það versta er að það gera þeir ekki nema á kostnað al- þjóðar. Það má benda á aö samkvæmt þvi verðlagi sem er á fyrsta flokks skreið þarf ekki nema 1. kg. til að greiða timakaupið i dag. Ég held að ég þurfi ekki að fara nánar út i þessi mál til að full- vissa alla um að fiskiðnaðurinn hefur efni á að greiða mun hærra kaup en hann gerir. Þrátt fyrir allar hækkanir sem við höfum fengið að undanförnu erlendis á verði á okkar útflutn- ingsvtirum i fiskiðnaði hefur hreyrst frá toppunum hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna að ekki verði um neina veislu að ræða hjá okkar fólki. Ég verð að segja að við þessu bjóst ég úr þessum herbúðum. Okkur hefur ekki veriðboðiði veislur hjá þess- um þverbita i islensku þjóölifi. En mér kæmi það ekki á óvart að um veisluhöld yrði að ræöa ef þessi sölusamtök yrðu gerð upp og for- svarsmenn þeirra sendir á togara, um stundarsakir að minnsta kosti. Lokaorð Að lokum langar mig til að koma þeirri tillögu minni á framfæri við þá sem reka fisk- verkun hér á höfuðborgarsvæð- inu, að ef þeir vilja tryggja sér betri starfskraft heldur en nú er til staðar, ættu þeir að lækka amk. um helming fæðiskostnað þess fólks sem i þessari grein vinnur. Það myndi gefa hverjum og einum 4—5 þúsund króna hækkun á mánaðartekjum og um leið tryggja fyrirtækjunum betri starfskrafta. Til þessa ráðs hafa mörg fyrirtæki gripið þegar þau hafa séð fram á að það sé þeim til hagsbóta.Sú peningaupphæð sem færi i þetta kæmi margföld inn aftur með betri starfskröftum og betri vinnuafköstum. Reykjavík 31.10. 1976. Kristvin Kristinsson. Kiaramálaályktun Málm- og skipasmiðasambands íslands I ályktun 6. þings Málm- og skipasmiðasambands tslands, i nóvember 1974, um atvinnu og kjaramál, er eindregið mótmælt löggjöf um afnám verðlagsuppbót- ar á vinnulaun sem jafnframt ógilti kjarasamninga, sem geröir höfðu verið til tveggja ára i febrúar 1974. Þá þegar höfðu þessar aögeröir rikisstjórnar og meirihluta hennar á Alþingi skert verulega umsamin vinnulaun málmiðnaðarmanna og skipasmiða, og þeir ekki fengið kjaraskerðingarbætur (launa- jöfnunarbætur), 1. október 1974, eins og annað verkafólk, sam- kvæmt bráðabirgðalögum Nr. 88, 24 september 1974. Jafnframt var ljóst i nóvember 1974, að framundan væru hörð átök milli verkalýðshreyfingarinnar annars vegar og rikisstjórnar og þingmeirihluta hennar, hins vegar, um þann kaupmátt vinnulauna sem samið var um i febrúar 1974. Atök þessi hafa staðið siðan, og þeim áfanga lýkur ekki fyrr en kaupmáttur vinnulauna verka- fólks verður ekki minni en hann var á II. ársfjórðungi 1874. Með varnar-kjarasamningum undir forystu Alþýðusambands íslands, sem geröir voru 26. mars og 13. júni 1975, eftir boðun vinnu- stöðvana og 28. febrúar 1976, eftir tveggja vikna ailsherjar- vinnustöövun, tókst verkalýðs- hreyfingunni að knýja fram um 76% launahækkanir, sem kjara- skeröingarbætur miðað við 1. nóv- ember 1976. Rikisstjórnin með löggjafar- valdið i hendi sér, hefur hins vegar gjöreytt þessum árangri verka- iýðshreyfingarinnar. Aöferöin hef- ur verið gengisfelling og gengissig gjaldmiðilsinS, hömlulausar verð- hækkanir lifsnauðsynja ásamt stórfelldum lækkunum söluskatts, vörugjalds og vaxta. Þessi stefna núverandi stjórn- valda hefur hækkað framfærslu- kostnaö samkvæmt framfærslu- visitölu sem var 261,5 stig 1. mars '74, i 645,0 stig 1. nóv 1976, eöa um 147%. A siöustu átta mánuöum eöa frá siðustusamningagerð i febrúar 1976, hefur meðal gengissig veriö um 8,5%. Það ástand sem hér er lýst kall- ar á viðtæka samstöðu og taf- arlausar aðgerðir verkalýðs- hreyfingarinnar gegn rikisvaldi, sem á opinskáan hátt hefur sýnt launafólki fullkominn fjandskap. Kaupmáttur umsaminna kaup- taxta verkafólks hefur þvi hrunið niður á timabilinu 1. mars 1974 til 1. nóvember 1976 að meöaltali um 25% og hjá málmiönaöarmönnum og skipasmiðum um 29%. Eina ráð verkafólks við hruni kaupmáttar kauptaxta hefur verið að lengja vinnutima sinn enn frek- ar en áður til aö afla sér viðbótar- tekna, og reyna á þann hátt að viö- halda kaupmætti tekna sinna að nokkru. Nú er svo komiö aö Island er sér- stakt láglaunasvæöi I Norður- og NÝ SÓKN í KJARABARÁTTUNNI Vestur-Evrópu. Umsamdir vinnu- launataxtar málmiðnaðarmanna i Danmörku eru 158% hærri en hér- lendis, en verðlag lifsnauösynja svipað eða lægra. Hrun kaupmáttar vinnulauna- taxta alls launafólks hefur skapað algerlega óþolandi ástand. Að endurheimta skertan kaup- mátt vinnulauna er brýnasta verk- efni islensks verkafólks og sam- herja þess nú. 7. þing Málm- og skipasmiða- sambands Islands ályktar þvieftir- farandi: tslensk verkalýðshrey fing veröur nú þegar að snúa varnar- baráttu siðustu tveggja ára I mark- vissa sókn og vinna upp skerðingu kaupmáttar umsaminna kaup- taxta frá 1. mars 1974. Þingið telur að reynsla varnar- baráttunnar undanfarið staðfesti að kaupgjaldsbarátta meö kjara- samningagerð verði ekki einhlit i nýrri sókn. Vilji verkafólk ná árangri i kjarabaráttunni og tryggja hann er nauðsynlegt að verkafólk tengi saman afstöðu sina i kjaramálum og almennum þjóömálum. Jafnframt telur þingið aö grund- völlur fyrir endurreisn kaupmáttar umsaminna vinnulauna sé gjör- breytt efnahags og þjóðmálastefna löggjafarvaldsins, ásamt frjálsri gerð kjarasamninga verkalýös- félaga, sem stjórnvöld virða og tryggja að halda gildi sinu. 7. þingM.S.I.teluraði nýrri sókn i kjarabaráttunni eigi m.a. að stefna aö eftirfarandi: 1. Að tryggja áfram fulla atvinnu fyrir sérhvern vinnufæran mann við islenska atvinnuvegi en ckki treysta á erlenda stór- iðju. 2. Að tryggja frjálsa samninga- gerð verkalýðsfélaga og koma I veg fyrir skömmtun rikisvalds- ins á vinnulaunum með lögum og reglum sem ekki falla að að- stæðum i atvinnulifinu. 3. Að stórauka kaupmátt vinnu- launa með hækkun umsaminna kauptaxta fastlaunaðs verka- fólks og ráðstöfun til verölækk- unar lifsnauösynja með tak- mörkun höm lulausrar álagn- ingar innflytjenda og beinni stjórn á innflutningi. 4. Aö verðtryggja á ný vinnulaun að fullu, miöað við breytingu framfærslukostnaðar. 5. Aö stórhækka greiðslur til elli- og örorkulifeyrisþega og llf- eyrisgrciðslur verði ætið I beinu sambandi viö gildandi launa- kjör. 6. Að breyttri skattalöggjöf á þann veg að skattbyröi fastlaunaðs verkafólks léttist verulega, mis- munun I álagningu skatta verði leiðrétt og staðgreiðslukerfi skatta tekið upp. 7. Að einfalda útreikninga vinnu- launa meö þvi að lcggja launa- jöfnunarbætur við grunnkaup og fella úr gildi bráðabirgðalög Nr. 88 1974, og reglugerð sam- kvæmt þeiin. 8. Aö settar verði ákveönar reglur um takmörkun yfirvinnu og unuið i áföngum að afnámi yfir- vinnu sem föstum tekjuöflunar- þætti,en tryggt verði jafnfranit að rauntekjur verkafólks skerð- ist ekki. 9. Að við næstu samningagerö verði lögð áhersla á fullar launagreiðslur i allt að sex mánuði i slysa- og veikindatil- fellum. 10. Að launþegasamtökin lieiti sér fyrir útbótum i dagvistunar- málum. 11. Aö verkalvðshreyfingin beiti sér fyrir aukinni aðstoð við aldraö fólk i heimahúsum og stofnun smærri dvalarheimila fyrir aldraða. Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.