Þjóðviljinn - 24.11.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.11.1976, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 24. nóvember 1976. —41. árg. —264. tbl. Hvfta örin á myndinni sýnir nýju tengibrautina sem ryður svo mörgum húsum frá sér. Vinstra megin við örina má sjá hlykkinn sem tekinn er til að varöveita vélsmiðjuna Héðin. t horninu neðst til hægri sést hinsvegar hvernig Lækjargata, Hverfisgata og gamta Tryggvágatán, sem nú breytir um farveg, mætast í voldugum miðpunkti. Ný samþykkt í skipulagsnefnd Reykjavíkur Tengibraut ryðst yfir gömlu husín sem standa á milli Nýlendugötu og Mýrargötu bjóðviljinn hefur undanfarið skýrt frá störfum skipulags- nefndar Reykjavikurborgar, sem hefur verið að endurskoða af miklum krafti umferðarkerfi borgarinnar. Hefur athyglin eink- um beinst að hraðbrautinni um Fossvogsdal, en það er ýmislegt annað fróðlegt að finna f sam- þykktum skipulagsnefndar, sem endanlega gekk frá tillögum sin- um sl. mánudag. Meðal annars hefur verið ákveðið að leggja „tengibraut", sem að öllum likindum er nýyrði fyrir nokkurs konar hraðbraut, yfir flest ef ekki öll hús sem standa á milli Nýlendurgötu og Mýrargötu i gamla vesturbæn- um. Verður þar tekið framhald af Tryggvagötunni og ruðst yfir mikinn fjölda gömlu húsanna, en kænlega sneitt framhjá vélsmiðjunni Héðni með myndar- legri lykkju á tengibrautinni. A sýningu Reykjavikurborgar að Kjarvalsstöðum, þar sem sýndar eru teikningar af sam- þykktum skipulagshugmyndum, mátti á einu korti finna uppdrátt af þessari braut, sem vaf alaust á eftir að verða mikið þrætuepli i framtiðinni. Á öðrum uppdrátt- um, sem allir eru mun stærri og nákvæmari, er brautin hins vegar hvergi merkt inn,og sagði Hilmar Olafsspn forstöðumaður Þróunarstofnunar þaö vera vegna þess, hve þessi ákvörðun meirihluta skipulagsnefndarværi nýtilkomin. Þess má að lokum geta að á sama korti og hér er mynd af mátti finna staðsetningu Foss- vogsbrautarinnar umtöluðu, þar sem hún liggur i gegnum Foss- vogsdal og þaðan áfram sjávar- megin við öskjuhlið og áleiðis til gamla miðbæjarins i Reykjavik. —gsp Ráðherrar í verkfalli i gær gerðist sá atburður sem mun vera einsdæmi I þingsög- iiiini. Kl. 2 var settur fundur i sameinuðu þingi og voru 12 fyrirspurnir til ráðherra á dag- srká. Enginn hinna átta íáð- herra lét svo litið að mæta og varð að slita fundi við svo búið. Aðeins ólafur Jóhannesson hafði tilkynnt fjarvistir og er þctta ótrúleg lítilsvirðing við æðstu löggjafarstofnun þjóðar- innar og sýnir kannski i hnot- skurn að nú telja ráðherrar sig geta farið sinu fram án tillits til þings og þjóðar. Magnús Kjartansson kvaddi sér liljóðs utan dagskrár og fór f ram á það við forseta sameinaðs þings að hann beindi þvi til ráðherra að þeir gegndu skyldustörfum á Alþingi. Fyrsti ráðherrann sem lét sjá sig kom klukkutima siöar. Þegar fundur var settur kl. 2 kvaddi Magnús Kjartansson sér hljóðs eins og áður sagði og kvartaði yfir þvi að fyrirspurn sem hann hefði lagt fram i upp hafi þings um simakostnað aldraðra og öryrkja hefði ekki verið svarað af Halldóri E. Sigurðssyni, sem hefði ýmist verið erlendis eða með fjar- vistarleyfi, en þó komið i tvo fyrirspurnartima án þess að vera með reiðubúin svör. Asgeir Bjarnason forseti sameinaðs þings settist nú niður og varð orðfall um hrið. M agnús Kjartansson kallaði þá: „Er nokkurt ráðherraverkfall eða svoleiðis?" Asgeir kvað það ekki hafa verið boðað og sagði siðan: „Þvi miður mætir enginn ráðherra og sé ég mér þvi ekki fært að halda fundi fram". Sleit hann siðan fundi við hávær hlátrarsköll og klapp nemenda i þroskaþjálfun sem f jölmenntu á þingpalla til að hlusta á umræð- ur um málefni þroskaheftra. Klukkan 3 komu fjórir ráð- herrar i húsið, en aðeins tveir þeirra létu sjá sig i þingsalnum sjálfum og aðeins Einar Agústs- son hlýddi á umræður. Eins og kunhugt er hafa opin- berir starfsmenn staðið i verk- fallsaðgerðum að undanförnu og gerðu menn þvi skóna i gær að ráðherrar hefðu gert setu- verkfall i ráðuneytum. Um til- efni vissu menn fátt. —GFr Samneyslan á Norðurlöndum MENNST A ÍSLANDI Samneysla er tiðrætt hugtak um þessar mundir eftir að for- sætisráðherra lýsti vilja stjórnarinnar til að draga úr henni og auka i þess stað einka- neysluna. Okkur datt i hug áð athuga hvar islendingar væru staddir i samneyslunni miðað við aðrar norðurlandaþjóðir. Það verður að taka fram að á bak við hugtakið samneysla liggja mismunandi skilgrein- ingar eftir löndum. En ef við segjum að samneysla sé sam- anlögð umsvif rikisvaldsins og mælum þau með skatttekjum rikisins eru islendingar ansi aftarlega hvað þau snertir. Arið 1972 var hlutfall skatt- tekna rikisins af vergri þjóðar- framleiðslu (VÞF) 33.3% á tslandi. t Finnlandi var þetta sama hlutfall 36%, i Svfþjóð 44%, Danmörku 45% og i Noregi 46%. tslendingar eru semsé neðstirá blaði i þessum saman- burði. Siðan 1972 hefur þetta hlutfall hækkað nokkuð hér á landi. t fyrra var það 34.9% (bráðabirgðatölur) og i ár er áætlað að það komist i 37%.In.n i þessa mynd koma hins vegar árið 1973 skattar til Viðlaga- sjóðs og til niðurgreiðslu á oliu til kyndingar en þeir eru með í áðurnefndum tölum. A hinum Norðurlöndunum hefur þetta hlutfall einnig hækk- að, sennilega þó minna en hér á landi. En eftir stendur sú stað- reynd að islendingar og finnar hafa allmikla sérstöðu að þessu leyti. Ef við tökum samanburð við aðildarriki OECD sem eru 24 þá eru islendingar númer 13 i röð- inni eða fyrir miðju. Ofar á blaði eru öll nágrannariki okkar nema Bandarikin. —ÞH Dœmi um lyfjaúlagningu: C-vítamín 23-faldast í verði Það er ekki að furða þótt fólki ofbjóði verð á lyfjum hér á landi, þótt svo að sjúkrasamlögin greiði meirihlutannaf þvi verði. Og það er heldur ekki að furða þótt aptítekin blómstri, þegar verð- lagning lyfja er skoðuð. Eitt ágætt dæmi um verðlagningu lyfja eru C-vitamin-töflur. Innkaupsverð á 1 kg. af C-vita- mindufti var fyrir skömmu 1781 kr. Þegar apötekin kaupa eitt slikt kiló, bætist við verðið 14,8% heildsöluálagning og er verðið þá komið uppi 2030 kr. t 100 50 mgr. c-vitamintöflur fara 5 gr. af þessu duftiog þessar 100 töflur eru seld- ar útúr apóteki á 234 kr. Með þessu móti fást töf lur úr einu kilói af C-vitamindufti sem seldar y rðu á 46.800 kr. En hvernig verður þetta verð til? Það er sérstök lyfjaverðs- nefnd sem ákveður verðið og það mun verða til þannig: Fyrst er það innkaupsverðið plus 14.8% heildsöluálagning. Þar næst bætist við framleiðslugjald fyrir apótekin, sem sjálf steypa töflurnar, þá gjald fyrir það efni sem sett er i duftið, svo hægt sé að steypa tóflurnar, pá kemur sölu- skattur sem er 20% og siðan 85% álagning apótekanna. Þar næst kemur umbúðaverð.sem erkr. 24 fyrir hvert glas, og loks afgreiðsluverð, sem er 30 kr. hvort heldur keypt er eitt glas eða hundrað. Þess má geta að álagning á meðalaglös er 12.1% iheildsölu og 32.4% i smásölu. Einu atriði gleymdum við áðan, en það er sérstakt afskriftargjald vegna þess dufts, sem fer i súginn, þegar veríð er að steypa töflurn- ar. —S.dór. C-vitamin er tiskulyf gegn kvefi — þaö er meö ólfkindum hvað leggst á vöruna þegar henni er breytt úr duftformi i töfluform.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.