Þjóðviljinn - 24.11.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.11.1976, Blaðsíða 16
MOBVIUINN MiOvikudagur 24. nóvember 1976 Aðalsfmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á iaugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla81482 og Blaðaprent81348. Einnig skal bent á heimasfma starfsmanna undir nafni Þjóðviljans i simaskrá. Guöjón Jónsson. Snorri Jónsson. Guðjón Jónsson, nýkjörinn form. Málm- og skipasmiðasambandsins; 150% hærra kaup á Norðurlöndunum Athugum uppsögn gild- andi kjarasamninga „Þegar sú staðreynd blasir við, að kaup málmiðnaðarmanna á Noröurlöndum er orðið 150% hærra en kaup málmiðnaðar- manna hér, en verðlag svipað eða lægra ytra og þegar við þetta bæt- istsvo að gengisfelling hér á landi gagnvart dollar er 11% og að meöaltali 8,5% frá þvi siöustu kjarasamningar voru geröir, ætti engan að undra, þótt verkalýðs- hreyfingin taki til alvarlegrar at- hugunar að segja samningunum upp áður en gildistfmi þeirra rennur út 1. mai nk. Það er ákvæði i samningunum, sem seg- ir að hægt sé að segja þeim upp verði veruleg gengisbreyting og mér finnst að eigi að taka þetta mál til mjög alvarlegrar athug- unar” sagði Guðjón Jónsson, sem um siðustu helgi var kjörinn for- maður Málm og skipasmiöasam- bands tslands, er við ræddum við hann i gær. Guðjón tekur við stjórn sam- bandsins af Snorra Jónssyni, sem verið hefur formaður þess frá upphafi. Snorri setti þingið 19. nóv. og minntist látinna félaga. Eftir aö skeyti með árnaöarósk- um höfðu veriö lesin upp, inntaka 3ja nýrra félaga hafði verið sam- þykkt.forsetíþingsins kjörinn, en það var Kristján Ottosson, blikk- Kvöldvaka herstöðva- andstæðinga Hverfissam tök herstöðva- andstæðinga I Smáibúðahverfi efna til kvöldvöku í Þjóðvilja- húsinu nýja, Siðumúla 6, i kvöld, miövikudag kl. 20.30. Þar gerist það helst tiðinda að flutt verður dagskrá þar sem fléttað er saman köflum úr leyniskýrslum um viðræður islenskra ráðamanna við bandariska 1949 og sungnum köflum úr Sóleyjarkvæði Jóhannesarúr Kötlum. Einnig mun Kristján Guðlaugsson koma fram og syngja. Aðgangur er ókeypis og hvetja herstöðvaandstæðingar liðsmenn sina og stuðnings- menn til að fjölmenna. smiður, varaforseti Ástvaldur Andrésson og ritarar Hafsteinn Guðmundsson, járnsmiður, og Jökull Guðmundsson vélvirki, flutti Snorri Jónsson skýrslu stjórnar. Helstu málaflokkar sem mið- stjórn sambandsins undirbjó og lagði fyrir þingið og sem þingið ræddi og gerði ályktanir um voru: Atvinnu og kjaramál, vinnuverndarmál, frumvarp að breyttri vinnulöggjöf, fræðslu- mál, stefnuyfirlýsing ASÍ, reglu- gerð lifeyrissjóös málm og skipa- smiða, fjárhagsáætlun MSI fyrir næstu tvö ár. I stjórn Málm og skipasmiða- sambandsins til næstu tveggja ára voru kjörnir: Miðstjórn: Formaður: Guðjón Jónsson, járnsmiöur. Varafor- maður: Guðmundur Hilmarsson, bifvélavirki. Ritari: Tryggvi Benediktsson, járnsmiður. Vara- ritari: Astvaldur Andrésson, bif- reiðasmiður. Gjaldkeri: Helgi Amlaugsson, skipasmiöur. Með- stjórnendur: Kristján Ottósson, blikksmiður, Halldór Hafsteins- son, bilamálari. Varamenn i mið- stjórn: Snorri Jónsson, járn- smiður, Sigurður óskarsson, bif- vélavirki, Guðmundur S.M. Jónasson, járnsmiður. Aðriri sambandsstjórn: Hákon Hákonarson, Akureyri, Friðrik Gislason, Vestmannaeyjum, Kjartan Guðmundsson, Akranesi, Kristján Guðmundsson, Selfossi, Siguröur Björnsson, Nes- kaupstað, Björn Lindal, Húsavik, Jón Haukur Aðalsteinsson, Kefla- vik, Jökull Jósefsson, Isafirði, Varamenn: Stefán Bragason, Akureyri, Gisii Bjarnason, Borgarnesi, Metúsalem Ólason, Egilsstöðum, Jónatan Eiriksson, Akranesi. t stjórn Lifeyrissjóðs málm- og skipasmiða varkosin Sigurgestur Guðjónsson, bifvélavirki og til vara Guðjón Jónsson, járn- smiður. Snorri Jónsson og Sigurgestur Guðjónsson, báðust eindregið undan endurkjöri i aðalstjórn. 1 þinglok var Snorra Jónssyni, fréfarandi formanni, og Sigur- gesti Guðjónssyni fráfarandi rit- ara þökkuð sérstaklega ágæt störf i þágu Málm- og skipa- smiðasambands tslands, en þeir hafa báöir átt sæti i miðstjórn sambandsins frá upphafi, eða i tólf ár. Báðir unnu þeir að stofnun sambandsins. — S.dór EK KATLA KOMIN AÐ GOSI? Jarðskjálftarnir X* .. X — Það er afar erfitt að segja til um hvað það merkir, að skjálftarnir á Kötlusvæðinu eru með öðru móti nú en undanfarin ár og ég þori engu að spá, en gleymum þvi ekki að Katla er búin að ganga nokkuð lengi með og eins gott að vera við öllu bú- inný sagði Sigurður Þórarins- son, jarðfræðingur,er við spurð- um hann hvort breytingarnar á skjálftum á svæðinu gætu merkt eitthvað sérstakt. Einar bóndi Einarsson á Skammadalshóli i Mýrdal, sem manna best hefur fylgst með öllum jarðhræringum á Kötlu- svæöinu sl. fimm ár, sagði i viö- tali við Þjóðviljann i gær, aö það hafi verið árvisst undanfarin ár, aö jarðskjálftahrinur kæmu á svæðinu. Þær hafa verið með liku sniöi sl. fimm ár.en nú bregður útaf. I fyrsta lagi hafa komið nokkrir sterkir kippir, allt að 4 stigum, en svo sterkir kippir hafa ekki mælst sl. ár, og nú siðan um helgi hefur verið mjög mikiö um smá skjálfta, sem eru svo vægir að þeir rétt mælast á jarð- skjálftamælana á svæðinu að sögn Einars á Skammadalshóli. Einar tók fram að sér þætti þetta dálitiö einkennilegt borið saman við skjálftana undanfar- in ár. Hann sagöi að skjálftarnir Dr Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur siðan um helgi hefðu átt upptök sin vestan i Mýrdalsjökli og hefðu sumir verið svo vægir að þeir hefðu komið fram á mælin- umi Selkoti, sem er vestar en Skammadalshóll og aðeins Jarðskjálftarnir á svæðinu öðru vísi í ár en sL 5 ár - Þori engu að spá, segir dr. Sigurður Þórarinsson mælst þar, ekki verið merkjan- legir á mælinum að Skamma- dalshóli. Dr. Sigurður Þórarinsson sagði, að nokkuð hefði verið um jökulbresti i Mýrdalsjökli i haust og að hugsanlegt væri að þessi litli titringur sem mælst hefði undanfarið væri vegna þeirra; þó væri það alls ekki vist. Einar Einarsson sagði menn þar eystra furðu rólega. „Við vitum að Katla getur gosið hvenær sem er og það er ekki um annað að gera en taka þvi sem að höndum ber,” sagði Ein- ar. —S.dór Neyðarástand á sjúkrahúsum Reykjavíkur: „Höfum beðið í fimm ár eftir leiðréttingunum” \ segja röntgentæknar, sem eru nú atvinnulausir Tólf af fimmtán röntgentæknum í Reykja- vík mæla nú göturnar at- vinnulausir og er ástæðan sú/ að þeir sögðu í sumar upp vinnu með löglegum fyrirvara og hættu siðan vinnu klukkan tólf á miðnætti aðfaranætur laugardagsins síðasta. Höfðu röntgentæknar þá setiðá ströngum fundi með formanni BSRB og formanni starfsmanna- félags rfkisins. Sá fundur bar engan árangur, röntgentæknar fengu ekki leiðréttingu sinna mála og hættu þvi vinnu er hinn lög- legi uppsagnarf restur rann út. I gær ræddi Þjv. við þær Ingu Valborgu Einarsdóttur og Þór- unni Guðmundsdóttur, en þær eiga báðar sæti i stjórn Röntgen- tæknafélags tslands. Sögðu þær að eina krafa röntgentækna væri sú, að fá sömu laun og röntgen- hjúkrunarkonur, enda ynnu þær nákvæmlega sömu störf. Þessi krafa hefði ásamt fleirum verið á oddinum sl. fimm ár en aldrei fengist nein leiðrétting. Þær stöllur vildu ekkert segja um hvort þær tækju aftur upp fyrri störf, en lögðu á það áherslu aö þær væru atvinnulausar og væntanlega myndi hver og ein ráða sig i einhver störf á hinum almenna vinnumarkaöi. Vilji af hálfu opinberra aðila til samn- inga virtist ekki vera fyrir hendi. Að lokum tóku þær Inga og Þór- unn fram að röntgentæknar hefðu boðist til að sinna neyðarvöktum, t.d. á slysadeild, án þess að gera neinar ákveðnar kaupkröfur, en ekki virtist hins vegar vera áhugi á þvi að taka þvi tilboöi þeirra. Þjóðviljinn mun á morgun birta ýtarlega greinargerð frá Röntgentæknafélagi tslands um þessar fjöldauppsagnir. —gsp Fróðleg skiputagssýning opnuð í dag Borgin sýnir á Unnið að uppsetningu skipulags- sýningarinnar i gær. Kjarvak- stöðum t kvöld mun Reykjavikurborg opna fyrir almenning sýningu á Kjarvalsstöðum, þar sem á veggjum hanga vel unnar myndir og uppdrættir af framtiðarskipu- lagi borgarinnar. Hefur Þróunar- stofnun Reykjavikurborgar öðr- um fremur lagt fram efni til sýn- ingarinnar og séð um uppsetn- ingu hennar. Skipulagsnefnd Reykjavikur: borgar hefur undanfarið unnið að endurskoðun á umferöarkerfi aðalskipulagsins, sem fæddist ár- ið 1967. Er á sýningunni að Kjarvalsstöðum að finna marga fróðlega uppdrætti, sem m.a. sýna nýjustu breytingar skipu- lagsnefndar á aðalskipulaginu. Ýtarlegar skýringar eru við hvern uppdrátt og hverja mynd og er þvi auðvelt fyrir fólk að glöggva sig á um hvað málið snýst, en slikt hefur oft verið erfitt þegar teikningar arkitekt- anna eru bornar á borð án skýr- inga. Sýningin að Kjarvalsstööum verður opin næstu vikurnar á venjulegum opnunartima húss- ins. —gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.