Þjóðviljinn - 24.11.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.11.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. nóvember 1976 Skrifið eða hringið. Sími: 81333 Arnór Þorkelsson: Opið bréf til Ólafs Jóhannessonar, dómsmálaráðherra Herra dómsmálaráð- herra, Ólafur Jóhannes- son. Vegna rómaðrar þekkingar yðar á lögum langar mig fáfróðan að spyrja yður nokkurra spurninga og leiðrétta villur mínar. Mig minnir að það sé 18. grein stjórnlaganna, sem hljóðar svo: ,,Þinglausnir eða þing- slit hafa það í sér fólgið að hver sú samþykkt, sem þingmenn gera með sér, f rá því þingi er slitið og þar til þing kemur saman á ný, er algerlega marklaus. Hvert svo sem pólitísktgildi hennarkann að vera, er formlegt gildi hennar ekki neitt". Nú langar mig til aö vita, hvort þingmannafundurinn, sem var boðaður á laun 1951 hér suður i Reykjavik, eftir að þing- slit höfðu farið fram og þing- menn komnir heim til sin, en einn þingflokkurinn ekki látinn vita, hafi verið löglegur. Alþýðuflokkurinn var þvlnæst tekinn inn i stjórnina með til- heyrandi embættum og verndarsamningurinn gerður með pomp og pragt 5. mai. Heyrir þessi þingmanna- fundur undir áðurnefnda stjórn- lagagrein eða var þetta löglega boðað alþingi? Hafi svo ekki verið, voru þetta þa bráða- birgöalög? Sé svo ekki var þetta þá þingmannasamþykkt, sem 8. grein stjórnlaganna f jallar um? Hvaða skilyrði þarf að upp- fylla til þess að alþingi sé rétt og formlega boðað og hvaða skil- yrði, til þess að bráðabirgðalög séu formlega gerð? Tuttuguasta og fyrsta grein stjórnarskrárinnar segir: „For- seti lýðveldisins gerir samninga við önnur riki. Þó getur hann enga slika samninga gert, ef þeir hafa i sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytingar á stjórnhögum rikisins, nema samþykki alþingis komi til". Þarna er mikilvæg grein, sem mörgum leikmanni finnst aö hafi verið þverbrotin, en mér er spurn: Eru engar kvaðir á landi þarna? Get ég, eða Pétur eða Páll fer.gið að byggja hus þarna á svæðinu hjá varnarliðinu? Hefur ekki verið afsalað landi til afnota fyrir varnarliðið? Mér hefur verið sagt, að brot á áðurnefndum lagagreinum varði allt að sex ára tugthúsvist. Ég spyr: Er það rétt? Mig furðar á að enginn þeirra lögfróðu manna utan alþingis, skyldu ekki kæra þetta fyrir dómsmálaráðuneytinu. Það virðist ekki vera sakfæft, að þeirra áliti. Að sönnu var sami maður þá bæði dóms- og utanrikismála- ráðherra og ef til vill likur til þess, að hann hefði kyrrsett kæruna um þetta efni fram yfir haustþing. A haustþinginu var svo þessi meinti ólöglegi 5. mai samn- ingur gerður að lögum og 5 manna nefndkosin i málið, (vis- ast til þingtiðinda 1951, bls. 80- 103). Mér hefur skilist, 'að lands- dómur sé kosinn af alþingi sjálfu og sennilega hefði hugsanlegri kæru verið visað til hans og sá meirihluti, sem skrifaði undir samninginn um vorið, fengið aðstöðu til þess að dæma sjálfur sín eigin afbrot. Það er góð latina, það. Þeir Gylfi Þ. Gislason og Jóhann Hafstein komu hér um árið I „beina linu" og sátu þar fyrir svörum. Maður einn spurði þá hvort það væri þingræöislegt og lýðræðislegt ef vinstri stjórn- in biði eftir þvi að þingi væri slitið og þingmenn farnir heim til sin, en kallaði þá saman þingmenn vinstri stjórnarflokk- anna og gerði samþykkt um það, að herinn færi úr landi? Gylfi sagði: „Það væri algjör- lega óþingræðislegt og ólýð- ræðislegt", en Jóhann Hafstein sagði: „Ég hef nú ekki nokkra trú á þvi að þeir muni gera það en auðvitað væri það bæði óþingræðislegt og ólýðræðis- legt". Þá kom önnur spurning: Hvort það væri löglegt? Gylfi svaraði fljótt og vel: „Það væri algjörlega ólöglegt", en Jóhann sagði: „löglegt, löglegt, já, auð- vitað væri það ólöglegt". Og sljákkaði i honum um leið...Það virðist ekki vera sama hver gerir hvað og það er ástæða til að ætla, að þeir Jóhann og Gylfi vilji standa við þessi orð sin. Er það ekki dálitið skrltið að'~ verknaðurinn 1951 5. mai, þegar Kikisstjórii Stefáns Jóhanns. þingmenn eru kallaðir saman á laun, eftir þingslit, skuli vera löglegur en hugsanlegur, hlið- stæður verknaður hjá vinstri stjórninni væri algjörlega óþingræðislegur, ólýðræðis- legur og ólöglegur? Þá var það að Einar Ágústs- son var lika spurður um þennan samning og hann sagði að það gæti vel verið að samningurinn hafi verið ólöglegur um vorið, en hann væri allavega löglegur um haustið. — Það var og. Hvað mundi ske ef einhver kærði nú þennan löngu gerða samningi til dómsmálaráðu- neytisins? Sennilega yrði kærúnni visað frá vegna þess að þetta væri orðið fyrnt? Spyr sá sem ekki veit, en væntir svars. Maður sá það I Þjóðviljanum i vor, að þeir voru orðnir ansi gleymnir , sumir þingmennirn- ir, á 5.-mai fundinn, 1951. Þetta fór núansi vel á þessu, það var 100 ára afmæli þjóðfundarins og þvi fannst þeim það passa svo vel að láta okkuv fá varanlega hersetu. Það var einna helst Eysteinn Jónsson, sem eitthvað mundi frá þessum tima, en var þó farinn að ryðga I öðru frá þeim Reykholts-fundi. Trúlega muna þeir betur eftir fundinum 'um haustið þegar al- þingi kom saman og þeir sátu skömmustulegir undir ræðu Einars Olgeirssonar, þar sem hann spurði þá hvort þeir hefðu gert sér ljóst að þeir væru búnir aö íremja stjórnarskrárbrot og stjórnlagarof? Nú skiptir miklu máli hvort Einar hafði á réttu að standa og þvi bið ég yður, herra dóms- málaráðherra, að skera úr um það hvort þetta var stjórnar- skrárbrot og stjórnlagarof eða ekki og hver mundi veröa niður- staða t.d. hæstaréttar i þvi máli, samkvæmt lögum? Nú er mikið talað um þau óhugnanlegu morðmál sem hafa átt sér stað. En finnist einhverj- ir sekir verða þeir dæmdir fyrir brot á tilteknum lagagreinum. Þeir verða að sæta þvi, En verða þá ekki þingmenn, sem litilsvirða og brjóta lögin aö vera sviptir þinghelgi og dæmdir fyrir brot á tilteknum lagagreinum? Ég vil benda bæði reykvik- ingum og mönnum utan af landi á að fara i Landsbókasafnið og kynna sér þingtiðindi frá 1951, bls. 80-106. A þingi um haustið voru svo meint afbrot frá 5. mai gerð að lögum. Hvernig þurfa samningar að vera, við önnur riki, svo þeir heyri ekki undir landráð? Hvað eru landráð, samkvæmt lagalegri merkingu? 1 trausti þess að þér takið ekki illa upp fróðleiksþorsta minn, virðingarfyllst, Arnþór Þorkelsson. Ágreiningur um greiðslu á viðhaldskostnaði skólamannvirkja Samband isl. sveitarfélaga gekkst fyrir ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga dagana 16. og 17. nóv. sl. A ráöstefnunni flutti ölver Karlsson, oddviti Asahrepps I Rangárvallasýslu erindi um þessi mál. Var þaft erindi fróölegt um margt og þykir rétt að birta hér úr því eftirfarandi kafla: „ Einn helsti útgjaldaliöur flestra hreppanna er stofn- og rekstrarkostnaður skóla. Þetta ár hefur orðið fjárhagslega erfitt vegna skilnings fjár- málaráðuneytisins á lögum nr. 94,1975, um breytingar á verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga aö þvl er snertir viðhaldskostnað skóla- mannvirkja á s.l. ári. Eins og mönnum er i fersku minni, var ein breytingin á verkaskiptingu sveitarfélaga sú, að viðhald skólamannvirkja, sem ríkið greiddi áöur á móti sveitarfélögunum, var aö öllu leyti fært yfir á herðar sveitar- félaganna. Fjármálaráöuneytiö hefur fram að þessu haldið þvi fram, að sveitarfélögin ættu ekki að fá endurgreiddan viðhaldskostnað skólamannvirkja, sem til féll á árinu 1975, og taliö, aö sú greiðsla hafi komið eftir á I auknu framlagi til sveitar- félaganna úr Jöfnunarsjóði á þessu ári. Fulltrúaráð sambandsins gerði á hinn bóginn samþykkt á fundi I april- mánuði, að þau teldu, að rfkis- sjóöur heföi engan veginn verið leystur undan greiðsluskyldu vegna áfallsins kostnaðar við viðhald skólanna, enda tóku lögin ekki gildi fyrr en 1. janúar 1976. Fulltrúaráð sambandsins mótmælti gagnstæðri túlkun laganna og taldi hana augljós- lega verða til þess að skerða stórlega fjárhagsgetu sveitar- sjóðanna á þessu ári. Þvl bæri að gera upp við sveitarfélögin viðhaldskostnaðinn miðað við eldri lög til 31. des. 1975 og hlutur rikissjóðs greiðast eins og þau kváöu á um. Fulltrúa- ráðsfundursambandsins I april- mánuði s.l. lýsti þvi yfir, að sveitarfélögin gætu ekki unað þvi, að rikisvaldið standi þannig að breytingum á yerkaskiptingu rlkis og sveitarfélaga, að lé"ttsé af rikissjóði kostnaði, án þess að tryggja sveitarsjóðunum nægi- legar tekjur á móti. Um þetta atriði hefur staðið I stímabraki milli sambandsins og fjármálaráðuneytisins • nán- ast frá þvi aö lögin voru sétt og stjórn sambandsins um það fjallað á mörgum stjórharfund- um. Félagsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið hafa hvort I sinu lagi látið lögspekinga semja greinargerðir um þetta mál. . •/',,: Hér er um verulegt fjárhags- atriöi að ræöa fyrir fjölmörg sveitarfélög. Þannig mun hlut- deild rikissjóðs I heildarvíð- haldskostnaði sHðlamannvirkja á árinu 1975 néma samtals 236 millj. kr. , miðað við eldri lög. ök/mhg Umsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.