Þjóðviljinn - 26.11.1976, Page 2

Þjóðviljinn - 26.11.1976, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. nóvember 1976 Skrifiö eða hringið. Sími: 81333 Hvaöan er þessi mynd? Frá einhverri suðurhafseyju ó-nei. Þetta er nú reyndar sú gamla og góða Reykjavik. Ljósm. Eik. r Adrepa til handa BHM-mönnum Þann 8. nóv. sl. lögðu kennarar 1.-6. bekkjar grunnskóla niður vinnu og notuðu daginn til að ræða launamál sín og það misrétti, sem þeir eru beittir. Á ég þar við mis- jafna kennsluskyldu inn- an grunnskóla og að lög- skipuð próf eru metin misjafnlega, eftir því hvenær þau eru tekin. Kröfur viðkomandi kenn- ara eru fullkomlega rétt- látar og það er þeim Vil- hjálmi Hjálmarssyni og Matthíasi Á. Mathiesen einungis til skammar að hafa ekki leiðrétt mis- réttið áður en kennarar tóku til sinna ráða. BHM-menn rísa upp Aðeins viku eftir aðgerðirnar risa BHM-menn upp og kref jast hærri launa. beir gerast jafnvel það ósvifnir, að bera saman þá smánarhækkun, sem hefur orðið á launum verkamanna fyrstu sex mánuði ársins og á sinum eigin. Hafa þessir menn ekki upp á annan samanburð en þennan að bjóða? Er ekki kom- inn timx til að menntahrokinn i BHM-mönnum sé kveðinn niður og þeim bent á að berjast fyrir einfiverju göfugra og mikilvæg- ar málefni en 30-40% launa- hækkun? Launahækkun, sem yki enn á það misrétti, sem er á launum i þessu „lýðræðisþjóð- félagi” okkar. Mig langar til að benda kennurum innan BHM á, að enda þótt þeir telji sig mikil- vægari og menntaðri en þá starfsbræður sina, sem eru með almennt kennarapróf frá K.I. (Kennaraskóla tslands), eða KHI (Kennaraháskóla Islands), þá er það á miklum misskilningi byggt. Ef flokka skal kennara niður eftir mikilvægi þeirra inn- an skólakerfisins, þá eru það tvimælalaust barnakennarar, sem eru þar fremstir i flokki. Það eru þeir, sem hnoða leirinn og móta og fá á hann ákveðna mynd. Háskólamenn sjá aðeins um brennsluna og þó alls ekki i öllum tilvikum. Hvað menntun viðkemur þá eru i dag gerðar sömu kröfur til inngöngu i KHI og HI. Náms- timi til BA-prófs og almenns kennaraprófs er mjög svipaður. Menn með BA-próf eru i miklum meirihluta meðal Háskóla- menntaðra kennara. I hverju liggur þessi menntunarmunur? Er hann þess verður að það þurfi að verðlauna hann sér- staklega með almannafé? Ekki allir eins Það eru ekki allir sama mark- inu brenndir, sem betur fer. Til eru menn, sem eru lausir við þann menntahroka, sem gjarna einkennir BHM-menn. Sigurður Lindal lagaprófessor, neitaði að leggja niður vinnu, ásamt nokkrum öðrum kennurum. Sigurður er einmitt glöggt dæmi um mann með heilbrigða rétt- lætiskennd, og mættu fleiri feta i fótspor hans. Hvar eru vinstri menn- irnir? Hvernig er með alla vinstri mennina innan BHM, sem sifellt eru að berjast fyrir bættum kjörum verkafólks i landinu — i orði? Þessir menn eru alltaf að benda á mikilvægi þess, að minnka launamismuninn i þjóð-' , félginu. „Vinstri-menn er rétta leiðin að krefjast 30-40% launa- hækkunar ykkur til handa á meðan laun verkafólks hafa hækkaðum liðlega 14%, (fyrstu 6 mánuði ársins)? bað er kom- inn timi til að þið endurskoðið huga ykkar og kannið, hvort þvi um likt samræmist jafnréttis- hugsjóninni. Þið þurfið ekki að halda að verkafólk fylki sér um málstað ykkar á meðan þið haldið svona vesaldarlega á spilunum. Verkafólk i landinu hefur augu og það hefur eyru.. Eyru, sem heyra og augu, sem sjá. Þið ættuð að hafa það hug- fast næst þegar þið fylkið ykkur um málstað eigin stéttar. Að kvöldi 15. nóv., 1976, Einar Már Guðvarðarson. Gundelach, — freistarinn frá EBE. Skyldi rikisstjórnin okkar kunna sálminn: „Við freistingum gæt þin”? Viðræðurnar við E.B.E. 12.11.1976 Hingað þeir sendu danskan dj... írá dólgslegri yfirstjórn þjóðabands, að kanna hve Matthildur muni gjöful á miðin, og sjálfstæði okkar lands. G.K. Pétur Sigurðsson, Skeggsstöðum: Vel mœtti varðveita Stafnsrétt sem safngrip Er ég kom hér ,,á blaðið” einn morgunn fyrir skemmstu þá beið min þar ágætur austur- húnvetningur, Pétur Sigurðsson, bóndi á Skaggs- stöðum i Svartárdal. Og þótt erindi Péturs væri nú annað fremur en það, að færa mér fréttir úr heimabyggð sinni, þá vékst hann hið besta við, er ég innti hann eftir þeim. Vegamál. — Kannski við vikjum þá fyrst að vegamálunum, sagði Pétur, þau eru hvort eð er alltaf ofarlega i huga okkar dreifbýlismanna, sem vonlegt er. Eg er nú raunar ekki nógu kunnugur þeim framkvæmdum i sumar, ef haft er i huga héraðið allt, og get þvi ekki gefið af þeim nógu greinagóða frásögn, en þó veit ég að nokkuð var unnið að hraðbrautar- lagningu vestan Biönduóss. Þá varogeitthvaðunniðivegi útiá Skaga. Lagður var og þriggja km. kafli á Norðurlandsvegi i Æsustaðaskriðum. Hér i Svart- árdalnum er það verkefni einna brýnast i vegamálum að lagfæra veginn hjá Stafni. Það er versti partur vegarins hér fram Svartárdalinn. Vegna daglegs aksturs á skólabörnum héðan úr dalnum i Húnaver eru umbætur á veginum þarna mjög knýjandi. Þó að mikið nauðsynjaverk hafi verið unnið með lagningu nýs vegar i hinum viðsjálu Æsu- staðaskriðum vantar þó enn ærið á fullnaðaruppbyggingu N o r ð u r 1 a n d s v e g a r i Langadalnum. Einkum eru slæmir kaflar eftir hjá Gunnsteinsstöðum og Móbergi. Þar vill vegurinn teppast mjög vegna snjóa. Og okkur hér um slóðir finnst nú meira liggja á lagfæringu þess vegar þannig, að hann verði fær allan ársins hring en hraðbrautar- spottanum. Vegurinn i framanverðum Blöndudal er einnig slæmur. Þar er mikill skortur á hentugum ofaniburði. Er talsvert langt að sækja hann en óhjákvæmilegt. Þá er og ástæða til að vekja athygli á þeirri nauðsyn sem á þvi er orðin, að lagfæra veginn inn á afréttirnar. Þeir eru mjög viða malarlitlir en umferð um þá hlýtur að fara fram á þeim tima árs þegar þeir eru hvað viðkvæmastir vegna aurbleyytu. Umferð um þessa vegi er mikil og vaxandi á þeim tima, sem fé er flutt i afrétt, en æfleiri flytja það orðið á bilum. Séu vegirnir færir tekur flutningurinn engan tima miðað við það að reka féð. Framhald á bls. 14. Umsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.