Þjóðviljinn - 26.11.1976, Side 3

Þjóðviljinn - 26.11.1976, Side 3
Talið er að 4000 Jarðskjálftinn í Tyrklandi: hali íarist MURADIYE, Tyrklandi 25/11 Reuter — Talið er nú aö allt að 4000 manns hafi farist i gær i jarð- skjálftanum mikla i þeim héruð- um Tyrklands, sem liggja að landamærum lrans og Sovétrikj- anna. Veður er vont á þessum slóðum, rigning og sumsstaöar snjókoma og hitastig undir frost- marki. Gerir það erfitt fyrir um björgunaraðgerðir. Nýir skjálftar urðu á þessum slóðum i dag, en ekki er enn vitað um tjón af völd- um þeírra. Jarðskjálfti þessi er sagður sá harðasti, sem orðið hefur á þess- um slóðum í nálega 40 ár. Talið er að eins margir að minnsta kosti hafi slasast i náttúruhamförum þessum og þeir sem létust, og auk þess eru tugþúsundir heimilis- lausar, þar sem mörg þorp eru i rústum. Héraðsstjórinn i Van i tyrkneska Kúrdistan telur að þar hafi jarðskjálftinn lagt yfir 100 þorp í rústir. Mest varð tjónið I borginni Muradiye, um 40 kiló- metra frá landamærum trans, en þar er talið að 2000 manns að minnsta kosti hafi farist. Veru- legt tjón varð einnig af völdum skjálftans Iransmegin landa- mæranna, og munu nokkrir menn hafa farist þar. Ekki hafa neinar fréttir borist af tjóni innan landamæra Sovétrlkjanna, en tal- ið er víst að jarðskjálfti þessi hafi einnig náð þangað. Hitnar í kolunum í Suður-Arabíu: Suðurjemenar skjóta niður íranska herþotu ADEN, MUSKAT 25/11 — Stjórnarvöld i Suður-Jcmen skýrðu svo frá i dag, að suður- jemenskir hermenn hefðu skotiö niður iranska herþotu, sem flogiö hefði innyfir suðurjemenskt iand frá Óman. Stjórnarvöld I Óman þrættu i fyrstu fyrir þetta, en játuöu síðan að írönsk flugvéi hefði að visu verið skotin niður á þessum slóðum, en hún hefði verið yfir ómönsku landi og skotið hefði verið á hana handan yfir landamærin frá Suður-Jemen. Er talið að þetta atvik gæti orðið til að valda nýjum erfiðieikum i sambúð rikjanna á Arabiuskaga og umhverfis Persaflóa. Suðurjemenar halda þvi fram að iranskar her- og njósnaflug- vélar hafi þráfaldlega rofið loft- helgi Suður-Jemens og jafnvel varpað sprengjum á þorp þar. t tilkynningu þarlendra stjórnar- valda segir að Suður-Jemen áskilji sér allan rétt til að verja land sitt og hafi þegar mótmælt vegna umræddra atburöa til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins. Stjórn Suður-Jemens hefur tran fyrst og fremst fyrir sökinni, en segir að þessar aðgerðir iranska flughers- ins hafi átt sér staö með vitund og vilja ómönsku stjórnarinnar og soldánsins þar, sem heitir Kabús ben Said. t siðastliðin tiu ár hefur Ómanssoldán átt i striði við vinstrisinnaða uppreisnar- hreyfingu, sem haft hefur Dofar, fylki það i Óman er liggur að Suð- ur-Jemen, að miklu leyti á valdi sinu. 1 þvi striði hefur Kabús soldán haft stuðning breta, sem létu honum i té herforingja til að stjórna her hans, og transkeis- ara, sem sendi til fulltingis hon- um fjölmennt hjálparlið. Suður- Jemen, sem hefur sósialiskt stjórnarfar, studdi hinsvegar ómanska vinstrisinna, en virðist hafa dregið úr þeim stuðningi eft- ir að sambúð þess batnaði við aðalveldið á skaganum, hina oliu- auðugu og afturhaldssömu Saudi- Arabiu. t fyrra var fullyrt af hálfu stjórnarvalda i Óman að uppreisn hreyfingar þarlendra vinstri- sinna, Alþyðufylkingarinnar til frelsunar Óman, hefði verið bæld niður af ómanska stjórnarhern- um og irönum. Atvik þetta er taliö geta haft áhrif á gang mála á ráðstefnu Persaflóarikja, sem er i þann veginn að hefjast i Múskat, höfuð- borg Ómans. bar mæta utanrikis- ráðherrar allra þeirra átta rikja sem lönd eiga að flóanum, þar á meðal trans og traks, sem er vin- veitt Suður-Jemen. Á fundi Alþýðubandalagsins í Reykjavík á morgun: Frelsishreyfingarnar í suðurhluta Afríku verða umrœðuefni Gísla Pálssonar sem sat ráðstefnu með fulltrúum þeirra íLundúnum Á fundi Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík á morgun i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut, þar sem rætt verður um málefni suðurhluta Afriku, flytur Gisli Pálsson, kenn- ari i félagsfræði og mann- fræði við Menntaskólann í Hamrahlið, stutt erindi um núverandi stöðu mála í þessum heimshluta. Gislisati siðasta mánuði fyrstu sameiginlegu ráðstefnu æsku- lýðssamtaka Evrópu og Afriku i Lundúnum. Hún fjallaði einmitt % GIsii Pálsson um sama viðfangsefni og tekið verður fyrir á Alþýðubandalags- fundinum — og þá sérstaklega um frelsishreyfingarnar i Suðurhluta Afriku. A ráðstefnunni sem stóð i fimm daga voru fulltrúar frá frelsishreyfingunum i S-Afriku, Suð-Vestur-Afriku (Namibiu) og Zimbabwe og auk þess frá ýms- um sjálfstæðum afrikurikjum. „Ráðstefnan var haldin um það leyti sem verið var að byrja á Genfarráðstefnunni og þar gafst kostur á að kynnast sjónarmiðum blökkumanna milliliðalaust. Það var einkum rætt um hvað hægt væri að gera hér i V-Evrópu til þess að styðja baráttuna. Niður- staðan var sú helst að leggja bæri áherslu á söfnun haldgóöra og nýrra upplýsinga um hana og þrýsting á stjórnvöld og fjöl- miðla. Þessi ráðstefna er upp- hafið að frekari samvinnu æsku- lýðssamtaka i Evrópu og Afriku”, sagði Gísli Pálsson i stuttu samtali i gær. A fundinum i Félagsstofnun á morgun ræðir hann um hvernig baráttan i suðurhluta Afriku flétt- ast inn i alþjóðleg stjórnmál, hvers vænta megi af þessum vett- vangi og hvað hrundið hafi at- buröum þar af stað siðustu miss- eri og mánuði. Einnig ræðir hann um helstu aðferðir Suður-Afriku- stjórnar og Rhódesiustjórnar til þess að framlengja valdaferil sinn. A fundinum á morgun ræðir Björn Þorsteinsson, mennta- skólakennari um sögulegan for- grunn núverandi ástands, þá veröur almenn umræða, tónlist og kaffiveitingar. Fundurinn hefst kl. 14. —ekh. Föstudagur 26. nóvember 1976 ÞJóÐVILJINN — StÐA 3 Varsj árbandalagið þingar í Búkarest Tass segir það reiðubúið að fallast á upplausn sjálfs sin og Nató BÚKAREST 25/11 Reuter — Ráðstefna forsætisráðherra og formanna kommúnistaflokka Varsjárbandalagsrikja hófst i dag i Búkarest, höfuðborg Rúmeniu og mun eitt aðalverk- efni ráðstefnunnar vera að sam- ræma viðhorf rikjanna til Vest- urlanda með tilliti til slökunar- stefnu og ráðstafana i þá átt að fækka i herjum og draga úr vig- búnaði i Evrópu. Auk stjórn- málaleiðtoga frá Sovétrikjun- um, Búlgariu, Tékkóslóvakiu, Austur-Þýskalandi, Ungverja- landi, Póllandi og Rúmeniu sit- ur ráðstefnuna Anatóli Gribkof hershöfðingi, fyrsti varayfir- hershöfðingi og herráðsforingi bandalagsins. Hinsvegar er ekki kominn á ráðstefnuna tvan Jakúbovski yfirhershöfðingi Varsjárbandalagsins, sem venjulega hefur setið þessar ráðstefnur, sem haldnar eru á tveggja ára fresti. Mun fjarvera Jakúbovskis hafa vakið nokkra furðu vestrænna fréttaskýr- enda. beir Gribkof eru báðir sovéskir. Búist er við að á ráðstefnunni verði samþykkt áskorun til Vesturlanda um að ganga til samstarfs við Varsjárbanda- lagsrikin um nýjar ráðstafanir til afvopnunar. — Varsjár- bandalagið var stofnað 1955 og var litið á það sem svar Sovét- rikjanna og bandalagsrikja þeirra við stofnun Nato sex ár- um áður. Telja Varsjárbanda- iagsrikin Nató hafa verið stofnað i ásælnisskyni, en sitt bandalag hinsvegar i varnar- skyni gegn þvi. 1 frétt frá Tass- fréttastofunni sovésku i tilefni ráðstefnunnar segir að Varsjár- bandalagsrikin séu reiðubúin að fallast á að bæði þessi bandalög verði lögð niður samtimis og endurtekin fyrri tilboð um aö byrjað verði á þvi að leysa upp vigbúnaðarkeðju bandalag- anna. Ýmsir fréttaskýrendur eru þeirrar skoðunar að Leónid Bresjnef, leiðtogi Kommúnista- flokks Sovétrikjanna, hafi i und- anförnum viðræðum þeirra Ceausescus Rúmeniuforseta reynt að fá Rúmeniu til nánara samstarfs við Varsjárbanda- lagið en segjast ekki sjá merki þess að sú viðleitni hafi borið árangur. íbúð óskast 3.-4. herbergja ibúð óskast tekin á leigu i Kópavogi í'rá 1. desember n.k. Upplýsing- ar i sima 41866 frá kl. 9-17. UPPBOÐ Uppboð verður haldið i félagsheimilinu Stapa i Njarðvik Iaugardaginn27. þ.m. og hefst kl. 13.30. Seldur verður upptækur varningur, m.a. hljómburðartæki, postulinsstyttur, fatn- aður, leikföng, hljómplötur og segul- bandsspólur, svo og ýmsar ótollafgreidd- ar vörur. Greiðsla fari fram i reiðufé við hamars- högg. Lögreglustjórinn á Keflavikurflugvelli 23. nóvember 1976. Norræn bókmenntakynning Laugardaginn 27. nóvember kl. 16:00 verður kynning á nýjum sænskum og finnskum bókum i umsjá sænska og finnska sendikennarans, Ingrid Westin og Ros-Mari Rosenberg, og bókasafns Norræna hússins. Allir velkomnir. NORRÆNA HÚSIÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.