Þjóðviljinn - 26.11.1976, Blaðsíða 5
Föstudagur 26. nóvember 1976 I»JÓDVILJINN — SÍÐA .>
Greinargerð röntgentœkna:
„Sömu laun fyrir sömu vinnu”
Röntgentæknafélag Islands
hefur sent frá sér eftirfarandi
greinargerð vegna fjöldaupp-
sagna félagsmanna, sem starfað
hafa á sjúkrahúsum hér i
Reykjavik:
Vegna fyrirspurna sem fram
hafa komið um aðgerðir félags-
manna Röntgentæknafélagsins
vill félagið taka fram eftir-
farandi: Við hörmum þetta
ástand, sem skapast hefur vegna
öbilgirni og óraunsæi viðsemj-
enda okkar. Undanfarin ár hafa
viðsemjendur okkar ítrekað
brotið gerða samninga
og ekki fengist til að leiðrétta,
þrátt fyrir margar vinsamlegar
ábendingar og tilmæli frá
röntgentæknum, starfsmanna-
félagi rikisstofnana og starfs-
mannafélagi Reykjavikurborgar.
Arið 1974 var gerður kjara-
samningur fyrir röntgentækna af
starfsmannafélagi rikisstofnana
við fjármálaráðherra þar sem
gert var ráð fyrir að þeir fengju
laun skv. 19. lfl. (B 10 i dag).
Þessi samningur hefur aldrei
verið virtur, allar götur siðan
höfum við fengið laun skv. 18. lfl.
og ekki fengið nein vilyrði um
leiðréttingu. 1 umræddum
samningum 1974 gerðist það að
röntgentæknar voru settir bæði i
18 og 19. lfl. Skv. hefð sem gilt
hefur hjá rikinu þegar slik slys
verða er ávallt greitt skv. þeim
launaflokki, sem hærri er sé
munurinn ekki því meiri.
Röntgenhjúkrunarfræðingar
hjá rikinu hafa samningsbundið
16 daga vetrarfri, röntgentæknar
hjá rikinu hafa samsvarandi
vetrarfri undanfarin ár byggt á
hefð. Nú i haust var tilkynnt að
röntgentæknum hjá rikinu yrðu
ekki veitt vetrarfri oftar því engir
skriflegir samningar lægju fyrir
um þau mál. Röntgentæknar og
röntgenhjúkrunarfræðingar hjá
Reykjavikurborg og sveitarfélög-
unum hafa samningsbundið 16
daga vetrarfri. Er hér þvi um
samræmingaratriði að raeða.
Ein leiðréttingin sem við förum
fram á er að sú sanngjarna krafa
„sömu laun fyrir sömu vinnu”
verði virt og laun okkar færð til
samræmis við laun þeirrar
stéttar sem við vinnum við hlið-
ina á, nákvæmlega sömu störfin.
Orsök þess að við virðum ekki
tilskipanir um framlengingu
uppsagnarfrests eru þær:
1. Tilskipun um framlengingu
uppsagnarfrests hjá rikinu kom
ekki frá réttum aðila, þar sem
framkvæmdastjóri rikisspital-
anna er ekki sá aðili sem hefur
vald til að gefa út slikar tilskip-
anir heldur hefur heilbrigðis-
málaráðherra einn slikt vald og
segir i lögum að þvi skuli aðeins
beitt horfi til auðnar i starfsemi
stofnunarinnar. (1 þessu tilfelli er
um að ræða röntgendeild
Landspitalans.
2. Tilskipun um framlengingu
uppsagnarfrests hjá Reykja-
vikurborg kom þrem dögum of
seint, auk þess sem óheimilter að
framlengja uppsagnarfresti laus-
ráðinna starfsmanna Reykja-
vikurborgar um þrjá mánuði.
Flestir þeir röntgentæknar sem
störfuðu á röntgendeild Borgar-
spítalans voru lausráðnir.
Röntgentæknar mótmæla
harðlega þvi virðingarleysi og
lillitsleysi gagnvart opinberum
i starfsmönnum sem lýsir sér i þvi
að tilskipanir um framlengingu
uppsagnarfrests hjá rikinu koma
fram tveim dögum áður en upp-
sagnarfrestur rennur út.
Röntgentæknar þeir sem störf-
. uðu á röntgendeild Borgar-
spitalans hafa tilkynnt yfirlækni
deildarinnar að þeir séu tilbúnir
að sinna neyðarþjónustu og
skipuleggja neyðarvaktir i sam-
ráði við yfirmenn deildarinnar
verði þessóskað. Sú þjónusta gæti
þó aldrei orðin nein langtima
þjónusta.
Norræn bókakynning
í Norræna húsinu
Nú fer óðum að liða að bóka-
kynningum norrænu sendi-
kennaranna við Háskóla Is-
lands. Undanfarin ár hafa
sendikennararnir i samvinnu
við bókasafn NH. haft kynningu
á athyglisverðum bókum hins
norræna bókamarkaðs haust
hvert. Til þessarar kynningar
hefir verið boðið norrænum rit-
höfundum og hafa Edde Klöve-
dal. Reich frá Danmörku, Lars
Huldén frá Finnlandi, Olav H.
Hauge frá Noregi og Per-
Gunnar Evander frá Sviþjóð
verið gestir. Að þessu sinni
verður það danski rithöfundur-
inn Svend Age Madsen. Eins
og áður verða kynningarnar
tvær, hinn fyrri á bókum frá
Finnlandi og Sviþjóð og fer hún
fram laugardaginn 27. nóvem-
ber, kl. 16:00,og verður Í umsjá
sænska sendikennarans Ingrid
Westin og finnska sendikennar-
ans Ros-Mari Rosenberg.
Siðari kynningin, þegar á
dagskrá verða danskar og
norskar bækur, verður laugar-
daginn 4. des., kl.16:00, Og sjá
danski sendikennarinn Peter
Rasmunssen og norski sendi-
kennarinn Ingeborg Donali um
hana. Þar les Svend Age
Madsen m.a. upp úr nýjustu bók
sinni, tveggja binda verki, sem
heitir Tugt og utugt i Mellemtid-
en.
Svend Age Madsen er fæddur i
Arósum 1939, varð stúdent 1958,
hóf nám i stærðfræði, en hvarf
frá þvi eftir þrjú ár. — Svend
Age Madsen heyrir til tilrauna-
höfundanna svonefndu. Óöryggi
og leit að þvi varanlega kemur
fram eins og rauður þráður i
verkum hans. Ekkert er tekið
fyrir gefið og skoðanir og at-
burðir metnir frá ýmsum
sjónarhornum. Fyrsta ritsmið
höfundar var smásagan — Den
ottende dag —, sem kom i tima-
ritinu Vindrosen 1962. Ari siðar
kom fyrsta skáldsaga hans —
Besöget — og nú 1976 kom út
verkið Tugt og utugt i Mellem-
tiden, en ur þvi les hann á kyn-
ingunni, eins og fyrr sagði. Sven
Age Madsen hefur ekki verið við
eina fjölina felldur i verkum
sinum. Hann hefur bæði skrifað
smásögur og skáldsögur, leik-
rit, reyfara og barnabók.
Honum voru veitt stóru verð-
laun dönsku akademiunnar árið
1972. Bókakynningarnar hefjast
kl. 16:00 i bæði skiptin og eru
allir velkomnir.
i
DILKAKJOT á gamla
verðinu í öllum
matvörubúðum
Skólatannlækningar
Reykjavíkurborgar
munu annast tannviðgerðir barnaskóla-
barna i Reykjavik i vetur.
Flest börn i Breiðholtsskóla og Fellaskóla
auk 11 og 12 ára barna í Árbæjarskóla
verða þó að leita til annarra tannlækna
þar til annað verður ákeðið og verða
reikningar fyrir tannviðgerðir þeirra end-
urgreiddir hjá Sjúkrasamlagi Reykjavik-
ur.
önnur börn eiga að fá tannviðgerðir hjá
skólatannlæknum. Leiti þau annarra
tannlækna verða reikningar fyrir tannvið-
gerðir þeirra ekki endurgreiddir nema
með leyfi yfirtannlækna.
Skólatannlækningar Reykjavikurborgar.
Auglýsingadeildin
OPNUMIM
ínýju
húsnæði við
Stmndgötuna
önnumst alla almenna bankaþjónustu.
Höfum tryggingaumboð fyrir
Samvinnutryggingar g.t. og
Líftryggingafélagió Andvöku.
Opið alla daga kl. 9.30 — 12.30 og
13.00 — 16.00 nema laugardaga.
Ennfremur á föstudögum kl.17.30—18.30
Nýtt símanúmer:
5-39-33
Samvinnubankinn
STRANDGÖTU 33, HAFNARFIRÐI SÍMI 53933