Þjóðviljinn - 26.11.1976, Page 10

Þjóðviljinn - 26.11.1976, Page 10
10 StÐA —ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. nóvember 1976 Kópavogsbúar Leitiö ekki langt yfir skammt. Allar nýlenduvörur með 10% lægri álagningu en heimilt er. Mjög ódýr egg, kr.380,—kg. Viö erum í leiðinni aö heiman og heim. Opið föstudaga til kl. 10 Laugardaga til hádegis Verslunin Kópavogur Borgarholtsbraut 6 — Sími 41640 1 Blikkiðjan önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SÍMI 53468 j Hreppsnefnd Glœsibœjarhrepps um álver við Eyjafjörð | FRÁBIÐJIM OKKUR ÓBÆDUNLEG MISTÖK í sveitum i grennd viö bygg- ingarstað þann sem nefndur hef- ur verið í sambandi við hug- myndir um álver i Eyjafirði (3 km. frá Gásum) eru menn mjög uggandi vegna þessara áforma. Gott dæmi um það er samþykkt hreppsnefndar Glæsibæjar- hrepps, þar sem lagst er eindreg- ið gegn þvi að gerð verði óbætan- leg mistök. Hreppsnefndin lýsir sig ákveðið andviga hugmyndinni um álver við Eyjafjörð og rök- styðúr afstöðu sina með eftirfarandi greinargerð: Blómlegt landbúnaðar- hérað og heyforðabúr. Eyjafjörður er eitt þéttbýlasta landbúnaöarhérað á tsiandi. Þar er búið aö byggja upp traustan og þróttmikinn landbúnað, sem framleiðir fimmtung alls mjólkurmagns i landinu og um- talsvert magn af jarðeplum og kjöti. Héraðið er, vegna hagstæðra náttúruskilyrða og framúrskar- andi veðursældar, mjög vel fallið til grasræktar og heyöflunar, enda er drjúgur hluti undirlendis- ins ræktaður og mætti þó enn auka þar allmiklu við. Það hefur lika oftsinnis, i harðindaárum reynst sannkallað heyforðabúr og miðlað heyfóðri viðsvegar um land. Veðurfar i Eyjarfirði ein- kennist af staðviðri. Sérstakt veöurfar og stað- viðri. A sumrum eru hægviðri tið og þá gjarnan með hafgolu siðari hluta dags. A vetrum er sunnan- átt rikjandi, svokallaðir dalvind- ar. Crkoma er litil og útskolun úr jarðvegi þvi i lágmarki. Slik veðrátta getur varað vikum saman og i þvi sambandi er skemmst að minnast siðastliðins sumar, þar sem vart kom dropi úr lofti, frá lokum júlimánaðar þar til vika var liöin af október. í sliku tiðarfari, innan hinna háu fjalla er kringja Eyjafjörð, er augljóst að mengandi úrgangs- efni frá álbræðslu settust mjög að, en dreifðust ekki né skoluðust burt eins og i storm- og úrkomu- sömu umhverfi. Búfé í hættu vegna f lúormengunar. Nú er það alkunna að hættuleg- ustu úrgangsefni frá álbræðslum eru flúorsambönd, sem setjast sem ryk á gróður og eiga þvi greiða leið að búpeningi i högum. Þar valda þau beinskemmdum, svo sem hnútum á liðamótum og tannlosi. Slikir kvillar eru þekktir hér á landi, timabundnir, við öskufall samfara eldgosum, og hafa þeir, i sumum tilvikum, or- sakað afföll á búpeningi lands- manna. Búfé, sem elst upp við þvflikar aðstæður á tiltölulega skammt lif fyrir höndum. Hreppsnefndin telur þvi stór- lega varhugavert að setja niður i Eyjafirði, jafn mengandi stóriðju sem álbræðslu og gæti slik ákvörðun reynst afdrifarik mis- tök, sem ekki yrði kostur að bæta úr siðar. Hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps. Námsmenn í Árósum svara íilboði dómsmálaráðherra: rfll«S> KYRRMYNDIR FYRIR SJONVARP AUCLÝSINCA- OC IÐNAÐARLJÓSMYNDUN Sími 12821 Skúlagata 32 Reykiavlk Höfnum s m ánartilboði Til dómsmálaráðherra rikisstjórnar Islands. A sameiginlegum fundi stjórnar tslendingafélagsins og framkyæmdanefndar náms- mannaráðsins i Árósum þ. 19. nóv. ’76 kom fram, að enn hefði ekkert svar borist frá dómsmála- ráðherra eða rikisstjórninni varðandi fyrirspurn um fjölda- flutninga með varðskipinu Tý á islenskum námsmönnum og fjöl- skyldum þeirra heim til íslands vegna óviðunandi námslána. Fyrirspurn þessi var send til að vekja athygli á árásum rikis- valdsins á kjör námsmanna, sem felast i nýjum lögum og úthlutunarreglum um námsián, og knýja fram i dagsljósið raun- verulega afstöðu rikisstjórnar- innar til námsmanna. —■ Er stefnt að þvi að hrekja námsmenn frá námi, eða öllu heldur að draga smám saman úr þeim þrek og vilja til að stunda nám, með þvi að gera þeim æ örðugra að hafa ofan af fyrir sér og sinum? Eða er einhver möguleiki á þvi að rikis- valdið verði knúið til að breyta stefnu sinni og veita náms- mönnum einhverja lausn á brýnum vanda? — Neikvætt svar við fyrirspurn um fjöldaflutninga námsmanna heim gæfi til kynna að rikisstjórnin sæi sig tilneydda til að gera eitthvað til að leysa vandann, breyta úthlutunar- reglunum i samræmi við ein- dregnar óskir námsmanna og tryggja Lánasjóðnum fullnægj- andi fjármagn. Jákvætt svar yrði hins vegar skoðað sem yfirlýsing um algert viljaleysi rikis- stjórnarinnar til að gera náms- mönnum fjárhagslega kleift að stunda nám. Enda þótt enn hafi ekkert form- legt svar borist, þá hefur það verið látið berast til stjórnar Islendingafélagsins, að þeir námsmenn hér sem séu sérstak- lega illa staddir, geti leitað til skipherra Týs, og muni hann eftir bestu getu hjálpa þeim með heimferð. Að sjálfsögðu geti hér aðeins verið um að ræða örlitinn hóp (10-12 manns) sem rýmist um borð. — Hvað felst i þessum boðskap rikisvaldsins? 1 stað þess að leysa vanda námsmanna sem heildar, er reynt að einangra örfáa úr hópnum og við þá sagt: Þið skuluð bara gefast upp og þá fáið þið ókeypis ferð með varðskipinu Tý heim til Islands. En það er lika annað sem felst i þessu svari, og það er viðurkenning á þvi að rikisstjórnin gerir sér að ein- hverju leyti grein fyrir fjárhags- legum vanda námsmanna, en um leið hún ætli sér ekki að gripa til neinna raunhæfra lausna. — Hvað biði þess fólks sem þæði þetta smánarboð? Hvernig er ástandið heima? Hvað með húsnæði, atvinnu, svo ekki sé minnst á námsaðstöðu heima? — Nei, svar Framhald á bls. 14. Gudrún Helgadóttir í afahúsi Ný bamabók eftir Guðrúnu Helgadóttur Bókaútgáfan Iðunn hefur gef- ið út nýja bók eftir Guðrúnu Helgadóttur. Nefnist hún i afahúsi.Aðalsöguhetjan erTóta litla, átta ára gömul, en óvenju- lega greind og bráðþroska eftir aldri. Hún á heima i húsi afa sins ásamt foreldrum sínum og systkinum. Tóta þarf að ýmsu að hyggja: hún þarf t.d. að uppörfa pabba sinn sem er hættur á sjónum og farinn að stunda skáldskap. Hún þarf að mæta áreitni skólafé- laga við hlið vinkonu sinnar, sem er ættuð austan úr Asiu. Og hver getur önnur en hún svarað þeirri spurningu, hvað hafi orð- ið um ömmu þegar hún týnist? Bokin er prýdd fjölda mynda eftirMikael V. Karlsson. Prent- un annaðist Hafnarprent. Fyrri bækur Guðrúnar um þá bræður Jón Odd og Jón Bjarna hafa báðar komið i nýjum út- gáfum á þessu ári og fást nú aft- ur um allt land. Ljóðasafn 1964-1973: Aldrei fleiri Ijóðabœkur á einum áratug Menningarsjóður hefur gefið út íslensk Ijóð 1964-73, rösklega 30« siður og er 61 höfundur þeirra ijóða sem þar koma saman. Þetta er þriðja og siðasta bindi i sýnisbókaflokki Menningarsjóðs um islenska ljóðagerð eftir lýðveldisstofnun. Hvert bindi tekur yfir tiu ára skeið, 1944,-1953 og 1954-63, hin fyrri bindi. Umsjónarmenn bindisins könnuðu alls 240 bækur og völdu ljóð úr 95 þeirra. Þeir voru Eirikur Hreinn Finnbogason, Friða Sigurðar- dóttir og Guðmundur G. Hagalin. Umsjónarmenn segja einnig, að þeir hafi haft þá stefnu að velja heldur fleiri skáld en færri. Sumir eiga eitt ljóð eða tvö en Jóhannes úr Kötlum flest, eða sextán, 14 hver eiga þeir Jón úr Vör, Hannes Pétursson og Þorsteinn frá Hamri. Umsjónar menn kveðast ekki viija leggja á það dóm hvort iðkun skáldskapar sé að eflast með þjóðinni, en hitt sé staðreynd, að aldrei fyrr hafa á einum áratug komið út jafnmargar ljóðabækur og þeim sem bókin tekur yfir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.