Þjóðviljinn - 26.11.1976, Side 16
UOÐVIUINN
Föstudagur 26. november 1976
Aöalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra ■
starfsmenn blaösins 1 þessum simum Ritstjórn 81382,
81527, 81257 og 81285, útbreiösla81482 og Blaöaprent81348.
Einnig skal bent á
heimasima starfsmanna
undir nafni Þjóöviljans i
simaskrá.
Svanur Jó- Haraldur Pétur Péturs- Kjartan Þor- Guðmundur Grétar
hannesson Tómasision son steinsson Þ. Jónsson Þorsteinsson
Rœtt við fulltrúa á komandi Alþýðusam bandsþingi
Hvers vænta menn
af ASÍ-þingi?
i gær náði Þjóðviljinn
tali af nokkrum fulltrú-
um, sem sæti eiga á
Alþýðusambandsþingi
því, sem nú er fram-
undan og spurði þá að
því, hvaða mál þeir teldu
að þar mundi bera hæst
og vera þýðingarmest að
þingið fjallaði um . Eins
og vænta mátti er f lestum
það sama í huga og svörin
því æði svipuð. Fara þau,
í stuttu máli, hér á eftir:
Svanur Jóhannesson
bókbindari,
Reykj avik:
Brýnast tel ég að bæta kjörin
meö einhverjum hætti, einkum
hjá láglaunahópunum . i þjóð-
félaginu. Það nær ekki nokkurri
átt að laun hér séu i engu sam-
ræmi við það, sem gerist hjá
nágrannaþjóðum okkar. Ýmis-
konar skattamál innan Alþýðu-
sambandsins koma sjálfsagt
eitthvað á dagskrá.
Haraldur Tómasson
veitingaþjónn,
Reykjavík:
Mér er nú frumvarpið að
nýrri vinnulöggjöf ofarlega i
huga. Nú svo er það vitanlega
kaupmáttarskerðingin. Launa-
misréttið er orðið óhóflegt. Mér
þykir ekki ólikiegt að dag-
vistunarmálin beri einnig á
góma. Full ástæða væri til að
þingið vitti rikisstjórnina ræki-
lega fyrir hennar frammistöðu.
Margtfleira mættiauðvitað tina
til en ég vona að þingið taki al-
varlega á þessum málum og
öðrum þeim, sem það kemur til
með að fjalla um.
Pétur Pétursson,
ísafirði:
Kjaramálin hlýtur að bera
hæst. Aldrei verið rikari þörf en
nú að rétta láglaunahópunum
hjálparhönd. Launamismunur-
inn hefur sifellt verið aukast og
er það hrein óhæfa. Hinsvegar
sýnist litið þýða að hækka kaup
þegár stjórnvöld hleypa hækk-
ununum strax út i verðlagið og
gera þær óðara að minna en
engu. Kannski mætti hugsa sér
að lækka söluskatt og vöru-
gjald? Fleira er kjarabætur
en beinar kauphækkanir og það
held ég að fólk sé farið að sjá.
Kjartan
Þorsteinsson,
Olafsvík:
Taka þarf kaupmátt launanna
til rækilegrar athugunar þvi lit-
ið þýðir að hækka kaupið ef aII-
ar kauphækkanir eru teknar til
baka, jafnvel fyrirfram. Kaup-
máttinn verður að tryggja. Það
er höfuðatriði. Það er litið gagn
að þvi að taka eitt skref áfram
þegar svo eru tvö tekin afturá-
bak. Einnig þarf að taka fyrir-
komulag hinar svonefndu kaup-
tryggingar til rækilegrar athug-
unar.
Guðmundur Þ.
Jónsson hjá Iðju,
Reykjavík:
Stefnuskráin er með allra
þýðingarmestu málunum. Þá
kjarabætur. Og ekki skyldum
við gleyma baráttunni gegn
vinnulöggjafarfrumvarpinu.
Grétar Þorsteinsson
húsasmiður,
Reykjavík:
Mál málanna er kjarabarátt-
an. Ný stefnuskrá er lika stór-
mál. Siðanfræðslumál alþýðu-
samtakanna og aðbúnaður á
vinnustöðum. Vinnulöggjafar-
frumvarpið verður nú hreinlega
að kveða niður.
Halldór
Hafsteinsson,
bílamálari, Selfossi:
Náttúrlega eru kjaramálin
höfuðviðfangsefnið. Nú svo má
ekki gleyma frumvarpinu um
nýja vinnulöggjöf. Stefnuyfir-
lýsing Alþýðusambandsins er
lika þýðingarmikið viðfangs-
efni. Og hvaða ákvörðun tekur
þingið um þá kjarasamninga,
sem nú eiga að heita i gildi?
Þeir voru brostnir eftir þrjá
mánuði. mhg.
lslenski dansflokkurinn er aö fara af staö meö sýningu á atriöum úr
klassikum balletum, sem hinn nýi balletmeistari, Nataija Konjús, hef-
ur sett á sviö. Myndin er tekin á æfingu á atriði úr Svanavatninu I gær
— Nánar um sýninguna á morgun (ljósm. Þjv. — eik —).
Mæta ekki á fund
Flensborgarkennarar mót-
Allt vaðandi í sild á Hornafirði;
Haustvertíðin var með
eindæmum góð og gjör
breytti atvinnulífinu
mœla hýrudrœtti
Kennarar i Flensborg hafa á
fundi 24. 11. 1976 ákveðið að koma
ekki á boðaðan fund um kennslu-
mál i öldutúnsskóla föstudaginn
26.11., kl. 13.00.
Út af fyrir sig er mjög æskilegt
að slikir fundir séu haldnir en
með þessari aðgerð okkar viljum
við mótmæla ákvörðun ráöuneyt-
is um að hýrudraga okkur vegna
sams konar fundar mánudaginn
15. 11. siðastliðinn.
A þeim fundi voru rædd skóla-
mál almennt og lögð áhersla á
tengsl grunnskólans við fram-
haldsskólastigið svo og kjaramál
kennara, sem hljóta að tengjast
endurbótum i skólamálum.
Jafnframt viljum við mót-
mæla þvi að ráðuneytið gefi sér
tima til að reikna hýrudrátt á
hvern kennara I lantíinu á meðan
ekki hefur gefist timi til að reikna
rétt laun kennara samkvæmt
kjarasamningum.
—Það er allt vaðandi i sild
hérna á Höfn i Hornafirði og við
gætum tekið ykkur alla islensku
blaðamennina i fulla vinnu hér i
plássinu, sagði Óskar Valdimars-
son vigtarmaður á Höfn þegar við
hringdum þangað i gær og spurð-
umst frétta af sildinni. —Það
vantar fullt af mannskap, stúlkur
til að salta og röska stráka i að slá
til tunnur. Það er rifandi vinna
eftir þessa fádæma góðu haust-
vertið og okkur liður alveg
einstaklega vel i sildarhrúgunum
hérna, sagði Óskar.
Eingöngu var landaö rekneta-
sild á Höfn og þrir bátar þaöan
fengu allir yfir 4000 tunnur, sem
þykir dágóður afli. Voru það bát-
arnir Steinunn, Æska og Hvanney
sem fluttu svo mikla björg i bú en
bátar sem gerðir eru út annars
staðar frá urðu oftsinnis að
hverfa frá Höfn vegna þess hve
löndunarbiðin var löng. Og jafn-
vel heimabátarnir urðu lika að
hrökklast frá á stundum.
—Við tókum á móti 11-12 hundr-
uð tunnum i dag, sagði Óskar, —
og það er viðbúið að það verði
eitthvað svipað á morgun. Þetta
er búið að vera afskaplega fjörugt
siðustu vikurnar og óhætt er að
fullyrða að atvínnulifið á staðnum
hefur gjörbreyst til hins betra.
Höfn i Hornafirði var einn
stærsti móttökuaðilinn á þessari
vertið, en einnig var siglt með
mikið af sild til Vestmannaeyja.
Sild var einnig landað á aust-
fjarðahöfnum, höfnum við
Reykjanes og Faxaflóa auk þess
sem siglt var með sild til Siglu-
fjarðar. _gsp
Guðbjörg ÍS
strandaði
Stuttu áður áður en blaðið
fór i prentun barst frétt uni aö
skuttogarinn Guöbjörg 1S
hefði strandaö i óshlið, milli
Hnifsdals og Bolungarvikur.
Veður mun hafa verið gott og
cngin slys orðið á áhöfninni.
Guðbjörg cr aflahæsti togar-
inn af minni skuttogurunum.
Skipið komst út aftur af
sjálfsdáðum, en gat kom á
skrokkinn og olia lak i sjóinn.
Guðbjörgin var á útlcið til
veiða þegar hún strandaði.
Herstöðvaandstæðingar
Munið að gera skil í listmuna- og bókahappdrættinu
Hverfahópur Vesturbæjar sunnan heldurfund mánudaginn 29. nóvember kl. 20.30 að
Hringbrautar Tryggvagötu 10. Brynjólfur Bjarnason hefur
. framsögu um aðdragandann að inngöngunni i
Hverfahópur Vesturbæjar sunnan Hringbrautar NATÓ og komu hersins 1951.