Þjóðviljinn - 28.11.1976, Síða 3

Þjóðviljinn - 28.11.1976, Síða 3
Sunnudagur 28. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 í lampadeild okkar eru alls kyns lampar viö allra smekk. ^ ÍA Zi — Einnig mikiö úrval minni heimilistækja. (Hrærivélar, brauðristar, grill, kaffikönnur, hraðsuðukatlar, straujárn, krullujárn, hárþurrkur, rakvélar o.þ.u.l.). Komið til okkar þegar þér hafið leitað annars staðar. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 VARIST HÁLKUNA Fæst hjá skósmiðnum, skóbúðinni og apótekinu. KAFLAR ÚR NÝRRI BÓK UM ATBURÐINA 30. MARS 1949 Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út bók um 30. mars 1949 eftir þá Baldur Guðlaugsson og Pál Heiðar Jónsson. En þar er f jallað um átökin sem urðu um inngöngu Islands í At- lanshafsbandalagið. Höf- undar byggja frásögn sína á miklum fjölda skráðra og óskráðra heimilda og hafa m.a. rætt við um 100 manns sem komu beint og óbeint við sögu/ atburða. Blaðið hefur fengið leyfi til að birta kafla úr bók- inni, og fjallar hann um túlkun þeirra manna sem Natóandstæðingar hafa jafnan kallað ,,hvítliðana" á eigin framgöngu: // Sigurhátíð sæl og blíð----------“ t leiðara Morgunblaðsins 1. april var f jallað um liðið við þing- húsvegginn. Eru ummælin efnis- lega hin sömu og þeir viðhöfðu i umræðunum 31. mars, Ólafur Thors og Sigurður Bjarnason: „Það er ekki sist ástæða til þess að vekja athygli á stillingu og sjálfsstjórn þeirra hundraða ungu manna, sem höfðu skipað sér þétt fram með veggjum þinghússins. A þeim dundi grjóthrið og skit- kast skrilsins allt frá þvi að hún hófst. En þessir ungu menn hreyfðu ekki legg né lið til sjálfs- varnar, þó þeim væri hætt við stórslysum og jafnvel bana af völdum hins tryllta kommúnista- skrils. Þeir voru ekki komnir á þennan stað til þess að efna til vandræða, múgæsinga eða lim- lestinga. Þeir litu allt öðru visi á hlutverk sitt. Þeir vildu stuðla að þvi að haldið yrði uppi störfum á löglegan hátt á löggjafarsam- komu þjóðarinnar”. I ræðum þeirra Sigurðar og Ólafs kom fram að tala þeirra væri 927, en rétt er að slá þann varnagla, að ýmislegt bendir til að i þeirri tölu sé einnig sá hluti liðsins, sem skipulagður var á þingpöllum, og göngum og i stig- um þinghússins, en ekki varaliðs- menn. Þá er ekki ljóst, hvort allir 927 mættu til leiks. Talan mun byggð á þeim skrám, sem gerðar voru og lýst hefur verið. Vistin hefur verið heldur ill þarna undir þinghússveggnum, menn áttu bæði von á grjóti ofan frá sem kastað var I veggi hússins en hrundi siðan niður, og ekki sið- ur beinum skeytum, grjóti, mold og eggjum. Má fullyrða, að liðið hafi staðið sig býsna vel — enginn maður flúði grjóthriðina né lét deigan siga hvað sem á gekk. Það var ekki fyrr en táragasinu var varpað að fylkingar riðluð- ust: „Menn flúðu hver um annan þveran og duttu hverjir um aðra -----—sagði Eyjólfur Konráð Jónsson og var ýmist að menn Sigur- hátíö sæl og blíð fóru út að Tjörn að væta vasa- klúta sina og reyna með þvi að draga úr áhrifum táragassins eða fundu aðstöðu til þess annars- staðar. Sigurði Lindal segist svo frá: „Eg stóð alveg meðan stætt var og fór með þeim siðustu. fig hljóp út að Tjörn og notaði aðferðina, sem Þjóðviljinn hafði mælt með. Maður gat sagt eins og Skarphéð- inn forðum: „Eigi græt ég en hitt er satt að súrnar iaugum’LMenn fóru ýmist eftir Tjarnargötu en aðrir Pósthússtræti og þá leið að Tjörninni og fjöldi fólks var hlaupandi á Frikirkjuvegi.” Það er af Sigurði að segja, að hann tók stefnuna aftur niður i miðbæ en til þess að forðast tára- gasið, sem barst með hægri gol- unni suður yfir Tjörnina og nær- liggjandi götur fór hann alla leið upp á Landakotstún, þaðan gegnum Grjótaþorpið og sem leið lá að bakdyrum Sjálfstæðishúss- ins. Þar framvisaði hann að- göngumiðanum góða og hitti fyrir allmarga félaga sina. Voru menn „litt sárir en ákaflega móðir”: „Menn voru þarna eitthvað frameftir deginum, náttúrlega æstir og ræddu mikið um að nú yrði að taka heldur betur i hnakkadrambið á helvitis kommunum — nú mætti ekki missa af sönnunargögnum o.s.frv.” Lögreglan i vlgahug við styttu Jóns Sigurðssonar. (úr kvikmynd Sveins Björnssonar). Um 40 myndasiður eru i bókinni. Að sögn Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar voru menn allkátir yfir unnum sigri: „Þetta var unninn leikur en menn óttuðust að eitthvað mundi bera til tiðinda á eftir, að brotnar yrðu fleiri rúður i Sjálfstæðishús- inu svo dæmi sé nefnt. Af þeim sökum var haft lið þar fram eftir degi og nokkuð fram á kvöld —.” Ekki kannaðist Eyjólfur við að menn hefðu rætt um hefndarað- gerðir og nauðsyn þess að láta kné fylgja kviði: „Hér urðu nokkurs konar þáttaskil og allt horfði nú bjart- ara við. Ég býst við að menn hafi talið, að þeir hafi bjargað Islandi þennan dag og við vorum náttúr- lega himinlifandi yfir þvi að ekki kom til manndrápa. Ég vil sér- staklega undirstrika það, að sá andi rikti hjá okkur, að það mætti ekki skaða þá (andstæðingana) og menn glöddust yfir þvi að þetta hafði ekki verið verra. Sjálfum þótti mér sem þessi átök hefðu verið óhjákvæmileg — þau hefðu verið söguleg nauðsyn i þróuninni — nú þurftum við ekki að óttast þá lengur” (Leturbr. höf.). Skoðanir Asgeirs Péturssonar voru svipaðar: „Lýðræðissinnar höfðu sýnt það og sannað, að þeir gátu fylkt liði og þeir höfðu sýnt styrk sinn, leyst þetta mál með valdi úr þvi að byrjað var að beita valdi-- Ekki verður farið nánar út i þá sálma en ljóst er að menn voru kátir yfir þeim sigri, sem þeir töldu sig hafa unnið. Hinsvegar væri full ástæða til þess að hafa andvara á sér, þar sem liklegt þótti, að andstæðingarnir mundu litt una ósigrinum og hyggja á hefndir. Ekkert liggur fyrir um slikt en sem dæmi um þá varúð sem viðhöfð var, má nefna, að tveir flokkar manna, héldu vörð á heimilum þeirra Ólafs Thórs og Bjarna Benediktssonar um kvöldið og nóttina. Ekki reyndi á karlmennsku varðmanna. Um þá skoðun Eyjólfs Konráðs Jónssonar að „átökin hefðu verið óhjákvæmileg — þau hefðu verið söguleg nauðsyn i þróuninni”, má segja að það er staðreynd, að sið- an 30. mars 1949 hafa engir þeir atburðir gerst hér á landi, sem jafna megi til þeirra átaka eða skorist svo i odda, að menn hafi gripið tii hraungrýtis, kylfá og táragass’. Njótið birtu í skammdeginu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.