Þjóðviljinn - 28.11.1976, Side 4

Þjóðviljinn - 28.11.1976, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. nóvember 1976 DJÓÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISAAA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Kari Haraidsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjör- leifsson Auglýsingastjóri: (jifar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Siöumúla 6. Simi 81333 Prentun: Blaöaprent h.f. HUGSJONIR VERKALYÐSHREYFINGARINNAR A morgun hefst þing Alþýðusambands lslands,þeirra samtaka sem i 60 ár hafa verið forustuafl islenskrar alþýðu i bar- áttunni fyrir auknum mannréttindum, betri og öruggari lifskjörum, vaxandi jöfnuði. Á þessum sex áratugum hafa al- þýðusamtökin, fagleg og pólitisk, verið það afl sem úrslitum hefur ráðið um þær félagslegu og efnahagslegu umbyltingar sem orðið hafa á Islandi og breytt þjóð- félagi okkar úr einu versta fátæktarbæli i Evrópu i samfélag sem er i hópi þeirra sem njóta hvað hæstra þjóðartekna á mann. Verkalýðssamtök i heiminum hafa ólik- an uppruna og haga baráttu sinni á mis- munandi hátt. Sumsstaðar eru þau hluti rikisvaldsins og haga störfum sinum að verulegu leyti i samræmi við vilja stjórnvalda. Annarsstaðar, svo sem i Bandarikjunum,eru þau þröng og skamm- sýn hagsmunasamtök, sem reyna að hrifsa til sin sem mestan hlut þjóðartekn- anna án félagslegra viðhorfa; bandarisku verklýðssamtökin láta sig t.d. engu skipta þótt fimmtungur þjóðarinnar, um 40 mil- jónir manna, lifi að staðaldri á mörkum hungursins i auðugasta þjóðfélagi verald- ar. Verklýðshreyfingin á íslandi er evrópsk að uppruna, það voru ekki sist áhrif frá Danmörku sem hrundu henni af stað. Evrópsk verkalýðshreyfing hefur ævinlega haft pólitisk markmið við hlið dægurbaráttunnar, stefnt að þjóðfélagi samhjálpar og sameignar, sem leysti ýmis grundvallaratriði til frambúðar. Þessi pólifiski þáttur verklýðsbaráttunnar hefur i rikum mæli sett svip sinn á sögu islensku alþýðusamtakanna og verið forsenda þess hve rikan þátt verklýðs- hreyfingin hefur átt i löggjöf og stefnu- mótun stjórnvalda. Þessi mikilvægi þátt- ur verklýðsbaráttunnar hefur einnig átt rikan þátt i illvigum deilum innan hennar, lengi var aðdragandi alþýðusambands- þinga mótaður af grimmilegum átökum innan hvers einasta félags um fulltrúaval. Þessi barátta var illvig, áhrif hennar gátu stundum orðið lamandi i dægurbar- áttunni, en þessi átök stuðluðu jafnframt að þvi að framtiðarmarkmið voru ævin- lega á dagskrá, þær hugsjónir sem almannasamtök verða og hafa að mark- miði, ef þau eiga ekki að sökkva niður i eina saman singirni. Nú um nokkurt skeið hafa innri deilur innan Alþýðusambandsins verið settar niður; hin striðandi öfl hafa setið hlið við hlið i æðstu stjórn samtakanna og lagt sameiginlega á ráðin um dægurbaráttu. Þessi þróun er skiljanleg eftir nærgöngul hjaðningavig; henni fylgja kostir i dægur- baráttunni en einnig miklar hættur. Hætturnar eru þær að hinum samfélags- legu hugsjónum verði stjakað til hliðar en i staðinn komi aðeins baráttan um einka- neyslu með sivaxandi innbyrðis metingi, að verklýðshreyfingin verði bandarisk en ekki evrópsk, stefnumörkin þröngsýn eiginhagsmunastreita i stað félagslegrar samhyggju. Þvi er það ákaflega mikil- vægt að fyrir þingi þvi sem hefst á morgun liggja drög að stefnuskrá sem fjallar um félagslegog pólitisk markmið. Það skiptir óhemjulega miklu máli að um þessa stefnuskrá verði f jallað af fullri siðferðis- legri alvöru og ekki fallist á neinar svika- sættir sem feli meginatriði i stað þess að setja þau á dagskrá. Fyrir þinginu liggja einnig mikil og brýn viðfangsefni sem tengd eru dægur- baráttunni, undirbúningur að stórátaki til þess að bæta lifskjör þess fólks sem verst er sett i dægurbaráttunni, aldraðs fólks, öryrkja og annars láglaunafólks. En dægurbaráttan nær þvi aðeins árangri að samfélagslegar hugsjónir beri hana uppi, að samhjálp og félagshyggja verði áfram hornsteinar kjarabaráttunnar. Þvi þurfa hugsjónirnar að s’etjasvip ?inn á þetta þing og mat á grundvallaratriðum að vera af- sláttarlaust. Þjóðviljinn býður alla þingfulltrúa vel- komna til starfa, óskar þeim mikils árangurs og hvetur til siðferðilegrar al- vöru sem geri dægurbaráttuna að þætti i framtiðarsýn sem visi veginn til þjóð- félagsfrelsis, jafnréttis og bræðralags. —m AÐAOSm. Búskapur er heyskapur Nú hefur loksins séð dagsins ljós skýrsla Rannsóknaráðs rikisins um þróun landbúnaðar. Er það f jórða og siðasta skýrsl- an um þróun atvinnuveganna, áður eru útkomnar skýrslur um þróun byggingaiðnaðar, þróun iðnaðar, og þróun sjávarútvegs. Tilgangurinn með skýrslum þessum er að fá sem bestan grundvöll til að meta þarfir at- vinnuveganna fyrir rannsóknir á næstu árum. Skýrslan um þróun landbún- aðar er ári seinna á ferðinni en hinar skýrslurnar. Fyrir þvi liggja ýmsar ástæður. Verkið reyndist viðameira en áætlað var i upphafi, margvislegar upplýsingar voru ekki handbær- ar og þurfti að frumvinna ýmis gögn. Meðal annars var talið nauðsynlegt að athuga sérstak- lega stöðu sauðfjárræktar og þróunarmöguleika hennar. Þessi athugun leiddi til þess, að samin var sérstök skýrsla um sauðfjárrækt og fylgir hún skýrslunni um landbúnað. Eru bæði þessi plögg um 300 bls., með yfir 50 myndum og 20 töfl- um. Hér er að finna mikinn fróðleik um landsins gæöi og nýtingu þeirra. Islenskum land- búnaði er nákvæmlega lýst svo og þeim breytingum, sem orðið hafa á búskaparháttum og úr- vinnslu afurða á undanförnum áratugum. Greint er frá helstu stjórntækjum í landbúnaöi og gerð var neysluspá fyrir kjöt og mjólkurvörur fram til 1985. Þessi úttekt á islenskum land- búnaði á án efa eftir að skapa málefnalegri umræðu um land- búnaðarmál en tiðkast hefur fram til þessa enda þótt bata- merki séu enn ekki sjáanleg i siðdegisblöðunum. 1 fyrstu fréttum af skýrslunni i dagblað- inu Visi þann 12. þ.m. segir svo i fyrirsögn: „Sérfræðingar Rannsóknaráðs ráðleggja sauð- f járbændum að taka upp ræktun holdanauta”. Þótt leitað sé með logandi ljósi i báðum skýrslun- um, finnst slik ráðlegging hvergi. í skýrslunni um þróun sauðfjárræktar stendur hins- vegar á bls. 72: "■ÚSKAW* IR MEYSKAPUK" HBBI 'NNM.UTT KJASNFÓÐUS II111 ll 111III INNIINT FÓOUSMJÖl I IOSASKÖOOIAS ^ HÍYFÓOUK SKIPTINO FÓOUSFOKOA IFTIK UFPKUNA. Fram hefur komið, að islenskt gróðurlendi getur framfleytt margfalt fleira búfé en nú er i landinu. Það gróðurlendi er þó fyrst og fremst á láglendi, m.a. votlendi, sem ekki er vist að henti sauðfjárbeit eða a.m.k. nýtist betur af öðrum dýrastofn- um, t.d. holdanautum. Astæða er til að gaumur sé gefinn að þvi atriði við beitarrannsóknir, og kannað hvort hentugt væri að breyta hluta sauðfjárbúskapar I hoidanautarækt. Ekki var meiningin að taka upp baráttu gegn ólæsi og hélt ég nú reyndar, að þvi hefði ver- ið útrýmt fyrir margt löngu. Þeim, sem lesa kunna, vil ég benda á aðeins einn þátt af mörgum, sem lesa má um i skýrslunni og skipt geta sköpum fyrir islenskan landbúnað og þjóðina i heild Kjarnfóður er stærsti að- keypti rekstrarliður búanna og er mest af þvi innflutt. 1 verð- lagsgrundvelli landbúnaðaraf- urða 1. 9. ’76 nemur kjarnfóður 13,6% af gjöldum búsins, en þessi tala er nokkuð breytileg eftirárum. I skýrslunni um þró- un landbúnaðar er að finna mynd, sem sýnir skiptingu fóð- urforða eftir uppruna árin 1970- 1974. Hlutur heys hefur á þessu timabili hækkað úr 70% i rúm 80% en hlutur innfl. kjarn- fóðurs hefur minnkað úr 28% I 16%. Fullyrt er, að framleiða megi hér innanlands mestan hluta þessa innflutta fóðurs. Framleiðsla grasköggla hefur nálega fimmfaldast á timabil- inu enda þótt hlutdeild þeirra i fóðurforðanum sé ekki nema 1,4%. 1 skýrslu Iðnþróunar- nefndar frá 1975 er bent á gras- kögglaverksmiðju, sem hugsan- iegt stóriðjuverkefni, sem bygg- ir á innlendri orku og hráefni. Reiknað er með verksmiðju, sem framleiddi 20 þús. tonn af Eftir Guðrúnu Hallgrímsdótt- ur, matvæla- verkfræðing graskögglum og þyrfti til þess 6000 ha lands. í skýrslunni um- þróun landbúnaðar er bent á, að viða á austanverðu Suðrurlandi og á Austurlandi eru stór rækt- anleg svæði, sem koma til greina fyrir graskögglavinnslu. Yfir sumartimann er að jafnaði til staðar nokkur umframorka vegna aukningar á rennsli jökulánna og minnkunar i orku- eftirspurn yfir sumartimann. Tækist að nýta þessa umfram- orku til framleiðslu á gras- kögglum, mætti framleiöa nærri þriðjung þess kjarnfóðurs, sem nú er flutt inn, i ofangreindri verksmiðju. I skýrslunni er einnig bent á aðra innienda fóðurframleiðslu, sem litt hefur verið sinnt til þessa, þ.e. vinnsla kjötmjöls úr úrgangi frá sláturhúsum og kjötvinnslustöðvum. Þessi úr- gangur er að mestu grafinn eða honum komið fyrir á sorphaug- um. (Reykjavik) Þar sem úr- gangurinn er grafinn, er viða út um land 'orðið erfitt um land- rými. Veldur hann þvi fjölgun vargfugls og mengun vatns. Undan er skilið sláturhús Kaup- félags Borgnesinga, þar er starfrækt kjötmjölsvinnsla. Vegna þess, hve sláturhús á landinu eru mörg og smá, er erfitt að gera sér grein fyrir, hve mikill hluti þess úrgangs sem til fellur er nýtanlegur. Ef aðeins er reiknað með úrgangi frá kjötvinnslustöðvum i Reykjavik og sláturhúsum á Suðurlandi gæti ársframleiðsl- an numið um 400-500 tonnum af kjötmjöli. Það er að visu ekki stór hluti af heildarfóðurþörf bú penings i landinu en búbót samt auk þess, sem að vinnslunni yrði mikill þrifnaðarauki. Og þá kem ég að þvi, sem mest munar um við fóðurfram- leiðslu hérlendis, betri heyverk- un. 1 skýrslunni er bent á, að takist að verka fóðriö þannig, að ekki þurfi nema 1,4 kg i fóöur- einingu að meðaltali istað 1,8-1,9 kg, sem nú er reiknaö með, fengjust um 2.800-4.300 fóður- einingar af hektara i stað 2.100- 3.100 fóðureininga, sem nú er áætlað. Þetta þýddi um 32% aukningu i fóðureiningum. Talnaglöggur maður hefur reiknaö, að um 1% tap á fóður- gildi heildarheyforða kosti um 100 millj. kr. Það þarf ekki mik- inn reikningsmeistara til að sjá, hve mikið mætti spara, ættu bændur aðgang að raforku á hagkvæmum kjörum til súg- þurrkunar og hefðu auk þess að- stöðu til votheysverkunar. Með þvi að nýta öll tækifæri til innlendrar fóðurframleiðslu mætti án efa spara hundruð milljóna i erlendum gjaldeyri og hugsanlega draga einnig verulega úr heildarrekstrar- kostnaði býla i landinu. Ekki er við þvi að búast, að þeir dagblaðs- og visismenn hafi áhuga á sliku og þviliku.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.