Þjóðviljinn - 28.11.1976, Síða 7

Þjóðviljinn - 28.11.1976, Síða 7
Sunnudagur 28. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Umsjón: Þröstur Haraldsson og Freyr Þórarinsson Má svarað Vegna greinar Más Viðars Mássonar sem Kiásúlur birtu um siöustu helgi hefur Valgeir Guðjónsson spilverkur og stuð- maður beðið fyrir eftiríarandi athugasemd: Mig langar að gera litla at- hugasemd við grein Más Viðars Mássonar „Sýfilis og sveita- rokk” (!) sem birt var i Klásúl- um þann 21.11. Þar segir að Spilverk þjóð- anna hafi neitað koma fram á samkomu herstöðvaand- stæðinga (vel auglýstri), jafn- vel þótt málamyndagreiðsla hafi verið i boði. Undarlegt og skrýtið að slá þessu upp i blaðinu sinu og reyna að láta lita svo út, að Spil- verk séu fól og auðvaldsbullur. Jú Már, við vorum beðin um að spila og vorum öll af vilja gerð, en bara hreinlega gátum það ekki. Við stóðum i miðri plötuupptöku, sem tók helmingi meiri tima en áætlað var og inn i hana fléttaðist svo hin illræmda Stuðmannaferð með öllum sin- um undirbúningi. Af þessum sökum var enginn timi eftir til að æfa efni fyrir Stapafundinn, en svoleiðis nokkuð tekur mikinn tima. Ég minnist þess ekki að borgun hafi verið rædd, enda hefði Spilverk ekki þegið hana. Varðandi dýrseldar skemmt- anir Spilverks vil ég aðeins segja þér Már, að það er erfitt að lifa af spilamennsku á Fróni. Stefna Spilverks hefur verið að halda miðaverði i skefjum (300 kr. þegar við spiluðum i Félags- stofnun) og hefur flokkurinn ekki fitnað af kaupi sinu. Stuð- menn voru hinsvegar dýrir á að lita, þó voru þeirra skröll ekki dýrari en önnur hliðstæð. Það er nú svo. Jæja Már, fleira ætla ég nú ekki að segja um greinina þina, annað en að mér sárnaði að lesa hana. Ég sé ekki enn hvaða til- gangi eða málstað hún þjónar, þó þérsér greinilega mikið niðri fyrir. Valgeir NÝJAR BÆKUR FRÁ MÁLI OG MENNINGU KniSTIW K. AMUiiíSSON: l m ísleir/kar bókmenntir llilgfTÓir 1 Mál og ni«t»ning Fyrsta bindi greinasafns Kristins E. Andréssonar, sem allir unnendur islenskra bókmennta þurfa aö eignast. Verð kr. 4.200.- Félagsverð kr. 3.400.- Loksins er endurútkomin sú fræga bók um lillu Heggu og Sobegga afa eftir meistara Þórberg. Verð kr. 4.800.- Félagsverð kr. 3.800.- M VmifAS JÓN \sso \ Va\taivj»roli «>k aflvakt «|»róu» riE! MSKIM \GLA 19 71« Nýtt fræðirit eftir Matthias Jónasson. Verð kr. 3.840.- Félagsverð kr. 3.250,- Heimsfræg barnabók eftir Astrid Lindgren. Óvenju skemmtileg. Verð kr. 2.400.- Áskriftasöfnun Þjóöviljans Sími stendur sem hæst 81333 Þau gerast enn, þótt nú sé langt um liðið siðan góðir höf- undar skráðu þau á islenskar bækur á fyrri hluta aldarinnar. Nú á dögum er vinsælli hér á landi, — sem og jafnan fyrr, — hin rithöfundasortin sem skrifar I anda Arne Ström. Sovétbók hans var gefin út i stórum upplögum viða um lönd, enda sannaði höfundur að rússar gætu ekki neitt og kynnu ekki neitt, stjórnin heimsk, fólkið hungrað, klæðlaust, lúsugt og skitugt, — og hænsnaræktin gekk i ólestri. Arni Straumur var „fúllyndur danskur hænsnamaður” og segir frá honum i bók Laxness sem kom út 1938. Ári siðar hófst heimstyrjöldin siðari, og fækkaði þá rússlands- ferðum islendinga, — enda höfðu sovetmenn öðru að sinna en gestamóttöku næstu misser- in. Féllu að minnsta kosti 20 miljónir þeirra áður en sigur vanst á fasistaherjunum. Kannski væri réttara að segja að þýska hernum hefðr tekist að stúta 20 miljónum kommúnista, — samanber fyrirlesarann sem fjallaði um örlög pólskra gyð- inga i Rikisútvarpinu ekki alls fyrir lögnu og sagði um styrjaldarlokin : — Þá kom i ljós að Hitler hafði tekist að koma 6 miljónum gyðinga fyrir kattar- nef. — Gersku ævintýrin hófust svo á ný af miklum krafti eftir að MÍR var stofnað fyrir aldar- fjórðungi, og komu menn misjafnlega útleiknir heim úr rússlandsferðum, — sumir illa, og gátu tekið undir með André. Gide sem sagði fyrir stríð: — JÓN MÚLi ÁRNASON SKRIFAR Gersku ævintýrin ógæfa min var oftrú á lofið. Voru margir góðir vinstri menn i þeim hópi og skráðu gersku ævintýrin af beisku hatri. Er löngum vitnað til þeirra í börgarapressunni okk- ar. Steinn Steinarr sagði mér niðri á Hótel Borg að hann hefði ekki verið fyrr kominn til Sovétrikjanna en honum varð ljóst að þar i landi væri búið að útrýma öllum sem á einhvern hátt höfðu likst honum, — og mislikaði það að sjálfsögðu. Það var 1956. Ari siðar fórum við nokkur saman austur á vegum MtR. Við lentum i Riga og embættis- menn á flugvellinum sögðu: — Hingað, en ekki lengra. — Upphófst langt og leiðinlegt þras með tilvitnunum á ýmsum tungumálum i fullgild vegabréf og, þegar einn okkar sagði að við værum kultura delegatio féllu samningaviðræður niður. Þá var enn i gildi esperanto- bann Stalins, þótt búið væri að afhrópa hann i Æðsta Ráðinu fyrir löngu. Að lokum skildist Riga-verjum að við værum hættulaus og myndum ekki koll- varpa ráðstjórninni, og þegar við flugum af stað til Moskvu sagði einn bjartsýnismaður, að þessi móttökuathöfn sannaði ekki annað en að hér i sveit væru opinberir starfsmenn jafn vitlausir og heima. Svo þvældumst við fram og aftur um Sovétrikin i nokkrar vikur og fengum að sjá* hvernig rússar baka brauð, byggja hús, syngja óperur og dansa ballett. Urðu þessar listgreinar all- þreytandi til lengdar, — einkum og sér i lagi hin siðastnefnda. Stundum reyndu sovétmenn að fræðast af okkur um listsköpun á Islandi, en fengu oft einkenni- legar upplýsingar og ekki alltaf samhljóða. Einn menningar- sendinefndarmanna hélt þvi stift fram að Steinn Steinarr væri mesta ljóöskáld okkar, og rússneski túlkurinn sagði: — Mister Múli, please don’t joke. Leiöin lá að lokum til Tblisi i Georgiu. Þar höfðú menn látið hjá liða að fordæma landa sinn, og var Stalin hafður i mörgum Jistrænum útgáfum hvarvetna, en með mestum myndarbrag á framhlið húss kommúnista- flokksins. Það er jafnstórt Morgunblaðshöllinni og reist á svipaðan hátt fyrir aðalstræti borgarinnar miðju, — náði hárið á Jósep upp á þak en hakan nam við gangstéttarbrún. Georgiumerm eru miklir höfð- ingjar og fengu okkur tvo túlka, — sprækan pilt á þritugs aldri og hrifandi kvikmyndadis um tvitugt. Ég var túlkur okkar og töluðum við öll þrjú þýsku eins og innfæddir. Eftir nokkurra daga skemmtiferðir og veislu- höld kom þar, að Listamanna- samtök rikisins héldu með okkur Menningarfund. Þar var fullt hús og formaður tslands- vinafélagsins hélt ræðu og sagð- ist hafa lesið fyrrnefndan Laxness oft og mörgum sinnum sér til mikillar ánægju. Formaður Listmálarafélagsins sagðist hafa lesið Atómstöðina. Aðrir ræðumenn fjölluðu um mir idrúsba-frið og vináttu. Það gerði lika fararstjóri okkar. Hann sagði: Við Islendingar er- um svo friðsamir, að við erum búnir að banna hnefaleika með lögum. — Ég neitaði að þýða þessa helvitis vitleysu. Þú skalt, — sagði fararstjór- inn. — Mér dettur ekki i hug að fara að svivirða þjóð mina hér fyrir framan georgiumenn, þó að einhverjar hysteriskar nor- rænar kerlingar á Alþingi hafi samþykkt að banna box. — Gerðu eins og ég segi — sagði fararstjórinn, ella skal þetta lengra, — og létfylgja ódulbún- ar hótanir. Ég gafst upp fyrir svo hörðum rökum. — Ég get ekki þýtt þetta — sagði spræki strákurinn. — Af hverju ekki? — Ég er Georgiumeistari i létt- þungavikt, — stundi hann. Þá lét ég kné fylgja kviði, gaf hon- um einn eða tvo fyrir neðan belti með hótunum eins og fararstjóri minn, og minntist á Kreml i þvi sambandi. Við þjörkuðum góða stund og spennan magnaðist i salnum. Að lokum gaf hann sig og þýddi ræðuna um friðsemd tslendinga. Þá sprakk Lista- mannasamkundan, formaður- inn hló sig skakkan, svo og allir helstu aödáendur hans, — og öll frekari menningarviðleitni úr sögunni á þessum fundi. Samkvæmt júdó-fréttum i sumar hafa sovétmenn ekki lát- ið af þessum andstyggðar leik og heldur færst i aukana. Nú eru landamæraverðir byrjaðir að lúberja norræna glimukappa, og ofbýður mörgum góðum islendingi skapstilling hinna siðarnefndu að þeir skyldu ekki hjóla i kommúnistana og sýna þeim, hvar Davið keypti ölið. i stað þess að klaga fyrir sendi- ráðum og semja frið eftir dipló- matiskum leiðum. Og enn ger- ast gersku ævintýrin uggvæn- legri. Nú eru nýkomnar heim úr Sovét tvær sjónvarpsstjörnur eftir harða útivist. I heila viku borguðu rússar þeim ekkert kaup fyrir að vera þarna i verslunarerindum og fara á bió oft á dag. Er ekki að vita. hvernig þeim hefði reitt af. ef góðviljaðir menn hefðu ekki að lokum borið kennsl á þessa ágætu starfsmenn Rikisút- varpsins og gefið þeim að borða. Þrátt fyrir þetta allt saman virðist ekki nokkur von til þess. að við islendingar slitum stjórn- málatengsl við Sovétrikin. Þvi má i framtiðinni búast við enn fleiri gerskum ævintýrum. — og er rétt að benda opinberum starfsmönnum. sem kunna að eiga eftir að álpast i austurveg, á svonefnda dagpeninga. Þeir sem fara landa i milli, erinda stofnana sinna, eiga rétt á dag- peningum, sem bætast við fastakaupið. Fer upphæðin að sjálfsögðu eftir mannvirðing- um, og er ætlað að nægja fvrir þokkalegu hótelplássi og sæmi- lega heilnæmu fæði. Ferða- kostnað fram og aftur greiðir rikisfyrirtækið að sjálfsögðu einnig. Þetta mun fyrrnefndum sjónvarpsmönnum hafa yfir- sést, og þvi fór sem fór. Nú eiga þeir þvi þetta allt inni og þurfa ekki annað en gefa stofnun sinni reikning, — þá fá þeir borgað út i hönd. Að svo búnu geta þeir lika sagt um þetta gerska ævin- týri sitt nákvæmlega það sama og aðrar söguhetjur hafa löng- um sagt i öðrum ævintýrum: Allt er gott þá endirinn allra bestur verður. JMA

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.