Þjóðviljinn - 28.11.1976, Page 11
Sunnudagur 28. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Til þess að annað foreldrið geti
verið heima á islenskum alþýðu-
heimilum þurfa laun að hækka
um helming. Skyldi alþingis-
maðurinn hafa gert sér grein fyr-
ir þvi hvaða laun almenningur i
landinu fær, eða skyldi hann ætla
að beita sér fyrir 100% launa-
hækkun? órökstuddur áróður
sem þessi gerir litið annað að
minu áliti en að fylla útivinnandi
alþýðukonur sektarkennd, sem
þær geta ekki losað sig við en slikt
getur farið illa með geðheilsu
fólks. Nú meöal þess hluta þjóð-
arinnar, sem gæti fjárhagslega
haft annað foreldrið heima en
vildi frekar vinna utan heimilis-
ins, sér til lifsfyllingar er liklegt
að óánægja myndi skapast.
Óánægja foreldrisins bitnaði
siðan fljótlega á barninu og hver
veit hvers konar afleiðingar slikt
gæti haft.
Næst mætti spyrja hvað al-
þingismaðurinn ætlar að gera i
sambandi við störf þau, sem kon-
an hefur sinnt á vinnumarkaðn-
um. Ætlar hann kannski að flytja
inn vinnuafl? Ef svo er þá þarf
hann liklega að leita út fyrir
Norðurlöndin ef bjóða á þau laun,
sem islensku kvenfólki er boðið.
Kannski þræla frá öðrum heims-
álfum?
Að siðustu má svo nefna að lausn
alþingismannsins er stórt skref
afturábak i jafnréttisbaráttu
kynjanna.
Frá uppeldisfræðilegu sjónar-
miði hefði „lausn” alþingis-
mannsins bæði kosti og galla. Ef
annað foreldrið væri heima þá
aukast likurnar á þvi að barnið
búi við öryggi,sem er auðvitað
mjög æskiíegt upp á tilfinninga-
þroska og geðheilsu barnsins. A
hinn bóginn má nefna, að mörg
einkaheimili eru ekki eins vel bú-
in þroskaleikföngum og góðar
dagvistarstofnanir.og oft hafa
foreldrar ekki nægilegan tima til
að örva vitsmuni barnsins.
Min niðurstaða er þvi sú að það
sé hvorki raunhæf né heilla-
vænleg lausn á uppeldisvanda-
málum þjóðarinnar að hafa bara
konuna heima.
Fleiri stofnanir
Næst verður þvi litið á seinni
lausnina, þ.e.a.s. þá að byggja
fleiri dagvistarstofnanir. Hversu
æskileg yrði hún fyrir barnið og
fyrir þjóðfélagið i heild?
A undanförnum þrem áratug-
um hefur orðið sú stefnubreyting
varðandi skoöanir fræðimanna á
fyrirbærum eins og greind eða
hæfileikum, að i stað þess að álita
allt slikt vera meðfætt þá hafa
augu fræðimanna opnast fyrir þvi
að umhverfið og þar með upp-
eldisaðstæður barnsins skipti þar
miklu máli. Sumir fræðimenn
nefna ákveðna % i þessu sam-
bandi — 20-50%, en aðrir eins og
t.d. Piaget, einn kunnasti þroska-
sálfræðingur nútimans, ieggja
áherslu á að greindarþroski eigi
sér stað vegna stöðugs samspils á
milli lifverunnar og umhverfis-
ins. t þessum rannsóknum hefur
einnig komið fram að á fyrstu 8
árum ævinnar eru börn óvenju-
lega næm fyrir vitsmunalegri
örvun, m.a. vegna þess að þá er
vaxtarhraði heilans mjög mik-
ill.”
Að minu áliti hafa þessar rann-
sóknir vegið þungt við mótun þess
hugsunarháttar, sem nú er mjög
almennur t.d. i Englandi og i
Bandarikjunum að svokallaðir
forskólar séu æskilegir fyrir
barnið, burt séð frá þvi hvort for-
eldrarnir séu heima eða heiman.
Þó að þessi hugsunarháttur sé
ekki eins algengur enn hér á
landi, þá álit ég að meðvitund
fólks sé að vakna gagnvart þeim
rétti barnsins að fá að alast upp
við þroskavænleg uppvaxtarskil-
yrði og að æ fleiri liti á dagvistar-
stofnanir sem jákvæða uppeldis-
aðstoð, sem foreldrum er veitt i
nútimasamfélagi. Sérþjálfað
starfsfólk, sem hefur skilning á
þroska barnanna, á athafnaþörf
þeirra og á þörfum þeirra fyrir
samskipti við önnur börn og full-
orðna ætti að vera hæfara en
a.m.k. sumir foreldrar til að örva
börnin vitsmunalega og félags-
lega.
Viða er markvisst unnið að þvi
að jafna aðstöðumun barna til
náms með þvi að opna dagvistar-
stofnanir eða forskóla fyrir þá
hópa þjóðfélagsins, sem minnsta
örvun fá heima. 1 þessu sambandi
má nefna Head Start áætlunina i
Bandarikjunum og þá staðreynd
að þó að börn byrji 5 ára i skólum
i Englandi og séu strax frá 9-4 i
skólanum, þá hafa viða verið
stofnaðir forskólar fyrir börn frá
3ára aldri, sem er fyrst og fremst
áætlað aö ná til lágstéttarbarna
og minnka þann uppeldisfræði-
lega aðstöðumun sem hinir ýmsu
hópar þjóðfélagsins búa við. Þó
að stéttaskipting á Islandi sé ekki
eins greinileg og i Bretlandi þá
vita velfelstir kennarar sex ára
barna, hér á landi að börn koma
misvel undirbúin i skólann —
einkum hvað varðar málþroska
hreyfiþroska og félagsþroska. Af
þessu ætti að vera ljóst að það er
mikið hagsmunamál alþýðu að
þessi mál leysist farsællega.
Þroski, ekki
geymsla
Til þess að dagvistarstofnun
þjóni þeim tilgangi sinum að vera
þroskastofnun i andstöðu við
gleymskustofnun er ekki sama
hvernig hún er. Að minu áliti ætti
góð dagvistarstofnun að hafa
eftirfarandi fjögur einkenni:
1. Góð stofnun tekur við börnum
úr öllum hópum þjóðfélagsins,
og þar á ég bæði við heilbrigð
börn og þroskaheft. Einnig yrði
æskilegt að hafa blandaða
aldurshópa á deildum, þannig
að systkyni geti notið nærveru
hvors annars og að börnin fái
bæði eldri og yngri leikfélaga —
og æfi sig því jafnt f að vera
jafningi, hlýða öðrum og hafa
forystu.
2. 1 stað þess að skipta stofnunum
i leikskóla og dagheimili
fyndist mér æskilegra að hafa
eina stofnun, sem væri opin
allan daginn og þar sem, börn-
in gætu komið á þeim tima,
sem hentar þeim og foreldrum
þeirra best. l>etta form tiðkast
hér viða i strjálbýlinu, þar sem
ekki er grundvöllur fyrir fleiri
en einni stofnun og sviar, sem
standa framarlega i þessum
málum,.eru hættir að tala um
leikskóla og barnaheimili i
nýjustu skrifum sinum um
þessi mál. Þetta form kemur i
veg fyrir félagslega einangrun
ákveðinna hópa og sveigjan-
legur dvalartimi er æskilegur
vegna þess að þarfir og til-
finningar barna og foreldra eru
samofnar.
3. Góð dagvistarstofnun tekur til-
lit til einstaklingsþarfa barn-
anna, og setur i starfi sinu
þarfir barnanna ofar þörfum
starfsfólksins.
4. Góð stofnun þarf að hafa sér-
menntað starfsfólk i hagstæðu
hlutfalli við fjölda barnanna.
Hún þarf að vera vel búin leik-
föngum, þannig að hvert barn
fái þroskandi verkefni við sitt
hæfi. Það þýðir þvi litið að
hrúga niður fl. börnum á þær
stofnanir, sem fyrir eru. 1 heild
skiptir starfsfólkið.búnaður-
inn og innréttingarnar meira
máli að minu mati en það
hvort byggingin sjálf er af dýr-
ustu og flottustu gerð.
Hve lengi dagsins?
Næst mætti spyrja hversu lengi
dags barn þurfi að dvelja á góðri
þroskasofnun til að njóta dvalar-
innar til fulls og hvað börn ættu að
vera gömul þegar þau byrja.
Sú lausn, sem mér fyndist
heillavænlegust i þessum málum
frá sjónarmiði barnsins, foreldr-
anna og þjóðfélagsins i heild er
þvi e-ð á þessa leið:
1 fyrsta lagi að öll börn a.m.k.
frá 2-3 ára aldri fái aðgang að
góðri dagvistarstofnun og geti
dvalið þar i a.m.k. 3 klukkust.
hvenær sem er dagsins, en lengur
ef þörf krefur. Varðandi yngri
börn tel ég vænlegast að annað
foreldrið geti verið sem mest
heima og má i þvi sambandi
benda á lengra og sveigjanlegra
fæöingarorlof, þannig að foreldr-
ar geti skipt þvi á milli sin. Þess
má geta að t.d. i Búlgariu er konu
heimiit að fá 3 ára leyfi frá störf-
um vegna barnsburðar, þó að að-
eins 1 ár sé á fullum launum.
i öðru lagi að flestir foreldrar
fái tækifæri til að vera með börn-
um sinum hinn hluta dagsins, og
þar getur engin kona úti i bæ
komið i staðinn. Þetta atriði er
ekki raunhæft i dag nema annað-
hvort gerist — að veruleg launa-
hækkun eigi sér stað hjá almenn-
ingi — eða að fleiri en foreldrar
leggi hönd á plóginn. Þar á ég
ekki sist við aðila vinnu-
markaðarins, sem gætu komið til
móts við foreldra t.d. með
sveigjanlegum vinnutima. Annar
möguleiki væri sá að vinnu-
stundafjöldi foreldra stæöi i hlut-
falli við fjölda og aldur barna
þeirra, þannig td. að hjón með 3
börn þurfi að vinna færri stundir
á viku en barnlaus hjón fyrir
sömu laun. Einnig væri æskilegt
að atvinnurekendur greiddu
ákveðið gjald i byggingasjóð dag-
vistarstofnana til að flýta fyrir
framkvæmdum. Að minu áliti eru
þetta atriði sem verkalýðssam-
tökin ættu að gefa gaum að við
gerð næstu kjarasamninga, þvi
hagsmunir alþýðunnar eru i veði.
1 þriðja og siöasta lagi tel ég
óæskilegt að útiloka skólabörn frá
dagvistarstofnunum á meðan
skólatimi er eins stuttur og raun
ber vitni, t.d. i 6 og 7 ára deildum.
Þarna þyrftu þarfir fjöl-
skyldunnar að sitja i fyrirrúmi.
Stefna skuli þó að heilsdagsskóla
sem allra fyrst, þannig að heima-
nám hverfi og um leið sá aðstöðu-
munur sem þvi fylgir.
Afturför
Þetta ersem sagt sú lausn, sem
að minu áliti yrði farsælust bæði
uppeldisfræðilega og þjóðfélags-
fræðilega séð. En hversu raunhæf
hún er er ekki hægt að meta nema
lita aðeins á kostnaðarhliðina og
stefnu rikisvaldsins i þessum
málum.
Lög nr. 29/1973 sem sett voru i
tið vinstri stjórnar, gera ráð fyrir
að rikið greiði 50% af stofn-
k.ostnaði fullbúinna dagvistar-
stofnana og 20-30% af rekstrar-
köstnaði. Núverandi rikisstjórn
breytti siðan lögunum þannig að
hlutdeild rikissjóðs i rekstrar-
kostnaði stofnananna var felld
niður. A ráöstefnu þeirri um kjör
láglaunakvenna, sem nefnd var
hér i upphafi var lagabreyting
þessi fordæmd og tek ég undir það
álit. Eins og biölistar stofnananna
gefa til kynna svo og siðustu tölur
um framlag rikisins til dag-
vistunarmála (117.4 milj. 1975
68,4 milj. 1976) þá er bersýnilegt
að gifurlegur samdráttur er að
eiga sér stað i þessum málum. A
fjárhagsáætlun fyrir 1977 er gert
ráð fyrir 85 milj. króna til þessara
mála, þó að áætlað hafi verið að
230milj. væru nauðsynlegar til að
halda i horfinu með þær áætlanir.
sem gerðar höfðu verið. Það er þó
von min að alþingismenn og
sveitarstjórnarmenn endurskoði
afstöðu sina i þessu máli og falli
ekki i þá gryfju að vanmeta þetta
þjóðþrifamál, þó að börnin hafi
ekki atkvæðisrétt og skaðinn
komi ekki i ljós strax i dag. Mikið
er i veði, þroski og geðheilsa
komandi kynslóðar og lifs-
hamingja foreldra i dag.
Að minu áliti er nauðsynlegt að
lita á dagvistarstofnanir i félags-
legu og pólitisku samhengi, eins
og hér hefur verið gerð tilraun til.
Min aðainiðurstaða er þvi sú að til
þess að tryggja komandi kynslóð
viðunandi uppvaxtarskilyrði
þurfum við fleiri og betri dag-
vistarstofnanir og þannig þjóðfé-
lagsskilyrði að a.m.k. annað for-
eldrið — helst bæði til skiptis —
geti verið með börnum sinum
sem allra mest. Það er þvi skoðun
min að nægar dagvistarstofnanir
séu sjálfsögð mannréttindi i nú-
tima þjóðfélagi og nauðsyn en
ekki ill.
Vonandi er það ljóst af efni er-
indisins að með hugtakinu mann-
réttindi er átt við réttindi beggja
kynja og hinna ýmsu hópa innan
þjóðfélagsins, en siðast en ekki
sist er þar átt við rétt barnsins, —
við megum nefnilega ekki gleyma
þvi að barnið er lika maður.
VELJUM ÍSLENSKT VELJUM ÍSLENSKt