Þjóðviljinn - 28.11.1976, Page 13
Sunnudagur 28. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN —StÐA 13
FYRRI HLUTI
,,Það sem pabbi minn
sagði voru lög hérna á
heimilinu. Aldrei heyrði
maður styggðaryrði og
aldrei neina vonsku og ekki
rifrildi nema þá helst á
milli okkar krakkanna. Við
slógumst eins og gengur og
gerist". Þessi orð segir
Sigurður Thoroddsen verk-
fræðingur þar sem hann
situr makindalega á æsku-
heimili sinu í Vonarstræti
12 ogtottar vindil. Sigurður
er sonur stjórnmálaskör-
ungsins Skúla Thoroddsens
og Theodóru Thoroddsen
skáldkonu. Við fengum
Sigurð til að rifja upp
nokkrar minningar frá
Bessastöðum þarsemhann
ólst upp til sex ára aldurs
og frá Vonarstrætinu.
Rithöf undarnir Þorgeir
Þorgeirsson og Vilborg
Dagbjartsdóttir búa nú á
efstu hæðinni og á heimili
þeirra sitjum við og
njótum gestrisni. i þessum
fyrri hluta viðtalsins víkur
sögunni til Bessastaða en í
seinni hlutanum kemur
Vonarstræti 12 einkum við
sögu.
Thoroddsenbræfturnir þegar þeir voru upþ á sitt besta um aldamót.
Þorvaldur náttúrufræbingur og Skúli sitja: Þórftur læknir og Sigurbur
verkfræöingur standa.
Hér eru vinkonurnar Guöbjörg Jafetsdóttir (t.v.) og Theódóra Thoroddsen (t.h.) meö strákana. Taliö
ofan frá vinstri eru Guömundur, Þorvaldur, Skúli, Jón, Sverrir, Siguröur og Bolli.
Bessastaöastofa
eins og Skúli
lét gera hana.
Kirkjan
á Bessastööum
Myndin er
tekin um 1930.
þar sem þau sátu inni fyrir ruku
þau upp og hentu manni út og
læstu dyrunum. bá lagðist ég á
dyrnar og sparkaði i þær klukku-
timum saman. 1 staðinn fyrir að
leyfa barninu að koma inn og
vera þar i tvær minútur og þá
hefði það þotið aftur.
— Hvernig stóð á þvi að þau
Skúli og Theódóra fluttu frá
Bessastöðum?
— Ég veit það ekki beint. bað
var þægilegra að mennta börnin
hér i Reykjavik og svo undi
mamma aldrei á Bessastöðum.
Hún vildi i sollinn, sem maður
segir, og margmennið.
— bau voru ákaflega ólik að
eðlisfari?
— Ja. Hann var afar ómann-
blendinn, ég held honum hafi
leiðst fólk en þveröfugt var með
hana farið.
— Kynntust þið krakkarnir
ekki föður ykkar samt?
Jú, að svo miklu leyti sem
það var hægt. Gættu þess aö ég er
aðeins 13 ára þegar hann deyr.
Gagnvart okkur yngri börnunum
var hann afskiptalitill en ekkert
annað en gæðin. Hann sat inni á
kontórnum sinum alla daga. bað
má heita að hann hafi verið út af
fyrirsig svona mest. Við máttum
þó koma inn til hans hvenær sem
við vildum en við bárum ákaflega
mikla virðingu fyrir honum. bar
vorum við alltaf róleg og sátum
þá við að lesa i bókum eða
blöðum.
— bið hafið ekki þéraö fööur
ykkar?
— Nei, en fóstra min, Guðbjörg
Jafetsdóttir, sagði mér frá þvi að
hún þurfti að þéra foreldra sina
en það var liðin tið þá.
— Hvernig kona var Guðbjörg?
— Hún var forkur duglegur
kvenmaður, hrein og bein, sagði
sina meiningu og lét engan vaða
ofan i sig. Bar hag heimilisins
fyrir brjósti og var okkur
börnunum sem önnur móðir.
— Ef þú ættir nú að lýsa móður
þinni þegar hún var upp á sitt
besta, hvernig mundirðu gera
það?
— bað á ég erfitt meö. Ég
þekkti hana ekki þegar hún var
upp á sitt besta. Hún er um
fertugt þegar ég kem til. Annars
hefur Sigurður Nordal skrifað um
hana inngang að Ritsafni hennar
og hygg ég að hann geri það með
ágætum. Annars var hún ágætis
kona og skörungur þegar þvi var
að skipta. Við systkinin skiptumst
hins vegar i tvennt. bað voru
mömmubörn og Baujubörn. Ég
var eitt af Baujubörnunum. betta
hefur liklega verið af þvi að
skammt var á milli barna að
Guðbjörg tók þau sum að sér á
fyrsta eða öðru ári. Ég geri mér i
hugarlund að það hafi æxlast svo-
leiðis. Ég svaf inni hjá Bauju þar
til ég var svona 15-16 ára.
— Hún hefur haft talsverð áhrif
á heimilinu?
— Já, það hefur hún sjálfsagt
haft.
— Var hún skyld ykkur?
— Nei, hún var óskyld okkur.
Hún var náskyld Jóni Sigurðssyni
forseta. Guðbjörg hafði kynnst
mömmu hér i Reykjavik. Svo
þegar mamma fór vestur til að
gifta sig fékk hún hana til sin og
átti hún að vera i nokkra mánuði
en hún flentist og dó hjá Katrinu
systur og hafði þá verið hjá okkur
i hart nær 60 ár.
— bað hefur verið farið mikið
með skáldskap i þessari
fjölmennu fjölskyldu?
— Blessaður vertu. bað lifði og
hrærðist fólkið i skáldskap.
Afskaplega oft var kveðist á. bá
var það nú alla jafna svoleiðis að
mamma var ein á móti öllum
hinum. Ég fyrir mitt leyti hefi
ekki brageyra en svo mikla
áherslu lagði ég á að kunna visur
að ég lagði það á mig að læra utan
að bæði byrna borsteins Erlings-
sonar, Grim Thomsen og
Alþingisrimurnar — bara til að
vera gjaldgengur. Svo komu ung
skáld og lásu og ég held að
mamma hafi lagt dóm á þá og
hjálpað þeim eða sagt amk. hvað
henni fannst. Jóhann Gunnar
Sigurðsson kom á Bessastaði. bar
voru lika viðloða Jónas
Guðlaugsson og Jakob Smári. bá
má heldur ekki gleyma borsteini
Erlingssyni.
Mamma las fyrir okkur að
heita mátti á hverju kvöldi. Sat
hún þá með prjónana sina og las
jafnframt.
— Og hvað las hún?
— Hitt og þetta: Njáiu. Grettlu
og fleiri Islendingasögur. Forn-
aldarsögur Norðurlanda. vmsar
riddarasögur, tvar hlújárn eftir
Walter Scott og margt fleira.
Já, það er margs að minnast
frá Bessastöðum og alltaf verða
þeir mér kærir. Á það bæði við um
náttúruna og ekki siður hið glað-
væra heimilislif og þann góða
anda og félagsskap sem þar rikti.
—GFr