Þjóðviljinn - 28.11.1976, Page 15

Þjóðviljinn - 28.11.1976, Page 15
1 Sunnudagur 28. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Sérversianir bandaríska hersins: Þaðan er straumur út á svartan markað Bandarisk PX-búö: auövelt aö fara kringum skömmtun. Það er mörg Miðnes- heiðin. í Vestur- Þýskalandi eru nú um 214 þúsundir bandarískra hermanna og þeim fylgja um 100 þúsund eiginkonur, börn osfrv. Nú hefur það vakið nokkurn hávaða, að þetta fólk selur „ótrúlega mikið" af tollfrjálsu áfengi tóbaki, bensíni og öðrum varningi til þjóð- verja. Mál þetta hófst á þvi, aö rit- stjóri hermannablaðsins Stars and Stripes lét kanna það i anda rannsóknarblaðamennsku. Yfir- manni hans fannst hann væri þar með að „fara með ruslið út úr húsi” bandariska hersins, og lauk þeim sviptingum á þann veg, að ritstjórinn sagði af sér. Sú tið er að visu löngu liðin að ein sigarettulengja gæti tryggt bandariskum hermanni flestar lystisemdir. En enginn hörgull er á kaupendum aðódýrum varningi úr PX-búðum hersins, og enn mun eftirspurn vaxa þegar hækk- að verður verð á áfengi og tóbaki að miklum mun um næstu áramót. Heryfirvöld reyna að setja fyrir lekann með þvi að skammta söl- una, binda hana viö fimm viski- flöskur og f jórar sigarettulengjur á mann á mán.. En þessi skömmtun er litt virt — það þarf ekki annað en semja við vinsamlega afgreiðslustúlku i PX-búð um að hún „gleymi” að lita á skömmtunarseðla, auk þess eru þeir falsaðir i stórum stil. Haft er eftir hermönnum, að þeir sem hafi sæmilega stóran hóp viðskiptavina geti vel haft sem svarar 140 þúsund krónum á mánuði i aukatekjur með þvi að smygla úr PX-búðunum. Tollyfirvöld landsins eru svo til varnarlaus i þessum málum og það er varla nema fyrir tilviljun að þau rekist á umtalsvert magn af smyglvarning. En þau gera ráð fyrir þvi að velta á þessum svarta markaði sé um 20 miljónir dollara á ári hverju. Skilaboð til skipstjórans: ímyndaðu þér að það sé bandvitlaust veður og þig dauðlangar í kaffi. Ef þú ert meö þennan síma um borð þarftu ekki annað en ýta á takkann og þá getur þú beðið kokkinn um hressandi kaffibolla. Svo er það höfuðverkur kokksins að koma öllu kaffinu til skila. Skilaboð til forstjóra í frystihúsi: Þú þarft að tala við hann Jón verkstjóra. En þú veist ekki hvort Jón verkstjóri er inni sal að líta eftir stúlkunum, (eða horfa á þær), eða hvorí Jón er inná skrifstofunni, eða hvort hann Jón er að athuga hvenær næst bátur kemur með ferskfisk. Þetta er ekkert vandamál ef þú hefur kalltæk við hendina. Þú ýtir bar a hnappana, sparar þér sporin, og Jón verkstjóri er án efa kominn eftir nokkrar mínútur. Ljósfari hefur á boðstólum margar gerðir af innanhússsímum og dyrasímum. Ljósfari h.f. Grensásvegi 5 sími 30600. TWYFORDS HREINLÆTIST ÆKI □ c c c r HANDLAUGAR í BORÐ HANDLAUGAR Á FÆTI BAÐKÖR STÁL & POTT FÁANLEG í SJÖ LITUM. TWYFORDS-HREINLÆTISTÆKIN ERU í SÉRFLOKKI. Byggingavöruverzlun Tryggva Hannessonar SUOURLANDSBRAUT 20. SÍMI 83290. sem er H.F OLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.