Þjóðviljinn - 04.12.1976, Síða 3

Þjóðviljinn - 04.12.1976, Síða 3
Laugardagur 4. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Útgerðarfélagið Hvalbakur hf. getur ekki greitt: 12 miljón kr. skuld við fimm skipverja á togaranum Hvalbak Mjög alvarleg deila er kominn upp vegna færslu skuttogarans Hvalbaks SU, sem útgerðaraöilar á Stöðvarfirði og Breiðdalsvik hafa gert út, til Fáskrúðsfjarðar. Fimm skipverjar á togaranum eiga inni hjá Hvalbak h.f. laun sem nema 12 miljónum króna, en félagið segist ekki geta greitt launin, þar sem það eigi enga peninga, en það eru Fiskveiða- sjóöur, Byggðasjóður og Lands- bankinn, sem séð hafa um að togarinn var tekinn af Hvalbak h.f. og afhentur fáskrúðs- firðingum. Útgerðarfélagið á Fáskrúðs- firði, segist enga ábyrgð bera á launagreiðslunum, þar sem það eigi að taka við togaranum upp- gerðum og skuldlausum við áhöfn. Byggðasjóður hefur sagst skyldu ganga I ábyrgð fyrir launagreiðslunni, en greiða mönnunum ekki launin fyrr en einhvern timann á næsta ári. Þessu vilja skipverjarnir að . sjálfsögðu ekki una. Þeir hafa verið við vinnu um borð I togar- anum, þar sem hann er I slipp I Reykjavik, en i gær lögðu þeir niður vinnu og er þvi ekki hægt að' Ijúka standsetningu togarans fyrir afhendinguna til fáskrúðs- firðinga. Þegar mennirnir lögðu niður vinnu, ætluðu forráðamenn slippsins, að láta togarann niður úr slipp og taka eitthvert annað skip upp, en þá tóku skipverjar botnlokurnar úr og Vélsmiðjan Hamar, sem annast hafði viðgerö Sverrlr Tómas á stýri skipsins, neitaði aö af- henda stýrið, þar til viðgerðin hefði verið greidd, þvi var ekki hægt að setja togarann niður úr slippnum. Forráðamenn slippsins höfðu við orð að láta lögregluna fjarlægja mennina frá borði, svo hægt væri að setja botnlokurnar I og láta togarann niður og binda við bryggju. Ástæðan til þess að mennirnir eiga svo mikið af kaupi sinu inni hjá útgerðarfélaginu er sú, að út- gerð skipsins hefur gengið illa, en togarinn verið eini atvinnugjaf- inn á þessum tveimur stöðum, Stöðvarfirði og Breiðdalsvik. Þvi lánuðu skipverjarnir útgerðar- fyrirtækinu kaupið sitt og nam sú upphæðum tima 17 miljónum. En þegar Byggðasjóöur, Fiskveiöa- sjóður og Landsbankinn ákveða að leggja atvinnulif á Stöðvarfirði og Breiðdalsvik i rúst með þvi að færa togarann yfir til Fáskrúðs- fjarðar, vilja mennirnir vitaskuld fá sitt kaup. Færsla togarans til Fáskrúðs- fjarðar er stórpólitiskt mál. Þarna eru tveir þingmenn Austurlandskjördæmis i forsvari, Tómas Arnason (F) og Sverrir Hermannsson (1). Með þessu er veriðað leggja atvinnulif á Breið- dalsvik i rúst, þar sem enginn bátur er þar til og enga atvinnu verður þar að fá eftir að togarinn hefur verið fluttur. En ástæðan til þess að togarinn er fluttur er sú, að útgerðarfél. gat ekki staðið i skilum við þessa 3 aðila með afborganir af láttum. En fé það sem þessir þrir aöilar lána kaupfélaginu á Fáskrúðsfirði til að yfirtaka rekstur togarans og teljast eigendi hans, er jafn mikið eða meira, en þessir aðilar hefðu þurft að lána Hvalbak h.f. til að halda rekstrinum áfram. Vélstjórafélag tslands hefur gengið I málið fyrir sjómennina og að sögn Ingólfs Ingólfssonar formanns félagsins fer togarinn ekki á veiðar fyrr en gert hefur verið upp við skipverjana. Við munum skýra nánar frá gangi þessa máls I Þjóöviljanum nk. þriðjudag. —S.dór Skuttogarinn Hvalbakur, sem nú heitir orðið Hoffeil, I slipp i Reykjavik i gær, tilbúinn að fara niður, en botnlokulaus og þvi ekki hreyfanlegur. 1 Wmmmm dsögur lokk ISADORA \ (Fear of flyjng) Bóksem ekki á hliðstæðu á ís- lensku. Hefur verið þýdd um viða veröld og hvarvetna nlotið frábæra dóma. Söguhetjan á sér draum um hið f ullkomna f relsi, en andinn er reiðubúinn en holdið veikt og baráttan við ástríðurnar verður henni erfið. Erica Jong, höf undur bókarinnar, notar enga tæpitungu og segir undanbragðalaust f rá kynnum sínum af karlmönnum. Erlendir ritdómarar telja bók- ina bera af öllu sem skrifað hefur verið um þessi efni. „Hin frjálslegasta, unaðslegasta, æsilegasta og lostafyllsta saga sem skrifuð hefur verið (John Updike). Leiftrandi kynæsandi hugar- flug, (New York Times) Ákaf lega ánægjuleg, algerlega hömlulaus. (Henry AAiller). Þetta er bók sem margir hafa beðið eftir og vilja eign- ast. ISADOR Erica Jong Sven Hazel: S. S. Foringinn Bækur Hazels hafa verið þýddar á 100 tungu- mál og seldar í yfir 35 milljónum eintaka. Hann er án efa fremstur stríðsbókahöfunda fyrr og síðar. Hann hefur sjálfur barist á öll- um þeim vígstöðvum sem hann skrifar um og þekkir þvi hlutina af eigin raun. Nú er verið að kvikmynda Hersveit hinna fordæmdu og það eru ekki minni menn en Omar Sharif og Anthony Quinn sem leika þar aðalhlutverk. Persónur Hazels eru óborganlegar og hver man ekki, Porta, Lilla, Gmlingja, Legioner- inn, Heide og marga fleiri. íslensku þýðingarnar hafa allar selst upp á skömmum tima, svo vissara er að draga ekki að ná í þessa nýju bók. Poseidon slysið Af mörgum ágætum bókum Paul Callico, er þessi lang-frægust og hefur verið kvikmynd- uð (sýnd hér í Nýja Fm tsiibon bió) Hér segir frá furðulegu sjóslysi, er einu stærsta farþega- skipi veraldar, hvolfir fyrirvaralaust. Ringulreiðin er ólýsan- leg, þar sem allt er nú upp það sem niður var. 15 farþegar sameinast um að reyna að bjarga lifi sínu og erfiðleikar þess reynast ótrúlegir. Hópurinn er ærið sund- urleitur: Afreksmenn ruddar, gleðikonur, f y 11 ibyttur, að ó- gleymdum eldhugan- um, prestinum sem stjórnaði hópnum. öll er bókin stórkostlegt ævintýri og hörku- spennandi frá upphafi til er.da. Bók ársins i þessum dúr. Bók er besta gjöfin — Ægisútgáfan Sýningarstúlkan eftir Denise Robins Denise Robins er vafa- laust mest lesni ástar- söguhöfundur nútím- ans. Bækur hennar eru engin velgjuleg vella, alltaf skemmtilegar, spennandi og geðfelld- ar. Reynslan hefur og sýnt að þær konur sem einu sinni lesa bók ef tir Denise, eru ekki ánægðar fyrr en þær hafa fengið þá næstu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.