Þjóðviljinn - 04.12.1976, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Laugardagur 4. desember 1976
ASÍ-þing:
Vantraust ó ríkisstjórnina
Hér fer á eftir sú samþykkt sem
frá er greint á forsiðu að Alþýöu-
sambandsþing gerði i fyrrinótt.
,,33ja þing Alþýðusambands ís-
lands minnir á að framleiðslu-
kerfi islendinga er að nær tveim-
ur þriðju hlutum i höndum rikis,
sveitarfélaga og samvinnuhreyf-
ingar. Hlutskipti einkaatvinnu-
rekenda er ráðiö af alþingi og
rikisstjórn ár hvert, og fer oft
mestur timi alþingis i þvilika fyr-
irgreiðslu. Þvi er það fyrst og
fremst rikisstjórn og stefna henn-
ar sem ákveða skiptingu þjóðar-
tekna og skera úr um lifskjör
launafólks, og aldraðs fólks og ör-
yrkja. Núverandi rikisstjórn hef-
ur ráðist af einstæðri hörku og til-
litsleysi á lifskjör launafólks og
kemur það harðast niður á þeim
sem lakast voru settir fyrir. Er nú
svo komið að lífskjör iáglauna-
fólks munu óviða i Evrópu vera
jafn bágborin og á Islandi i sam-
anburði við þjóðartekjur. Skiptir
meginmáli að allt alþýðufólk geri
sér ljóst að þar er fyrst og fremst
um aö ræða afleiðingar af stefnu
rikisstjórnar og störfum.
Stuðningsflokkar rikisstjórnar-
innar boðuðu þveröfuga þróun i
loforðum sinum fyrir siðustu al-
þingiskosningar. Ekkert hefur á
það reynt, hvort núverandi stefna
stjórnarflokkanna nýtur fylgis
meirihluta þjóðarinnar. Þess
vegna krefst 33ja þing Alþýðu-
sambands Islands þess að rikis-
stjórnin segi þegar af sér og boði
til almennra þingkosninga, svo að
vilji þjóðarinnar komi i ljós og
móti stefnu opinberra aðila. Skor-
ar þingið á launafólk hvarvetna
um land að fylgja þeirri kröfu eft-
ir meö markvissri baráttu sem
sanni i verki að rikisstjórnin nýt-
ur ekki lýðræðislegs stuðnings við
hina þjóðhættulegu láglauna-
stefnu sina. Varanlegar og raun-
hæfar kjarabætur nást þvi aðeins
að i landinu sé rikisstjórn, sem
hafi eðlilegt og jákvætt samstarf
við verkalýðssamtökin.”
Flutningsmenn: Bjarnfriður
Leósdóttir, Kolbeinn Friðbjarn-
arson, Björgvin Sigurðsson, Aðal-
heiður Bjarnfreðsdóttir, Jón
Helgason, Herdis ólafsdóttir,
Sigfinnur Karlsson, Skúli Þórðar-
" son, Hallsteinn Friðþjófsson,
Bragi Haraldsson, Sigúrjón
Björnsson, Agnar Jónsson, Pétur
Sigurðsson, Guðmundur M. Jóns-
son.
Björn Jónsson, forseti
ASl
Snorri Jónsson, varafor-
seti ASl.
Eðvarð Sigurðsson, form.
Verkamannaféiagsins
Dagsbrúnar.
Bjarnfriður Leósdóttir,
varaform. Verkalýðsfé-
lags Akraness.
Einar ögmundsson,
form. Landssambands
vörubifreiðastjóra.
Hin nýja miðstjórn A
Jón Snorri Þorleifsson,
form. Trésmiðaf. Kvikur.
Þórunn Valdimarsdóttir,
form. Verkakvennafé-
lagsins Framsókuar.
Jón Eggertsson, form.
Verka lýðsf. Borgarness.
Hermann Guðmundsson,
form. Vkmf. Hiifar.
Björn Þórhallsson, form.
Landssamb. verslunar-
manna.
Magnús Geirsson, form.
Kafiðnaðarsambandsins.
Guðmundur Þ. Jónsson,
varaformaður Iðju.
Óskar Vigfússon, form.
Sjómannasambands is-
lands.
Jón Helgason, form. Ein-
ingar, Akureyri.
Guðrlður Eliasdóttir,
form. Verkakvennafél.
Fraintiðin Hafnarfiröi.
Hvað var merkast við ASÍ þingið?
Hvað er markverðast við nýafstaðið Al-
þýðusambandsþing og niðurstöður þess?
— Þessa spurningu lögðum við i gær, að
þinginu loknu, fyrir tvo miðstjórnarmenn
i Alþýðusambandinu, Snorra Jónsson,
varaforseta A.S.l. og Bjarnfriði Leósdótt-
ur, Akranesi, en Bjarnfriður er i hópi
þeirra átta, sem nú voru kjörin i miðstjórn
Alþýðusambandsins i fyrsta sinn.
Snorri Jónsson:
Róttœkt
vinnuþing
Ég tel að þetta hafi verið mikiö
vinnuþing. Mikil vinna var lögð i
undirbúning þingsins og vel var
unniö á þinginu sjálfu. Söguleg-
asta atburö þingsins tel ég sam-
þykkt sérstakrar stefnuskrár fyr-
ir Alþýðusambandiö, en Alþýöu-
sambandið hefur ekki átt sér póli-
tiska stefnuskrá frá þvi 1940 og
þar til nú.
Næst nefni ég kjaramálin, en
það sem einkenndi umræðurnar
um þau, var hversu fólk var á-
kveðiö þeirrar skoðunar, aö kjör-
in yrði hið fyrsta að bæta i einu
stökkium miklu meira, en fengist
hefur fram i samningum að und-
anförnu.
Umræöur á þinginu voru yfir-
leitt málefnalegar. Enda þótt
siðasti fundur þingsins hafi staðið
frá þvi klukkan niu á fimmtu-
dagsmorgun og til klukkan fjögur
siðdegis á föstudag samfellt, þá
var samt fundartimi á þinginu
ekki jafn óreglulegur i heild og oft
áður. Yfirleitt byrjuðum við
klukkan niu á morgnana og héld-
um áfram fram á klukkan sjö sið-
degis.
Þetta þing var mjög fjölmennt
og sátu það nær 400 manns. Við
urðum áþreifanlega vör við þá
fjölgun sem átt hefur sér stað i
verkalýössamtökunum á siðustu
fjórum árum, þvi að þröngt var
nú um þingiö á Hótel Sögu.
Er nokkuð ráðgert að breyta
lögum A.S.Í., svo að fulltrúar á
þingum verði færri?
Sli'karhugmyndir voru ræddar i
laganefndinni nú, en flestir telja
þýðingarmikið að þingin séu sem
fjölmennust, svo að sem flestum
gefist kostur á, að vera þar þátt-
takendur. Engar tillögur komu
fram um lagabreytingar i þá átt
að fækka fulltrúum á Alþýðusam-
bandsþingum.
Ég vil að lokum taka fram,
sagði Snorri Jónsson aö mikil rót-
tækni var rikjandi á þessu þingi,
og er meðal annars samþykktin
um brottför hersins og úrsögn ís-
lands úr NATO til marks um það.
Bjarnfríður
Leósdóttir:
Vantraust á
rikisstjórnina.
— Sókn i
kjaramálum og
sjálfstœðismálum
Ég tel það ekki sist markvert,
að hér sannaðist aö Alþýðubanda-
lagið er bæði stærsti og heil-
steyptasti verkalýðsflokkurinn,
og kemur það m.a. fram i þvi, að
nú eru 6 flokksmenn Alþýðu-
bandalagsins kjörnir i miöstjórn
Alþýðusambandsins, en á siðasta
þingi voru þeir aöeins fjórir.
Mér finnst rétt að undirstrika,
að hefði Alþýðuflokkurinn viljað
fallast á okkar stefnu, þá hefðu
þessir flokkar tveir getað farið
einir með stjórn Alþýðusam-
bandsins næstu fjögur ár. Það er
min skoðun, að liðsmenn Alþýðu-
bandalagsins og Alþýðuflokksins
eigi einir aö bera ábyrgð á
stjórn heildarsamtaka verkafólks
á Islandi.
Ég tel kjaramálaályktunina,
sem þingið samþykkti vera hið
merkasta plagg, og að þingið
skyldi samþykkja vantraust á
rikisstjórnina undirstrikar
náttúrlega það, að sú mikla
kjaraskerðing sem orðin er fyrst
og fremst stjórninni að kenna.
Það er rikisstjórnin og þing-
meirihluti hennar, sem beitt hafa
löggjafarvaldinu til aö hrifsa til
baka umsamdar kjarabætur og
þannig reynt að eyðileggja starf
verkalýðshreyfingarinnar.
í hinni pólitfsku baráttu innan
verkalýðshreyfingarinnar tel ég
aö merkum áfanga hafi nú verið
náð á þessu þingi, er báðir þing-
menn Sjálfstæðisflokksins, sem
sæti áttu i siðustu miðstjórn ASÍ,
voru nú hreinsaðir þaöan burt.
Það var stórkostlegt, að þingið
skyldi samþykkja einarða kröfu
um brottför Bandarikjahers frá
Islandi og úrsögn Islands úr
NATO.
Von min er sú, að Alþýöúsam-
bandið og verkalýðssamtökin i
heild skipi sér nú, á grundvelli
þessarar ágætu samþykktar, i
fararbrodd, svo sem áöur var, i
baráttunni gegn herstöðvum á
íslandi og gegn þátttöku okkar i
hernaðarbandalagi.
Um stefnuskrána, sem
samþykkt var, vil ég segja það,
að þótt margt megi að henni
finna, þá er það fengur, að
Alþýðusambandið skuli nú hafa
fengið slika pólitiska stefnuskrá,
þar sem þvi er slegið algerlega
föstu, að verkefni verkalýðs-
hreyfingarinnar, sé ekki bara
kjarabarátta i þröngri merkingu,
heldur skuli að þvi stefnt að
breyta allri þjóðfélagsgerðinni
með hagsmuni verkafólksins og
allrar alþýðu fyrir augum.