Þjóðviljinn - 04.12.1976, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.12.1976, Blaðsíða 15
Laugardagur 4. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 15 rnarbaráttunar skal nú lokið valda, sem leitt hefði til lækkunar á launakjörum verkafólks um allt að 17% á yfirstandandi ári miðað við sl. ár og tryggja, eftir þvi sem unnt er að gera með launasamn- ingum, þann kaupmátt sem fyrir var. En það er til marks um við hvað hefur verið að etja, að til þess að ná þessum samningum, þurfti nær hálfsmánaðar alls- herjarverkfall, hið viðtækasta i sögu islenskrar verkalýðs- hreyfingar. Þriðji hluti Dýrkeypt reynsla af varnar- baráttu siðustu ára staðfestir greinilegar en nokkru sinni fyrr þá vissu, að kaupgjaldsbarátta er siður en svo einhlit til þess að tryggja hagsmuni verkalýðs- stéttarinnar, þótt hún sé i þvi efni grundvallarnauðsyn. Eigi kaup- gjaldsbarátta að svara tilgangi fólks, að með engu móti verði lengur þolað, ef ekki á að verða af varanlegur háski fyrir alla alþýðu manna og þjóðin i heild. Staðreynd er, að laun verkafólks eru nú orðin ein hin allra lægstu i Vestur-Evrópuog vinnutími jafn- framt lengri en þar þekkist. Þetta skapar ekki aðeins nauð þeim sem þola verða, heldur einnig geigvænlegar hættur fyrir þjóðfélagið allt. Það er álit þingsins, að þegar i næstu kjarasamningum sé óhjákvæmilegt að hækka verka- laun mjög mikið og þó alveg sér- staklega öll láglaun, sem nú eru langt frá þvi að geta talist mann- sæmandi. Efnahagsforsendur fyrir hendi Þingið litur svo á, að fullar efnahagslegar forsendur séu nú Guðmundur Þ. Jónsson, varaformaöur Iðju I Reykjavlk var einn þeirra, sem kosnir voru nýir I miðstjórn A.S.l. Hér er veriö að óska honum til hamingju. sinum, verður hún að tengjast og samræmast baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar á öllum þeim sviðum þjóðmálanna, sem snerta beina eða óbeina velferö stéttar- innar. 1 siðustu kjarasamningum reyndi verkalýðshreyfingin að haga baráttu sinni i samræmi við þessi sannindi og setti þvi fram, jafnhliða kaupkröfum sinum, margvislegar kröfur um stjórn- málalegar aðgerðir varðandi atvinnumál, utanrfkisviðskipti, rikisfjármál, verðlagsmál, skattamál, húsnæðismál og umbætur á lifeyrissjóðakerfinu. Fátt eitt af þessum kröfum náöi fram að ganga að þvi sinni, en engu að siður er ljóst, að verka- lýðshreyfingin var hér á réttri ' braut, sem hún verður trúlega betur við búin að ryðja i næstu baráttulotu sinni, þegar núgild- andi kaupgjaldssamningar renna úr gildi. Fjórði hluti 33. þing Alþýðusambands tslands lýsir yfir þvi, að nú sé lokiö þvj timabili varnarbaráttu i kjaramalum, sem staðið hefur nú i rösklega tvö ár. Þingið telur nú svo komið launamálum verka- fyrir hendi, ef rétt er á málum haldið, til þess að stórbæta almenn launakjör án þess að stefnt sé i nokkurt óefni efnahag þjóðarinnar. 1 þvi sambandi bendir þingið á, að viðskiptakjör hafa farið hrað- batnandi að undanförnu og að allar horfur eru á, að sú verði þróunin, a.m.k. i næstu framtið og ennfremur, að afkoma helstu atvinnugreinanna er orðin mjög hagstæð. Auk þessa kemur svo til, að stórauka má efnahagslegt svigrúm til kjarabóta með aðhaldi i þeim greinum rikisbú- skaparins, sem ekki eru nauðsyn- legar, m.t.t. félagslegrar þjónustu né til aö halda uppi fullri atvinnu, með gagngerðum breytingum á skattakerfinu, með þvi að drga úr launamismun og siðast en ekki sist með þvi að byggja fjárfestingar á áætlunum og skipulagningu. Níu liðir 1 Með tilliti til þess að gerbreytt efnahags- og atvinnumálastefna er þannig grundvallarnauðsyn samfara verulegum launa- hækkunum telur þingið, að kjarabaráttan á næsta ári hljóti aðallega að beinast að eftirfar- andi: 1. Þingið telur að lágmarkslaun fyrir dagvinnu megi ekki vera lægri en kr. 100.000 á mánuði og önnur laun hækki til samræmis við þaö, þannig að launabil haldist i krónutölu. 2. Launin breytist i samræmi við breytingar þær, sem verða á visitölu framfærslukostnaðar á samningstimanum, án frá- dráttar nokkurra liða þeirrar visitölu. 3. Fullar visitölubætur komi á lágmarkslaunin, en sama krónutöluupphæð á þau laun, sem hærri eru. 4. Aðgerðum til að skapa raun- verulegt launajafnrétti kvenna og karla, m.a. með þvi að bæta aðstöðu til atvinnuþátttöku. 5. Sem mestri samræmingu á kjörum allra launþega varðandi orlof, vinnutima og hvers konar réttindi, sem ekki teljast til beins kaupgjalds. 6. Setningu nýrrar löggjafar um vinnuvernd i samræmi við sér- stakar tillögur þingsins um það efni. 7. Gagngerri endurskoðun skattakerfisins i réttlætisátt. 8. Eflingu félagslegra ibúða- bygginga með lánskjörum, sem samrýmast fjárhagsgetu almenns verkafólks. 9. Fullri framkvæmd á þeirri stefnu verkalýðshreyfingar- innar,sem mótuð var við gerð siðustu kjarasamninga i mál- efnum lifeyrisþega. Heildarsamstaöa Þingið telur, að árangursrik barátta fyrir bættum kjörum að framangreindum leiðum verði þvi aðeins háð, að verkalýðs- félögin komi fram sem ein heild gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum varðandi þær meginkröfur, sem snerta alla félaga verkalýðshreyfingarinnar. Undanfari slikrar heildarsam- stöðu þarf hins vegar að vera almenn umræða i öllum einingum samtakanna og i kjölfar hennar kjaramálaráðstefna, þar sem niðurstöður þeirra umræðna eru bornar saman og samræmdar i meginatriðum. Varðandi þá þætti kjara- málanna, sem teljast sérmál ein- stakra starfsgreina, félaga eða hópa, telur þingið eðlilegt að viðkomandi landssambönd eða verkalýðsfélög annist saminga- gerð. En fleira ber að hafa i huga og óhjákvæmilegt er, að verkalýðs- hreyfingin liti hér að nokkru i eigin barm og taki til endur-’ skoðunar viðmiðanir sinar og vinnuaöferðir innan hreyfingar- innar. Kjaramálaráðstefna i febrúar I samræmi við framangreint ákveður þingið þvi að boða skuli til sérstakrar kjaramála- ráðstefnu i febrúarmánuði n.k., svo fjölmennar, að tryggt sé, að þarkomi til álita þær skoðanir og tillögur, sem þá hafa verið til almennrar umræðu i aðildarsam- tökunum. Þingið felur miðstjórn að undirbúa umræðurnar i aðildarsamtökunum i tæka tiö og boða til ráðstefnunnar. Þá felur þingið miðstjórninni einnig að kanna möguleika á samstarfi við launþegasamtök utan ASl, svo sem BSRB og Farmanna- og fiskimannasamband tslands, varðandi meginstefnuna i kjara- málunum og liggi niðurstöður slikrar könnunar fyrir þegar kjaramálaráðstefnan verður haldin. KLÆÐUM HÚSGÖGN urval af áklæðum og kögri Notið ykkur þjónustu okkar Borgarhúsgögn Hreyf ilshúsinu við Grensásveg. Sími: 85944 og 86070 Lögtaksúrskurður Það úrskurðast hér með að lögtök geti farið fram fyrir eftirtöldum gjöldum gjaldföllnum en ógreiddum. Sölugjaldi/ söluskatti fyrir þriðja árs fjórðung 1976 nýálögðum hækkunum sölu gjalds/ söluskatts vegna eldri timabila, nýálögðum hækkunum þinggjalda ársins 1976 og fyrri ára, þungaskatti af diselbif- reiðum skv. mæli, allt ásamt dráttarvöxt- um og kostnaði. Lögtökin geta farið fram að liðnum átta dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Hafnarfirði 11.11. 1976 Bæjarfógetinn i Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Garðakaupstað Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. UPPBOÐ Uppboð á óskilamunum aðallega reiðhjól um, i vörslu lögreglunnar i umdæminu verður haldið við lögreglustöðina Hafnar- götul7 Kefiavik, laugardaginn4. des. 1976 og hefst það kl. 13.30. Uppboðshaldarinn Keflavik, Njarðvik, Grindavik og Gull- bringusýslu. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður KLEPPSSPÍTALINN: AÐSTOÐARMAÐUR FÉLAGSRÁÐGJAFA óskast til starfa nú þegar. Stúdents- próf eða sambærileg menntun nauðsynleg. Umsókn, er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda yfirfélagsráðgjafa spitalans. Umsóknareyðublöð fást hjá sima- verði. VÍFILSSTAÐASPÍTALINN MEINATÆKNIR óskast til starfa á spitalanum frá 1. janúar n.k. eða eftir samkomulagi. Húsnæði á staðnum getur fylgt. Umsóknum, er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda deildarmeinatækni, sem veitir allar nánari upplýsingar. Reykjavik 3. desember 1976. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.