Þjóðviljinn - 04.03.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.03.1977, Blaðsíða 8
8 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. mars 1977 Föstudagur 4. mars 1977 ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 9, verkamenn, stuöningsmenn Allendes, I stjórnartlö hans. Þeir voru aöeins vopnaöir öxum og lurkum, og þvl varö fátt um instristjórnarinnar, þegar herinn hófst handa gegn henni, enda þótt hún heföi nærrihelming landsmanna sin megin. 40% atvinniileysi Chile er þaö land i Suöur.Ame- riku sem mest hefur veriö getiö I heimspressunni á þessum áratug, eöa allt frá því aö Alþýöufylking- in vann I þingkosningunum 1970. örlög þeirrar stjórnar sem þá settist I ráöherrastól eru flestum kunn; henni var steypt af inn- lendu og erlendu afturhaldi i september 1973, og þar sem birst hafa I hérlendum blööumog tima- ritum greinar um valdarániö og aödraganda þess, mun ég ekki dveija viö aö rekja þá sorgarsögu heldur fremur rekja þaö ástand sem nú rikir og þau áhrif er ég varö fyrir þar sl. haust. Sá er heimsækir Santiago de Chile, höfuöborg landsins, veröur fljótt var viö þá eymd, þaö at- vinnuleysi sem stór hluti þjóöar- innar býr nú viö, þremur árum eftir aö herforingjar „björguöu þjóöinni frá óstjórn marxiskra afla” eins og þaö heitir i þeirri söguskoöun sem nú er opinber I Chile. Óviöa sást eins mikiö af betlurum og þeirri sölumennsku sem er aöeins huliö form á betli. Tam. viö pósthúsiö i Santiago var biöröö af ungum atvinnuleysingj- um sem höföu þann starfa aö reyna aö selja umslög, póstkort og bréfsefni. Þaö sem var ólikt með þeim sem þarna reyndu aö selja og þeim sem ástunda svipaða iöju i öörum löndum Suöur-Ameriku er aö viðast eru þaö ung börn og eldri konur, en I Chile eru þaö karlmenn frá tvi- tugu til fertugs. Þaö segir sitt um atvinnuástandiö. Við heyröum nefndar tölur frá 30% upp i 40-50% um atvinnuleysi. Þeir sem geta fara til Argentinu, Bólivlu, og Brasiliu i atvinnuleit, þar sem þó er alls staöar atvinnuleysi, en vonin er meiri þar. Einnig hafa margir fariö tíl Astraliu og Kanada. Heima fyrir er þaö aö- eins götusala á rakvélarblööum tyggjói eöa bréfsefnum sem biöur at vinnuley sing janna. Minnkandi verð- bólga — Vaxandi neyð Þjóöarframleiðslan er minni nú en i lok sjötta áratugsins, og kjör almennings fara æ versnandi og eru þó hörmuleg fyrir. Enda þótt á yfirboröinu sé allt rólegt og allt mun deyföarlegra en i ná- grannalöndunun, aukast þjáning- ar og vonleysi hins snauöa meiri- hluta meö hverjum degi. Eitt af markmiöum þeirra, sem aö valdaráninu stóöu, var aö efla innlendan kapitalisma og draga úr afskiptum rikisins eins og mögulegt væri. Hann haföi veriö mjög veikburöa siöustu áratugi a.m.k. þar sem erlendir auö- hringar höföu mjög þrengt at- hafnasvið hans,og nú hafa iðnrek- endur krafist þess aö rikiö komi til hjálpar þar sem einkafram- takiö á I miklum erfiöleikum. í höfuöborginni er óvenjulega litiö um mengun og loft fremur tært. Vilja menn rekja þaö til þess, aö iönaöarstarfsemi hafi dregist svo saman og aö fáir hafi nú efni á aö eiga bifreiöir. Neysluvisital* an hækkaöi um 135,5% fyrstu níu mánuöi ársins, en á sama tima i fyrra um 250%. S.l. september var hækkunin 7.9%. Verðbólgan var 195,8% frá september 1975 til sama mánaöar 1976, miöaö viö 387,4% á sama timabili áriö áöur og 611,5% frá sept. 1973 þar til i sama mánuöi 1974. Þetta eru opinberar tölur, og voru efnahags- sérfræöingar stjórnarinnar aö vonum bjartsýnir og segja verö- bólguna veröa viöráöanlega eftir nokkur ár ef svo heldur áfram sem horfir. Þá er aftur á móti spurningin hvort stór hluti ibú- anna veröi ekki dáinn úr hungri. Staöa pesosins er aö vonum ekki sterk,og getur ekki aumari gjald- miöil i Rómönsku Ameriku, jafn- vel ekki i Argentinu. Chile var eina landiö þar sem viö sáum skipulagöa gengisfellingu dag frá degi. Þannig fékkst fyrir einn dollar 14,83 pesos þann 4. október og sáum við auglýsta áætlaöa gengisfellingu til 4. nóvember. Féll pesóinn um þrjú centavos dag hvern og átti samkvæmt áætluninni aö standa I 15,76 þann fjórða nóv. 1 Chile jaínt og I ná- grannalöndunum er þaö þó alltaf ein stofnun, sem jafnan er vel fóöruö og hefur nógu úr aö spila hvernig sem ástandið er, þaö er herinn. Er ógnarlegt aö sjá aö auk þess sem þetta skrimsli er stærsti liöurinn á fjárlögum flestra landa á meöan stór hluti þjóöanna sveltur, þá er hernum beitt til þess aö brjóta á bak aftur sérhverja þá hreyfingu sem auka vill jöfnuö og raunverulegar framfarir. Hljóta þaö aö vera blindir menn sem ferðast geta um Rómönsku Ameriku án þess aö fá ævilangt hatur á þessu fyrirbæri og þvi afturhaldshyski sem her- inn þjónar. Gátum viö varla leynt undrun okkar i viöræöum okkar viö nokkrar ungar konur af milli- stétt er höföu boöiö okkur heim til sin i Vina del Mar, nálægt Valparaiso, er ein þeirra sagöi okkur aö stjórn herforingja væri eina úrræöiö I þessum löndum, þvi annars væru alltaf einhver uppþot og læti og aldrei friður. Til útskýringar má geta þess aö konurnar voru frá Santiago en áttu ibúö i Vina viö sjóinn,og sú er þetta sagði haföi þrjár vinnukon- ur I þjónustu sinni. Lægsta kaup mun vera 600-800 pesos á mánuöi eöa 7-10 þúsund islenskar krónur. Verölag er aö sjálfsögöu mjög ólikt þvl is- lenska: þannig mátti t.a.m. fá máltiö á ódýrum veitingastööum fyrir 15-20 pesos, en þaö breytir ekki hinu, aö ærnir erfiöleikar hljóta þaö aö vera fyrir fjöl- skyldur að lifa af þessum launum, svo ekki sé minnst á þann mikla fjölda sem ekki einu sinni hefur atvinnu. En þaö búa ekki allir viö þessi sultarkjör Þannig haföi ein vinkona okkar, sem starfaöi aö utanrikisverslun, eina 12 þúsund pesos á mánuöi. Aöspurö hvort henni þætti ekki launamismunur- inn hár, svaraði hún þvi til, aö hann væri ekki svo ósanngjarn, hún ynni t.d. stundum allt til sjö eöa átta á kvöldin! Kostakjör fyrir erlenda auðhringa I lok október sl. varö ljóst aö Chile myndi draga sig út úr n.k. efnahagsbandalagi Suður-Ame- riku, sem samanstendur af Perú, Ecuador, Kólumbiu, Venezuela og Bóliviu. Þetta bandalag sem venjulegast er nefnt Pacto Andino eöa Andessamningurinn var stofnaö fyrir rúmum sjö ár- um I Cartagena i Kólumbiu og er til þess ætlað aö efla iönaö meölimarikjanna og almenna þróun. Þetta átti m a> aö gera meö þvi aö skapa stórain, suöur- ameriskan markaö og meö þvi aö styrkja innlendan iönað viökom- andi rikja gegn fjölþjóölegum auöhringum. Þannig voru settar ákveönar reglugeröir um vernd- un iönaðar rikjanna og einnig sett ákveðiö hámark á þá upphæö sem erlendir auöhringir gætu flutt úr landi. En slöastliðin tvö ár hefur Chile I raun ekki tekiö þátt i starfi þessa efnahagsbandalags og stóöt yfir miklar samningaviöræöur I haust um aöild Chile aö banda- laginu. Chile setti fyrir sig reglu- geröirnar um verndun innlends iönaöar sem þvi þótti vera of mik- il og svo vildi þaö hækka mikiö þá upphæö sem erlendir auöhringir gætu flutt úr landi. Ástæöurnar fyrir þessari afstööu Chile eru aö ráöamenn þar hafa gert þaö sem þeir hafa getaö tii aö laöa aö er- lent fjármagn, og þar sem aöild þeirra aö Andessamningnum tak- markaöi þá möguleika drógu þeir sig út úr i októberlok. Þó aö þetta tákni minnkun markaöar banda- lagsins þá töldu talsmenn þess eftir aö úrsögn Chile var oröin ljós, aö hún myndi styrkja banda- lagið þar sem samningastappiö sem hin rikin stóöu I viö Chile hafi dregiö mjög úr starfsemi banda- lagsins,en nú geti þau lönd sem eftir eru einbeitt sér betur aö þvi aö ná markmiöum þess. „Alþjóðleg nið- urrifsöfl” Eins og kunnugt er hefur her- foringjaklikan i Chile veriö mjög gagnrýnd vegna ógnarstjórnar sinnar. 1 sameiginlegri yfir- lýsingu sem var gefin út I tilefni heimsóknar Jorge Videla Argen- tinuforseta til Chile um miðjan nóvembermánuö, var talaö um ,,þá rógsherferö sem alþjóöleg niöurrifsöfl” ástunduðu gagnvart þessum rikjum,og sögöust Videla og Pinochet ekki láta hana i neinu veröa til þess aö þeir breyttu nú- verandi stefnu sinni. Þeir lýstu yfir sameiginlegri baráttu gegn „niöurrifsöflunum” i eigin lönd- um og hvöttu til aukinnar sam- vinnu á öllum sviöum. Pinochet hengdi svo æösta skrautmerki Chile á brjóstiö á Videla, væntan- lega sem viöurkenningu fyrir þaö hversu vel hann hefur staöiö sig i ofsóknunum á hendur öllum verkalýðssamtökum og vinstri- öflum i Argentinu. I fyrrihluta október setti stjórn- in ný stjórnarskrárákvæöi um vinnuvernd. Aö sögn höfunda eru þau miklu ýtarlegri en þau fyrri, Tómas Einarsson skrifar frá Chile sem eru nokkurra áratuga gömul. I þeim fyrri sagði aöeins aö allir heföu rétt til vinnu, en nú bættist viö aö öll mismunun væri bönnuö gagnvart vinnu sem ekki byggöist á hæfileikum og menntun. Hin nýju ákvæði kveöa og á um rétt hvers launþega á réttlátum laun- um sem tryggi fjölskyldu hans velferö I samræmi viö mannlega viröingu. Ekki er skylda aö til- heyra verkalýösfélagi, en þau fá samt aö starfa, þó aðeins á nýjum grundvelli. Þau veröa aö vera hrein af flokksáhrifum, sem áöur ollu þvi aö verkalýösfélögin gátu ekki gegnt hlutverki sinu aö sögn. Áöur var verkfallsrétturinn helg- ur i lögum, en samkvæmt hinum nýju ákvæöum koma nú til stofn- anir sem finna eiga réttláta og friösamlega lausn á öllum vinnu- deilum. Þaö veröur aö segjast aö þessi lög eru timabær þegar fleiri en þriðji hver maöur er atvinnu- laus og menn leita erlendis i stór- um stil i atvinnuleit. Pinochet: „Víst höfum við lýðræði” Þessi nýju lög staöfesta lika þaö ástand sem rikt hefur frá valdaráninu: algjöra undirokun verkalýösstéttarinnar. A ráö- herrafundi I Bogotá I Kólumbiu lýsti vinnumálaráöherrann þvi yfir.aö aö sjálfsögöu væri lýöræöi i Chile, en þaö væri frábrugöiö lýöræöinu I ýmsum öörum lönd- um, vegna þess aö I venjulegu lýöræöi gætu marxistar komist til valda, en I þessari nýju gerö lýö- ræöis gætu þeir þaö ekki. Pinó- sjettarnir bregöast ekki reiöari viö, en þegar þeir eru nefndir fasistar. Þannig las ég þaö i ræöu eftir Pinochet að hann og félagar höfnuöu öfgum til hægri og vinstri, væru alls ekki fasistar og þeir myndu frábiöja sér stuöning þvilikra afla! Eins og ég hef drepið á er viöa aö finna hægri- sinnuö dagblöö i Rómönsku Ame- riku, en ekkert sá ég sem sló út hiö chilenska „EL MERCURIO”. Þaö er helsta málgagn aftur- haldsaflanna I Chile og var þannig leiöandi I herferöinni gegn stjórn Ailende. Var margt skop- legt I málflutningi blaösins og til skemmtunar (eöa hryllings) ætla ég aðbirta smákafla úr grein sem áhyggjufullur blaöamaöur reit um hina óttalegu lýöræöisþróun á Spáni: „Klám hefur aukist mjög. En þaö er lævis tilraun til aö grafi undan rikjandi siöferöi. Þvl ber aö hafa gætur á. Búast má viö aö sjónvarpiö fari nú aö uppgötva Brecht og austantjaldskvik- myndir þar sem sovésk kvik- mynd hlaut fyrstu verölaun á kvikmyndahátiö i San Sebastián. Sum blöö lýsa þvi yfir, aö viss leikkona (Gina Lollobrigida, aths. TE) hafi sagt Fidel Castro meö afbrigðum kyntöfrandi — Viö þekkjum aöferöirnar og viö höfum orðið aö þola afleiöingarn- ar. Þannig, sakleysislega, byrjar þaö.” Þaö er margt er ergir hina æruverðugu skriffinna blaðsins. Þegar Orlando Letelier var myrt- ur i Washington I haust, uröu ◄ Chile — lega þess og náttúruauöævi. Böölar afturhaldsstjórnarinnar aö verki. ýmsir til að ásaka chilensku leyniþjónustuna fyrir verknaöinn. Málpipur her- foringjaklikunnar áttu ekki til nógu sterk orö til aö lýsa fárán- leika þeirrar ásökunar, og töldu aöra liklegri til verknaöarins, s.s. vinstrisamtökin MIR sem aö sögn höföu horn i siöu þessa fyrrver- andi ráöherra i stjórn Allendes, eöa þá rússana, en þeir eru hvaö hataðastir erlendra þjóöa af valdamönnum Chile. Þrátt fyrir fremur rólegt yfir- borö eymdar og atvinnuleysis, er andstaöan sföur en svo dauö; hún hefur smám saman veriö að efl- ast og byggja sig upp eftir aö tugir þúsunda liðsmanna vinstri aflanna voru myrtir eftir valda- rániö. Þannig var viöa i landinu tilkynnt um sprengjur þann dag snemma I október er tvö ár voru liðin frá moröi Miguels Enriquez, leiötoga MIR. Og tilgangurinn misskildist ekki, þvl aö i fleiru en einu dagblaöi var minnst á aö þessar sprengjuhótanir væru i minningu Enriquez. Eftir valda- rániö var 5 af 11 dagblööum lokaö sem og allri útgáfustarfsemi vinstrimanna og allir grunaöir um stuðning viö vinstrimenn reknir úr vinnu,settir I fangabúðir eöa myrtir. En neöanjaröarút- gáfan hefur eflst smám saman. Fyrsta blaöiö sem kom út eftir valdarániö var „Uppreisn”, mál- gagn MIR, Byltingarsinnuöu vinstrihreyfingarinnar. Þaö kom út I ágúst 1974 I fyrsta sinn eftir valdarániö. Siöan hefur þaö kom- iö út 20 sinnum og er útgáfan regluleg, sem sýnir styrkleika samtakanna. Blaöiö er unnið I aöalstöövum samtakanna, siöan dreift til félaga sem slöan fram- leiöa fleiri eintök til dreifingar meöal andspyrnunefnda sem starfa I verksmiöjum, skólum opinberum stofnunum og jafnvel I herbúöum. Starfsemin spannar allt landiö. Af annarri útgáfu- starfsemi má nefna Blysiö og Sameiningu andfasista, blöö gefin út af Kommúnistafl. Chile, Neista, sem gefinn er út af Sósialista- flokknum, Viö munum sigra, frá MAPU, og Lýöræöislega and- spyrnuhreyfingu, frá MAPUOC. Oll þessi blöö hvetja fólk til bar- áttu og eru mikilvæg til aö verjast uppgjafarhugarfari, endurlifga fólkið. Þróun andspyrnuhreyfing- arinnar hefur breyst frá kroti á veggi og þ.h. i þaö aö nota sima, póstkort, dreifibréfaútgáfu o.s.frv. Þannig hafa andspyrnu- ráöin öölast reynslu og þjálfast smám saman. Herforingjarnir hafa nú reist sér minnismerki i miöborginni, á hæö Heilagrar Lúsiu, Cerro de Santa Lucia. Þaö er ekki ósvipað stórum kassa i laginu, og á þvi loga sifellt eldur. Samkvæmt skrift þarna á þessi eldur aö loga um aldir I minningu valdaránsins og er hlutur Pinochets þar sér- staklega lofaöur. En vonandi veröur ekki langt þangaö til þetta tákn til dýröar mestu hryöju- verkamönnum sem Chile hefur aliö, veröur afmáö. Reyndar sá- um viö forsetann Pinochet rétt i svip, er viö vorum á gangi rétt fyrir utan Valparoiso, sem er helsta hafnarborg landsins. Ok lest fimm bila á óskaplegri ferö fram hjá okkur, hann fór vist að hengja einhver karamellubréf á sjóliösforingja en bækistöövai sjóhersins eru i Valparaiso og nágrenni. „Bara” komm- únistar skotnir Útgöngubann hefur ekki enn veriö afnumiö og stendur frá 1 til 5 á nóttinni. Þegar ég sakleysis- legur spuröi eina vinkonu okkar hvernig stæöi á þessu banni kvaö hún vera það mikið af kommún- istum, sem hún kallaöi locos eöa brjálæöinga, og sætu þeir um aö fremja hermdarverk. Væri banniö til aö hindra glæpastarf- semi þeirra, þvi aö enda þótt mikið af þeim væri nú undir lás og slá lékju margir enn lausumhala. Er ég spuröi hvort allir væru skotnir sem hættu sér út milli eitt og fimm, kvað nú nei viö þvi þaö væru bara kommúnistarnir sem skotnirværu! Hún sagöi þinghús- iö i Santiago hafa stórskemmst i sprengjuárásum kommúnista og stæöu viðgeröir yfir ennþá. Eitt sinn á gangi sáum viö nokkra rússajeppa og stækkuöu augu vor heldur betur; hlýnaöi oss um hjartarætur viö aö sjá þessa gömlu vini. Er viö spuröum hvernig stæði á þessum bilum þarna, sagöi hin andkommúniska vinkona okkar aö þetta drasl heföi Allende flutt inn og þeir heföu ekki viljaö henda þeim, heldur reyna aö nota þá eitthvaö, en þetta voru rikisbilar. Eins og nærri má geta lamaöist næturlifiö mjög viö útgöngubanniö og er núna eiginlega bara kvöldlif. Og eins og i öörum hafnarborgum er þaö nokkuö fjörugt i Valparaiso, margir barir og knæpur. Þegar viö vorum eitt sinn á gangi þar sáum við standa stórum stöfum á einni knæpunni, Bar ESCANDINAVO — Skandinaviu- barinn. Hugðumst viö I fyrstu kanna hvort þar væri nokkra norðurlandamenn að finna, en er viö nálguöumst staöinn kom út i glugga fjöldi málaöra kvenna og veifuöu þær ákaft. Veifuðum viö á móti, en flýttum okkur á brott. Drógum við þær ályktanir aö allir staöir kenndir viö Noröurlönd væru vinnustaöir gleöikvenna, en auk þessa bars i Valparaiso haföi ein vændiskompan i Rio de Janeiro boriö sama nafn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.