Þjóðviljinn - 04.03.1977, Blaðsíða 4
4 — SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. mars 1977
Málgagn sósíalisma,
verkalýdshreyfingar
og þjóðfrelsis.
Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Auglýsingastjóri: úlfar Þormóösson
Ritstjórar:Kjartan ólafsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Svavar Gestsson Síöumúla 6. Simi 81333
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Prentun: Blaöaprent hf.
úmsjón meö sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann.
Morgunblaðið
rœðst á
kröfuna um
100 þúsund í
lágmarkskaup
Krafan um 100 þúsund króna lágmarks-
laun var samþykkt einum rómi á þingi Al-
þýðusambands íslands fyrir þremur mán-
uðum. — Engin rödd kom fram i þá veru
að þessi krafa væri á einhvern hátt ósann-
gjörn.
A kjaramálaráðstefnu Alþýðusam-
bandsins i siðustu viku var þessi einfalda
krafa áréttuð og ákveðið að beita afli
verkalýðssamtakanna til að bera hana
fram til sigurs.
Samþykkt kjaramálaráðstefnunnar um
bessi efni var einnig gerð einróma. Eng-
inn sem þar sat taldi vafamál, hvort
islenskt atvinnulif, islenskt þjóðfélag,
hefði efni á svo „rausnarlegum” launa-
greiðslum.
1 verkalýðshreyfingunni á Islandi er
sem kunnugt er fólk úr öllum stjórnmála-
flokkum. Oft er gumað af þvi i Morgun-
blaðinu hvað Sjálfstæðisflokkurinn eigi
mikil itök i verkalýðshreyfingunni, og
reyndar er þvi ekki að neita, að bæði á Al-
þýðusambandsþinginu og á kjaramála-
ráðstefnunni á dögunum voru ýmsir, sem
telja Sjálfstæðisflokkinn brjóstvörn
verkalýðsins og reyndar allra annarra
stétta um leið! A þingi Alþýðusambands-
ins og á kjaramálaráðstefnunni var þó
nokkur hópur manna, sem þeir Geir
Hallgrimsson og Gunnar Thoroddsen telja
góðu börnin sin i verkalýðshreyfingunni.
En skyldu þá Sjálfstæðismenn i verka-
'lýðshreyfingunni og Sjálfstæðismenn á Al-
þingi (stundum er um sömu einstaklinga
að ræða) og Sjálfstæðismenn við Morgun-
blaðið ekki vera sammála um svo sjálf-
sagt mál?
Morgunblaðið sagði fátt um 100 þúsund
króna kröfuna dagana sem Alþýðusam-
bandsþing var haldið, en nú er það að
vakna til lifsins, samanber forystugrein i
fyrradag.
Og styður þá Morgunblaðið kröfu verka-
lýðssamtakanna um 100 þús. kr. lág-
markslaun á mánuði og verðtryggingu? —
Nei, það er á móti henni.
í forystugrein Morgunblaðsins segir
orðrétt: „Það kann að hljóma vel að setja
fram kröfu um 100 þús. kr. lágmarkslaun,
en þegar menn fara að skoða málin ofan i
kjölinn koma ýmsir vankantar i ljós.”
Þetta voru orð Morgunblaðsins.
Góðu börnin Sjálfstæðisflokksins i
verkalýðshreyfingunni höfðu sem sagt
„ekki skoðað málin ofan i kjölinn”, þegar
þau létu „niðurrifsöflin” plata sig til þess
á Alþýðusambandsþingi að heimta lág-
markslaunin upp i 100 þúsund. — Það eru
vankantar, segir Morgunblaðið. Og hvaða
vankantar? — „Hættan er t.d. sú að hún
(þessi krafa) dragi úr möguleikum ungs
fólks, sem hefur enga starfsreysnlu, til
þess að fá atvinnu”, segir i forystugrein
Morgunblaðsins.
Já, hvaðer þessi æskulýður eiginlega að
rifa kjaft, — ef hann ætlar að heimta 100
þúsund i kaup á mánuði, þá verður hann
bara sendur heim, og fær enga vinnu!
Enn segir i sömu Morgunblaðsgrein:
,, Afgreiðslustúlka i verslun kann að vera á
lágu kaupi (!), en laun hennar eru aðeins
hluti af heildartekjum fjölskyldu hennar
og það lifskjarastig sem við höfum tamið
okkur er i raun miðað við tvær fyrirvinn-
ur”!
Þarna er sem sagtkomin ný kenning. Af
þvi tveir frá hver ju heimili verða nú víð-
ast hvar að afla teknanna i stað eins áður,
þá er sem sagt allt i lagi þótt kaupmáttur
launa hvors hjóna um sig haldi áfram að
hrapa. — Farið bara fleiri i vinnuna, segir
Morgunblaðið, þvi ekki líka gamalmennin
og börnin, og unnið ykkur ekki hvildar frá
yfirvinnunni, — þá getið þið verið lukkuleg
með þessi 70 þúsund fyrir dagvinnuna, og
sætt ykkur við helmingi lægra kaup fyrir
hverja vinnustund en almennt gerist í ná-
grannalöndunum!!
Það er að visu tekið fram i þessari
kostulegu forystugrein Morgunblaðsins að
100 þúsund kr. á mánuði „nægi engan veg-
inn til þess að standa undir framfærslu-
kostnaði meðalfjölskyldu”. En síðan er
bætt við orðrétt: „Talið er að unnt sé að
tryggja um 4% hækkun rauntekna á þessu
ári” (4% ekki 40%).
Dagvinnutekjur verkafólks eiga sem
sagt samkvæmt kenningu Morgunblaðsins
áfram að vera milli 70 og 80 þús. á mánuði
allt þetta ár, þótt blaðið sjálft viðurkenni
hins vegar að kr. 100 þús. „nægi engan
veginn til að standa undir framfærslu-
kostnaði meðalfjölskyldu”.
Telur Morgunbla.ðið island það
hörmungarinnar land að svona verði þetta
að vera, þótt flestar helstu útflutningsvör-
ur okkar seljist á hæsta pris? Eða vill
Morgunblaðið viðurkenna, að eitthvað
mjög alvarlegt sé bogið við stjórnarfarið i
landinu og þá skiptingu arðsins af þjóðar-
búinu, sem þetta stjórnarfar tryggir?
— k.
thaldið yfir
og allt um
kring
A hverjum degi má finna dæmi
um þaö, jafnvel i dagblööum,
hvernig Sjálfstæöisflokkurinn
notar aöstööu sina i hinu opinbera
kerfi. Má enda heita aö allur
meginhluti embættismanna-
kerfisins sé undirlagöur af ihalds-
mönnum; gildir þaö jafnt um rik-
iö, borgarstjórnina i Reykjavik,
bankakerfiö. Hvarvetna má meö
litilli fyrirhöfn finna menn sem
telja sér skyldast aö ganga erinda
Sjálfstæöisflokksins eöa menn
sem I athöfnum sinum einkennast
fyrst og fremst af þægö viö Ihald-
iö, kerfiö og peningaöflin, oft
reyndar ómeövitaö, þvi aö ihalds-
sjónarmiöin eru runnin þessu
fólki I merg og bein.
Þessar staöreyndir eru augljós-
ar hverjum manni og viöur-
kenndar af ihaldinu sjálfu; hins
vegar eru þær kannskí of algeng-
ar til þess aö fólk taki eftir þeim
daglega. En einmitt þess vegna
er nauösynlegt aö benda á þær og
vara viö þvi aö menn liti á þaö
aö sem sjálfsagöan hlut
trúnaöarmenn Ihaldsins sitji yfir
hvers manns hlut i rikiskerfinu.
borgarstofnunum eöa annars
staöar. Þetta eru staöreyndir sem
fólk veröur aö hafa I huga, ekki
sist vegna þess aö auk þessara
trúnaöarmanna hefur ihaldiö yf-
irburöa aöstööu I hugmyndamót-
un almennings I gegnum þrjú i-
haldsblöö og forræöi i veigamikl-
um þáttum menntakerfisins.
Vegna þess siöastnefnda ber aö
gjalda varhug viö upphlaupum i-
haldsaflanna og foröast aö taka
undir málflutning þeirra, þó aö
hann viröist trúveröugur á yfir-
boröinu er jafnan undir niöri hug-
myndagrundvöllur Ihaldsins.
Látið ekki
happ úr
hendi sleppa
Þessi hugleiöing er sett fram aö
marggefnu tilefni. Eitt slikra
berst inn á borö til klipparans i
dag: Fundartilkynning frá félagi
ungra Ihaldsmanna i Breiöholti.
Þar er skýrt frá fundi sem hald-
inn var fyrir nokkru þar I hverf-
inu um byggingamál ungs fólks.
Máttarstólpar fundarins voru
þrir:
Fyrstan skal telja Þorvald
Mawby formann BYGGUNG sem
er byggingafélag ungra Ihalds-
manna. Aöild aö þvi félagi er
bundin þvi skilyröi aö viökomandi
sé I Heimdalli eöa öörum félögum
ihaldsins. Þetta félag hefur þrátt
fyrir þessa takmörkun fengiö for-
gangsrétt til dýrustu lóöa I bæn-
um og hefur þaö veriö tekiö fram
yfir félög almennings sem hafa
byggt fyrir lágt verö, eins og
Byggingasamvinnufélag atvinnu-
bifreiöastjóra, sem nú heitir
Aöalból. Hér er aö sjálfsögöu um
augljósa misnotkun aö ræöa af
hálfu ihaldsins; i gegnum allt
borgarkerfiö fær þaö aöstöðu til
þess aö hygla flokksfélögum sin-
um umfram alla aöra menn.
Reykjavikurihaldiö litur á borg-
ina sem sina einkaeign og úthlut-
ar lóöum tam. eftir þvi hvort fyr-
irtæki leggur miljón i húsbygg-
ingasjóö Sjálfstæöisflokksins eöa
ekki eöa beint og blygöunarlaust
til félags sem er undirdeild I
Heimdalli. Væri aöeins stigsmun-
ur á þvi en ekki eölis- þó aö ihald-
iö tæki einn góöan veöurdag á-
kvöröun um þaö aö öll lóöaúthlut-
un i Reykjavik skyldi fara fram á
vegum Sjálfstæöisflokksins beint
og aö Sjálfstæöisflokkurinn einn
heföi heimild til þess aö reisa hús
i Reykjavik.
Annar máttarstólpi umrædds
fundar var Magnús L. Sveinsson,
borgarfulltrúi, sem kynnti „lóða-
úthlutanir og afstööu borgaryfir-
valda til þeirra.” Semsé sami
grautur i sömu skál: Borgarkerf-
iö I þágu Sjálfstæöisflokksins.
Þriöju máttarstólpinn var Skúli
Sigurösson, skrifstofustjóri hjá
Húsnæðismálastjórn, sem geröi
„grein fyrir lánum stofnunarinn-
ar bæöi til nýbygginga og kaupa á
eldra húsnæöi.” Skúli er fyrrver-
andi formaöur Heimdallar. Ekki
eru þaö min orö aö hann misnoti
vald sitt og aöstööu hjá Húsnæöis-
málastofnun rikisins; hitt fer ekki
á milli mála, aö þessir þrir menn
sem hér hafa verið nefndir geta
ákaflega vel samanlagt haft
býsna afgerandi afstööu I hús-
næöismálakerfinu. aö ekki sé
meira sagt. Enda var fundaraug-
lýsingin botnuö meö þessum orö-
, um:
„Ungt fólk I Breiöholti! Hús-
næöismál ungs fólks eru eitt
brýnasta úrlausnarefni liöandi
stundar. Nú gefst ungu fólki i hús-
næöisleit tækifæri til aö kynna sér
þessi mál og gerast félagar i
BYGGUNG. Látiö ekki happ úr
hendi sleppa”.
—s.