Þjóðviljinn - 09.03.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.03.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 9. mars 1977. Jónasi Arnasyni tókst aft magna fram almenna þátttöku I fjölda- söpgá kynningunni I félagsblói sl. föstudagskvöld og stofnafti m.a. barnakór á sviftinu. Mynd: Sufturnesjatlftindi. Föstudagskvöldið síðastliðið fengu keflvík- ingar heimsókn Litla leikfélagsins úr Garðin- um, sem flutti í Félags bíói kynningu á rithöf- undinum Jónasi Árnasyni og nokkrum verka hans. Kynningin hófst með því að f luttur var einþátt- ungurinn Drottins dýrðar koppalogn undir leik- stjórn Sævars Helgason- ar, sem jafnframt hafði gert stórgóða leikmynd sýningarinnar. Ekki ætlar undirritaður að fara að ástunda neinskonar einkunnargjöf til handa leikend- um fyrir frammistöðuna. Sýn- ingin var i alla staði vel heppnuð og undirtektir áheyrenda með ágætum. Sá sem þetta ritar hefur lengi haft þá skoðun að Drottins dýrðar koppalogn sé slakast þeirra verka sem eftir Jónas Arnason liggja og raunar kannske það eina sem ekki er frábært verk, svo ef til vill orkar tvimælis að sýna einmitt það á slikri kynningu, en á móti kem- ur, að ekki er til sá staður á Islandi þar sem fremur ætti að sýna þetta leikrit en einmitt hér i Keflavik. Við hér i Keflavík erum nefnilega ibúar þess húss sem næst er duflinu þar sem þaö lemst i fjörugrjótið. Mig minnir að það hafi veriö sá gamli Gógol sem sagði að menn skyldu ekki hallmæla speglinum fyrir hrukkur sinai; og á föstudagskvöldið fylgdu keflvikingar þeirri ágætu kenn- ingu. Ýmsir meðal ieikhúss- gesta hafa haft á dufli þessu hið mesta dálæti, hafa rústbarið það og jafnvel málað, meðan aðrir hafa galað á torgum og gatnamótum um nauðsyn þess að fjarlægja það. Þarna sátu þeir nú hlið við hliö og skemmtu sér hvoráir tveggja konunglega. Hilmar Jónsson kynnti höfund með nokkrum orðum, og lesnar voru tvær af smásögum Jónas- ar. Las höfundur sjálfur aðra,en Auður Sigurðardóttir hina. Þessar sögur voru góð dæmi um bestu eiginleika Jónasar sem rithöfundar. Þessi samtöl við börn hafa yfir sér þann fágæta þokka einfaldleikans sem vikur sér kurteislega undan allri til- gerð. Þar sem Jónasi tekst best upp finnst áheyrendum að svona samtöl skrifi sig sjálf. Menn þurfa aðeins að kunna að hlusta. Og er það ekki einmitt i þvi sem galdurinn er fólginn. Liklega eru kynningar á ein- stökum höfundum af ýmsum or- sökum efnilegustu verkefni áhugaleikflokka úti um land. Sorglega oft hefur saga slikra leikfélaga orðið sú, að starfið, sem oftast er fólgið i þvi að færa upp eitt til tvö kassastykki á ári hefur hvilt á mjög fáum einstaklingum. Komi að þvi, að þessir einstaklingar þreytist eða flytji burt, eru oft engir til þess að taka við sem nokkra þjálfun hafa fengið, og leik- félögin falia i dá þar til upphefst einhver sá einstaklingur sem megnar að safna nýjum kröft- um i kring um sig, en stundum kann að verða bið á þvl. Með slikum höfundarkynningum er yfirleitt hægt að virkja miklu stærri hóp en i venjulegri leik- sýningu og þátttakendur fá fjöl- breytilegri reynslu. Ékki þarf að eyða að þvi orð- um hvað miklu meira mennt- unar og menningargildi það hef- ur jafnt fyrir áhorfendur sem þátttakendur að kynnast þannig úrvali verka bestu íslenskra rit- höfunda fremur en framleiðslu ýmissa misgóðra erlendra gamanleikjahöfunda. Milli atriða flutti hljómsveitin Bóthildur ásamt höfundi texta Jónasar að mestu við irsk þjóðlög. Að hljómsveitinni ólastaðri var það höfundur sjálfur sem með óþvingaðri framkomu og krafti tókst að magna fram almenna þátttöku i fjöldasöng, — var raunar undir lokin búinn að stofna heilan barnakór á sviðinu. Meðhaldsmenn og andstæð- ingar duflsins tóku jafn rösk- lega undir viðlögin og maður var farinn að halda að „Lýðurinn uppi á landinu þvi lærði hún kannske að syngja.” Húsfyllir var og hyiltu áhorf- endur þátttakendur og höfund að dagskrárlokum. Mættu slikar heimsóknir gjarnan vera fleiri- A.A. FRÁ BÚNAÐARÞINGI Brýn nauðsyn er ad bæta lánakjör frumbýlinga Á fundi Búnaðarþings í gær, 7. mars, voru tekin fyrir þrjú mál til fyrri um- ræðu: Reikningar Búnaðarfélags Islands, er- indi Búnaðarsambands Austur-Húnavatnssýslu um orkumál í dreifbýli i og erindi allsherjarnefndar um rafmagnsmál. Þá var tekið fyrir erindi stjórnar Búnaðarfélags íslands um aukna kartöflurækt. Jarð- ræktarnefnd Búnaðarþings skilaði ályktun i málinu og talaði Jóhann Jónasson fyrir þvi. Rakti hann þróun kartöfluræktar á ts- landi og þá erfiðleika, sem fram- leiðendur hafa átt við að striða sökum öryggisleysis vegna veðr áttunnar. Hann gat þess, að meðalneysla á kartöflum væri hér á landi um 65 kg. á mann. Fyrir um 30 árum var meðal- neyslan talin vera réttum 79 kg. á Ibúa. Minnst hefur neyslan hér á undanförnum áratugum orðið rétt um 50 kg. á ibúa. Liflegar umræður uröu um ályktun jaröræktarnefndar, sem afgreidd var til siöari umræöu. I ályktuninni er lögö áhersla á auknar tilraunir og gerðar verði dreifðar tilraunir sem viðast á landinu til að kanna hvar á land- inu sé hægt að rækta kartöflur meö góöum árangri. Eftirgreind mál voru afgreidd frá Búnaðarþingi: Búnaðarþing telur óviðunandi, að rikisframlag samkvæmt jarð- ræktarlögum skuli ekki fást greitt á sama ári og framkvæmd er gerð, þó að lokauppgjör biöi næsta árs. Þess vegna skorar Búnaðar- þing á landbúnaðarráðuneytið að vinna að þvi, að Búnaðarfélag ts- lands fái greitt í áföngum vaxandi hluta af jarðræktarframlagi hvers árs sama ár og fram- kvæmdin er unnin. Það mál, sem mest hefur verið rætt á Búnaðarþingi, er erindi Búnaöarsamb. A-Hún. um lána- mál bændastéttarinnar. Alls- herjarnefnd hefur skilað einum fjórum álitum I málinu, sem si- fellt hafa tekið breytingum.i þvi trausti, að samkomulag gæti orð- ið á Búnaöarþingi um afgreiöslu þessa máls. Það tókst á fundinum i gær og var eftirfarandi ályktun samþ. samhljóða: 1. Búnaðarþing beinir þeim ein- dregnu tilmælum til land- búnaðarráðherra, aö hann hlutist til um, að nefnd sú, er nú vinnur aö athugun á málefnum Stofn- lánadeildar landbúnaðarins, ljúki störfum svo fljótt sem við veröur komið. Þingiö leggur áherslu á, að lög- fest verði á Alþingi þvi er nú sit- ur, ákvæöi um lánajöfnunargjald af heildsöluverði búvara ásamt jafnháu mótframlagi frá rikis- sjóði. Fé þessu verði m.a. varið til þess aö mæta þeim mismun á vaxtakjörum, sem er á lán- veitingum til deildarinnar og út- lánum hennar. Þá leggur þingið áherslu á, að lánakjör' frumbýlinga verði stór- lega bætt, m.a. með þvi að lán til jarðakaupa verðihækkuð i 70% af matsveröi jarðanna. Lán til bú- stofnskaupa verði veitt þrjú fyrstu búskaparárin. Þau verði ekki lægri en 60% af skattmati visitölubúsins á hverjum tima og lánstlminn lengdur I 8 ár. Jarða- og bústofnskaupalánin verði veitt með hagstæðari kjörum en önnur stofnlán til landbúnaðar. 2. Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfél. Islands að leita eftir samvinnu við stjórn Stéttarsam- bands bænda um viðræður við stjórn Byggðasjóös um, aö við gerð næstu fjárhagsáætlunar sjóösins verði tekinn upp sérstak- ur lánaflokkur i þeim tilgangi að veita lánafyrirgreiðslu til stuðnings þeim, er hefja búskap I sveit. Fjárveitingin miðist við ákveöna upphæð i býli samkvæmt eðlilegri endurnýjun vegna kyn- slóðaskipta. Lánveitingar þessar komi til viöbótar viö lán Stofn- lánadeildar og verði með hag- stæöum kjörum. —mhe Afnuminn verdi söluskattur á kiöti A fundi Búnaftarþings i gær var lagt fram eitt nýtt mál: Erindi ölvers Karlssonar um umferftabrautir um lönd bú- jarfta og háspennulagnir um sveitir landsins. Hafa þá 31 mál verið lögft fyrir þingift til þessa. Miklar umræður hafa orðið um ályktun allsherjarnefndar þingsins um lána- og verölags- mál landbúnaðarins og af- greiðslu hennar verið frestaö á tveimur fundum. Eftirfarandi ályktanir voru afgreiddar frá Búnaðarþingi I dag: { Um gras- og grænfóðurstofna. Búnaðarþing skorar á innflytjendur og söluaðila sáð- vöru að gæta þess að hafa ein- ungis á boðstólum þær fræ- tegundir, er Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og ráðunautar Búnaðarfélags Islands mæla sérstaklega með til notkunar. Þá kanni Rannsóknastofnunin spirunarhæfni þeirra fræ- birgða, er liggja hjá innflytjendum milli ára. Jafnframt beinir Bún- aðarþing til Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins aö hafa áfram I gangi tilraunaræktun með nýja gras- og grænfóður- stofna, er álitlegir eru taldir til notkunar hérlendis. Ennfremur felur þingið ráöunautum Búnaðarfél. Islands I jarðrækt að koma á framfæri við bændur upplýsingum um þá fræstofna, sem álitlegastir eru taldir hverju sinni. Afnuminn verði söluskattur á kjöti. Búnaðarþing mælir eindregið með þvi, aö söluskattur á kinda- kjöti og nautakjöti verði afnum- inn og skorar á landbúnaöar- ráðherra aö beita sér fyrir að svo geti orðið sem fyrst. 1 greinargerð segir: Búnaðarþing bendir á eftir- farandi, sem mælir með afnámi söluskatts af þessum vörum: 1. Bæöi sauðfjárkjöt og naut- gripakjöt er greitt niður i land- inu, væntanlega til þess að halda niðri aö vissu marki fram færsluvisitölu og draga þar með úr launahækkunum. Söluskattur á þessar sömu vörur gerir hið gagnstæöa, eykur verðbólguna verulega og dregur úr sölu vör- unnar á innlendum markaði. 2. Að innheimta réttlátlega söluskatt af misdýrum hlutum kjötsins hlýtur að vera miklum erfiðleikum bundið. 3. Söluskattur á sumum neysluvörum, s.s. á kjöti, en ekki á öðrum vörum s.s. mjólk og fiski, getur skapað óheppi- legar neysluvenjur, landbúnað- inum til óþurftar. Búnaðarþing hefur kynnt sér framkomið álit stjórnskipaðrar nefndar, sem á s.l. ári vann aö gerð áætlunar um dreifingu sjónvarps. Þingið lýsir fyllsta stuðningi sinum við megin tillögur nefndarinnar, þ.e. að á næstu fjórum árum verði lokið viö gerð dreifistöðva, sem nái til allra þeirra landsmanna, er nú geta ekki notið sjónvarps.mjjg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.