Þjóðviljinn - 09.03.1977, Qupperneq 9
Miövikudagur 9. mars 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
BORGARM
Á næstu vikum er ætlun-
in að hafa hér í blaðinu
fastan vikulegan þátt um
störf fulltrúa Alþýðu-
bandalagsins að borgar-
málefnum. AB á fulltrúa í
öllum nefndum borgar-
innar og þeir vinna þar
mikið starf og hafa yfir-
leitt mikil áhrif á gang
mála, þrátt fyrir minni-
hlutaaðstöðu sína. Hið
sama er að segja um full-
trúa AB i borgarstjórn,
þeir eru mjög virkir þar og
flytja mál/ oftast fleiri en
eitt,á svo til hverjum ein-
asta borgarstjórnarfundi.
Tilgangurinn með þáttum
þessum er fyrst og fremst
að kynnastörf okkar manna
að borgarmálefnum og að
fá fleiri til að hugsa um
þau mál og fá ábendingar
um eitt og annað, sem full-
trúum AB kann að koma
vel i pólitísku starfi sínu.
Fulltrúar AB hafa mikil áhrif i nefndum borgarinnar
Borgar
mála-
ráð
Sigurjón Pétursson, Adda Bára Sigfúsdóttir, Þorbjörn Broddason, Guömunda Helgadóttir, Siguröur Magnússon, Guöriin Heigadóttir,
Guörún Ágústsdóttir,
Þorsteinn Sigurösson, Margrét Margeirsdóttir, Siguröur Haröarson,
Þörunn Klemensdóttir, Siguröur Tómasson,
Ingibjörg Jónsdóttir.
BORGARMÁLARÁÐ
mótar stefnuna
Þessi fyrsti þáttur f jail-
ar um borgarmálaráð AB
en það kemur saman
hálf smánaðarlega og
undirbýr borgarstjórnar-
fundina og þar eru teknar
ákvarðanir um mál-
flutning fulltrúa AB I
borgarstjórn. Ráðið er
skipað 13 mönnunri/ þar af
eru 10 hinir efstu á listan-
um til borgarstjórnarkosn-
inga, og eru þeir kosnir til
fjögurra ára,en hinir þrír
eru kosnir til eins árs i
senn.
Sigurjón Pétursson, borgarfull-
trúi,er formaöur borgarmálaráös
og greindi hann nánar frá störf-
um ráösins.
Bæði á lista og í nefndum
Viö upphaf siöasta kjörtfmabils
var sú stefna tekin upp aö fulltrú-
ar i borgarmálaráöi væru jafn-
framt fulltrúar i öllum helstu
nefndum borgarinnar. Tilgangur-
inn er tviþættur. Annars vegar aö
tryggja aö á fundum borgarmála-
ráös fáist heildaryfirsýn yfir alla
þætti borgarmálanna, og hins
vegar aö virkja efstu menn list-
ans, og hefur þetta fyrirkomulag
gefiö góöa raun. Hver og einn
hinna 10 efstu manna Iistanum á
rétt til þess aö koma inn sem full-
trúi á borgarstjórnarfundi, vilji
hann flytja ákveöiö mál, en
Sigurjón sagöi aö þvi miöur væri
þessi heimild ekki mikiö notuö.
Starfshópar
Eins og áöur segir mótar
borgarmálaráö stefnu AB á
borgarstjórnarfundunum og þeir
þrlr fulltrúar þar, sem ekki eru á
listanum eru tengiliður milli full-
trúanna i borgarstjórn og félags-
ins I Reykjavik. Sigurjón sagöi,
að ráöiö væri mjög virkt, mæting
á fundi væri sjaldan undir 80%.
Auk þess aö undirbúa borgar-
stjórnarfundi starfa allajafna
starfshópar um einstök mál á
vegum ráösins. Þrir hópar störf-
uöu t.d. 1973-74. Einn vann aö
stefnumörkun fyrir ráöiö I sam-
vinnu viö félagiö og annar vann
mikiö starf meö borgarfulltrúum
aö umhverfismálum. Þá hefur
hópur fjallaö um aöalskipulagiö
og hélt sá hópur fjölmennan fund
um það mál 2. mars sl.
Nokkrar tillögur AB
samþýkktar
Borgarmálaráö vinnur alltaf
mikiö starf, þegar fjárhagsáætl-
un er i undirbúningi. Aætlunin var
afgreidd i janúar og fluttu fulltrú-
ar AB þar margar breytingartil-
lögur og hiö óvanalega geröist að
sumar þeirra voru samþykktar.
Sú merkasta var tvimælalaust
stefnumarkandi tillaga um hol-
ræsi, þ.e. aö hafist veröi handa
viö aö sameina útrásir i Rvk. i
þrjár stórar, sem leiddar yröu
langt út I sjó. Einnig var sam-
þykkt tillaga um endurskipu-
lagningu leikvalla.
Fulltrúar i borgarmálaráöi eru
þessir:
Sigurjón Pétursson, Adda Bára
Sigfúsdóttir, Þorbjörn Brodda-
son, Guðmunda Helgadóttir.
Siguröur Magnússon, Guörún
Helgadóttir, Guörún Agústs-
dóttir, Þorsteinn Sigurösson,
Margrét Margeirsdóttir, Sigurö-
ur Haröarson. Þetta eru 10 efstu
menn listans kosnir til fjögurra
ára. Hinir þrir, sem kosnir eru til
eins árs eru: Þórunn Klemens-
dóttir, Siguröur Tómasson og
Ingibjörg Jónsdóttir.
—hs
Tóbaksauglýsingar veröi bannaðar
,,í tilefni af siaukinni aug-
lýsingastarfsemi tóbaksinnflytj-
enda samþykkir borgarstjórn
eftirfarandi:
a) aö skora á Alþingi aö banna
þegar i staö meö iögum allar
tóbaksauglýsingar á stööum,
sem opnir eru almenningi.
b) aö skora á reykviska
verslunarcigendur aö biöa
ekki lagasetninga, heldur taka
þegar i staö niöur allar
hvatningar til reykinga, sem
kann aö vera aö finna I
verslunum.
c) aö veita Krabbameinsfélagi
tslands og Krabbameinsfélagi
Reykjavikur sérstakan einnar
miljónar króna styrk, sem
variö skuli meö þeim hætti,
sem félögin telja farsælast I
baráttu sinni gegn áróöri inn-
flytjenda tóbakseitursins.”
Þannig hljóöaöi tillaga sem
Þorbjörn Broddason, borgarfull-
trúi Alþýöubandalagsins, fhitti á
siöasta fundi borgarstjórnar
Reykjavikur.
A fundinum var flutt
breytingartillaga viö c.-liö tillög-
unnar. I henni fólst, áö Rvlkúr-
borg tæki upp viöræöur viö
Krabbameinsfélagiö um þaö á
hvern hátt borgin gæti best
oröiö félaginu aö liöi i baráttu
þess gegn reykingum og fylgi-
kvillum þeirra.
Þannigbreyttvar tillagan sam-
þykkt meö öllum greiddum at-
kvæöum. —úþ
Meirihlutinn vill ekki sjóminjasafn
..Borgarstjórn Reykjavikur
samþykkir aö stofnsetja sjó-
minjasafn i Reykjavik.
Safniö sýni meö myndum og
munum sögu og þróun útgeröar
og fiskvinnsiu i borginni og þátt
þessarar atvinnugreinar i vexti
og viögangi hennar.
Borgarráöi og umhverfis-
málaráöi veröi falinn undir-
búningur máisins.”
Þessari tillögu, sem Sigurjón
Pétursson borgarfulltrúi Al-
þýöubandalagsins flutti á
siöasta borgarstjórnarfundi,var
visaö frá meö 9 atkvæöum sjálf-
stæöismanna gegn 6 atkvæöum
annarra borgarfulltrúa.
Sigurjón lagöi áherslu á þaö,
aö þrátt fyrir ályktun frá Al-
þingi þess efnis, aö reisa skuli
sjóminjasafn i Hafnarfiröi, sem
yröi safn alls landsins, væri út-
gerö og sjósókn svo mikill þátt-
ur i sögu Reykjavikur og lifi
reykvikinga, aö slikt landssafn
gæti aldrei sagt þá sögu alla og
reyndar ekki nema litinn hluta
hennar. Þvi bæri borginni aö
koma sér upp sliku safni, og því
fyrr sem farið væri aö safna til
þess þvi betra, vegna þess aö
meö hverju árinu sem liöur
glatast eitthvaö þaö af munum
og minjum sem heima ætti á
sliku safni um sjómennsku og
erfiösmenn til lands og sjávar
sem aö sjómennsku og fisk-
vinnslu hafa starfaö.
Helsti talsmaöur Sjálfstæöis-
flokksins i máli þessu var Elin
Pálmadóttir og taldi hún þetta
óþarfa hinn mesta; landssafn i
Hafnarfiröi meö Reykjavikur-
deild myndi fyllilega gagnast
reykvikingum. Svo mætti ekki
gleyma þvi, aö i Arbæ td. og á
einkakontór útgeröarst jóra
BÚR og fl. stGÖum væru geymd-
ar minjar um sjósókn og þróun
fiskveiða frá borginni, og allt
væri þetta þvi harla gott!
Ekki frekar i þessu máli en
svo mörgum öörum sem lúta aö
menningarmálum tókst aö
brjóta skarö i fyrirfram mótaöa
afstööu borgarstjórnarmeiri-
hlutam, þrátt fyrir mörg aug-
ljós rök fyrirstofnun sliks safns.
Þvi uröu þaö örlög tillögunnar
aö vera visaö frá, og þvi ekki
til umræðu lengur hjá nokkurri
nefnd né ráöi borgarinnar.
—úþ