Þjóðviljinn - 10.03.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.03.1977, Blaðsíða 1
KRAFLA moðviuinn Fimmtudagur 10. mars 1977 —42. árg. —57. tbl. KJARAMÁLIN Á DAGSKRÁ Kröfur okkar ekki veröbólguhvetjandi Áfram höldum við að segja af undirbúningi verkalýðshreyfingarinnar undir þá kjarasamninga sem nú vara í hönd. Sátta- nefnd ASI hefur þegar tekið til starfa og haldið fyrsta fund með atvinnurekendum. Hefur samningaviðræðum verið vísað til sáttasemjara. En viö höfum reynt aö grennsl- ast fyrir um hvaö einstök verka- lýösfélög og sambönd eru aö gera til aö bæta vigstööu sina og efla samstööu félagsmanna sinna fyrir stéttaátökin. 1 gær leituöum viö til Vestmannaeyja og Akraness. Jón Kjartansson formaöur Verkalýösfélags Vestmannaeyja sagöi aö undirbúningur væri ekki enn kominn i fullan gang og veld- ur þvi ma. hve forystumenn hafa veriö uppteknir viö störf á kjara- málaráöstefnu og i samninga- nefnd ASI. — Fulltrúaráö verkalýös- félaganna hér i Eyjum hefur þó sent frá sér sitt álit og innan skamms mun okkar félag efna til félagsfundar þar sem kjaramálin og uppsögn samninga veröa til umræöu. Aöur en hann veröur haldinn höfum viö i hyggju aö senda út fréttabréf um almennar kröfur kjaramálaráöstefnunnar. Þaö er mikilvægt aö hver einasti verkamaöur i landinu fái aö vita hverjar þessar kröfur eru, þaö er nokkuö útbreiddur misskilningur, þvi miöur, aö þær séu veröbólgu- hvetjandi. Ég held hins vegar aö nú sé betur haldiö á málum að þessu leyti en oft áöur, sagöi Jón. Herdis ólafsdóttir formaöur kvennadeildar Verkalýösfélags Akraness sagöi aö strax eftir ára- Jón mótin heföi veriö haldinn félags- fundur um kjaramálaályktun ASI og kjaramálaráðstefnuna. Siöan heföu stjórnir kvenna- og karla- deildanna haldið fund um þær sérkröfur sem þær vildu leggja áherslu á. Aö ööru leyti heföi veriö tekiö undir ályktanir ASI- þings og kjaramála- ráöstefnunnar. — Þaö hefur ekki verið ákveöiö hvenær viö höldum félagsfund um uppsögn samninga en það má ekki dragast lengi úr þessu. Fólk vill aö samningageröin veröi sem lengst á veg komin þegar samn- ingarnir renna út 1. mai, sagöi Herdis. —ÞH Landris heldur áfram en skjálftum fœkkaöi um tvo i gœr I gær mældust 121 skjálftakipp- ur á Kröflusvæöinu, sem er tveimur færra en sólarhringinn á undan, Hinsvegar heldur landris- iö áfram og var hæö noröurenda stöövarhússins viö Kröflu kominn 7,85 millimetrum hærra en suöur- endinn. Þetta er rúmum milli- meter hærra en noröurendinn reis hæst i janúar sl. en þá fór hann hæst i 6,65 mm. Þetta er mesta landris, sem oröiö hefur á svæðinu siðan Leir- hnjúksgosiö varö 1975, en þá var landrisiö á milli 10 og 20 mm. en þaö skal tekið fram aö þá voru landrismælingar ekki hafnar. Aö sögn Rögnu Karlsdóttur jaröfræöings geta jaröfræöingar litið sagt á þessu stigi málsins annaö en þaö, aö þegar skjálftar eru komnir yfir 100 á sólarhring, er ástandiö hættulegt. Það er ekk- ert annað hægt en aö biða og sjá hvaö gerist segja jaröfræöingar. —S.dór | KORTSNOJ í einkaviðtali frá Ítalíu Þetta er einvígi áralangs haturs — Þetta er ekkert venjulegt skákeinvfgi, þetta er einvlgi margra ára haturs og ég tefli hérna viö Petrosjan sem svar- inn fjandmann undir erfiöustu kringumstæöum sem ég hef nokkru sinni komist i, sagöi sovéski stórmeistarinn Viktor Kortsnoj i einkasamtali viö Þjóöviljann I gærkvöldi. — Petrosjan og þrælarnir hans þrir reyna allt hvaö þeir geta til þess aö brjóta mig andlega, en ég er staöráöinn i aö berjast fram i rauöan dauöann og ganga endanlega frá þessum mönnum hérna I skákeinviginu. En þetta veröur hræöilega erfitt og þaö er enginn leikur aö standa hérna einn uppi og heyja taugastriö viö fjölda manns sem hafa allt sovéska stórveldiö á bak viö sig. hataö Petrosjan i meira en þrjú ár og neita þvi ekki aö hatriö magnast stööugt. Petrosjan hef- ur hins vegar ekki fariö dult með það aö hann hefur hatað mig i meira en fimmtán ár... og það er svo sannarlega kominn timi til að við jöfnum þetta ær- lega meö bardaga á borö viö þann, sem nú fer hérna fram. Og þetta er ekkert annaö en einvigi persónulegs haturs. Aö visu er Petrojsan ætlaö aö jafna um mig vegna þess að ég er landflótta sovétmaöur, en hjá honum er þaö algjört aukaat- riði. Hann er kominn hingaö til þess aö tæta mig i sig vegna persónulegrar andúöar.. og ég er hérna i sama tilgangi, þótt við berjumst aö sjálfsögöu lika um réttinn til aö komast áfram I heimsmeistarakeppninni. — gsp ...og hér er teflt undir hræðilega þrúgandi kringumstæðum — sagði Kortsnoj Kortsnoj var opinskár i sam- talinu við Þjv. i gærkvöldi, en greinilega uppspenntur á taug- um eftir fjórðu einvigisskákina, sem lauk I gær meö jafntefli... fjórða jafnteflinu i röö. — Ég hef „Þaö er allt gert til þess aö brjóta mig niöur og koma mér úr and- legu jafnvægiog ég viöurkenni fúslega aö ég er ekki i þeirri aöstööu aö geta staöiö endalaust undir svona þrýstingi” sagöi Kortsnoj. Myndin er tekin af —gsp og Kortsnoj I Amsterdam sl. sumar, en þá veitti sovétmaöurinn Þjóöviljanum fúslega einkaviötal... og geröist landflótta aöeins 18 kiukkustundum siöar Mynd. Bert Verhoeff. SJÁ VIÐTAL Á BLS. 10 VER.KPAL1. NEFNP gi nonpru^ M-IST0K ^„vinstri manna* í mattlowst UTiFUNDUR lanamala- radstefna aranýurslows B^nTALwu á)mf Plakatastríð I dag verður kosið til Stúdentaráðs Háskóla islands. Fara kosningarnar fram i hátiðarsal skólans og standa yfir kl. 9-18. Að þeim loknum hefst talning og svo gangast vinstrimenn innan skólans fyrir dansleik i Tjarnarbúð i kvöid. Kosningabaráttan var aö þessu sinni óvenju lifleg hvaö snerti hina myndrænu hliö. Um allan skólann héngu hlið viö hliö vegg- spjöld frá báöum listum — A-lista ihaldsstúdenta og B-lista vinstrimanna. Hér á myndunum má sjá sýnishorn af áróörinum eins og hann birtist i anddyri Félagsheimilis stúdenta. A þriöju siöu blaðsins i dag er ennfremur aö finna viðtal viö einn af forystumönnum vinstrimanna í Stúdentaráöi þar sem hann gerir grein fyrir helstu málum sem kosningarnar snúast um aö þessu sinni. SIÁ VIÐTAL Á 3. SÍÐU —ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.