Þjóðviljinn - 10.03.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.03.1977, Blaðsíða 2
2 StÐÁ — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. marz 1977 Þeir geta ekki enda- laust kennt öðrum Liprir bílstjórar Verkamaður af einum stærsta vinnustað í Reykjavik hringdi í Póst- inn og sagði að almenn hneykslun væri á skrif um Morgunblaðsins þessa daga. Það hótaði allt að 60% verðbólgu ef verka- lýðshreyfingin léti ekki af kaupkröfum sínum. Þetta eilífðarverðbólgu- tal þar sem hinum og þessum væri um kennt sýndi einungis að ríkis- stjórnin hefði ekki tekist að leysa það er hún kall- aði meginverkefni sitt í upphafi þ.e.a.s. að leysa verðbólguvandann. Þess vegna væri hægt að kref j- ast'þess einarðlega nú að hún segði af sér. Þeir geta ekki enda- laust kennt öðrum um, sagði verkamaðurinn, og blekkt þannig sig og aðra. Hér eru mjög fáar raddir sem ekki eru þessarar skoðunar. Hafnfiröingur hringdi út af fólki sem þeir sæju koma gang- frétt í Þjóöviljanum um aö þjón- andi i fjarlægö til aö ná vögnun- usta Landleiöa væri léleg. Vildi 'um. Vildi hann koma þessu á hann koma þvi á framfæri aö framfæri til þess aö þessir bilstjórar i Hafnarf jaröar- starfsmenn væru ekki aö ósekju strætisvögnunum væru afskap- haföir fyrir rangri sök. lega þægiiegir og biöu oft eftir VEROLAUNAGETRAUN Hvaö heitir skipið? I þessari viku birtast myndir af skipum nr. 21-25 I skipaget- raun Þjóöviljans. Ef þú veist rétt nöfn þeirra áttu möguleika á bók I verölaun. Verölaunabókin að þessu sinni er öldin okkar 1951-1960 I útgáfu Iöunnar, nauðsynleg uppflettibók á hverju heimili. Sendu lausnirnar i vikulok til Póstsins, Þjóöviljanum Siöu- múla 6. Dregiö veröur úr réttum lausnum. Þetta skip var smiöaö I Danmörku 1927 og selt úr landi til S-Ameriku 1957. Sérlega vandaö skip meö góöu farþegaplássi. Sigldi mikiö meö frosinn fisk og kjöt, einkum til Bretlands. Fyrsta isl. skipiö sem sigldi til Rússlands. ALDARSPEGILL /* Ur íslenskum blöðum á 19. öld Fyrirlestr - œtlar undirskrifaðr að halda í leikhúsi Hr. kaupmanns Breiðfjörðs fimtudaginn hinn 19. Desbr. kl. 9. e. m„ mn sál og andlegt eðli dýranna. Fyrirleatrinn endar á stórkostlegri tFúga’ um Þarfanaut bæjarstjórnarinnar. Aögöngumiöar: almenn sæti BO aur. betri 60 aura; fást í sölubúð Hr. Breiðfjörðs miðvikudag 18. og fimtu- dag 19. Des. _______Ben. Gröndal._______ Fjallkonan 18. desember 1895 Klassískur þríhyrn- ingur á Mímisbar Mimisbar á fimmtudags- kvöldi Allt er lygnt á yfirboröi og fólk svo fátt aö undrum sætir ef miðaö er viö almennan drykkjuskap landsmanna. Ósköp er nú tilgangslaust aö sitja á svona bar á fimmtudags- kvöldi. Viö pianóið situr á aö giska 35 ára gömul hifuð kona og spilar rómantisk lög af fingrum fram svo aö nær unun er á aö horfa — og hlýða. Hvor til sinnar handar sitja henni fullir kallar sem hafa laumast aö heiman frá konun- um sinum. Ekki er þaö fallegt aö tarna! Annar er orðinn svo fullur aö hann er búinn aö steingleyma konunni sinni og reynir ákaft aö ná ástum pianókonunnar yndis- legu — en hann er lika of fullur til að ná þeim. Hinn er aftur á móti ekki orö- inn nógu fullur til ao gleyma konunni sinni en pianókonan gefur honum hins vegar óspart undir fótinn. Þarna myndast þvi klassiskur þrihyrningur. Dæmiö gengur ekki upp. Allt leysist upp og tvístrast. Svona fór þaö. Einmana maöur stendur viö barinn og hikstar svo aö litiö ber á. Austfiröingur og full kona kókettera lika þarna viö barinn og reyna aö fara laumulega meö þaö. Hún spyr hann hvort hann eigi ekki eitthvað uppi á her- bergi. Hann segist eiga hvanna- rót. Til aö draga úr ástandinu segir hún aö þaö sé óþverra- drykkur. Svo fara þau upp. Hún hvislar að barbjóninum um leiö og þau fara aö hún ætli aö fara aö sofa hjá honum Arna P. Allt er sem sagt klappað og klárt. Þar keyrði um þverbak. Þegar ég geng út situr pianókonan ein i fordyrinu og horfir fjarrænum augum á súl- ur. Fullu kallarnir eru báöir farnir. Sá ófyllri er farinn heim til sin með ljúfsárum söknuöi aö standast þessa freistingu. Fyllri maöurinn var hins vegar ekki fyllri en svo aö sjá vonleysið i þessum kvenmannsmálum. Hann fór upp á astralplanið. Eftir situr sú 35 ára gjörsneydd karlmönnum. Nema hvaö allt i einu vindur sér inn mjög prúöbúinn og viröulegur maöur, dulitiö rjóöur aö vöngum. Hann tekur þegar strikiö aö pianókonunni og sest hjá henni. Og áöur en ég slæ botninn i þessi marklausu skrif, biö ég og vona aö allt hafi fariö vel hjá öllum viökomandi aöilum, eink- um og sér i lagi vangarjóöa manninum og pianókonunni. —GFr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.