Þjóðviljinn - 10.03.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.03.1977, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. mars 1977. Mengun I, eftir Sigurð Þóri. Grafíksýning í Kaupmannahöfn Sýningaraðstada komin upp í húsi Jóns Sigurðssonar Um þessar mundir halda tveir íslenskir myndlista- menn sýningar á verkum sínum í Kaupmannahöfn. Sigurður Þórir sýnir graf ik en Vilhjálmur Bergsson málverk. Sýning Sigurðar er hald- in í Húsi Jóns Sigurðsson- ar, en þar hefur nú verið komið upp ágætri sýn- ingaraðstöðu fyrir smærri myndlistasýningar. Þeir sem áhuga hefðu á þvi að notfæra sér þessa aðstöðu er bent á að haf a samband við íslendingafélagið í Höfn. Húsnæðið er ókeyp- is. Andstæður þjóðfélagsins. Eftir að Sigurður Þórir lauk tveggja ára námi við Myndlista- skóla tslands, hélt hann til Kaup- mannahafnar. Þar hefur hann lagt stund á graffk við Listaaka- demiuna undanfarin tvö ár. Þetta er önnur einkasýning Sig- urðar, en sl. sumar hélt hann málverkasýningu i SÚM. t verkum sinum leggur Sigurð- ur mikla áherslu á að draga fram þjóðfélagslegar andstæður, bilið á milli rikra og fátækra, svangra og saddra. Aðspurður kvað hann oaargt likt meö myndlist noröur- landanna i dag. Til dæmis væru svipaðir hlutir að gerast á tslandi og i Danmörku. A báðum stöðun- um sætu i fyrirrúmi borgaraleg sjónarmið þar sem listamenn og gagnrýnendur kepptust viö að ýta undir duttlunga borgarastéttar- innar. Hann sagði að i báðum löndunum væri sú hugmynd rikj- andi að listin ætti fyrst og fremst að vera fyrir sjálfa listina, en ekki venjulegt alþýðufólk. Meiri hluta allrarlistsköpunar á tslandi kvað Siguröur vera i höndum fólks sem gengist upp i háfleygri skoðanamyndun og dillaði sér framan i broddborgara menn- ingarlifsins. Pólitiskt inntak i myndlist sagði Siguröur litið hornauga I ná- grannalöndum okkar i dag og þá sérstaklega á Islandi. Þvi fjær raunveruleikanum sem lista- verkin væru, þvi betur féllu þau i kramið. Hann sagöist vera á móti þessari þróun. Listin ætti að vera fyrir alþýðu fólks, venjulegt verkafólk sem gæti séð sjálft sig i listaverkinu og orðið meðvitaðri ím stöðu sina i þjóðfélaginu. Hér i Kaupmannahöfn hefur sýningu Sigurðar verið mjög vel tekiö og fjöldi fólks lagt leið sina i Jónshús til að skoða þessa sýn- ingu, sem að mörgu leyti er sér- stæö. 27 myndir eru til sýnis, allar unnar á siðasta ári.Með.hækkandi sól hyggst Sigurður fara til Færeyja og halda sýningu i Þórs- höfn. En i sumar ætlar hann að sýna I Reykjavík. Guölaugur Arason Sigurður Þórir ásamt tveimur verka sinna. Bæjarstjórn Akureyrar ver fé til ritunar bæjarsögu — þótt konur hefðu alls ekki kosningarétt þá í fyrra var haldinn 2500. fundur bæjarst jórnar Akureyrar. I tilefni af því „afmæli" ákvað bæjar- stjórnin.að leggja til hliðar 2,5 milj. kr.,er verja skal til þess að rita sögu Akur- eyrar. Vegna þessa atburðar sneri blaðið sér til Gísla Jónssonar, menntaskóla- kennara á Akureyri,og bað hann að svara nokkrum spurningum, sem hann gerði fljótt og vel. — Hvenær fékk Akureyri bæj- arréttindi, Gisli? — Akureyri fékk bæjarréttindi þann 29. ágúst árið 1862 eða fyrir 115 árum. — Hver var Ibúatala bæjarins þá og hver nú? — Ibúar Akureyrar voru árið 1862 286 en nú eru þeir um 12.300. — Hvað áttu margir fulltrúar sæti i fyrstu bæjarstjórninni og hver var fyrsti bæjarstjórinn? — 1 fyrstu bæjarstjórninni voru fulltrúar fimm. Siðan hefur þeim veriö fjölgað I áföngum og eru þeir nú 11. Áriö 1919 var gerð sú skipulagsbreyting að kosinn var sérstakur bæjarstjóri, en áður hafði bæjarfógeti veriö oddviti bæjarstjórnar. Fyrsti bæjarstjór- inn var Jón Sveinsson, lögfræð- ingur.og gegndi hann þvi starfi til ársins 1934 eða i 15 ár. En alls hafa fimm bæjarstjórar verið hér. A eftir Jóni Sveinssyni kom Steinn Steinsen og var hann bæj- arstjóri i 24 ár. og svo voru þeir hér sln 10 árin hvor Magnús Guö- jónsson og Bjarni Einarsson, sem nú má heita ný-hættur. Bæjar- stjórar hafa verið þaulsætnari hér en yfirleitt gengur og gerist. Núverandi bæjarstjóri er Helgi H. Bergs. — Hvað heldurðu aö margir kjósendur hafi kosið við fyrstu bæjarstjórnarkosningar á Akur- eyri? — Ég held að ég megi segja að 12 hafi tekið þátt I fyrstu kosning- unum, og var þá að sjálfsögðu kosið i heyrenda hljóöi. Menn urðu að nefna nöfn þeirra, sem þeirvildu kjósa. Leynilegar kosn- ingar hófust ekki fyrr en eftir aldamót. Af þessum 12 kjósend- um var ein kona og er þaö ákaf- lega merkilegt atriöi út af fyrir sig i kvenréttindasögu tslands.þvi þá höfðu kopur alls ekki kosn- ingarétt. Naumast veröur með vissu sagt hvérnig þessari konu tókst að brjótast þarna i gegnum karlmannaveldið, en ekki er ótrú- legt að þaö hafi gerst þannig, að þegar danska reglugerðin fyrir kaupstaðinn var þýdd á islensku þá hafi danska orðið mænd verið þýtt sem menn og hún hefur þá einhvernveginn komist inn á GIsli Jónsson. kjörskrána I krafti þess, að hún væri maður. Þessi einstæði brautryðjandi kvenréttinda á ts- landi hét Vilhelmina Lever, Is- lensk I móðurætt en dönsk i föður- ætt, fædd á Seyðisfirði, en átti lengst af heima á Akureyri. Þessi fyrsta kjörbók er ennþá til og þar er Vilhelmina bókuð fyrst af kjós- endunum. — Viltu nefna einhverja merka viöburði i þróunarsögu Akureyr- ar á þessu timabili? — Þar er nú að visu af ýmsu aö taka. en ef við nefnum það, sem næst okkur er. þá er það hitaveit- an. Og ef horfið er aftur i timann þá má nefna virkjun Glerár og siðar Laxár. Hvort tveggja var gert fyrir forgöngu Akureyrar- bæjar og framan af á hans vegunv þvi aðild rikisins kom ekki til fyrr en seinna. A framkvæmdasviðinu held ég aö þessir áfangar séu nú einna merkilegastir. Nú, I sambandi við atvinnumál- in er vert að nefna þátttöku Akur- eyrar i uppbyggingu og rekstri Útgerðarfélags Akureyringa, en þar á bærinn mikinn meiri hluta. 1 tilefni af þessum fundi hefur orðið samkomulag I bæarstjórn- inni um að leggja til hliðar kr. 2,5 milj. kr. til þess að rita sögu Akureyrar. Óráðiö er hvort sú saga yrði skrifuö sem heildar- verk eöa hvort þessu fé yröi að einhverju leyti varið til aöila, sem eru að sinna afmörkuðum verkefnum á þessu sviöi. Til dæmis er nú veriö aö rita sögu Leikfélags Akureyrar, og saga Menntaskólans er i buröarliðn- um. A iðnsýningunni hér kom fram sú hugmynd að rita Iðnsögu Akureyrar. Og á bak við þessa til- lögu um styrk eða f járframlag til ritunar sögu Akureyrar liggja hugmyndir þess eölis, að það mætti veita fé til þessara sér- stöku þátta, sem kæmu þá sem framlag til söguritunarinnar, eða iþá, ef svo sýndist, aö ráða sér- stakan mann til þess að skrifa heildarsögu. Fénu verður a.m.k. varið til ritunar sögu Akureyrar I hvaða formi sem það verk verður svo unniö, sagði Gisli Jónsson. —mhg Könnun LÍM á áfengis- og Jíkniefnaneyslu í mennta- og fjölbrautaskólum: Fjöldinn fiktar, en fá- ir eru stórneytendur Áfengisneysla er útbreidd meöal nemenda i mennta- og fjöl- brautaskólum, en stórneytendur eru fáir. 77.7% nemenda sex af tiu i mennta- og fjöibrautaskólum landsins neyta áfengis að ein- hverju ráði, þar af 12% oftai en vikulega. úm 6.3% nemenda neyta fikniefna, þar af um 4,5% oftar en hálfsmánaðarlega. Neyslan á höfuöborgarsvæðinu meðal nemenda var á biiinu 8-9% en á landsbyggöinni aðeins rúm 2%. Hlutfallið er hæst I Fjöl- brautaskóia Suðurnesja eða 16% og viröist auöveldast að ná i fikni- efni i nágrenni herstöövarinnar á Keflavikurflugvelli. Þessar niðurstööur er meöal annars að finna i samræmdri könnun á neyslu vimugjafa i mennta- og fjölbrautaskólum landsins sem gerð var á vegum Landssambands isl. mennta- skólanema. Skólarnir sem tóku þátt I henni voru Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn I Kópa- vogi, Menntaskólinn I Reykjavik, Menntaskólinn á Laugarvatni, Fjölbrautaskólinn i Breiðholti og Fjölbrautaskólinn á Suðurnesj- um. I þessum.6 skólum eru um 2400 nemendur á aldrinum 16-21 árs og tóku 1800 þátt I könnuninni eða um 75%. Ekki var leitað eftir per- sónulegum upplýsingum og má telja könnunina nokkuð mark- tæka. Ekki er ástæða til að ætla aö ástandið i þeim fjórum menntaskólum, sem ekki sáu sér fært að vera með, sé verulega frábrugðið. 1 könnun LIM kemur meðal annars fram að meira sé drukkiö meðal nemenda á höfuðborgar- svæðinu en i M.A. M.L. og F.S., eða 80% á móti 70%,en þar drukku 14% vikulega eða oftar á móti 11% á höfuðborgarsvæðinu. Fikniefnaneyslan er mjög mis- jöfn i skólunum, eða frá 1 til 16%. Oftar en hálfsmánaðarlega neyttu 4.4% á höfuðborgar- svæðinu fikniefna, en 0.1% á landsbyggöinni. Mjög fáir neyta fikniefna oftar en vikulega, og neysla þeirra efna fer venjulega ekki fram I skólanum, heldur i vinahópi i heimahúsum. Nemendur voru mjög sammála um það aö auðvelt væri að ná i áfengi, annaðhvort hjá kunningj- um eöa meö þvi að kaupa það sjálfir I rikinu. Ahrif frá kunningjum voru talin helsta ástæðan til áfengisneyslunnar og þar næst forvitni. Taka ber fram aö ekki var i könnun LIM hve mikið áfengi nemendur neyttu i hvert sinn, en fram kom aö sterk (brennd vin) eru langmest drukk- in. —ekh Fimmtudagur 10. mars 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 HITAVEITA Nýlega voru opnuö tilboð i lagningu á 12 km langri aða laöveit u lögn frá Svartsengi að Njarðvíkum á vegum Hitaveitú Suður- nesja, sem á að vera tilbú- in í haust, en samkvæmt áætlun aðstandenda hita- veitunnar á að vera komið heitt vatn í meirihluta byggðar í Keflavik og Njarðvikum á siðustu mánuðum þessa árs. Tilboð 50 miljónum lægra en áætlun hljóðar upp á Lægsta tilboð i Njarðvlkuræð- ina kom frá bræðrunum Ellert og Svavari Skúlasonum i Keflavik og hljóðaði það upp á rúmar 167 miljónir, sem mun vera um 50 miljónum lægra en gert var ráð fyrir I áætlunum ráðgjafaaðila Hitaveitunnar, eftir þvi sem framkvæmdastjórinn, Ingólfur Aðalsteinsson, sagöi I samtali viö blaðamann Þjóöviljans i fyrra- dag. Þ.á sagði Ingólfur að 1. á- fangi ÖTeifikerfis i Keflavik og Njarövikum væri vel á veg kom- inn, og aö nú væri verið að bjóöa út 2. áfanga þess verks. Búðið er að reisa stöövarhús viö Svarts- engi, sem á að hýsa svonefnda „varmaskiptastöð”, og sagði Ingólfur að uppsetning véla þar hæfist eftir 2-3 vikur. Varmaskiptin erf- iðari en við var bú- ist í upphafi Við Svartsengi er nú rekin bráðabirgðavarmaskiptastöö fyr- ir Grindavik, sem á að geta af- kastaö 5 megawöttum. Varma- skiptin fara þannig fram, aö gufunni sem ekki er hægt að nýta beint vegna efnainnihalds, er blásiö i ferskvatn, sem leitt er úr borholum i Lágunum 3—4 km norður af virjunarstaönum. Ekki hefur sú aðferð þó gefist jafn vel og búist var við i upphafi, og hef- ur vítisóda veriö bætt i vatniö sem leitt er til Grindavikur til að lækka sýruinnihald þess, vegna tæringarhættu, og virðist sú að- ferð að láta vatniö sjóða, til aö losna viö súrefni og aörar óæski- legar lofttegundir, ekki hafa gefið jafn góða raun og til var ætlast. Aðspuröur kvaðst Ingólfur Aöalsteinsson ekki vilja tjá sig um þær breytingar, sem gera þyrfti á tækjum sem notuö eru við varmaskiptin, vegna þessa, og sagöi enn unniö að hönnun þeirra. Þess ber að geta, að Ingólfur er eini aðilinn sem ætlast er til aö gefi upplýsingar til fjölmiðla hjá Hitaveitu Suðurnesja, og var sent út bréf þess efnis til starfsmanna og ráðgjafaraðila Hitaveitunnar, eftir að Þjóðviljinn birti viðtal við Freystein Sigurösson jarðfræöing um ferskvatnsöflun á Suðurnesj- úm, 13. nóv. s.l. Er bréf þetta af sumum nefnt „múlbindingar- plagg”, sem er réttnefni, þegar sá aöili sem á aö gefa upplýsingar neitar að láta þær af hendi. Seinagangur á teng- ingu heimæða í Grindavik Inntaka heimæöa i hús i Grind- avik er rétt tæplega hálfnuö, þrátt fyrir þaö að lagningu dreifikerfis hafi að mestu veriö lokiö i haust. múlbnndið” „Allt Framkvœmda- stjórinn sá eini sem má gefa upplýsingar — lítiö á honum aö græöa Kvað Ingólfur það vera vegna þess aö pipulagningarmenn heföu ekki undan við að tengja hús við dreifikerfið. Samkvæmt áreiðan- legum upplýsingum blaðamanns er enginn fótur fyrir þvi. Verk- efnaskortur hefur heldur háð þeim sem að þvi verki vinna. Ekki vildi Ingólfur þó þvertaka fyrir það, að peningaleysi fólks spilaði hér inn i, en heimæðar- gjöld eru tæp 180 þús., sem greiöast á 3 árum, og þvi til við- bótar kemur annar kostnaður við breytingar innanhúss að lág- marki 50 þús. kr. I skýrslu sem Hitaveita Suðurnesja sendi frá sér I haust, er aftur reiknað með þvi að tengingu húsa utan Þór- kötlustaöahverfis væri lokið um siöustu áramót. Sagði fram- kvæmdastjórinn tenginguna hafa gegið mun hægar en þeir hjá Hitaveitunni hefðu vonað, en leiöa má getum að þvi, að þessi töf sé þeim ekki sérlega óhagstæð vegna þeirra byrjunarörðugleika, sem við hefur verið að etja. Vakn- ar þá sú spurning hvort áætlanir um tengingu húsa i Keflavik og Njarðvikum eiga eftir að standast i haust, en timinn mun leiða það i ljós. Sá áfangi Hitaveitunnar, sem samkvæmt áætlunum á að vera tilbúinn i haust, á aö afkasta 22 megawöttum, og kvaöst Ingólfur Aðalsteinsson vera bjartsýnn á að allar áætlanir stæðust i þvi sam- bandi, bæði hvað varöar öflun ferskvatns og gufu til upphitunar, og uppsetningu tækja og frágang aöveitulagna. Gagnslaus til- raunahola A vegum Hitaveitunnar var I vetur boruö tilraunahola eftir fersku vatni I svonefndri Vatns- heiði, nálægt Grindavik. Atti að vera hægt að gripa til þeirrar holu ef vantsból grindavikinga meng- uðust af söltu affallsvatni, sem veitt er út i hrauniö við Svarts- engi. Samkvæmt öruggum heim- ildum er sú hola ónýt til vinnslu, vegna iblöndunar saltvatns frá nærliggjandi háhitasvæði. Ekki vildi Ingólfur Aðalsteinsson við- urkenna það og sagði holuna ekki Framhald á 14. siðu Þessi bygging, sem er teiknuð af arkltektunum örnólfi Hall og Ormari Þór Guðmundss., á að hýsa „varmaskiptastöðina” við Svartsengi. I baksýn glittir I eldfjallið Þorbjörn suður af virkjunarsveðinu. Mynd: —róa. Bróðabirgðavarmaskiptastöðin. Lengst til vinstri er potturinn, þar sem vatnið er lótið sjóða til að reyna aðlosna viðóæskilegar lofttegundir sem gera vatniðof súrt. Mynd: —ráa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.