Þjóðviljinn - 10.03.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.03.1977, Blaðsíða 6
6S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. mars 1977. Tillaga tveggja þingmanna Alþýöubandalagsins um álverið: þingsjé ■_ ;V'. . , ■>■■■ J Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að gera eftirfarandi ráöstafanir til mengunarvarna og heilbrigðisgæslu i álverinu i Straumsvik: 1) Tryggja þegar uppsetningu fuilkomnustu hreinsitækja sem vinni gegn ytri sem innri mengun á umhverfi verk- smiðjunnar. Jafnframt til- kynni rikisstjórnin ISAL, aö veröi hreinsitæki ekki komin upp innan árs verði rekstur verksmiðjunnar stöðvaður. 2) Komið veröi upp aöstööu til heilsugæsluþjónustu i sérstöku húsnæöi við verksmiðjuna undir umsjón heilsugæslu- læknis. Hlutverk heilsugæsUu- stöövarinnar auk almennrar læknisþjónustu sé aö vinna að slysavörnum og fyrir- byggjandi aögerðum til að tryggja hollustu og heilbrigöi. Skal unnið að þeim málum m.a. með almennu heil- brigðiseftirliti, skoðun vinnu- staða og umhverfis og vinnu- aöstööu, reglubundinni læknisskoðun, heilbrigðis- leiöbeiningum og virkri starf- semi aö heilbrigöis- og holl- ustumálum meðal starfsfólks. 3) Komiö verði á sérstöku starfi heilbrigöis- og öryggismála- fulltrúa, kjörins af starfsfólki verksmiöjunnar. Hlutverk hans er fyrir hönd starfsliðs- ins að fylgjast með, að öllum ákvæöum laga, reglugeröa eöa sérstakra samninga um ! heilbrigðis- og öryggismál sé framfylgt, bæði hvað varðar skyldur ISALS og starfsfólks! verksmiðjunnar. 4) Komiö verði á samstarfsnefnd skipaðri 5 fulltrúum starfs- manna og 5 fulltrúum verk- smiðjueigenda, ásamt jafn- mörgum varamönnum, auk heilsugæslulæknis, sem skal vera oddamaður samstarfs- nefndarinnar og kalla hana saman. Velur hann sér vara- mann. Heilbrigðis- og öryggis- málafulltrúi starfsfólks skal sitja fundi nefndarinnar, þó hann sé ekki kosinn i hana af starfsfólki. Hlutverk nefndarinnar er aö gera tillögur um bættan að- búnað, heilbrigði og öryggi starfsfólks og vera til sam- starfs aöilum og til ráðu- er full ástæöa til þess aö ætla, aö flúormeng- un muni ekki skapa teljandi vandamál i sam- bandi við vinnu verkamannanna og annarra i verksmiðjunni sjálfri, þar sem loftræsting i bræðsluofnum hennar og önnur vinnuskilyrði verða góð.” Iðnaðarráðherra rikisstjórnar Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins á alþingi 1. mars 1967. neytis. Nefndin skal koma saman minnst annan hvern mánuð, eða oftar, óski einhver nefndarmanna eftir þvi. 5) Semja skal við ISAL um greiöslu alls kostnaðar af mengunarrannsóknum, sem nauðsynlegt er aö framkvæma að mati heilbrigöisyfirvalda, til eftlits með mengun og áhrif- um hennar á ytra sem innra umhverfi verksmiðjunnar með tilliti til áhrifa á lifriki og heilsufar. Aðvörun Alfreðs 1 greinargerð segir: Er lögin um álverksmiðjuna i Straumsvik voru á sinum tima til umræðu á Alþingi, vöruðu þing- menn Alþýðubandalagsins alvar- lega við áhrifum mengunar sem stafa mundi af rekstri verksmiöj- unnar, bæði á lifrikið umhverfis hana og á heilsufar starfsmanna hennar. Þannig vakti Alfreð Gislason læknir og þáverandi þingmaöur Alþýðubandalagsins sérstaklega athygli á þeirri hættu, sém starfsfólki álversins' væri búin vegna ryks og flúor- mengunar, og varaði við þeim sjúkdómum sem slikri mengun gætu verið samfara. Um þetta segir hann i þingræðu 29. april 1966: Þessum aðvörunarorðum þing- manna Alþýöubandalagsins var ekki sinnt, og i samningunum var Alusuisse ekki skyldað til að koma upp hreinsitækjum, enda var sem Islenskir ráðamenn tryðu þá fullyröingum svisslend- inganna um þarfleysi slikra mengunarvarna. Þetta kemur m.a. fram I svari þáverandi iönaðarráðherra við fyrirspurn á Alþingi um öryggisútbúnað ál- verksmiðjunnar i Straumsvik 1. mars 1967, er hann segir: „Þann- ig hefur verið vitað, frá þvi fyrst var farið að ræða um byggingu álbræðslu hér á landi, að viss mengun gæti stafað af rekstri hennar, aöallega vegna uppguf- unar á flúorvetni frá bræðsluofn- um hennar. Má segja, að þetta sé sú eina tegund mengunar sem orð sé á gerandi i sambandi við fyrirhugaða álbræðslu I Straums- vik. Eins og nánar verður vikiö aö hér á eftir, er full ástæða til þess að ætla, að flúormengun muni ekki skapa teljandi vandamál i sambaiidi við vinnu verkamann- „Það er algengt i heiminum, að flúorvetni og Önnur uppleysan- leg flúorsambönd valdi mönnum heilsutjóni og dauða, enda eru þau talin i röð allra sterkustu eit-, urefna, sem til eru. Sjúkdómsein- kennin, sem þessar eiturtegundir valda, geta veriö meö margvis- legu móti og fara aðallega eftir þvi, hvernig efnin berast inn i llkamann. Ef áhrifin eru sterk og snögg og verka á likamann utan frá, erta þau og særa húð og slim- húðir, geta valdið brunasárum á húð og skaddað stórlega slimhúö- ir, valdiö lungnakvefi með hósta og andarteppu og fleiri hastarleg- um einkennum.” Siðar segir hann i sömu ræðu: „Hægfara flúoreitrun er til,og hún lýsir sér fyrst og fremst með mjög sérkennilegum breytingum á beinum llkamans og bandvef. Beinin veröa eins og mölétin, beinaukar vaxa út úr beinum hér og þar og kalk sest I liöaböndin. Þessu fylgja ýmiss konar þrautir og óþægindi. Þessi tegund eitrun- ar, sem nefnd er flúorosis, er al- geng I sambandi við verksmiðju- rekstur.” Jafnframt þvi, sem þannig var varað við sjúkdómahættu af völd- um mengunar i álverinu, var var- að alvarlega við þeirri hættu sem lifrikinu umhverfis bræðsluna stafaði af flúormengun, jafnt gróðri sem dýralifi. Gerðu lítið úr mengunar- hættu anna og annarra i verksmiðjunni sjálfri, þar sem loftræsting I bræðsluofnum hennar og önnur vinnuskilyrði verða góð.” Akafi þeirra stjórnmálaflokka, sem stóðu að samningunum um álverið, þ.e.a.s. Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins, var slikur að þeir létu öll aðvörunar- orð sem vind um eyru þjóta og töldu ekki ástæðu til að vefengja umsagnir svissneska álhringsins, sem gerði ekkert úr þessu vanda- máli. Undirlægjuháttur einkenndi þvi þennan þátt samningsgerðar- innar eins og reyndar samninginn allan. Reynslan hefur hins vegar sannað, aö það var ekki ástæöu- Framhald á 14. siðu Eðvarð Siguröur Þingmenn allra flokka: Lög verði sett um tölvutækni Þingmenn úr öllum flokk- um hafa sameinast um breytingartillögu um þings- ályktunartillögu um söfnun upplýsinga um skoðanir manna og persónuiega hagi og hagnýtingu tölvutækni I þvi skyni. Þingmennirnir eru: Ragnar Arnalds, Sigurlaug Bjarnadóttir (S) Steingrlmur Hermannsson (F), Benedikt Gröndal (A) og Magnús Torfi Ólafsson (SFV). Til- laga þingmannanna er á þessa leiö: „Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina aö leggja fyrir alþingi I þingbyrjun næsta haust frumvarp til laga um verndun einstaklinga gagn- vart þvi, aö komiö sé upp safni upplýsinga um skoöan- ir þeirra og aöra persónu- lega hagi með aöstoð tölvu- tækni”. Hreinsitæki innan árs ella rekstrarstödvun * w Línan frá Varmahlíð að Sauðárkróki ónotuð Spennistöö verður ekki lokid fyrr en í október 1978 Ragnar Arnalds bar fram á alþingi á þriðjudag fyrirspurn um tengingu byggðalinu við orku- veitukerfi Skagafjarðar. Hann minnti á að fyrir nokkrum árum var reist háspennulina frá Akureyri til Varmahliðar til flutnings milli landshiuta og siðan lina fra Varmahliö til Sauðár- króks. Var fyrirhugað aö reist yröi spennistöð I Varmahlið þeg- ar byggðalinan kæmist i notkun. Nú hefur byggðalinan til Akureyrar verið tekin I notkun.en um leið og það geröist var ein faldlega kiippt á tenginguna frá byggðalinu til Sauðárkróks vegna þess að engin spennistöð er kom- in. Orkuveitukerfi Skagafjarðar er þvi ekki i neinum tengslum við þá orku sem byggðalinan flytur. 25 km lina stendur þarna engum til gangs. Hún kostaði ásamt mót- tö k u m a n n a v i r k k j u m á Sauðáróróki tugi miljóna króna, sjálfsagt á annað hundrað miljón- ir á núverandi verðlagi. Ef linan frá Þverárfjall til Sauöárkróks brestur — en þaö er gömul lina yfir háan f jallveg — verður orku- veitukerfi Skagafjarðar alger- lega einangrað sem getur skapað mjög mikinn vanda. Þess vegna legg ég þessa fyrirspurn fyrir iönaöarráöherra: Hvenær tengist orkuveitukerfi Skagafjarðar við byggðalinu milli Akureyrar og Reykjavikur meö byggingu spennistöðvar i Varmahlið? Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra sagði að gert væri ráö fyrir þvi, að aðveitustööin yrði tekin I notkun I október 1978. Kostaði stöðin 211 miljónir, i ár væri veitt 14 milj. kr. og yrði þvi að veita 197 milj. kr. á næsta ári til þess að ljúka stööinni. Ragnar Arnaids gagnrýndi að Ragnar Arnalds bygging spennistöðvarinnar hefði farið úrskeiðis, þvi að sjálfsögðu hefði veriö eðlilegast að linan hefði verið tilbúin um leið og byggðalinan var tengd. Það ræðst fyrst og fremst af veðri og vind- um hvort þessi dráttur kemur sér illa á þvi einu og hálfu ári sem eftir er uns stöðin kemst I notkun. Pípulagnir Nýlagnir/ breytingar hitaveitutengingar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin) Sjúkrahótel Rauða krosaina eru á Akurayri og i Reykjavík. RAUOIKROSS ÍSLANOS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.