Þjóðviljinn - 12.03.1977, Page 1
UÚBVIUINN
Laugardagur 12. mars 1977 — 42. árg. — 59. tbl.
I skýrslu Þjóöhagsstojnunar
um hag iðnaöarins og
samanburö við nokkur lönd
AFSKRIFTIR
hvergi
hærri
en hér
Afskriftir, fyrningar og
aukaafskriftir fyrirtækja
eru hvergi meiri en á Is-
landi. Þetta kemur fram f
ritinu „Hagur iðnaðar",
sem Þjóðhagsstofnun hef-
ur nýlega gefið út og f jall-
ar um áhrif aðildar Islands
aðEFTAog friverslunar-
samningsins við EBE á
iðnaðinn.
1 töflu á blaðsiöu 162 i riti þessu
eru afskriftir fjármuna bornar
saman við þaö sem tiðkast i sex
löndum. Ef tekið er meðaltal 10
ára rekstrar hlutafélaga I iönaöi
litur dæmið þannig vlt að þvi er
tekur til afskrifta, aukaafskrifta
og verðstuðulsfyrninga:
Met í afskriftum
íslendingar eiga metið i af-
skriftum ef tölur um þrjár fyrr-
greindar tegundir þeirra eru
lagðar saman. Heildartölurnar
eru þessar:
island 1.229.000,-
Bretland 1.062.000,-
Danmörk 627.000,-
Finnland 850.000,-
Noregur 586.000,-
Sviþjóð 918.000,-
V.-Þýskal. 1.035,-
Meðaltal 901.000,-
Almennar afskriftir
Þegar almennar afskriftir i is-
lensku fyrirtæki eru 629 þús. kr.,
Framhald á bls. 18
| SKRÝTIN HAGFRÆÐI: \
Maí seldur
úr landi
Ctgeröarráö Hafnarfjarðar „Hversvegna ekki að breyta
mun hafa ákveðið að selja tog- Mai i nótaskip og láta það afla
arann Mai úr landi, svo hafn- fyrir miljaröa á loönu en leyfa
firðingar fái leyfi tii að kaupa jafnframt að keyptur sé togari
skuttogara, en sem kunnugt er fyrir togarann Mai, sem yrði
bannar rikisstjórnin að keyptur nótaskip og gæti þvi aldrei orðið
sé skuttogari nema annar togari togskip framar”, sagði Óskar.
sé seldur úr landi i staðinn. Tog- Akveðið mun að norskur aðili,
arinn Maf er systurskip Sigurö- sem ætlar að selja hafnfirðing-
ar RE og Vikings AK en þeim um, skuttogara taki Mai upp I
togurum hefur sem kunnugt er fyrir um 100 milj. Isl. króna, en
verið breytt i nótaveiðiskip með það sem á stendur nú, er að bæj-
einstökum árangri eins og Sig- arútgerð Hafnarfjaröar biður
urður hefur sýnt. eftir lánafyrirgreiðslu hér
heima til kaupa á skuttogaran-
,,Ég verð að segja eins og er um> sem aU5Vjtaö er margfalt
aö þaö vekur furöu sina aö selja dýrari en Mai.
þurfi Mai úr landi svohægt sé aö þaó vekur sannarlega furðu
kaupa skuttogara”, sagði Óskar að hafnfiröingar skuli neyðast;
Vigfússon formaður Sjómanna- til aö selja Mai úr landi i stað
sambands Islands. Hann sagðist þess að breyta skipinu I nóta-
alveg geta skilið það sjónarmið skip og láta það moka upp
að fjölga ekki togurum, en íoðnu, eins og Sigurður RE,
þarna er alls ekki um þaö að systurskip Mai, hefur gert und-
ræða. aniarin ár. —S.dór
Athyglisverð
niðurstaða
Verömæti
loðnu-
aflans 8
miljarðar
Það er ekki nema eðlilegt
að menn spyrji hvert sé
útflutningsverðmæti þess
metloðnuafla, sem kominn
er á land á þessari vertið.
Að þvi er fróðustu menn
telja mun útflutnings-
verðmæti þeirra 463 þúsund
lesta af loðnu, sem á land eru
komin, nema um 8 milj-
örðum króna, mjöl og lýsi.
t gær var engin loðnuveiði
að kalla, aðeins tveir bátar
tilkynntu um afla, samtals
800 lestir. Bræla var á
miðunum, auk þess sem
tugir báta liggja i höfnum,
biðandi eftir löndun.
—S.dór
Munið
ráðstefnu
herstöðva-
andstæðinga
Munið ráðstefnu herstöðva-
andstæðinga um erlenda auð-
hringi og sjálfstæði tslands.
Ráðstefnan er öllum opin og
hefst I Tjarnarbúð klukkan
eitt eftir hádegi.
Framsöguerindi flytja ólaf-
ur Ragnar Grimsson, Kjartan
óiafsson, Jónas Jónsson og
Jón Kjartansson.
Sérkröfur
í mótun hjá
Dagsbrún
„Það er unnið af fullum krafti
að mótun sérkrafna okkar I Dags-
brún, þessa dagana. Við höfum
haldið fundi með ýmsum
sérhópum og eigum eftir að halda
marga fleiri,” sagði Guðmundur
J. Guðmundsson varaformaður
Dagsbrúnar er við ræddum við
hann I gær.
Guðmundur sagði að það væri
gifurlega mikið verk aö móta
þessar sérkröfur, taka þyrfti til-
lit til svo margra hluta, og halda
fundi með mörgum sérhópum.
Guðmundur sagði aö mikil
harka væri i Dagsbrúnarmönnum
um þessar mundir, meiri en
oftast áður.
„Menn eru afar óánægðir með
kjörin, enda hefur sú óða-
verðbólga sem rikt hefur fariö
afar illa með kjör manna”, sagði
Guðmundur.
Ekki hefur enn verið boöaður
sáttafundur, með samninganefnd
ASl og atvinnurekendum, en á
mánudaginn kemur mun nefnd
ASI ganga á fund rikisstjórnar-
innar og skýa fyrir henni þær
kröfur, sem gerðar eru á hendur
rikisvaldinu.
„Það er eðlilegt að beðið sé með
að kalla saman samningafund
þar til rætt hefur verið við rikis-
stjórnina sagði Guðmundur J.
Guðmundsson að lokum.
—S.dór
Stjórnin
spáir
30% verd-
bólgu á
þessu ári
Sem kunnugt er af fréttum fóru
tryggingafélögin fram á það, að
fá að hækka iðgjöld af
tryggingum um 44% og rökstuddu
þessa hækkunarbeiðni með þvi að
þarna væri aðeins fylgt verð-
. bólgunni, sem yrði á þessu ári.
Rikisstjórnin leyfði hinsvegar
37% hækkun og viðurkennir þar
með að verðbólgan á þessu ári
veröi 30%.
Félag isl. bifreiðaeigenda lagöi
hinsvegar til, að hækkunin yrði
ekki nema 26% og fór þar eftir
spá Þjóðhagsstofnunar um verð-
bólgu á árinu 1977.
Þórður Sverrisson, hag-
fræðingur FIB sagði i gær aö það
væri alveg ljóst, að með þvi að
leyfa 37% hækkun, væri rikis-
stjórnin að gera spá Þjóðhags-
stofnunar að engu og sjálf rikis-
stjórnin spáði þar með 30%
verðbólgu I landinu á þessu ári.
Þessi hækkun á iðgjöldum
tekur gildi frá 1. mars. Sjálfs-
ábyrgð bifreiðaeigenda veröur
óbreytt.
—S.dór
Straumrof
eftir Laxness
frumsýnt 1 Iðnó
á miðvikudag
A miðvikudagskvöld verður
frumsýnt hjá Leikfélagi Reykja-
vlkur leikritið Straumrof eftir
Halldór Laxness og sama dag
kemur það út I bókarformi hjá
Helgafelli.
Þetta leikrit var samið á einni
viku árið 1934, aö þvi er Halldór
sagöi á blaðamannafundi i gær,
er hann tók sér fri frá þvi að
semja Sjálfstætt fólk. I lok
nóvember þaö ár var þaö svo sýnt
i Iönó og olli nokkru fjaðrafoki og
hneykslun I bænum. Þetta er fjöl-
skylduharmleikur og reykviking-
ar spuröu gjarnan, hvort hér væri
fariö af stað til að afsiöa Islenskt
hjónalif. Hvaö um þaö. Sýningar
urðu ekki nema 5 og Ragnar i
Smára, sem lika var á blaða-
mannafundinum I gær, sagðist
hafa veriö á frumsýningu og ým-
ist heföi fólk setið þar með sam-
anbitnar varir eða klappað ákaf-
lega. Leikstjóri er Brynja Bene-
diktsdóttir. Nánar veröur sagt frá
leikritinu á þriðjudag.
—GFr
Brynja Benediktsdóttir leikstjóri og Halldór Laxness á blaðamannafundi I gær: Atti kannski að grafa
undan sjálfu hjónabandinu? (Ljósm. Þjv. gel.)