Þjóðviljinn - 12.03.1977, Page 4

Þjóðviljinn - 12.03.1977, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 12. mars 1977 AAAhinttn CÁCÍnllcttn Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Útbreiðslustjóri: Finnur Torfi Hjörieifsson. iVlUlgUgfl sosiunsmu, Framkvæmdastjéri: Eiður Bergmann Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóðsson vorknKiftvhrovfínanv R»tstjórar:Kjartan Ólafsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: vern,uiyusnreyjuigur Svavar Gestsson Slðumúla 6. Simi 81333 Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Prentun: Blaðaprent hf. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. og þjóðfrelsis. Hagsmunir auð- hringsins eða heilsa verkafólksins í fyrradag boðuðu fulltrúar verkafólks i álverinu i Straumsvik til fundar með fréttamönnum i samvinnu við niu verka- lýðsfélög, sem hlut eiga að gerð kjara- samninga þess fólks, sem i álverinu vinnur. Sú greinargerð, sem lögð var fram á fundinum i fyrradag frá formönnum og trúnaðarmönnum viðkomandi verkalýðs- félaga birtist i heild i Þjóðviljanum i dag, en þar koma fram mjög alvarlegar stað- reyndir varðandi hollustuhætti og aðbúnað verkafólks i álverinu. 1 sjónvarpsþætti fyrir einni viku siðan leyfði forstjóri álversins sér að ráðast með dólgshætti að starfsmönnum Heilbrigðis- eftirlits rikisins. Þessi leppur hins erlenda auðhrings hélt þvi blákalt fram að starfsmenn Heil- brigðiseftirlits rikisins beittu ekki visindalegum vinnubrögðum i sinu starfi, heldur létu þeir stjórnast af pólitisku ofstæki og andúð á stóriðjurekstri. Þess vegna væri skýrsla þeirra um ástandið i Straumsvik, sem flutt var á Alþingi fyrir nokkrum dögum, ekki marktæk, sagði Ragnar Halldórsson. 1 takmarkalausri þjónkun sinni við hið erlenda auðvald, sem drottnar i Straums- vik, þá leyfir leppurinn sér að svivirða stofnanir islenska rikisins og þá starfs- menn þeirra sem dirfast að gera skyldu sina. Svona kumpánum þarf verkalýðs- hreyfingin á Islandi að kenna nauðsynlega lexiu. í greinargerð formanna verkalýðsfélag- anna niu og trúnaðarmanna verkafólksins i Straumsvik kemur skýrt fram að sist er of mikið sagt i skýrslu Heilbrigðiseftirlits rikisins um hörmulegan aðbúnað verka- fólks i álverinu. Forystumenn verkafólksins segja m.a. i greinargerð sinni orðrétt: „Vitað er um mörg fleiri veikindatilfelli en þau 8, sem rætt er um i skýrslunni (þ.e. skýrslu Heilbrigðiseftirlitsins), þar sem starfs- menn hafa annað hvort orðið að hætta að fullu störfum i áliðjuverinu að ráði læknis eða reynt að breyta tii um störf.” í greinargerð trúnaðarmanna og verka- lýðsfélaganna er sagt berum orðum að rekja megi mörg sjúkdómstilfella til starfsins i álverinu og augljóst sé að hætta á atvinnusjúkdómum sé fyrir hendi. Lögð er áhersla á, að verkalýðsfélögin haf i um langt skeið reynt f lest sem i þeirra valdi stóð til að knýja á um úrbætur en’ árangurinn ekki orðið sem skyldi. Þá er tekið fram að framkvæmdahraði verka hafi af hálfu fyrirtækisins jafnan verið látinn ganga fyrir þvi að kippa öryggismálum i lag, og það þótt um hafi verið að ræða öryggisatriði, sem samþykkt hafi verið af sameiginlegri öryggisnefnd skipaðri fulltrúa frá verka- fólkinu og fulltrúum fyrirtækisins. Þessi fyrirlitning ráðamanna álversins á brýnum hagsmunum verkafólksins hvað öryggi á vinnustaðnum varðar, leiddi til þess að trúnaðarmenn verkafólks ákváðu að fulltrúi verkafólks hætti þátttöku i störfum öryggisnefndarinnar. Kröfur verkafólksins i þessum efnum nú eru m.a. þær, að i fimm manna öryggis- nefnd verði tveir fulltrúar frá verkafólki og einn fulltrúi frá öryggiseftirliti rikisins, en tveir frá fyrirtækinu. Þá hafa trúnaðarmenn verkafólksins einnig krafist þess, að fulltrúi frá Heilbrigðis- eftirliti rikisins eigi sæti i hollustunefnd þar i Straumsvik. Báðum þessum kröfum hafa ráðamenn álversins hins vegar neitað, og sýnir það máske betur en flest annað, það gerræðishugarfar, sem stýrir athöfnum leppanna i Straumsvik. Nú að undanförnu hafa komið fram ákaflega skýrar lýsingar á með öllu óvið- unandi aðbúnaði verkafólks hjá álverinu og hættunni á atvinnusjúkdómum af völdum mengunar. í ljósi þessara staðreynda er vert að rifja enn upp ummæli iðnaðarráðherra Viðreisnarstjórnarinnar á Alþingi fyrir 10 árum (1. mars 1967), þegar bygging álversins var þar á dagskrá. Hann sagði orðrétt: „Full ástæða er til þess að ætia, að flúormengun muni ekki skapa teljandi vandamál i sambandi við vinnu verka- mannanna og annarra í verksmiðjunni sjálfri, þar sem loftræsting i bræðslu- ofnum hennar og önnur vinnuskilyrði verða góð.”!! — Sem sagt — „engin teljandi” mengunarvandamál, og „loft- ræsting og vinnuskilyrði góð”! Svona voru gyllingarnar þá. Nú höfum við veruleikann. Tveir þingmenn Alþýðubandalagsins þeir Sigurður Magnússon og Eðvarð Sig- urðsson hafa lagt fram á Alþingi tillögu um að skylda álverið til að setja upp full- komnustu hreinsitæki og skuli verkinu lokið innan eins árs, en verksmiðjunni lokað ella. Þeir Sigurður og Eðvarð leggja einnig til, að nú þegar verði komið á fót sérstakri heilsugæsluþjónustu fyrir það fólk sem i álverinu vinnur, og sérstöku starfi heil- brigðis- og öryggismálafulltrúa kjörins af starfsfólki verksmiðjunnr. Þessar tillögur á Alþingi að samþykkja strax og knýja fram með hörku efndir á þeim loforðum, sem ráðamenn álversins voru pindir til að gefa á árum vinstri stjórnarinnar um fullkomnar mengunar- varnir. —k. Reynslan segir Þaö er ljóst af skrifum Morgun- blaösins um stóriöju útlendinga aö undanförnu aö forystumenn blaösins telja.aö Sjálfstæöisflokk- urinn sé í þeim málaflokki á undanhaldi: ritstjórar Morgun- blaösins háfa þó seint sé gert sér grein fyrir þvi.aö almenningur í landinu er andvigur álstefnunni. Viöhorf almennings styöjast viö reynsluna sem fengist hefur af álverinu. Reynslan segir: — Samingamenn islendinga i álsamningunum létu blekkjast varöandi mengurnarvarnir og hreinsitæki. Þeir tóku trú á „ryk- sugur háloftanna” og töluöu meö fyrirlitningu um þá visindamenn sem vöruöu viö menguninni. — I ákvæöum álsamningsins er gert ráö fyrir alþjóölegum geröardómi i ágreiningsefnum; þessum dómstóli hótaöi álveriö þegar vinstristjórnin kraföist hreinsitækja. — Framleiösluskatturinn sem samningamennirnir islensku — Jóhannes Nordal og félagar — gumuöu sem mest af 1966 reyndist veröa þeim eiginleikum búinn aö hann Dreyttist I skatt- lagningu á isiendinga þegar fram liöu stundir. -Raforkuveriö er langt undii framleiöslukostnaöi. Þessi reynsla af álverinu mótar viöhorf almennings nú, og þess vegna draga ritstjórar Morgun- blaösins I land, reyna aö breiöa vfir sporin sem hræöa, og full- yröa aö núverandi rikisstjórn hafi engin frekari áform um erlenda stjóriöju. Þær fullyröingar voru gjörsamlega afsannaöar I Þjóö- viljanum i gær. Vanmáttur Ihaldsins I þessum efnum birtist þó ekki aöeins I fullyröingum sem hvergi eiga stoö I veruleikanum: tilraunir þeirra til þess aö gera vinstri- stjórnina tortryggilega I þessum efnum eru einnig til marks um þaö aö þeir vilja sem minnst um þaö tala sem nú er aö gerastá bak viö tjöldin i iönaöarráöuneytinu. Staksteinar I gær gera þessi mál aö umtalsefni. Þar er haldiö fram þessum staöhæfingum til þess þess aö sverta vinstristjórn- ina: 1 Aö vinstristjórnin hafi skipaö viöræöunefnd um orkufrekan iön- aö. 2. Sigölduvirkjun og járnblendi- verksmiöjan I Hvalfiröi voru njörvaöar saman. 3. 1 stjórnartiö Alþyöubanda- lagsins móttók ráöherra þess stóriöjuáætlun frá Svissneska ál- félaginu. Vegna endurtekinna ósanninda MbLum þessi atriöi er nauösyn- legt aö svara þeim sérstaklega til upprifjunar. Magnús Kjartansson skipaöi viöræöunefnd um orkufrekan iönaö. Þaöer rétt. Hún var skipuö mönnum úr öllum flokkum. Tilgangur hennar var sá aö ræöa viö þá erlendu aöila sem sýndu áhuga á þvl aö fjárfesta hér á landi. 1 skipun nefndarinnar fólst aö sjálfsögöu engin afstaöa til þessara erlendu aöila og þvi er fjarstæöa aö sjálf skipan nefndar- innar haföi faliö i sér einhverjar skuldbindingar um þátttöku I erlendri stóriöju. Þess er og aö geta aö óöur er viöræöunefndin var skipuö (28. september 1971) og áöur er vinstri stjórnip tók til starfa haföi Jóhannes Nordal átt i viöræöum viö Union Carbide. sem stjórnar- formaöur Landsvirkjunar og sem aöalráöunautur viöreisnar- stjórnarinnar I þessum mála- flokkum. Þaö er skoöun undirrit- aös aö þaö hafi veriö eölilegra á allan hátt aö sllkar viöræöur færu fram á vegum sérstakrar nefndar en á vegum Jóhannesar Nordals. Ekki var reynslan svo góö af ál- samningunum. Viö þetta er svo þvi aö bæta og þaö er stærsta máliö aö Magnús Kjartansson setti þessari viö- ræöunefnd ákeöin ófrávlkjanleg skilyröi: Þau voru 1 stuttu máli þessi: a) Hugsanlegt framleiöslu- fyrirtæki yröi aö meirihluta i eigu Islendinga. b) Um fyrirtækiö giltu alfariö Islensk lög. c) Orkuverö fylgdi veröþróun, en stæöi ekki fast eins og til álversins I Straumsvik. d) Mengunarvarnir væru hinar bestu sem völ væri á. e) Fyrirtækiö nyti ekki þeirra friöinda I sköttum og tollum sem álveriö hefur haft. Magnús Kjartansson beitti sér þannig fyrir gjörbreyttri stefnu I þessum málaflokki. 2. 1 annan staö heldur Morgun- blaöiö þvi fram aö vinstristjórnin hafi njörvaö saman járnblendi- verksmiöjuna og Sigölduvirkjun. Þetta er alrangt; ein megin- stefnubreytingin af hálfu vinstri- stjórnarinnar fólst einmitt I þvl aö tekin var ákvöröun um Sigölduvirkjun án þess aö sú ákvöröun væri á neinn hátt tengd erlendu stóriöjufyrirtæki. Sigölduvirkjun mátti virkja I þrepum, og gert var ráö fyrir þvi aö þannig gæti viöbótarafl virkj- unarinnar nýst I fyrsta lagi til þess aö sjá vaxandi almennum markaöi okkar íyrir raforku, I ööru lagi til þess — meö byggöa- llnunni, sem Gunnar Thoroddsen taföi — aö sjá norölendingum fyrir raforku. Orkumál norö- Lendinga voru I ólestri þegar vinstristjórnin tók viö og viö- reisnarstjórnin skildi þar eftir sig mjög erfitt og viökvæmt deilumál þar sem var Laxárvirkjunarmál- Framhald á bls. 18 /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.