Þjóðviljinn - 12.03.1977, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. mars 1977
Laugardagur 12. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Ný íslensk kvikmynd/
Morösaga, veröur frum-
sýnd i dag í Stjörnubiói og
Nýja bíói. Reynir Oddsson
kvikmyndagerðarmaður á
allan heiður af þessari
mynd, sem er tilraun til að
gera alíslenska kvikmynd,
eins tæknilega fullkomna
og unnt er og með islensk-
um leikurum.
óbilandi hugrekki og
bjartsýni
Reynir samdi handritið að
myndinni, kvikmyndaöi sjálfur
að mestu leyti, leikstýrði og
klipptúen aðstoðarmaöur viö leik-
stjórn var Hörður Torfason.Liney
Friðfinnsdóttir hefur annast
framkvæmdaumsjón með mynd-
inni og hún sagði I stuttu viðtali
við Þjóðviljann að ánægjan við aö
langþráðu marki væri náð væri
auövitað mikil og þetta hefði
aldrei tekist nema fyrir óbilandi
hugrekki Reynis og bjartsyni.
Kvikmyndatakan hófst I júli
1975 og stóð fram I ágúst, en þá
varö aö gera hlé á vegna þess aö
gallar komu fram i kvikmynda-
tökuvél og þvi þurfti að byrja upp
á nýtt árið eftir eöa i júli 1976.
Margt fleira varð til að tefja
verkið, ekki sist veðráttan, en
myndatökinni var lokiö I sept.
1976.
Liney sagöi að erfitt heföi verið
að fjármagna kvikmyndina og
reyndar væri ekki enn vitað hvér
heildarkostnaðurinn yrði, en hann
skipti áreiöanlega nokkrum tug-
um miljóna. Reynir átti i byrjun
aðeins fyrir filmukostnaðinum og
ifyrra fékk hann 1 milj. kr. styrk
frá Menningarsjóði og þrátt fyrir
talsvert hátt verð aðgöngumiða
og hugsanlega metaðsókn er al-
veg útilokað að endar nái saman,
sagöi Liney.
Hvers vegna eru ofbeldis-
verk framin?
Hugmyndina að myndinni fékk
Reynir við lestur fréttar um að
ung þýsk stúlka hefði drepið föður
sinn. Hann fór þá aö velta fyrir
sér, hvað það væri I umhverfinu
sem gerði það að verkum aö fólk
Dóttirin (Þóra) er greinilega i
mikilli geðshræringu.
fremdi ofbeldisverk. Annars vildi
Liney ekki segja mikiö frekar
um efni myndarinnar, en tók
fram aö efnið væri alþjóðlegt og
gæti gerst hvar sem væri.
17 skráö hlutverk eru i mynd-
inni og aðalhlutverkin eru þrjú.
Þau eru leikin af Guðrúnu As-
mundsdóttur, Steindóri Hjörleifs-
syni og Þóru Sigurþórsdóttur.
Misjafnlega gekk að fá leikara i
hlutverkin og lengi gekk treglega
að finna karlmann á lausu i hlut-
verk eiginmannsins, en að lokum
kom Steindór Hjörleifsson eins og
af himnum sendur og hann gekk
inn i hlutverkið eins og það hefði
verið samið meö hann i huga,
sagöi Liney. Og eftir langa leit að
ungri stúlku i hlutverk dóttur-
innar fannst loks Þóra.en hún var
afgreiðslustúlka i tiskuverslun.
Sýnd erlendis
Reynir Oddsson hefur verið. i
Sviþjóð um tima vegna loka frá-
gangs myndarinnar, en tækni-
vinnan var svo til öll unnin hjá
Sænsku kvikmyndastofnuninni og
hjá Laterna film i Danmörku,
sem er dótturfyrirtæki Nordisk
film. Búið er að selja einn
sýningarrétt á Morðsögu til
sænska sjónvarpsins og einnig
hefur Nordisk film áhuga á að fá
myndina til sýninga.
Eins og áður segir veröur
myndin sýnd samtimis i tveimur
kvikmyndahúsum hér i Reykja-
vik i dag, en ætlunin er að fara
mjög fljótlega með hana út á land
og er ákveðið að byrja á Akureyri
og verður fyrsta sýning þar
væntanlega 30. mars. Verð aö-
göngumiða verður að vera nokk-
uð hærra en almennt gerist eða
1000 kr. miöinn.
Sýningar veröa kl. 6, 8 og 10 i
Stjörnublói, en kl. 5, 7 og 9 i Nýja
biói.
FRUMSÝND í DAG
„Höfum mikiö lœrt”,
Þessi kona beiö of lengi
Þau Guörún og Steindór leika
hjón I myndinni. Þau kváðust
ekki geta að svo stöddu sagt
mikið um efnið. Hjónabandið er
ekki upp á marga fiska, þegar
myndin hefst, og konan er
greinilega orðin sljó og illa far-
in.
„Þessi kona hefur allt til
alls,” sagöi Guörún, „en hún er
samt haldin einhverjum sljó-
leika og hún sættir sig gagn-
rýnislaust við allt þangað til i ó-
efni er komið, og hún gripur til
örþrifaráða. Og ég hef mikla
samúð með þessari konu. Hún
lætur bjóða sér alltof mikið eins
og konur gera svo oft. Umhverf-
iö og þjóðfélagið ganga lika út
frá þv^ að það sé alveg eölilegt.
Sú sem gerir uppreisn i tima er
fremur fordæmd. Þessi kona
beið hins vegar of lengi.”
Mannlegt drama"
Steindór var heldur sagnafár
um sitt hlutverk, en sagði þó,aö
persónan sem hann léki væri
heldur tillitslaus maður. Hann
vonaöi aö efnið höföaði til al-
mennings, en myndin fjallar um
mannleg vandamál og mannleg
samskipti. „Kannski má kalla
þetta mannlegt drama,” sagöi
Steindór.
—hs
segja Guðrún og Steindór
Við náðum aðeins tali af
tveimur aðalleikurunum i
myndinni þeim Guðrúnu
Asmundsdóttur og Steindóri
Hjörleifssyni. Þau sögðust bæði
vera mjög ánægð með að hafa
fengið tækifæri til að spreyta sig
á þessu verkefni og hafa lært
mikið á þvi. Þetta væri þó all-
frábrugðið leik á sviði og t.d.
færi ansi mikill timi i bið. Þau
dáðust mjög að dugnaði og
kjarki Reynis við að leggja út I
þetta fyrirtæki. Erfiðleikarnir
hefðu stundum virst allt að þvi
óyfirstiganlegir, en með góðri
samhjálp allra tókst þetta að
lokum.
Atriði úr vinaboði á heimili hjónanna. Ekki fer á milli mála að vinskapurinn er mikill. Leikarar: Pétur
Einarsson, Sigrún Björnsdóttir og Steindór Hjörleifsson.
Steindór Hjörleifsson og Þóra Sigurþórsdóttir.
Eiginkonan þarf greinilega að láta til sin heyra.
Þóra Sigurþórsdóttir leikur dótturina á heimilinu.
NÝTT BARNALEIKRIT
SÝNT í HAFNARFIRÐI
Klukkan 14 i dag, laugardag,
verður frumsýnt nýtt islenskt
barnaleikrit i Bæjarbiói I
Hafnarfirði. Þaö heitir Pappirs-
Pési og er höfundur þess Herdis
Egilsdóttir, höfundur nokkurra
barnabóka og leikrita.
Herdis hefur einnig samið
tónlist viö leikritið og flytur
hana sjálf. Leikstjóri er
Kjuregej Alexandra, og saumar
hún einnig búninga og fer með
hlutverk i leikritinu. Enginn fer
með aðalhlutverk. Leiktjöld eru
unnin af 9 og 10 ára börnum i
Handiöa- og myndlistarskólan-
um. Fimm börn leika og tveir
fullorönir.
Pappirs-Pési er pappirsstrák-
ur, sem einmana drengur, ný-
fluttur i nýtt hverfi, býr sér til.
Lifnar Pappirspési við, en sá er
vandi á höndum, að hann er við-
kvæmur fyrir hnjaski og þvi
hliðstæöa við fötluð börn eöa
aðra sem bágt eiga.
Þetta er fjórða leikrit barna-
leikritasmiöju Leikfélags
Hafnarfjarðar.
í>
Höfundur og undirleikari, Her-
dis Egilsdóttir.
Fró æfingu á Pappfrs-Pésa.
Atvinna húsgagna-
smiða er ótrygg
Tryggvi Þór
Adalsteinsson
endurkjörinn
formadur
Aöalfundur Sveinafélags hús-
gagnasmiða var haldinn 3. og 8.
mars s.l.
I stjórn félagsins voru kosnir:
Formaður Tryggvi Þór Aðal-
steinsson, varaf. Steinþór Jó-
hannsson, ritari Ingvi Tómasson,
gjaldk. Bolli A. Ólafsson,
varagjk. Hilmar Sigurðsson,
varastj. Haukur Pálsson, Gunnar
Geirmundsson.
Benedikt Daviðsson formaður
Sambands byggingamanna kom
á fundinn og ræddi um kjaramál-
in og viöhorf til komandi
samninga.
Gildandi kjarasamningum var
einróma sagt upp frá og meö 1.
mai n.k.
Lagt var fram uppkast að sér-
kröfum félagsins til breytinga á
kjarasamningi.
Eftirfarandi samþykkt var
gerð samhljóða:
„Fundur haldinn I Sveinafélagi
húsgagnasmiða 8. mars 1977,
tekur undir þær kröfur, sem
kjararáðstefna AiS.Í. hefur lagt
fram.’jafnframt leggur fundur-
inn áherslu á þann hluta krafn-
anna er lýtur aö lágmarkslaunun-
um,en ljóst má vera, hversu
,.brýnt er, að verkalýðssamtökin
knýi á um verulega hækkun
launanna á timum eins og nú,
þegar hækkun verölags og aðrar
kaupránsaögeröir stjórnvalda
hafa rýrt kaupmátt launa um nær
40% á undanförnum þremur ár-
um.
I komandi samningum veröur
að leggja meginþungann á, aö sú
kjarabót, sem kann að nást, verði
vernduð meö raunhæfum ráð-
stöfunum.
Sveinafélag húsgagnasmiða
vill leggja áherslu á nauðsyn
þess, að verkalýðsféiögin fylki
sér um kröfur samtakanna af ein-
urð og festu og mun leggja sitt af
mörkum til þess að svo megi
verða.”
Atvinnuástand I iðninni er ekki
nægilega öruggt. Stafar þaö af ört
vaxandi dýrtiö og minnkandi
kaupgetu, ennfremur af miklum
innflutningi húsgagna og innrétt-
inga.”
UGLYSINGA »
myndagetraun (/)
Hvað lestu úr þessu?
Sendu lausn til Þjóðviljans,Siðumú!a 6
Rvik,og merktu hana //Auglýsinga-
getraun 1".
Dregið úr lausnum 25. mars.
Verðlaun: 3.000.- krónur.
Álit
fóður-
idn-
aöar-
nefnd-
ar
Búnaðarþing 1976 beindi þvi
til landbúnaðarráðherra aö
skipa nefnd „Til þess að
gera heildaráætlun um efl-
ingu fóðuriðnaöar á Islandi,
er fullnægt geti að mestu
fóöurþörf landbúnaöarins,”
eins og segir I ályktun þings-
ins.
Landbúnaöarráðherra
varð viö áskorun þingsins og
hinn 7. mai s.l. skipaöi hann
eftirtalda menn i umrædda
nefnd: Hjalta Gestsson,
ráðunaut, formann, Arna
Jónasson, erindreka, Stefán
Sigfússon, framkvæmda-
stjóra, Magnús Sigurösson,
bónda, Teit Björnsson,
bónda, Jóhannes Bjarnason,
verkfræðing og Egil Bjarna-
son, ráöunaut.
Nefndin hefur nú skilaö
löngu og ýtarlegu áliti, sem
engin tök eru á að kynna aö
ráöi hér nú, en helstu niður-
stöður þess eru:
Stefnt verðiaö þvi aö auka
fóðuriðnað jafnt og þétt svo
aö ársframleiðslan verði
oröin 40 þús. tonn árið 1990.
Framleiðslan fari að mestu
fram i verksmiöjum með 10
tn. eimingargetu á klst. eöa
6000 tonna ársframleiðslu.
Lagt er til að stofnaður veröi
fóðuriðnaðarsjóður og verði
tekjur hans hreyfanlegt
gjald af cif-verði innflutts
kjarnfóðurs, allt aö 6% og
árlega jafnhá upphæð úr
rikissjóði. Sjóðurinn skal
veita styrki og lán til stofn-
unar fóðuriðnaöar, styðja
byrjunarrekstur nýrra verk-
smiðja og kosta tilraunir
með framleiðslutækni.
Byggðasjóður taki upp
fastan lánaflokk til fóður-
iðnaðar, allt að 20% af stofn-
kostnaði. Fóðurverk-
smiðjurnar verði fjár-
magnaðar með þeim hætti að
til húsa og vélakaupa láni
Stofnlánadeild ca 15%,
Byggðasjóður ca 20% lán og
styrkir fóðuriðnaðarsjóðs,
framlög stofnana bænda og
einstaklinga ca. 65%.
Gert er ráð fyrir 3ja
manna stjórn fóöuriðnaðar-
sjóös: landnámsstjóra, full-
trúa frá Búnaðarfél. Isl. og
öðrum frá Stéttarsamb.
Felldir verði niöur tollar og
söluskattur af vélum til
grasköggla verksmiðja.
Ahersla verði lögð á undir-
búning að notkun innlendra
orkugjafa viö fóðuriðnað og
leggi rikissjóöur fram fé til
þess þar til fóðuriönaðar-
sjóður getur gegnt þvi hlut-
verki. Stjórnvöld hlutist til
um að fóöuriönaður fái raf-
orku á sama verði og áburð-
arframleiðslan. Dreifingar-
kostn. graskögglafram-
leiðsiunnar veröi verðjafn-
aður þannig, aö hag-
kvæmnissjónarmiö ein geti
ráðið við ákvörðun og röö
framkvæmda og staðarval.
Rannsóknastofnun land-
búnaöarins leggi á það meg-
in-áherslu að kanna sem best
notagildi framleiöslu fóður-
iðnaðarins og blöndum
ýmissa fóöurefna við gras-
mjöl i kögglum.
—mhg