Þjóðviljinn - 12.03.1977, Side 16
16 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugárdagur 12. mars 1977
Bergþóra Sigmundsdóttir, framkvæmdastjóri jafnréttisráOs.
JAFNRÉTTISRÁÐ
hefur nóg að gera
„og mikil ábyrgd
hvílir á
skólunum”
segir Bergþóra
Sigmundsdóttir,
framkvæmdastjóri
rádsins
Svo sem kuqnugt er voru i
fyrravor samþykkt á Alþingi iög
um jafnrétti /karla og kvenna.
Jafnréttisráö skal annast fram-
kvæmd laganna ogerþaöskipaö
5 mönnum til þriggja ára i senn.
Ráðiö hefur ekki nein völd
heldur er þaö einungis ráögef-
andi bæöi gagnvart stjórnvöld-
um, stofnunum og félögum i
málefnum er varöa jafnrétti
kynjanna og einnig viö ráöningu
eöa skipun til starfa. Þá á jafn-
réttisráö einnig aö fylgjast meö
þjóöfélagsþróuninni varöandi
jafnréttismál og taka til rann-
sóknar af sjálfsdáöum, hver
brögö kunna aö vera aö misrétti
kynjanna. Hver sem er má leita
til ráösins og skal ráöiö tajka viö
öllum þeim ábendingum, sem
þvi kunna aö berast um brot á
ja fnréttislögunum.
Jafnréttisráö hefur nú starfað
i rúmlega hálft ár. Fram-
kvæmdastjóri þess og jafnframt
eini starfsmaður er Bergþóra
Sigmundsdóttir, þjóðfélags-
fræðingur. Hún var þar til um
sl. áramót aðeins i hálfu starfi,
en þaö nægði engan veginn, og
nú er hún i fullu starfi. Ráðið
hefur aðsetur að Skólavörðustig
12 og er viðtalstfmi daglega kl.
10-12 og siminn er 27420.
Heldur er hljótt um störf jafn-
réttisráðs alla jafna, og þær
raddir heyrast vissulega, að
lögin og ráðið sé öldungis
óþarft. Þetta jafnréttisbrölt i
konum hafi aðeins i för með sér
óþarfa útgjöld, og nær væri að
verja peningunum til nytsam-
legri hluta. Við lögðum þvi leið
okkar einn daginn upp á Skóla-
vörðustig og ræddum við Berg-
þóru um störf ráðsins hingaö til
og hvaða verkefni væru fram-
undan.
Ekki skortir ýerkefnin
„Hér er svo sannarlega nóg
að gera, sagði Bergþóra „og
þó að ég hafi aöeins veriö i
hálfu starfi fram til áramóta má
segja að um fullf starf hafi verið
að ræða allan timann. Mjög
margir hafa' leitað til okkar
bæöi formlega og óformlega.
Við höfum þegar afgreitt aö
fullu tvö mál. Annað var kvört-
un frá karlmanni, en i kjara-
samningi ákveðins félags var
kveðiö svo á um, að einungis
mætti ráða konu i ákveðið starf.
Málið var borið undir viðkom-
andi félag sem tók þvi vel að
kippa þessu i lag i næstu kjara-
samningum. Hitt máliö var frá
konu, sem taldi brotið á sér,
þegar barni hennar var sagt upp
dagheimilisplássi vegna sam-
búöar viö mann. Við sendum
bréf til stjórnar Sumargjafar og
fengum það svar, að samkv.
reglum um inntöku barna á
dagheimilin væri konum og
körlum ekki mismunað.
Við þessu er vist ekkert hægt
■ að gera en við skrifuðum
borgarstjórn og óskuðum eftir
að uppbyggingu dagvistunar-
heimila yrði flýtt svo sem kost-
ur er.”
Þá sagði Bergþóra að fjöl-
mörg mál væru í gangi hjá ráð-
inu, en um skeið hefur mikill
timi farið i skattamálin. Jafn-
réttisráð fékk frumvarpið um
tekju- og eignarskatt til um-
sagnar og hefur nýlega skilað
henni. Það hefur lika skilað um-
sögnum um tvö önnur laga-
frumvörp, sem Alþingi sendi
ráðinu, frumvarp til ætt-
leiðingalaga og frumv. til
barnalaga.
Konur meö 10 þús. kr.
lægri mánaðarlaun
„Eitt af málunum sem nú er i
gangi hjá okkur er frá konum i
ákveðnu stéttarfélagi, en þær fá
um 10 þús. kr. lægri mánaðar-
laun en karlar sem vinna al-
gjörlega sömu störf og þær og á
sömu stofnunum, en eru i öðru
stéttarfélagi. Við höfum skrifað
viðkomandi stéttarfélagi karl-
anna, en fengið þau svör, að
samkv. lögum um stéttarfélög
og vinnudeilur sé ekkert hægt að
gera i málinu, amk. að svo
stöddu. Við höfum hug á að gera
i þessu sambandi úttekt á þvi
hvers vegna konur og karlar séu
i sérstéttarfélögum við sam-
bærileg störf. Meðal kvenna eru
skiptar skoðanir á þessu,og min
persónul. er.að ekki sé unnt að
fullyrða hvort konur eru betur
eða verr settar við þannig að-
stæður. Samt hlýtur að teljast
óeðlilegt að konur og karlar séu
ekki saman i félögum,”
Bergþóra gat um mörg fleiri
mál sem væru á döfinni. en of-
langt er að rekja hér. Það verð-
ur að biða betri tima. T.d.
sagði hún að bent hefði verið á
að karlmenn geta ekki fengiö
meðlagsúrskurð frá móður þar
sem hann er með barnið. Lög
frá 1947 kveða svo á um aö „ein-
göngu sé unnt að gefa út með-
lagsúrskurö á hendur föður
óskilgetins barns.”
Hlutur skólans
Af þessu má sjá,að enn er viða
pottur brotinn i jafnréttis-
málunum. Og ef árangur á að
nást verður að byrja á byrjun-
inni, þ.e. uppeldi barnanna.
Bergþóra taldi að hér hvíldi
mikil ábyrgð á skólunum. Þeir
yröu að búa svo um hnútana að
kennslubækur og annaö
kennsluefni væri þannig úr
garði gert að piltum og stúlkum
væri ekki mismunað. Hún sagði
að jafnréttisráð hefði haft sam-
band við menntamálaráöuneýt-
ið og skólarannsóknadeild og
komið þar á framfæri óskum
um að jafnrétti kynjanna verði
haft I huga við endurskoðun
námsbóka og eins að sem fyrst
yrði útrýmt þeirri beinu mis-
munun, sem enn á sér stað I
flestum skólum þar sem er ekki
sama námsefni pilta og stúlkna
i handavinnu.
Bergþóra sagði að ekki mætti
samt koma með kennslu i jafn-
réttismálum inn i skólana nema
kennarar væru mjög vel undir-
búnir og þennan þátt mætti ekki
taka út úr i kennslunni, heldur
ætti umræða um þessi mál að
vera jafnsjálfsögð og hvað
annað i mannlegum samskipt-
um og vera hluti samfélags-
fræöikennslu. Hún sagðist vita
mörg dæmi þess að kennarar
beinlinis ýttu undir rikjandi
ástand með ýmiss konar hefð-
bundnum athugasemdum um
konur og þvi væri greinilegt að
kennara þyrfti að fræða vel um
jafnréttismál áður en þeir
taka almennt að sér þess konar
kennslu.
,Þú svaramaö-
ur, KONÁ’!!!
Eins og allir vita hcfur kirkjan
ekki fengið orð fyrir að vera sér-
lega nýjungagjörn eða fljót að að-
laga sig breyttum hugsunarhætti.
Allt viðkomandi starfi hennar og
siðvenjum er mjög fast i skorðum
og má sem dæmi nefna giftingar-
siði, þegar vigsla fer fram i
kirkju.
Kona ein i Kópavogi fékk að
kenna á ihaldssemi kirkjunnar i
þessum efnum nýlega. Svo var
mál með vexti aö bróðir hennar
ætlaði að gifta sig, og er það ekki i
frásögu færandi. Venjan er sú að
feður brúðhjónanna séu svara-
menn eða einhverjir aðrir ná-
komnir karlkyns ættmenn. Nú er
faðir brúðgumans hins vegar bú-
setur úti á landi og gat ekki komið
suður til að vera við vigsluna svo
að brúðguminn bað systur sina að
vera svaramann.
— Ég tók þvi vel sagði konan,
og fór meö bróður minum til
prestsins, séra Þorbergs
Kristjánsonar sóknarprests i
Digranesprestakalli, og sagöist
ætla að vera svaramaður bróöur
mins. Guðsmaðurinn varð afar
undrandi og margspurði bróður
minn hvort honuin væri virkilega
alvara að hafa konu fyrir svara-
mann. Og þegar hann játti þvi var
það i lagi.
— Þegar við komum svo i
kirkjuna, fer ég inn með bróður
minum eins og svaramanni ber
aö gera. Þá kemur meðhjálpar-
inn til min og spyr mig hver ég
eiginlega sé. Ég segist vera
svaramaður. „Þú svaramaður—
kona ”, segir hann heldur höstug-
lega. „Já hvað með þaö”, svara
ég. Undrunarsvip mannsins
ætla ég ekki að lýsa, en að lokum
sagði hann alveg dolfallinn:
„Þetta hef ég aldrei vitað áður”,
og með það fór ég með bróöur
minum upp að altarinu.
Hún er svo falleg
Konan sagðist svo sem ekki
hafa orðið beinlinis hissa á þess-
um viöbrögðum.
— Maður er svo oft að verða
fyrir svipuðu i daglega lifinu,
sagði hún. Til dæmis heyrði ég
um daginn á tal tveggja kvenna,
miðaldra. önnurspurði hina hvað
dætur hennar væru að gera.
„önnur er I menntaskóla”, svar-
aðu sú sem spurð var, ,,en hin,
hún þarf núekkertað gera, hún er
svo falleg.” —hs
Belgurinn
Það er vist mál til komiö að
fara að safna i belginn aftur.
Margir hafa haft samband vi
jafnréttissiöuna og lýst yfir
ánægju sinni með að hún skuli
aftur vera á dagskrá i blaðinu
og hér er bréf sem siðunni
barst I vikunni. Þaö er frá
Ragnheiði og Kristinu, Fjöl-
nísvegi 7, Rvk.
Bert kvenfólk í ögrandi
stellingum og með
frygðarsvip
Undanfarnar vikur hafa
birst I dagblöðum Reykjavik-
ur auglýsingar frá fyrirtækinu
Blossa s/f sem verslar með
bílavarahluti. í þessum aug-
lýsingum auglýsir Blossi ma.
bilalökk, perur o.fl. viðvikj-
andi bilum. 1 öllum þessum
auglýsingum er hálfbert kven-
fólk notað til að draga athygli
karlkynslesandans (þvi auð-
vitað koma bilavarahlutir
kvenfólki ekkert við) að þess-
um auglýsingum. Við fáum
ekki séð, hvað þetta bera
kvenfólk sem stillt er upp i
ögrandi stellingar með til-
heyrandi frygðarsvip, segi
okkur um eiginleika og gæði
vörunnar. Þarna er þvi veriö
að misnota kvenlikamann á
mjög svo gróflegan og háska-
legan hátt.
í framhaldi af þessu viljum
við bera fram þá fyrirspurn
hvort ekki hafi verið sam-
þykkt lög frá Alþingi sl. vetur
þar sem bannað er að misnota
mannslikamann I auglýsing-
um.
Méð bréfinu fylgja tvær úr-
klippur með umræddum aug-
lýsingum, og birtist önnur
þeirra hér á siðunni.
Ég fæ ekki betur séð en meö
auglýsingum af þessu tagi sé
veriö að brjóta 8. gr. jafnrétt-
islaganna, sem sett voru I
fyrra en hún er svona: „Aug-
lýsendum er óheimilt að birta
þær auglýsingar I orðum eða
myndum, er orðið geti öðru
kyninu til minnkunar eða
litilsvirðingar.”
Hér er þvi enn eitt verkefni
fyrir jafnréttisráð.
—hs.
BLONDUM
á staðnu
bílalökk á allfl
tegundir
Evrópu
Japa
M
Hálfbert kvenfólk er notað til aft draga aft athygli karlkynslesenda.
Bflavarahlutir koma kvenfólki aft sjálfsögftu ekkert vift. Annaft
hvort eiga konur ekki bila efta þá aft bilarnir þeirra bila aldrei.