Þjóðviljinn - 13.03.1977, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 13.03.1977, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. mars 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans. Útbreiðslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Augiýsingastjóri: úlfar Þormóösson Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Gestsson Siðumúla 6. Simi 81333 Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi Árni Bergmann Prentun: Blaöaprent hf. 800 miljóna halli á Grundar- tanga- verksmiðjunni Bandariski auðhringurinn Union Carbide kaus að greiða nærri einn miljarð króna fremur en að standa við gerða samninga um byggingu kisiljárnverk- smiðjunnar á Grundartanga i Hvalfirði. Astæðan fyrir þessari afstöðu auðhrings- ins var sú að forráðamenn hans gerðu sér grein fyrir þvi eftir itarlegar athuganir að markaðsverð á afurðum þessarar verk- smiðju fór sifellt lækkandi. Þrátt fyrir þessa aðvörun héldu forsjármenn rikis- stjórnar íslands áfram eins og ekkert hefði i skorist og leituðu þeir eftir öðrum bandamanni. Varð niðurstaðan sú eins og kunnugt er, að samningar tókust með rikisstjórninni og fulltrúum norska fyrir- tækisins Elkem-Spiegerverket. Voru samningar undirritaðir og málið siðar tekið fyrir á alþingi. Við umræður um málið á alþingi héldu talsmenn Alþýðu- bandalagsins þvi fram að enn væru markaðshorfur á afurðum verksmiðju þessarar mjög slæmar. Byggðu þeir full- yrðingar sinar á sjálfstæðum athugunum á samningnum og á tiðindum erlendis frá af markaðshorfum. Ber erlendum tima- ritum saman um það að stálmarkaður Vestur-Evrópu og Bandarikjanna sé svo að segja i rúst um þessar mundir og framtiðarhorfur vægast sagt mjög iskyggilegar. Er málið kom til iðnaðar- nefndar neðrideildar alþingis óskaði Sigurður Magnússon fulltrúi Alþýðu- bandalagsins i nefndinni eftir þvi að fá að sjá markaðskannanir þær sem Union Carbide lét gera áður en auðhringurinn hvarf frá Grundartanga. Þrátt fyrir eftir- grennslan hafa þessar kannanir og niður- stöður þeirra ekki komið fram. Þá óskaði Sigurður Magnússon eftir þvi að reiknað yrði út hver hefði orðið afkoma verk- smiðjunnar á Grundartanga miðað við hráefnisverð og afurðaverð ársins 1976. Þessir útreikningar voru gerðir og sýna þeir satt að segja býsna fróðlegar upplýs- ingar um verksmiðju þessa, upplýsingar sem hljóta að verða til þess að menn staldri við og virði málin fyrir sér á ný og endurmeti stöðuna: Samkvæmt útreikningum Þjóðhags- stofnunar hefði kostnaður verk- smiðjunnar 1976 miðað við full afköst, 50.000 tonn, orðið 141 miljón norskra króna, en söluverðmæti afurðanna aðeins 119 miljónir norskra króna. Hallinn er með öðrum orðum 22 miljónir norskra króna eða um 800 miljónir isienskra króna. Þessar upplýsingar staðfesta ummæli talsmanna Alþýðubandalagsins I áður- nefndum umræðum á alþingi. Og þær skýra sennilega einnig þann drátt sem hefur orðið á þvi að mál þetta fái frekari meðferð á alþingi. Fulltrúar stjómar- flokkanna i iðnaðarnefndum þingsins hljóta að staldra við þegar tölur af þessu tagi koma fram. Og allir þeir sem hafa óbrenglaða skynsemi, allir þeir sem ekki eru haldnir af pólitisku ofstæki, hljóta að krefjast þess að nú verði spymt við fótum og hætt við allar framkvæmdir á Grundartanga þar sem verksmiðjan gefur ekki þann arð sem menn' höfðui gert sér vonir um. Það er sama hvaða afstöðu menn hafa áður haft til þess hvort reisa eigi kisiljárnverksmiðjuna á Grundar- tanga: hinar nýju upplýsingar sem byggð- ar em á tölum Þjóðhagsstofnunar beinlin- is kalla á það að þeir sem áður hafa verið hlynntir verksmiðjubyggingunni endur- meti afstöðu sina og krefjist þess að öll áform um byggingu verksmiðjunnar verði lögð til hliðar. Þjóðviljinn skorar á þingmenn allra flokka að láta skynsemina ráða, skorar á þá að virða fyrir sér þær tölur um halla- rekstur verksmiðjunnar, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni, og draga af þeim þá eðlilegu og sjálfsögðu ályktun að stöðva framkvæmdirnar á Gmndartanga. Við erum bara í öðru sæti! Carter forseti segir, aö eitt af brýnustu verkefnum hans sé aö láta bandarlkjamönnum skilj- ast hve alvarleg orkukreppa okkar er. Hvernig á hann svo aö fara aö þvi? Vinur minn Honneker, sem vinnur viö auglýsingar, heldur aö hann hafi fundiö svar viö þessari spurningu. — Hr. Carter, sagöi hann, verður aö fara i sjónvarpiö og tilkynna bandarisku þjóðinni aö sovétmenn séu númer eitt orön- ir í orkumálum. — Etv sagöi ég, bandariska þjóöin mun aldrei viöurkenna þá staöreynd, aö sovétmenn séu númer eitt i einhverju. — Þaöereinmitt þaö, svaraöi hann. Manstu ekki, aö eftir aö Spútnik fór á loft fór Kennedy i sjónvarpiö og sagöi, aö rússar kynnu aö lenda á tunglinu áöur en viö geröum þaö? Allir uröu dauöhræddir og viö settum saman skyndiáætlun um geim- feröir sem allur heimur gapti af undrun yfir. Fólk haföi engan áhuga á geimferöum, og viö höföum ekki áhuga á þvi aö komast til tunglsins. En þegar menn heyröu, aö sovétmenn væru I fyrsta sæti, þá var þaö nóg til aö allir gengju af göflun- um. — Amrikanar vilja ekki vera i ööru sæti i neinu, samþykkti ég. — Carter forseti gæti sagt, aö hann heföi fengiö leyniskýrslu frá CIA um orkuforöa Sovét- rikjanna og um aö ef viö héldum áfram aö sóa orku eins og viö gerum, muni ljósin slokkna hjá okkur 20 árum fyrr en þau slokkna hjá rússum. Þess vegna ætli hann aö biöja þingiö um áhlauparáöstafanir til aö brúa orkubiliö áöur en þaö er of seint. — Þingiö mundi gleypa viö þvi, sagöi ég æstur. — Og samsteypa herforingja og iöjuhölda lika, sagöi Honneker. Þaö er þeirra starf aö sjá til þess aö sovétmenn nái ekki fyrsta sæti í neinu. Þaö mundi einnig sameina oliubar- ónanna, sem hata kommúnisma meira en nokkuö annaö. Þeir mundu fara aö bora eftir gasi og ollu, jafnvel þar sem þeir gætu ekki grætteitt sent á vinnslunni. — Gleymdu ekki Detroit! Bilakóngarnir eru ekki siöri fööurlandsvinir en oliufólkiö. Ef þeir héldu aö sovétmenn kynnu aö vinna orkukapphlaupiö, þá mundu þeir smiöa bila, sem ekki nota eins mikiö bensin, jafnvel þótt þeir þyrftu aö endurskipuleggja allar slnar verksmiöjur, sagöi ég. — Hin óvænta yfirlýsing for- setans mundi demba þessu landi i striösástand, sagöi Honneker. Viö mundum fara aö spara gas og oliu bæöi á heimil- um okkar og i verksmiöjunum. Upplýsingaskrifstofa um orku- mál mundi prenta áróöurs- spjöld, sem sýna rússa grafa amrikanana meö rafstöövum. John Wayne mundi búa til aug- lýsingamyndir fyrir sjónvarp, þar sem hann skorar á fólk aö skrúfa niöur hitastillinguna svo aö hægt sé aö sigrast á rauöu hættunni. FBI mundi fara aö setja á skrá nöfn þess fólks sem sóar eldsneyti. Allir kraftar landsmanna mundu virkjaöir i i-Mj/ .,r § fí y Mr , 's.-r.'t ■ ' ■; ,* • s þvl skyni, aö viö yröum aftur i fyrsta sæti i orkumálum. — Þetta er okkar eini séns, sagöi ég. — Ég er ekki búinn, sagöi Honneker. Hálftimasjónvarps- þátturinn frá Super Bowl yröi nelgaöur sólarorku. Ungfrú Amrika mundi mæla meö kolum á reisu sinni um landiö. Robert Redford mundi sýna sig á fööur- landsbrókum. Amrlkubanda- lagiö mundi lýsa þvi yfir, aö all- ir meölimir þess færu i hungur- verkfall þar til kommarnir væru aftur komnir I annaö sæti. — En segjum svo aö rússar veröi þaö gáfaöir, þegar þeir heyra um áætlanir forsetans, aö þeir neiti þvl aö þeir séu I fyrsta sæti í orkumálum? — Þeim mun betra, svaraöi vinurminn. Ef þeir neita þvl, þá vitum viö, aö þeir eru aö ljúga og aö þeir eru aö reyna aö rugga okkur I svefn meö falskri öryggiskennd. Bandarikjamenn eru engir asnar I orkumálum. — Honneker, sagöi ég. Þaö má vera aö þú hafir fundiö svar viö þeirri spurningu sem mest brennur á löndum okkar. — Þetta er eina svariö, sagöi hann. Enginn viröist hafa éhyggjur af þvi.aö arabar hafa kverkatök á okkur. En ef menn héldu aö rússar heföu slik tök, þá mundu amrikanar setja upp kjarnorkuofna I kjöllurum sln- um. — Er þaö ekki hættulegt? spuröi ég. — Þaö er ekki hættulegt, sagöi Honneker, ef þú trúir þvi aö þaö sé betra aö vera dauöur en rauöur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.