Þjóðviljinn - 13.03.1977, Qupperneq 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. mars 1977
SIGURJÓN PÉTURSSON, borgarráðsmaður:
Það er fljótlegt að
stroka út á teikrdborði
en steinsteypan verður
ekki brotin niður.
7.000 miljónir verður að
leggja i ný umferðar-
mannvirki á næstu 20
árum fyrir utan eðlilegt
viðhald.
....má gera ráð fyrir að
bilastæði borgarinnar
þeki 1V2 -2 fer-
kilómetra...
....malbikuð bilastæðin
orka á mann eins og
hrúðrað sár innan um
lágreist og vinaleg hús.
FRAM I ÍÐIIN MÓTUÐ
Við islendingar hælum sjálfum
ok: "r oft fyrir að við byggjum
va> laðri hús en aðrar þjóðir.
Sjáífsagt er þetta rétt.
Við búum i eldfjallalandi, þar
sem gera má ráð fyrir all-
snörpum jarðskjálftum og þvi
þurfum við að byggja sterkt.
Við dveljum meira innan dyra
en flestar þjóðir vegna rikjandi
veðráttu og þvi þurfum við að
byggja bæði hlý og rúmgóð hús.
Nær allarbyggingar eru reistar
ur járnbentri steinsteypu, ófor-
gengilegu efni, sem endast mun
ófyrirsjáanlega margar kyn-
slóðir.
Af þessum ástæðum skiptir
skipulag byggðar svo geysilega
miklu máli. Það er fljótlegt að
stroka út á teikniborði og teikna
nýtt. En steinsteypubyggðin er
varanleg og verður ekki brotin
niður, ekki einu sinni þótt illa
takist til.
t þessari grein ætla ég að undir-
strika þrjú atriöi i nýju aðal-
skipulagi fyrir Reykjavlk. Alls
ekki þau einustu þrjú, sem ástæða
væri til að fjalla um, heldur aö-
eins þrjú af þeim mörgu, sem
skipta máli.
Þessi þrjú atriði sem ég ætla
að fjalla um I þessari grein eru
umferðarpólitfk aðalskipulagsins,
stefna byggðarinnar og einn
þáttur I endurskipulagningu
gömlu hverfanna.
Almenningsvagnar
— einkabílar
Ein sú veigamesta ákvörðun,
sem tekin hefur verið i þessu
skipulagi, er sú ákvörðun að
áfram skuli gert ráð fyrir þvl. aö
fólksflutningar fari fyrst og
fremst fram meö einkabllum. Við
umferðarútreikninga var sá
möguleiki ekki einu sinni kannað-
ur að beina fólksflutningum i vax-
andi mæli að almenningsvagna-
kerfi.
Ég hef orðið þess var að mjög
margir álíta að þeir, sem aðhyll-
ast kerfi almenningsvagna til
lausnar á vandamálum nútima
umferðar, séu einhverjir bilaand-
stæðingar, einskonar meinlæta-
menn, sem vilji afneita
þægindum af hugsjónaástæðum
einum.
Tveir valkostir
Þetta er misskilningur. Um er
að ræða tvo valkosti i fólks-
flutningum innan borgar,
almenningsvagna eða einkabila.
Báða valkostina á að skoða, siðan
má velja og hafna. Flestar
erlendar stórborgir hafa komið
sér upp neðanjarðarbrautum,
sem eru mikið notaðar. Þar
ferðast ekki neinir meinlæta-
menn. Liklega eiga flestir þeirra,
sem með þessum neðanjarðar-
brautum fara, bila heima. Þeir
kjósa neðanjaröarbrautina vegna
þess að hún er fljótari, hún lendir
ekki I umferðartöfum, hún er
stundvisari og hún sparar tim:
ann, sem ella tekur að leita uppi
bifreiðastæði.
Þessa kosti almenningsvagna-
kerfis viljum við, sem aöhyllumst
þá, sem lausn á umferðarvand-
anum, hagnýta. Láta skoða og
bera saman kostnaðinn við hana
á móti stefnu einkabílsins.
Ekkiskoðað
Eigi almenningsva gnar að
keppa við einkabilinn, þá verður
að sjálfsögðu að stórbæta kerfið
frá þvl sem nú er. Núverandi
strætisvagnakerfi er miðað við
það að gera stefnu einkabilsins
vinsæla.
Kostnaður við að láta
almenningsvagnakerfið taka
meginþunga fólksflutninga hefur
ekki verið rannsakaður i
sambandi við þetta skipulag, en
kostnaður við umferðarkerfi
einkabilsins hefur aftur á móti
verið metinn.
Samkvæmt þeim áætlunum
sem gerðar hafa verið verður að
leggja a.m.k. 7.000 miljónir I ný
umferðarmannvirki á næstu 20
árum. Þvi má alveg treysta aö
þessi tala er ekki of há. Raunar er
hún þegar orðin of lág,vegna þess
að verðlag hefur hækkað siðan
hún var reiknuð út. Þessi skattur
sem þegar er búið að leggja á
reykvikinga er algjörlega til
viðbótar eðlilegu viðhaldi gatna.
Fleira en götur
En Jiað er ekki nóg aö gera
götu fyrir einkabilinn. Það þarf
bilastæði, bæöi við heimili og
vinnustað, ef gera á ráð fyrir að
menn ferðist með einkabilum.
Og auk þess þarf að sjálfsögðu
bílastæði við verslanir og stofn-
anir fyrir þá, sem sækja þangaö
þjónustu. Ég býst við að vægt sé
að gera ráð fyrir að bilastæði i
borginni þurfi aö vera þrisvar tíl
fjórum sinnum fleiri en bilar
borgarbúa, sérstaklega með hlið-
sjón af þvlað fjölmargir, sem búa
I nágrenni borgarinnar, sækja
þangað vinnu. Þar sem hvert
bilastæöi meö tilheyrandi
aðkeyrslu er um 20 ferm aö stærð
og bilar borgarbúa um 28000, má
gera ráð fyrir, að bllastæöi
borgarinnar þeki 1 1/2-2 ferkfló
metra, þegar allt er reiknað, og
enginn skal halda að bilastæðum
verði komið upp ókeypis.
Það er bjargföst sannfæring min
að meirihluta innanbæjar-
umferðar megi leysa með
almenningsvagnakerfi,sem verði
beinlinis þægilegra og eftir-
sóknarverðara en það að ferðast i
eigin bil, ef aðeins hluti af þeim
7.000 miljónum sem verja á til
umferðarmannvirkja væri varið
til að bæta aðstöðu almennings-
vagna.
En ég veit iika að bæði bifreiða-
utnboð og ollufélög eru ekkert
hriíin af slikri framtið,og borgar-
stjórnarihaidið hefur þegar glatt
hjörtu þeirra með þvi að marka
þá stefnu að einkabillinn skuli
áfram gegna aðalhiutverki 1
mannflutningum innan borgar-
innar. Það á ekki einu sinni að
kanna þann möguleika að
almenningsvagnar gegni þvi
hlutyerki,
Furstadæmin
A þvi svæði, sem I einu orði má
kalla höfuðborgarsvæöi, eru eins
og allir vita sjö sveitarfélög.
Hvert þessara sveitarfélaga fyrir
sig vinnur aö sinum skipulags-
málum i ákaflega litlum tengsl-
um við nágrannana og næstum að
segja engu samstarfi. Allt þetta
svæöi frá Hafnarfirði til Mos-
fellssveitar,er i raun eitt og sama
atvinnusvæðið. Byggðarkjarninn
i Mosfellssveit er ekkert frá-
brugðinn Breiðholtinu, og Sel-
tjarnarnesið er i flestra huga
aðeins framlenging á vestur-
bænum, en þó er þarna á regin-
munur.
Skipulag sveitarstjórnamála á
Islandi minnir um margt á
Evrópu miðalda með slnum smáu
furstadæmum og konungsrlkjum.
A höfuðborgarsvæðinu rfkja sjö
furstar i gervi bæjarstjóra,
borgarstjóra og sveitarstjóra.
Hver með sina hirð og sin völd,
sem þeir þora fyrir engan mun að
deila með öðrum af ótta við að
glata einhverju af þessum glæsta
höfðingjabrag.
Byggdin til suðurs
Þvi miður fyrir það fólk, sem
býr á þessu svæðiþá er skipulagt
með fullkomnu tilliti til hreppa-
marka. 1 þvi aðalskipulagi
Reykjavikur sem nú er verið að
endurskoða og átti að gilda fyrir
skipulagstimabilið 1962-1983 var
reiknað með að frekari aukning
byggðar á höfuðborgarsvæðinu
yröi i átt til Hafnarfjarðar og að
byggð á þessu svæði yrði þétt.
Öneitanlega virðist það skyn-
samlegasta lausn á skipulags-
málum, sem völ er á. Tvimæla-
laust myndi slik byggöaþróun
stuðla að heilsteyptri borgar-
mynd á höfuðborgarsvæðinu og
auðvelda gott umferðarkerfiekki
hvað sist almenningsvagnakerfi.
En Reykjavikurborg á ekkert
land til aö skipuleggja I þá átt,
sem aðalskipulagið gerði ráö
fyrir, og skipulag sveitarstjórn
anna hefur ekkert breyst siðan
1962.
Tímaskekkja
Samvinna i skipulagsmálum er
aöeins orðin tóm og litlar llkur á
að það breytist i náinni f ramtið og
þvi er það ráð tekið að skipu-
leggja byggðina til austurs.
Meðan gert var ráð fyrir að
byggðin þróaðist til suðurs þá var
staösetning nýs miðbæjar i
Skipulag er fyrirfram ákvörðuð stefna.
Pólitiskt mótuð með vitund og fullum vilja og
ákveðna hagsmuni í huga.
Flestar lóðir i miðborginni eru i einkaeigu.
Eigendur vilja byggja stórt og fá mikla um-
ferð til að lóðin skáli hámarksgróða.