Þjóðviljinn - 13.03.1977, Page 11

Þjóðviljinn - 13.03.1977, Page 11
Sunnudagur 13. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Þeir félagarnir benda á að nær undantekningar- laust eru það lágstéttarbörnin, sem verst verða úti í skólakerfinu. Og þeim og heimilum þeirra er engin miskunn sýnd. Helga Sigurjónsdóttir, kennari: Ofbeldi skólans Sunnudaginn 6. mars birtist i Timanum viBtal viö Sigurjón Fjeldsted skólastjóra um upp- eldis- og kennslumál. 1 upphafi vi&talsins lætur skólastjórinn þess getiö aö laun sin og konu sinnar nægi þeim hjónum ekki fyrir lifsnauösynjum og þvi neyöist hann til aB vinna auka- vinnu á kvöldin. Þetta er ósköp venjuleg saga islensks launa- manns og allur þorri þeirra er eflaust i svipaöri aöstöBu, þar sem dagvinnukaup nægir varla einum til framfærslu sér hvaö þá fjölskyldu. Til aB endar nái saman veröa bæöi konur og karlar aö vinna myrkranna á milli hvort sem þeim likar bet- ur eöa yerr. Þegar skólastjórinn fer síöan aö ræöa skólastarfiö og aöbúnaö barna á heimilunum er hins vegar allt annaö uppi á teningn- um og engu er likara en hann haldi aö alþýöa manna sé bara aö gera þaö aö gamni sinu aö vinna svona mikiö og sé nokkuö sama þótt þaö bitni á börnun- um. Hann segir það mikinn ábyrgöarhluta aö eignast barn og vist er þaö satt og rétt, og i framhaldi af þessari yfirlýsingu fer skólastjórinn aö tala um hve gifurlegar kröfur séu gerðar til skólans nú oröiö. Hann eigi aö leysa foreldrana undan öllum uppeldisskyldum eöa eins og hann segir orðrétt: „Engu er likara en skólinn eigi aö leysa öll vandamál unglinganna, en heimilin aö vera nokkurn veg- inn laus undan allri ábyrgö, þótt rætur og upptök vandans séu heima á heimilunum.” Nokkru síðar fer hann aö ræöa um hversu slæmt þaö sé að börn séu ein heima mikinn hluta dagsins og fái ekki aöstoö viö heimanám vegna þess aö for- eldrar sem báöir vinna úti orki ekki aö sinna börnunum sem skyldi eftir langan vinnudag og skólastjórinn klykkir út meö þessu: „Nei,hér þarf aö stinga viö fótum. Foreldrum ber skylda til aö sjá svo um aö börn þeirra séu ekki of þreytt til þess að stunda nám sitt af kostgæfni og foreldrarnir mega ekki ganga svo hart fram I lifsgæða- kapphlaupinu, aö þau eigi aldrei stund aflögu handa börn- um sinum.” Vandræðaskóli? Sjaldan hef ég séö skólamann setja fram jafn ósanngjarnar ásakanir á hendur foreldrum og hér má lesa. Fyrst lýsir maður- inn þvi yfir aö hann sjálfur geti ekki lifaö af launum sinum ein- um en verði að fá sér aukavinnu til aö draga fram lifiö,en ef Pét- ur og Pálína gera það sama (og eiga börn I skóla) eru þau aö keppa undir drep I óþörfu „lifs- gæðakapphlaupi” og væri skammar nær að vera heima og hjálpa börnunum meö heima- námiö. Foreldrar eru reyndar vanir þvi aö fá aö heyra sitt af hverju frá skólunum (ath. skólinn sem stofnun) og ætiö er skólinn haf- inn uppi á stall og hann er alltaf blásaklaus af öllum vandamál- um barna og unglinga. Hann er svo góöur og göfugur og allt starf þar er unnið meö velferö barnanna i huga eingöngu. Þessi skoöun er ákaflega rót- gróin bæöi hér á landi og I ná- lægum löndum. Takið t.d. eftir fullyröingu skólastjórans þar sem hann segir aö „rætur og upptök vandans séu á heimilun- um.” Eflaust er mjög mikiö satt i þessari fullyrðingu, en getur hugsast aö skólinn sjálfur eigi einhvern þátt i erfiöleikum og vandamálum unglinganna? Fyrir fáum árum töluöu kennarar og aðrir um vand- ræöabörn, þ.e. þau börn sem ekki voru eins og skólinn ákvaö aö börn ættu aö vera. Nú þykir þetta orðbragö ekki samrýmast mannúöarhugsjónum kennara og annarra, sem um þessi mál fjalla,og þá er talað um „vand- ræöaforeldra”, og þaö er eflaust fólkiö sem skólastjórinn er aö beina spjótum sínum aö i um- ræddri grein. En enginn dirfist aö nefna oröiö „vandræöa- skóli”. Þaö er oröiö timabært fyrir Is- lenska alþýöu aö taka allt skóla- kerfiö til rækilegrar endur- skoöunar, og kannski er þá ekki úr vegi aö byrja á þvi aö athuga hvers konar stofnun skólinn er fyrir hverja hann er og hvaö raunverulega fer fram daglega innan veggja hans, hvaö sem liður fögrum oröum i lögum og námsskrám. Megum viö venju- legir foreldrar e.t.v. gerast svo djarfir aö draga i efa aö skólinn viti ætiö betur en viö hvaö börn- unum kemur best og megum viö kannski fara að segja frá þvi hvernig börnunum raunveru- lega liður I skólanum? Og meg- um viö vera svo ósvifin að halda þvi fram að i mörgum tilvikum er skólinn hrein plága á heimil- um og spillir góöu heimilislifi, sérstaklega þar sem börnunum gengur illa að tileinka sér þær menntunarkröfur (oft harla ein- kennilegar) sem skólanum þóknast aö gera. Og hvernig væri aö viö fengjum aö láta i ljós skoöanir á mörgu þvi, sem skól- inn heimtar aö teljast skuli menntun og börnum hollt og nauösynlegt aö læra. Andlegt ofbeldi Fáir ættu að velkjast I vafa um þaö aö skólinn er afsprengi stéttaþjóöfélagsins sem viö bú- um viö og hann þjónar fyrst og fremst valdastéttinni og er eitt af tækjum hennar til aö viöhalda forréttindum sinum á kostnaö alþýöunnar. Skólinn er ekki sniöinn fyrir börn alþýðu- fólks sem skapar verðmætin meö vinnu sinni. Hann er skóli yfirstéttarinnar og sá skóli litilsvirðir menningu alþýöunn- ar og fer iðulega ómjúkum höndum um alþýðubörnin. Allt of mörg þessara barna og reyndar fleiri eru stööugt aö blöa ósigur I skólanum. Þeim er strax á fyrsta skóladegi hrundiö út i miskunnarlaust kapphlaup og samkeppni, sem er eitt aöal- einkenni kapitalisks þjóöskipu- lags. Og lexiu samkeppninnar veröa þau aö læra, annars fer illa fyrir þeim, og það fer lika iila fyrir mörgum. Svo aö þessi lexia veröi lærö beitir skólinn andlegu ofbeldi og jafnvel einnig likamlegu. Gagnvart þessu standa for- eldrar ráðalausir. Þeir hafa e.t.v. innrætt börnum sinum allt annað verömætamat,en það má sin einskis gagnvart kröfum skólans. og hann er sá sem valdið hefur. Að ala upp vinnuafl En alþýöubörnin eiga eftir að veröa vinnukraftur framtiöar- innar og þetta vinnuafl þarf aö „skóla” vel svo aö þaö falli snuröulitiö inn I kerfiö. Atvinnu- rekendur eiga eftir að kaupa vinnuafl þessara barna þegar þau vaxa upp og þeim kemur aö sjálfsögöu vel aö launamenn séu vel tamdir og hafi vanist á „réttan” hugsunarhátt. Annars gætu þeir farið aö setja sig á háan hest og tekiö upp á þvi aö selja sig dýrt. Róttækum mönnum hefur lengi verið þessi staöreynd ljós en þaö er ekki fyrr en á allra siöustu árum að fariö er aö gagnrýna skólann opinskátt á þennan hátt viöa I nágranna- löndum okkar og taka hann meö inn i heildarmynd samfélagsins. Fyrir rúmu ári kom út I Noregi bók, sem heitir Skolens Vold, eöa Ofbeldi skólans og er eftir Stieg Mellin-Olsen uppeldis- fræöing I Bergen og Rolf Rasmussen, þjóöfélagsfræöing. I bókinni eru dregnar fram þær forsendur sem skólinn byggir á og ég hef áöur nefnt.og einnig sýna höfundar fram á með mörgum óhugnanlegum dæmum, hvernig skólinn beitir miskunnarlaust bæöi likamlegu og andlegu ofbeldi til að ná fram markmiöum sinum. Þeir félagarnir benda á, aö nær undantekningarlaust eru þaö lágstéttarbörnin, sem verst veröa úti i skólakerfinu. Og þeim og heimilum þeirra er engin miskunn sýnd. Þetta fólk er dæmt, og þaö hefur enga möguleika á aö koma sjónar- miöum sinum á framfæri. Skól- inn hefur ætiö á réttu aö standa og foreldrar þora yfirleitt ekk- ert aö segja af ótta viö aö það bitni á börnunum. Hér eru smádæmi úr bókinni: Móðir 11 ára drengs fer á fætur meö honum kl. hálf sjö á morgn- ana til aö hlýöa honum yfir sálminn sem hann á aö standa skil á þann daginn. Ekki var nóg aö hlýöa barninu yfir kvöldiö áöur þaö var búiö aö gleyma skáldskapnum um morguninn. Eöa þá strangasti (og jafnframt „besti”) kennari skólans, sem tekur börnin upp á eyrunum af og til og hæöir þá sem ekki kunna nógu vel frammi fyrir öllum bekknum. Kannast kannski einhverjir foreldrar viö svipaöar sögur úr skólunum okkar? Hvers vegna? Og nú má spyrja hvers vegna þetta gerist. Eru kennararnir virkilega svona vondir menn? Það eru þeir áreiöanlega ekki aö minu mati. Skólinn beitir kennarana lika ofbeldi. Þeim er uppálagt að kenna ákveðiö námsefni á ákveönum tima, þó aö i lögum og námsskrám standi aö haga skuli kennslunni eftir hæfileikum og þroska hvers og eins, og aö visu hefur svigrúm kennarans aukist nokkuð viö tilkomu grunnskóla- laganna. Með greinarkorni þessu er samt alls ekki veriö aö kenna skólunum um allt sem miöur fer i uppeldi barna,en hitt er ljóst að alþýöan á lslandi þarf og vill annars konar og betri skóla fyr- ir börn sin en nú er völ á. Og skólamenn sem veröa þess var- ir aö eitt og annaö gengur úr- skeiöis á heimilunum varöandi barnauppeldiö ættu að skamma þá sem skammirnar eiga skiliö en það eru þeir sem ráða ferö- inni I launamálum og skoöana- myndun almennings. Foreldrar gera það áreiöanlega ekki aö gamni sinu aö vinna tvöfaldan vinnudag til aö sjá sér og börn- um sinum farboröa,og skólarnir eiga að styöja foreldra i þvi aö afnema þessa vinnuþrælkun i staö þess aö auka á sektarkennd þeirra og vanliöan meö órétt- mætum ásökunum. LOKSINS, LOKSINS: T annlækningar AN sársauka! Marga góða menn hefur dreymt um sársaukalaus- ar tannlækningar. Tveir vísindamenn sem starfa við Tuft-tannlæknaskól ann í Boston hafa nú kom- ist mjög nálægt því að gera þennan draum að veruleika. Þeir hafa skýrt frá því, að eftir fimm ára starf hafi þeir fundið efni sem brýtur niður skemmd- an hluta tannar og dregur þar með mjög úr þörfinni fyrir borun og gerir deyf- ingar svotil óþarfar. Efnið sem notað er er kallaö n- monochloroglycene eöa GK-101 i og er einskonar aminósýra. Þaö : eru þeir dr. Melvin Goldman og ■ Joseph H. Kronman sem hafa fundiö efni þetta. Þeir segja sem svo, aö tannskemmdir séu fyrst og fremst trefjaprótinefni sem collagen heitir. Og hinu nýja efni tekst aö brjóta níöur collagen og einangra þaö. Meö hinni nýju aöferð þarf tannlæknir aðeins aö bora sem svarar þvl, aö hann komist aö skemmdinni. GK-101 er sprautaö i holuna meö nál, og þaö hefur þau áhrif aö tannskemmdin flagnar frá tannveggjunum á stuttum tima, ekki lengur en þaö tekur venjulega aö fræsa hana á brott meö bor. Siðan er holan blátt áfram skoluö út. Þaö getur veriö að þaö þurfi smáslipun til viöbótar til að holan fái á sig heppilega lögun, en siöan er hún fyllt meö venjulegum hætti. Þaö er og mikill kostur, aö meö þess- ari efnafræöilegu aöferö er þaö aöeins sjálf skemmdin sem er á brott numin, en venjuleg borun spillir alltaf nokkru af hinum heilbrigöa hluta tannarinnar. Tilraunir meö efniö hafa gefið góöa raun — en þó er eftir aö þaulprófa þaö áöur en heil- brigöisyfirvöld leggja yfir þaö blessun sina. (Newsweek) Kínverjar á bílamarkaöi Kinverjar eru komnir á bila- markaðinn. Þvl er fram haldiö, aö ekkert þyki bilasöfnurum nú sniöugra, en aö komast yfir kiu- verskan jeppa sem heitir Peking. Þetta tiibrigöi viö bandariskan jeppa og breskan Land Rover hefur veriö notaö i kinverska hernum, en franskt fyrirtæki hef- ur fengið einkaleyfi á aö selja 600 stykki af þeim i Evrópu. Veröiö er um 7000 dollarar, og er þaö um 1000 dollurum minna en greitt er fyrir hliöstæöa bila úr öörum löndum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.