Þjóðviljinn - 13.03.1977, Side 17

Þjóðviljinn - 13.03.1977, Side 17
Sunnudagur 13. mars 1977 ÞJÚÐVILJINN — SÍÐA 17 Chlrac vegna þess einmitt aö hann var þá búinn að missa stuðning „frjálslyndra” kapitalista). Fyr- ir valdatöku de Gaulles 1958 byggöust völd og áhrif hægri manna i Frakklandi aö miklu leytiá þvi aðþá var viö lýöi sterk- ur kaþólskur hægri flokkur með mikiö alþýöufylgi, en hann leyst- ist hreinlega upp, þegar de Gaulle varö forseti, og fyllti raöir gaull- ista. Af þessum ástæðum var þaö engan veginn nóg fyrir Giscard aö brjóta niöur gaullistaflokkinn og mynda á rústum hans nýjan flokk, sem héldi trúnaöi viö hann persónulega, — hann varö einnig aö vinna til frambúðar þaö al- þýöufylgi, sem gaullistar höföu notiö. Nú hefur kaldhæðni örlag- anna komiö þvi svo til leiöar aö flokkur Giscards, sjálfstæöir lýö- veldissinnar er lang „aristókrat*- iskasti” stjórnmálaflokkur Frakklands, og myndi sjálfsagt enn hafa vinninginn þótt viöar væri leitaö; Giscard d’Estaing sjálfur telur til skyldleika viö Lúövik 15. Frakklandskonung (þóttýmsir vefengi þá ættartölu), Michel Poniatowski er prins af gömlum pólskum konungsættum Michel d’Ornano mun vera af itölskum aöalsættum, og þannig mætti lengi telja. Þaö sem verra er: þessir menn eru ekki aöeins úr rikustu yfirstétt landsins, heldur eru þeir jafnframt þekktir sem slikir og hafa ekkert gert sem gæti breytt þessari mynd þeirra i augum fransks almenn- ings. Michel Poniatowski er td. þekktur undir nafninu „prins Ponia”, og Georges Marchais, leiötogi kommúnista, kallar sjálf- stæöa lýöveldissinna stundum „flokk prinsa, markgreifa og her- toga.” Þessi áróöur viröist hrifa. Þótt forystumenn stuöningsflokks Giscards hafi starfað að þvi i mörg ár aö koma á fót fjölda- hreyfingu, sem gæti staöið fyrir litrikum fjöldafundum og hóp- göngum, sem fréttir birtust um á forsiðum dagblaöa, er árangur- inn enn mjór. ,Ekki kosinn til þessa’ Svo virðist heldur ekki sem stjórnarstefna Giscards 'sjálfs hafi gert samstarfsmönnum hans auöveldara fyrir i þessari viö- leitni þeirra. Aö undanförnu hafa gengiö um íifakkland allskonar hviksögur og kvittir, sem snuist hafa um Giscard forseta, en þeg- ar grannt er eftir þeim Weraö, viröast þeir koma frá þeim sem upphaflega studdu hann mest — og eru nú af einhverjum ástæöum mjög óánægöir meö stefnu hans. Kjarni þessa oröróms eru ásakanir á hendur Giscard fyrir „hik” og „viljaleysi”, en þegar betur er aö gáö viröist ðánægjan beinast mest aö þeirri umbóta- stef nu, sem hann hefur barist fyr- ir frá þvi hann bauö sig fram til forseta. ■ Ariö 1974 viröist Giscard d’Estaing hafa litiö svo á, aö óánægja fransks almennings, sem birtist i fylgisaukningu vinstri flokkanna stafaöi einkum af þvi hve hægfara stjóm Georges Pompidous heföi veriö, og kjam- inn I framboösræöum hans var sá aö lofa skjótum og róttækum umbótum. Hann tók dæmi af þeim þjóöum Evrópu, sem lengst eru komnar i félagsmálum, og bætti siöan viö „Ef ég næ kjöri veröa frakkar furöu lostnir á öll- um þeim umbótum sem ég mun koma til leiðar á skömmum tima!” Francois Mitterrand frambjóöandi vinstri manna, benti á þaö, aö Giscard heföi reyndarveriö ráöherra i fjölmörg ár og litiö beitt sér fyrir „umbót- um”, en hann lagði þó meiri áherslu á annaö: i stuttu máli sagöi hann aö jafnvel þótt um- bótavilji Giscards væri fullkom- lega einlægur myndu stuönings- menn hans á þingi og kjósendur hans ekki gera honum kleift aö framkvæma þaö, sem hann lofaði. Þessi spá Mitterrands hefur ræst að veigamiklu leyti. Um þaö veröur þó ekki deilt að Giscard sýndi i raun og veru mikinn um- bótavilja þegar eftir aö hann tók viö embætti, og fór reyndar svo ab fyrstu tillögur hans, sem flest- ir voru sammála um (t.d. lækkun kosningaaldurs), voru samþykkt- ar á þingi meö miklum meiri- hluta. En fljótlega fór aö bera á tregöu meðal þingmanna stjórnarflokkanna: sumar tillög- ur hans (t.d. um afnám banns við fóstureyðingum) voru ekki sam- þykktar nema af því, aö þing- menn vinstri flokkanna greiddu þeim atkvæöi, og aö þvi kom jafn- vel aö beita þurfti þingmenn stjórnarflokkanna geysilegri hörku og flokksaga svo aö sumar tillögur (sem vinstri menn vildu ekki greiöa atkvæöi með af þvi aö þeim fannst að þær gengju ekki nógu langt) kolféllu ekki á þing- inu. Eftir það var öðrum umbóta- tillögum slegiö á frest, og hefur margt þaö sem Giscard lofaöi i upphafi kjörtimabilsins enn ekki séö dagsins ljós. önnur atriöi, >sem reyndar voru aðeins tákn- ræn, höföu þær afleiðingar aö ergja kjósendur Giscards. Hann lét þaö t.d. veröa eitt sitt fyrsta verk aö breyta útsetningu þjóö- söngsins þannig aö hann yröi ljóö- rænni og minnti siður á hergöngu- lag — og fór það vitanlega i taugarnará uppgjafahermönnum úr tveimur heimsstyrjöldum. Svo fór hann i óvænta kynnisferð i fangelsi og heilsaðiupp á fangana þar til aö skoöa aðbónaðinn — og hneykslaöi þaö þá sem vildu harðar refsingar og enga linkind. Þaö bendirþvimargttil þess,aö þessi stefna Giscards forseta hafi haft þær afleiðingar helstar aö gera stóran hluta kjósenda hans óánægöan — án þess þó aö vinna honum fylgi meöal andstæöinga hans, og er orörómurinn nú vitni úm þaö. En á einu þingi sjálf- stæöra lýðveldissinna kvaö ræöu- maöur einn upp úr meö þetta; hann deildi á allar aðgeröir for- setans til þess tima og lauk svo máli sinu meö orðunum „ekki kusum viö hann til aö hann geröi þetta!” Þefvísi Chiracs Þaö er nefnilega enginn vafi á þvi, aö hvaö sem Giscard sagöi, var hann frambjóöandi hægri manna 1974 og greiddu þeir hon- um atkvæöi vegna stefnu hans meðan hann var ráðherra, en litu ' hins vegar á umbótatal hans sem e.k. stilbragö, sem fæstir kjós- endur hans ætluðust sennilega til aö hann reyndi aö framkvæma. „Frjálslyndir” hægri menn voru vitanlega dauöhræddir viö allar þær umbætur sem gætu torveldaö frjálsa kapitaliska atvinnuhætti þeirra, og hægri sinnuö „bónapartisk” alþýöa vildi sterk- an mann, sem sýndi „siðspill- ingu” og „úrkynjun” nútlmans enga undanlátssemi heldur heföi hátt; þegar Giscard bar fram til- lögur um, aö sjúkrasamlagið endurgreiddi getnaðarvarnapill- ur minntust menn þess aö de Gaulle haföi á sinum tfma aftekiö slikt meö öllu og sagt eitthvað á þá leið, að nær væri aö leggja skemmtanaskatt á helv. pilluna! En þrátt fyrir þennan nýja stil Giscards tortryggðu vinstri menn hann þó og sáu enga ástæöu til aö styðja hann, nema þvl aöeins að hann bæri beinlinis fram tillögur sem þeir höföu á sinni stefnu- skrá: Þaö hlakkaöi aöeins I þeim þegar spá Mitterrands rættist og forsetinn lenti upp á kant viö sina eigin stuöningsmenn. Þeir einu sem studdu Giscard nokkuö stöðugt voru ýmsir miöflokka- menn, einkum þeir sem hafa veriö kallaðir „umbótasinnar” en þeirra þekktastur er Jean- Jacques Servan-Schreiber. Þeir hafa nokkur áhrif þótt kjörfylgi þeirra sé takmarkaö. Af öllum þessum ástæöum mun Giscard aldrei hafa séö neitt tækifæri á þvi aö reyna aö sundra gaullistum, en sá timi kom hins vegar aö gaullistar geröu sér sjálfir grein fyrir þvi, að þótt þeir hefðu sjálfir bakað sér nokkrs óvinsæld eftir nærri tuttugu ára stjórnarsetu, heföi þó enginn enn getaö náð af þeim sæti þeirra i pólitisku litrófi Frakklands. Menn eru ekki sammála um þaö, hvort Giscard hafi látið Chirac segja af sér embætti forsætisráð- herra i sumar eöa hvort Chirach hafi sagt af sér af sjálfsdáöum.en þaö er vist aö strax eftir aö hann hafði látið af embætti skildi hann þaö mjög gjörla úr hvaöa átt vindurinn blés — og var þaö reyndar i annað sinn sem hann skynjaði stjórnmálaástandiö á undan öörum mönnum. Hann hófst þá fljótlega handa um aö endurreisa gaullistaflokkinn og blása nýjum baráttuanda i flokksdeildir um allt Frakkland, sem legiö höföu i hálfgerðum dvala siöan Chaban-Delmas beið sinn fræga ósigur. Þaö er til merkis um lipurö Chiracs og hæfnihans tilaö skilja hvaö viö á hverju sinni, aö óbreyttir gaull- istar tóku kalli hans eins og þeir heföu einmitt veriö aö biöa eftir þvi — engum datt i hug aö álasa honum fyrir afstööu hans 1974. Chaban-Delmas einn lét þaö undir höfuö leggjast aö ganga til stuðnings viö Chirac, en gamlir forystumenn gaullista og stuöningsmenn Chabans geröu þaö hins vegar allir, þ.á m. Michel Debré, sem alltaf haföi verið blendinn I stuðningi sinum við Giscard. Aö þessu búnu hélt Chirac gifurlegt fjöldaþing i' Paris i haust — margfalt stærra en nokkurt það þing sem sjálf- stæöir lýðveldissinnar hafa getað haldið — og kom þar fram sem sá sem valdiö heföi. Samkvæmt til- lögum hans og samstarfsmanna hans skipti gaullistaflokkurinn , um nafn (hann heitir nú RPR, en þaö stendur fyrir orðin „Sam- einingarflokkur til stuönings lýöveldinu”) og setti sér ný lög. 1 byrjun þingsins hékk I fundar- salnum risastór mynd af de Gaulle og Pompidou, en I lok þess var i hennar staö komin mynd af Chirac. Staðan i París Þannig var Chirac aftur kom- inn i fremstu vigiinu og hefur hann veriðlsviðsljósinu siöan. Er enginn vafi á þvi aö fyrirætlanir hans eru stórar og hann hefur i hyggju aö ná undirtökunum innan meirihlutans og vafalaust taka viö af Giscard, þegar sá timi kemur. En svigrúm hans er mjög takmarkaö af ýmsum ástæöum. Eftir þing flokksins i haust álitu margir fréttaskýrendur aö Chirac hefbi fariö af staö á þann hátt aö hann yröi aö halda sér i sviðsljósinu I framtiöinni svo aö fjöldahreyfing hans hjaönaöi ekki ofsnemma — og töldu þeir aö þaö gæti reynst erfitt, þar sem eitt og hálftár væri til þingkosninga. En nú hefur hann leyst þaö vandamál á sinn hátt meö framboðinu I Paris, sem gæti annars virst nokkuð út I hött, þar sem hann hefur alltaf veriö fulltrúi fyrir kjördæmi i miöhálendinu. Þetta framboö getur þó reynst örlaga- rikt skref, þar sem hann er nú á mjög hálum is: hann verður Framhald á bls. 22 Sérréttirnir í dag eru: HADEGISVERÐUR: Rjómasveppasúpa kr. 210.00 Fylltur grísahryggur með ofnsteiktum kartöflum, rjómasoðnum asparagus og hrásalati, kr. 1.500.00 KVÖLDVERÐUR: Kjötseyði með grænmeti kr; 210.00 T-Bone steik með bernaise sósu, bök- uðum kartöflum, hleyptu eggi og hrá- salati, kr: 1.500.00 Það er ódýrt að borða hjá okkur Verið velkomin Atvinna Menn óskast til starfa i mötuneyti strax, helst vanir. Húsnæði á staðnum. Góð laun. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu vorri i Lækjargötu 12 (Iðnaðarbankahús, efsta hæð) íslenskir aðalverktalar Tilraunastöðin á Keldum óskar að ráða starfsmann til þess að sjá um eldi tilraunadýra, aðstoða við dýra-til- raunir og fleira. Nánari upplýsingar hjá forstöðumanni i sima 17300.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.