Þjóðviljinn - 13.03.1977, Side 22
22 SiÐA — ÞJOÐVIl.JINN Sunnudagur 13. mars 1977
Sláttumennska
----Nei, ertu þarna, ástin, mér fannst endilega að þú hefðir farið
hérna inn...
----1 næsta skipti færðu smið til þess aö jafna boröfæturnar...
----Nei, auðvitað er þetta ekki alvörubyssa, en þú mátt trúa þvl að
fólk er sérstakiega tillitssamt og vingjarnlegt við okkur I umferð-
inni...
500-C
r
Lockheed-málið á Italiu:
Samþykkt að stefna
tveimur ráðherrum
RÖM 10/3 — ítalska þingið sam-
þykkti i dag á sameiginiegum
fundi beggja deilda að tveimur
fyrrverandi varnarmálaráðherr-
um landsins yrði stefnt fyrir rétt
vegna meintrar þátttöku i Lock-
heed-hney kslinu. Ráöherrar
þessir eru Luigi Gui i flokki
kristilegra demókrata og sósial-
demókratinn Mario Tanassi. Á
úrskurður sem þessi sér ekkert
fordæmi I sögu ttaliu.
Tveir nefndir þingmenn eru
meðal ellefu manna, þar á meðal
nokkurra háttsettustu framá-
manna kristilegra demókrata,
sem sakaðir hafa verið um að
taka við mútum frá bandarlska
Frakkland
Framhald af bls.17.
annars vegar að hafa hátt og
'gagnrýna stjórnina mjög til að ná
fylgi hægri manna, sem eru
óánægðirmeðstefnu Giscards, en
hann má þó alls ekki ganga of
langt, þvi að það gæti reynst al-
varlegt fyrir hann ef svo liti út
sem hann bæri ábyrgð á raun-
verulegum klofningi stjórnar-
flokkanna og brambolt hans
leiddi til þess að Giscard yrði að
rjúfa þing og efna strax til
kosninga. Það væri jafnvel hægt
að kenna honum um sigur vinstri
flokkanna ef svo bæri undir!
Þessi staða skýrir nokkuð hina
mótsagnakenndu baráttu
Chiracs, sem ræðst ýmist á
stjórnina eða lýsir yfir stuðningi
sinum við Giscard forseta og
Raymond Barre forsætisráð-
herra. En horfurnar eru mjög
óvissar: samkvæmt skoðana-
könnunum eru báðir frambjóð-
endur stjórnarflokkanna I Paris,
Chirac og d’Ornano nokkuö jafnir
nú. Chirac heyr mjög harða bar-
áttu til að reyna að ná yfirhend-
inni, en það er erfitt.þvf að svo vill
til að Paris er engan veginn
hentugur baráttuvöllur fyrir
hann. Gaullistar hafa stjórnað
borginni I mörg ár, að visu meö
stuðningi sjálfstæðra lýðveldis-
sinna, sem reyndar hafa ekki
beinlinis beitt sér á þessumvett-
vangi, og þvi er það svo.að i aug-
um margra bera Chirac og
- stuðningsmenn hans ábyrgð á
ýmsum skyssum i bæjarrekstrin-
um; þótt það virðist mótsagnar-
kennt er staöan þannig I Paris að
d’Oranano á auðveldara með að
bera fram gagnrýni en Chirac.
Við þetta bætist, að i þessum
klofningi er ekki vafi á þvi,að þeir
miðflokkamenn, sem stutt hafa
stjórnina i mörg ár, munu miklu
fremur hallast að stuöningi viö
d’Ornano.
Vinstri menn láta sér vitanlega
fátt um finnast, þegar stjómar-
sinnar deila á þennan hátt, en
þeir eru samt ekki sammála um
það hvernig beri að lita d þennan
klofning. Sósialistar eru yfirleitt
kampakátir og telja að hann sé
einungis merki um að hægri
menn séu ráðþrota og liö þeirra i
upplausn. Kommúnistar eru hins
vegar á ööru máli. Þeir benda á,
að stjórnarflokkarnir hafi lengi
haldið völdum með þvi að innlima
smám saman ýmis miöflokka-
brot, sera áður höfðu verið i
stjórnarandstöðu; þessi flokks-
brot söfnuðu til sin atkvæöum
óánægöra kjósenda en gengu svo
til stuðnings við stjómarflokk-
auðhringnum Lockheed og
tryggja i staðinn að italir keyptu
af þvi fyrirtæki flugvélar. Rann-
sóknir og þingumræður um þetta
hafa staöiö mánuðum saman og
hafa aukið spennuna milli stjórn-
arflokksins, kristilegra demó-
krata, og annarra flokka, þar á
mdial Kommúnistaflokksins og
Sósialistaflokksins. Eru kristileg-
ir demókratar ekkert hrifnir af
þvi aö veriö sé að fara ofan i
saumana á mútumáli þessu og
komst Aldo Moro, einn af forustu-
mönnum flokksins, svo að orði að
umræðurnar um þetta hefðu snú-
ist upp i „réttarhöld gegn flokkn-
um fyrir 30 ára stjórn hans á
ítaliu.”
ana. Ariö 1974 var svo komiö i
fyrsta skipti aö stjórnar-
flokkarnir höfðu innlimað og
fengið til stuðnings við sig öll slik
flokksbrot, og var allt Frakkland
þá skipt i tvær andstæðar fylking-
ar, vinstra bandalagið og
stjórnarsamsteypuna,en ekkert á
milli þeirra. Telja kommúnistar
að slik staða sé stjórnarflokkun-
um óhagstæð og geri þeir sér fulla
grein fyrir þvi — þess vegna hafi
þeir gripiö til þess ráðs nú að búa
til e.k. gerviklofning, sem sé i
rauninni sjónarspil gert til þess
eins að safna saman bæöi at-
kvæðum stjórnarsinna og lika at-
kvæðum óánægðra manna.
Kommúnistum skjátlast
áreiöanlega þegar þeir halda
þvi fram að klofningurinn sé að-
eins samantekin ráð þeirra Gis-
cards og Chiracs, þvi að deilur
þeirra, sem e.t.v. eru að ein-
hverju leyti persónulegar dyljast
engum, en hins vegar gæti hann
haft svipaðar afleiðingar og þeir
óttast. Það er augljóst mál aö i
grundvallaratriðum eru Giscard
og Chirac aðeins ólikir fulltrúar
svipaðra hagsmunahópa og munu
reyna aö gæta þess að deilur
þeirra gangi ekki svo langt að þær
stofni hagsmunum þeirra i beinan
voða, — vandinn er einungis sá
hvort þeim tekst það. e.m.j.
pær svara allan
sólaritríngínn
Við álítum þær elskulegustu
stúlkur á Islandi. Það gera lika
fleiri. Símastúlkur Hreyfils eru
ávallt boðnar og búnar til að
senda þeim sem hringja i síma
8-55-22, þægilega leigubifreið á
örskammri stund. Til þess að
viðskiptavinir Hreyfils njóti sem
beztrar þjónustu, biða símastúlk-
umar eftir hringingu yðar dag og
nótt Þess vegna auglýsir
Hreyfill æfinlega: „Opið allan
sólarhringinn."
HREVFILL
súni 85522
Opið allan sólarhringinn
|l| Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingur óskast sem fyrst að
Geðdeild Borgarspitalans i Arnarholti.
Ibúð á staðnum. Upplýsingar á skrifstofu
forstöðukonu Borgarspitalans i sima
81200.
Reykjavik, 12. mars 1977
BORGARSPITALINN