Þjóðviljinn - 13.03.1977, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 13.03.1977, Blaðsíða 24
DJÚÐVIUINN Sunnudagur 13. mars 1977 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simumt Eitstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla81482 og Blaðaprent81348. @81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans I sima- skrá. Rœkju- vinnslan á Dalvík sœkir á brattann Dalvíkingar hófu rækju- vinnslu árið 1975 og var það hið gamalgróna Söltunar- félag Dalvíkur sem setti starfsemina i gang. I sam- tali við Kristján Þórhails- son verkstjóra kom fram að nú er búið að festa kaup á sérstökum rækjutogara frá Italíu og er hann vænt- anlegur til landsins innan tiðar. Fyrsti rækjutogárinn kemur þar með til Islands og munu dalvikingar senda hann umsvifalaust á út- hafsrækjuna. Um þessar mundir rær einn bátur á vegum Söltunarfélags Dalvikur á úthafsrækju. Er það Arnarborgin sem þannig heldur starfseminni gangandi, en oft hafa 3-4 bátar róið i einu. Othafs- rækjan er sótt að Grimsey og Kol- beinsey og eru miðin afar erfið vegna sjólags og veðurfars. Rækjuvinnsla lá t.d. algjörlega niðri i desember og janúarmán- uöi sl. vegna ógæfta. En úthafsrækjan er sannkall- aður herramannsmatur og sjó- mennirnir á Dalvik leggja á sig fgp^ [ "r: || IfT ; gii§ é ffl§fl| 'W 1 Triliurnar á Dalvik lúra uppi i fjöru yfir vetrarmánuðina og eru ónýtar viðalla úthafsrækju en meö vorinu verður þeim ýtt úr vör hverri á fætur annarri. Trilluútgeröin blómstrar á Dalvfk eins og annars staöar f svipuðum plássum. Myndir: —gsp Fyrsti rækjutogarinn er væntanlegur til íslands mikla vinnu til þess aö færa þessa björg i bú. Þeir munu halda áfram rækjuútgeröinni á bátun- um, enda þótt togarinn komi, þvl allar likur eru á þvi að hann sigli að verulegu leyti með afla sinn beint til útlanda. Togarinn er bú- inn fullkomnum frystiiestum og er ekki séð fram á þaö að rækju- vinnslan geti til að byrja meö a.m.k. annað vinnslu á öilum þeim afla sem hann mun væntan- lega fá. Um 20 manns vinna að jafnaði i rækjuvinnslu hjá Söltunarfélagi Dalvikur, en fyrir kemur að kall- að er á mun fjölmennra lið til vinnu. Rækjan er þessa dagana einkum send til Þýskalands og Sviþjóöar i 2ja kg. pokum eða þá I 1/2 kg. pokum. Sagði Kristján Þórhallsson verkstjóri að mikill áhugi væri fyrir þvi að taka udd smærri pakkningar og ganga þá jafnvel frá rækjunni i hentugar neytendaumbúðir. tJthafsrækjuútgerð fékk ekki mikinn hljómgrunn þegar hún kom fyrst til tals á Dalvik. Söltun- Or rækjuvinnslu Söltunarfélags Dalvlkur. Um 20 manns hafa þar að jafnaði vinnu allt árið um kring. arfélagið, sem stofnað var áriö 1943 og blómstraöi á sildarárun- um, haföi litiö starfað i langan tima, eða frá þvi sildin hvarf, en ákveðið var að láta til skarar skriöa og reyna viö úthafsrækju. I lok mai árið 1975 kom fyrsta rækjan á land á Dalvik og hefur siðan v.eriö vinna allt árið um kring fyrir fjölda manns. Rækju- vinnslan er i stöðugri sókn og verður fróðlegt að fylgjast meö þvi hvernig fyrsta rækjutogaran- um tekst upp á Islandsmiðum. —gsp Útgerð — Fiskverkun — Söltun—Hersla Kaupum allan físk Bliki h/f Dalvík Símar 61431 og 61157

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.