Þjóðviljinn - 22.03.1977, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. mars 1977 ÞJóÐVlLJINN — SIÐA 3
INDLAND
Algjör umskipti
í þingkosningum
Nýju-Delhi 21/3 reuter —
úrslit þingkosninganna á
Indlandi sem lauk í gær
boða algjör umskipti i ind-
verskum stjórnmálum.
Þjóöþingsflokkur Indiru
Gandhi beið gífurlegt af-
hroð og missti þau völd
sem hann hefur haft í
landinu nær samfellt frá
því Indland losnaði undan
breskri stjórn árið 1947.
Þegar úrslit voru kunn i 416
kjördæmum af 542 höfðu tveir
helstu andstöðuflokkar Indiru —
Alþýðuflokkurinn (Janata Party)
og hinn nýi Þjóðþingsflokkur
Jagjivans Ram - fengið samtals
216 þingsæti eða meira en helm-
ing. Þjóðþingsflokkurinn hafði þá
hlotið 135 þingsæti.
Þjóðþingsflokkur Indiru Gandhi
beið gifurlegt afhroð og hún
og sonur hennar náðu ekki kjöri
Magir helstu leiðtogar Þjóð-
þingsflokksins náðu ekki kjöri i
sinum kjördæmum. Ind-
ira sjálf mátti þola þá niðurlæg-
ingu að tapa með 55 þúsund at-
kvæða mun fyrir einum helsta
andstæðingi sinum, Raj Narain,
en hann er sá sem kærði Indiru
fyrir kosningasvik á sinum tima.
Hæstiréttur fann hana seka og
brást hún þá við á þann hátt að
lýsa yfir neyðarástandi I landinu
og i krafti þess að fangelsa helstu
andstæðinga sina, þám. Narain.
Eftir að séð varð hver úrslit
kosninganna yrðu kallaði Indira
stjórn sina á aukafund þar sem
Sérkröfur
mótaðar í
vikulokin
Dagsbrún
samþykkti sinar
sérkröfur
á sunnudag
Þessa dagana eru verkalýðsfé-
lögin að ganga frá sérkröfum sin-
um og er þess vænst á skrifstofu
ASi að heildaryfirlit um þær geti
legið fyrir i vikuiokin. Lögum
samkvæmt þurfa sérkröfurnar
ekki að iiggja fyrir fyrr en á miðj-
um uppsagnartima, um miðbik
april, en áhersla er lögö á að flýta
framlagningu þeirra til þess að
greiða fyrir samningaumleitun-
um.
Verkamannafélagið Dagsbrún
hélt fund á sunnudaginn I Iðnó,
þar sem rætt var um breytingar á
samningum Dagsbrúnar til
viðbótar aðalkröfum ASt. Eövarð
Sigurösson, formaður Dagsbrún-
ar, sagði i gær að fundurinn hefði
verið fjölsóttur og gagnlegur.
Hann stóð frá kl. 14 fram undir kl.
10 og voru fluttar átján ræður.
Stjórn félagsins lagði fyrir fund-
inn ýtarlega kröiugerð, sem mikil
forvinna hafði veriðlögði, og rætt
um á fundi með trúnaðarmönn-
um.
Að sögn Eðvarðs voru þessar
tillögur samþykktar efnislega, og
verður nú haft samráð um þær
við önnur félög innan Verka-
mannasambandsins, og stefnt að
þvi aö leggja kröfurnar hið fyrsta
fyrir atvinnurekendur. t tillögun-
um er bæði f jallað um taxta- og
kjaraatriði.
—ekh.
Iðja, Akureyri
Stjórnin var
sjálf-
kjorin
Aðalfundur Iðju, félags verk-
smiðjufólks á Akureyri var hald-
inn i Alþýðuhúsinu, sunnudaginn
20. mars s.l. Á fundinum fóru
fram venjuleg aðalfunarstörf.
Stjórn félagsins var sjálfkjörin
en hana skipa: Formaður Jón
Ingimarsson, varaformaður
Hallgrimur Jónsson, ritari
Höskuldur Stefánsson, gjaldkeri
Kristin Hjálmarsdottir, með-
stjórnandi Ingiberg Jóhannesson.
Varastjórn: Svanur Jóhannsson,
Sveinmar Gunnþórsson, Birgitta
Jónsson og Anton Jónsson.
Aöalmenn I trúnaðarmanna-
ráð: Arni Ingólfsson, Lilja
Marinósdóttir, Kjartan Sumar-
liðason, Indriöi Hannesson, Bragi
Jón Ingimarsson, form. Iðju
Sigurgeirsson og Geirlaug Sigur-
jónsdóttir.
Varamenn I trúnað-
armannaráð: Herborg Her-
björnsdóttir, Hekla Geirdal,
Jóhann Sigurðsson og Barbara
Armann.
Eftirfarandi samþykktir voru
gerðar á fundinum:
1. Samþykkt var að segja upp
gildandi kaup- og kjarasamningi.
2. Samþykkt að leggja 1 millj.
kr. i verkfallssjóð.
3. Samþykkt að styrkja
Framhald á bls. 18.
ákveðið var að aflétta neyðar-
ástandinu og sleppa öllum
föngum sem sátu inni vegna þess.
1 þeim hópi voru margir stjórn-
málamenn en einnig smyglarar
og svartamarkaðsbraskarar.
Af öörum málsmetandi leiðtog-
um sem féllu i kosningunum má
nefna hinn volduga en ekki að
sama skapi vinsæla son Indiru,
Sanjay Gandhi, dómsmálaráð-
herrann, Rma Gokhale, sem
samdi drög að stjórnarskrár-
breytingum sem samþykktar
voru I fyrra (og stórjuku vald
Indiru), bæði núverandi og fyrr-
verandi varnarmálaráðherra,
Bansi Lai og Swaran Singh, og
upplýsingaráðherrann, Vidya
Charan Shukla, en hann fyrir-
skipaði stranga ritskoöun ind-
verskra fjölmiðla I kjölfar neyð-
arástandslaganna.
Búist hafði veriö við þvi að
Indira Gandhi segði af sér
embætti I dag en blaðafulltrúar
hennar skýrðu frá þvi að hún
hefði frestað þvi til morguns.
Alþýðuflokkurinn hefur enn
ekki útnefnt leiðtoga sinn og
væntanlegt forsætisraðherra-
efni og verður það ekki gert fyrr
Indira Gandhi að koma af kosn-
ingafundi i Uttar Pradesh.
en á fimmtudag eftir þriggja
daga umræður flokksleiðtoga.
Búast má við þvi að það reynist
erfitt þvi flokkurinn er mjög
sundurlyndur enda ekki oröinn
nema sex vikna gamall, fram að
þvi var hann fjórir flokkar sem
sameinuðust um andkommún-
isma og andstööu við Indiru. Lik-
legastur til að hreppa hnossið er
talinn formaður flokksins, Moraji
Desai sem orðinn er 81 árs gam-
all. Hann getur þó átt von á sam-
keppni frá Jagjivan Ram fyrrum
landbúnaöarráðherra i stjórn
Indiru.
Hinn nýi Alþýöuflokkur er
óþekkt stærð i indverskum stjórn-
málum og er þvi erfitt aö spá
nokkru um það hvort valdataka
hans muni hafa miklar breyt-
ingar á indversku þjóðfélagi i för
með sér. 1 kosningastefnuskrá
sinni segist flokkurinn vilja
stjórna i anda Mahatma Gandhis
og heitir valddreifingu jafnt i
efnahagslifinu sem á stjórnmála-
sviðinu. Einnig kveðst flokkurinn
ætla að leggja höfuðáherslu á
landbúnað, baðmullarrækt og
smáiðnaö en ekki stóriðju eins og
nú er efst á blaði.
ZAIRE
Biður um
meiri
adstod
Washington, Dar-es-salaam 21/3
reuter — Stjórn Mobuto Sese Seko
i Zaire hefur beðið bandarisku
stjórnina um enn frekari aðstoð i
baráttunni gegn innrásarmönn-
unum sem sagðir eru hafa náð
fimm borgum á sitt vald við
landamæri Angólu.
I siðustu viku samþykkti
bandariska stjórnin aö senda her-
gögn og vistir að verðmæti ein
miljón dollara til Zaire að beiðni
Mobutos og átti siðari hluti
þeirrar sendingar að leggja af
stað i dag. Bandariska stjórnin
segist þó ekki senda vopn heldur
einungis varahluti I hergögn,
fjarskiptatæki, fatnað og lyf.
Sending þessi er felld inn I samn-
ing milli Bandarikjanna og Zaire
sem hljóðar upp á sölu hergagna
fyrir 30 miljónir dollara til Zaire.
Stjórnir Belgiu og Frakklands
hafa einnig orðið við beiðni
Mobutos og sent vopn og skotfæri
til landsins.
Fidel Castro forseti Kúbu sem
nú er i Tansanlu sagði á blaða-
mannafundi i dag að ekkert væri
hæft I þvi að kúbanskir hermenn
berðust i Zaire, né hefðu þeir átt
neinn þátt i þjálfun innrásarliðs-
ins eða útvegun hergagna. Sögur
um slikt væru til orönar vegna
„getuleysis stjórnarinnar (i
Zaire) I að glima við vandann
sem er algert innanrikismál. Þær
eru tylliástæða til að fá hernaöar-
aðstoð frá bandarisku heims-
valdasinnunum og evrópsku ný-
nýlenduherrunum ’ ’.
INNLENT LÁN
RIKISSJÓÐS ÍSLANDS
19771.FL.
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
Samkvæmt heimild í fjár-
lögum fyrir árið 1977 hefur
fjármálaráðherra, fyrir hönd
ríkissjóðs, ákveðið að bjóða út
verðtryggð spariskírteini, að
fjárhæð 600 milljónir króna.
Kjör skírteinanna eru íaðal-
atriðum þessi:
Meðaltalsvextir eru um 3.5%
á ári, þau eru lengst til 20 ára
og bundin til 5 ára frá útgáfu.
Skírteinin bera vexti frá 25.
mars og eru með verðtrygg-
ingu miðað við breytingar á
vísitölu byggingarkostnaðar,
er tekur gildi 1. apríl 1977
Skírteinin, svo og vextir af
þeim og verðbætur, eru skatt-
frjáls og framtalsfrjáls á sama
hátt og sparifé. Þau skulu
skráð á nafn.
Skírteinin eru gefin út í
þremur stærðum, 10.000,
50.000 og 100.000 krónum.
Sala skírteinanna stendur
nú yfir og eru þau til sölu hjá
bönkum, bankaútibúum og
sparisjóðum um land allt svo
og nokkrum verðbréfasölum í
Reykjavík.
Sérprentaðir útboðsskilmál-
ar liggja frammi hjá þessum
aðilum.
Mars 1977
SEÐLABANKI ÍSLANDS