Þjóðviljinn - 22.03.1977, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. mars 1977
Málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóðfrelsis.
Útgefandi: Útgáfuféiag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann
Ritstjórar:Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
úmsjón meö sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann.
Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörlcifsson.
Auglýsingastjóri: úlfar Þormóösson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Siöumúia 6. Simi 81333
Prentun: Biaöaprent hf.
fram ýmsar upplýsingar. Að visu hefur
verið furðanleg tregða á þvi að koma
þessum upplýsingum á framfæri þannig
að skaplegt mætti teljast. Til dæmis var
afkoma kisiljárnversins reiknuð út út frá
forsendum sem taldar voru liklegar að
mati forráðamanna Elkem fyrir árið 1985,
en látið liggja i þagnargildi hvernig
afkoman hefði orðið miðað við verðlag á
kisiljárni um áramótin 1976/1977. Með
eftirgangsmunum tókst fulltrúa Alþýðu-
bandalagsins i iðnaðarnefnd að fá það
reiknað út hvernig afkoma kisiljárnvers-
ins hefði orðið miðað við núverandi for-
sendur. Þessar upplýsingar hefur Þjóð-
viljinn birt, svo og dagblaðið Timinn.
Hins vegar hafa ihaldsblöðin ekki minnst
á þessi tiðindi enda þótt nú sé senn liðinn
hálfur mánuður siðan þau komu fyrst
fram i Þjóðviljanum. íhaldsblöðin hafa
þannig gripið til „samsæris þagnarinnar”
enn einu sinni, hvort sem þau heita
Morgunblaðið, Visir eða Dagblaðið.
Upplýsingarnar um afkomu kisiljárn-
versins eru svo sláandi að þær hljóta að
verða til þess að þeir sem hafa hingað til
talið að rétt væri að halda áfram með
verksmiðjuna endurskoði afstöðu sina. Ef
miðað er við meðalverð á kisiljárni árið
1976 kemur i ljós að halli hefði orðið á
verksmiðjunni upp á 800 milj. islenskra
króna. Ef miðað er við verðlag á kisiljárni
árið 1974 hefði halli orðið um 1.6 miljarð-
ar islenskra króna. Ef hins vegar er miðað
við verðlag á kisiljárni árið 1975 hefði orð-
ið hagnaður upp á 8 miljónir norskra
króna — um 250 milj. islenskra króna. Ef
hins vegar er farið aftur til áranna 1971,
1972 og 1973 kemur i ljós að verðlag á kisil-
járni var ennþá lægra en meðaltalsverðið
1976,þannig að ljóst er að verðlag á þessari
afurð er ákaflega sveiflukennt. 1 greinar-
gerð Þjóðhagsstofnunar kemur fram að
kisiljárnmarkaðurinn er afar veikburða
um þessar mundir og i greinum i erlend-
um timaritum kemur hið sama fram, en
þar er einnig fullyrt (Economist 12.2.
1977) að kreppan á stálmarkaðnum haldi
áfram um ófyrirsjáanlega framtið.
Það eru þessar alvariegu staðreyndir
sem ihaldsblöðin keppast við að þegja i hel
um þessar mundir. Og það er athyglisvert
að Dagblaðið og Visir sem keppast um að
jafna sér við Washington Post skuli einnig
taka þátt i þessu þagnarsamsæri ihalds-
ins.
Samsærið má ekki takast; nú er stórmál
i húfl og stuðningsmenn stjórnarflokk-
anna verða að beita sér fyrir þvi, að for-
ystumenn þeirra komist ekki upp með
moðreykinn. Það er greinilegt að það er
hægt að stöðva framkvæmd samningsins
við Elkem, og kemur þar fleira til en
afkoma verksmiðjunnar, til dæmis tregða
forráðamanna Elkem til þess að hlita sett-
um reglum um mengunarvarnir.
Reynslan af álverinu i þeim efnum ætti að
segja sina sögu nógu skýrt til þess að
menn hiki við að ganga sömu brautina á
nýjan leik. —s.
Hornaf jöröur
geti oröiö eru aö mati Gunnars á-
kveöin stefna stjórnvalda til þess
aö tryggja islenskum skipa-
smiöastöövum nýsmiöi þannig aö
þær geti haldiö sig meö sérhæföan
og fjölmennan vinnukraft allt ár-
iö — sem gerir stöövunum kleift
aö sinna einnig árstimabundnum
álagstoppum i viögeröarþjón-
ustu.
Stórhœttuleg
hafnleysa
1 nýútkomnum Ægi, timariti
Fiskifélags Islands, er minnt á
Itrekaöar samþykktir Fiskiþings
um hafnarbætur i Hornafiröi.
„Fiskiflotinn safnast mikiö
saman til veiöa fyrir suöaustur-
horni landsins allt áriö um kring.
Úti fyrir þessum landshluta sækir
hann til sfldveiöa, humar-
veiöa, loönuveiöa og þorskveiöa.
Af þessu leiöir, aö flotinn þarf aö
eiga kost góörar hafnar á þessum
slóöum. Þaö er þó eitthvaö annaö
en aö svo sé. t hafáttum (suölæg-
um áttum) er hafnleysa frá
Djúpavogi til Vestmannaeyja.
Hornafjörö tekur enginn i hafróti.
Jafnvel heimamenn þaulkunnug-
ir, taka heldur þann kost aö and-
æfa upp á von og óvon úti fyrir
heldur en leita heimahafnar.
Ókunnugir leiöa ekki hugann aö
þvi aö fara inn á Hornafjörö I
slæmu veöri, heldur annaö hvort
halda sjó eöa baksa alla leiö til
Vestmannaeyja.
Þaö er ekkert gamanspaug aö
halda sjó á misjafnlega fyrirköll-
uöum bátum úti fyrir suöaustur-
horninu, þar sem eru strauma-
mót og sjólag oft slæmt.
Þrátt fyrir Jþessi slæmu hafn-
arskilyröi er Hornafjöröur oröin
ein af stærstu fiskihöfnum lands-
ins. Þaöan sækja flestir rekneta-
bátanna I sildina á haustin, hum-
arbátarnir I humarinn á sumrum,
loönubátarnir landa i bræösluna
þar meöan kostur er, á vetrarver-
tiöum ganga þaöan margir bátar
til neta- og llnuveiöa og þaöan er
nú geröur út ogari. Þetta er þvi
oröiö mikiö athafnapláss, Höfn I
Hornafiröi. Og þetta er vaxandi
pláss. Þaö mælir þvi allt meö þvi
aö hafnarskilyröi séu þar sem
best.
Fiskiþing hefur gert margar
samþykktir um bætt hafnarskil-
yröi i Hornafiröi og einnig siöasta
Fiskiþing (35.). Siöasta samþykkt
hljóöaöi upp á þaö, aö nú þegar
færi fram rannsókn hjá Straum-
fræöistofnuninni um svæöiö utan
viö Hornafjaröarós, meö tilliti til
möguleika á byggingu varnar-
garöa utan viö Hvanney. Þeim
varnargaröi væri þá ætlaö aö
skýla höfninni fyrir verstu átt-
inni, suövestan áttinni.
Þaö er ekki einasta hagkvæmt
til aö stytta leiöir fyrir fiskiflot-
ann, aö hafa góöa höfn i Horna-
firöi, heldur er þaö stórhættulegt
og hefur valdiö mörgum slysum,
aö fiskiflotinn skuli ekki eiga kost
á höfn til aö flýja á undan veöri á
mörg hundruö sjómilna strand-
lengju.
Vonandi veröur hafist handa
um aö fylgja eftir samþykktum
Fiskiþinga i þessu efni.”
Gegn samsæri
þagnarinnar
Það er algengt i pólitiskri umræðu á
tslandi að stjórnmálaflokkarnir reyna að
þegja af sér óþægilegar staðreyndir.
Einkum eru það ihaldsblöðin sem iðka
þetta samsæri þagnarinnar af hvað mestri
ástundunarsemi og þvi miður verður þeim
iðulega nokkuð ágengt i þvi að fela mál
vegna þess að önnur blöð eru ekki eins út-
breidd. Þessi aðferð, „samsæri þagnar-
innar”, er ákaflega vinsæl þar sem rit-
skoðun er rikjandi og rikiseinokun á dag-
blöðum. Þar er reynt að þegja staðreynd-
irnar i hel með þvi einu að birta ekkert um
þær i blöðum. í ritskoðunarrikjum tekst
þetta oft furðanlega, hins vegar er slikt
ekki hægt á íslandi i öllum tilfellum vegna
þess að þrátt fyrir allt geta blöð,þó of litil
séu eins og Þjóðviljinn, komið mikilvæg-
um pólitiskum staðreyndum á framfæri
þó að stórblöðin þegi.
Tilefni þessa inngangs eru nýjar upplýs-
ingar um hugsanlega afkomu kisiljárn-
versins á Grundartanga. Nú er fjallað um
það mál á alþingi og undir þeim umræðum
i iðnaðarnefnd neðrideildar hafa komið
Jón G. Sólnes
Brjálfrœðin
hans Jóns
A síöasta bæjarstjórnarfundi
Akureyrar var rætt um ráöningu
-skólasálfræöings til fræösluskrif-
stofu Noröurlandskjördæmis
eystra og skiptingu kostnaöar viö
ráögjafar- og sálfræöiþjónustu á
grunnskólastigi. t Noröurlandi er
eftirfarandi frásögn af þætti Jóns
G. Sólness i þessum umræöum:
Jón G. Sólnes alþm. og bæjar-
fulltrúi lýsti þvi yfir á siöasta
fundi bæjarstjórnar Akureyrar,
að hann væri algjörlega á móti
sálfræðiþjónustu I skólum, sem
hann sagöi engum skapa sálar-
heill né sálarró og leysa engan
vanda. Þá vildi hann láta bæjar-
stjórn hætta við þátttöku i rekstri
sameiginlegrar fræösluskrifstofu
Noröurlandskjördæmis eystra.
Sálfræöi er brjálfræöi, sagöi Jón
eftir fundinn.
Skipasmíðar
skapa meiri
vinnu en
stóriðja
t viðtali sem Frjáls verslun á
viö Gunnar Ragnars, forstjóra
Slippstöövarinnar á Akureyri,
segir hann „Viögeröir og eölileg
endurnýjun skipastólsíns muni
skapa geysileg verkefni.”, og aö á
5-6 árum mætti gera Slippstööina
aö 500-600 manna stöö. „Skipa-
smiöaiönaöur er mjög mannafls-
frekur og getur tekiö viö miklu
fleira fólki en stóriöjufyrirtæki
sem til tals hefur komiö aö reisa
hér”, segir Gunnar.
,, —Þaö er ákveöinn markaöur
fyrir hendi hér á landi I nýsmiö-
um og viögeröum. Viö höfum ekki
nema brot af þeim markaöi i dag,
kannski um 30%.
Miöaö viö eölilega endurnýjun
á skipastólnum og viögeröir, sem
hann krefst, er geysilegur mark-
aöur fyrir hendi. Þess vegna eru
þaö engar skýjaborgir aö gera
ráö fyrir aö fyrirtækiö þróist upp i
aö veröa 500-600 manna stöö, sem
er ekki stórt á Noröurlandamæli-
kvaröa. Þaö gæti tekiö fimm til
sex ár. En þá værum viö lika
orönir enn samkeppnisfærari um
tima, sem ásamt veröi og gæöum
eru ráöandi um samkeppnis-
hæfni.”
En skilyröin til þess aö þetta
Gunnar Ragnars