Þjóðviljinn - 22.03.1977, Side 5

Þjóðviljinn - 22.03.1977, Side 5
Þriöjudagur 22. mars 1977 Þ.IÓDVII.JINN — Sll) \ Alveriö i Straumi og blámóöan kringum þaö. Samningurinn við Alusuisse um álverið i Straumsvik mark- aði þáttaskil i atvinnuþróun landsins. 1 fyrsta sinn i sögu lýðveldisins var erlendu auð- félagi veitt forræði yfir atvinnu- rekstri á islenskri grund. Straumsvikurverksmiðjan yrði algerlega i eigu útlendinga, yfirstjórn hennar hefði aðsetur i Ztlrich og islenskir dómstólar hefðu ekki lögsögu yfir aðgerð- um fyrirtækisins. Hinn erlendi auðhringur var i ýmsu settur jafnrétthár islenskum stjórn- völdum. Innreið Alusuisse hafði einnig i för með sér upphaf framleiðsluhátta og stjórnunar sem voru islenskum launa- mönnum að mörgu leyti fram- andi. Verksmiðjureksturinn stofnaði likamlegri og andlegri heilsu starfsmannanna i hættu. Talsmenn rikisstjórnarinnar sem leiddi Alusuisse inn i hag- kerfi tslands voru sér vissulega meðvitandi um að þeir voru að brjóta blað i sögu landsins. Hrifningin yfir þessum tima- mótum og ánægjan með eigin gerðir komu hvað eftir annað i ljós. Þegar rikisstjórnin hafði gert samninginn við Alusuisse I mars 1966 birti Morgunblaðið loiðara sem bar hið fagnandi heiti: „Mikii tiöindi og góö” (Morgunblaðið 29. mars 1966). Hrifningaruppljómunin kom skýrt fram i eftirfarandi kafla leiðarans: „Areiðanlega verður það, er fram liða stundir, talinn einhver merkasti atburöur I atvinnu- sögu landsins að þessir samningar skyldu takast, og mun sú stjórn þykja merk sem þágerði, þótt ekkert annaðheföi hún afrekaö.” Stuðningsmenn álsamnings- ins töldu sig greinilega stadda á sögulegum timamótum. „Merkasti atburður 1 atvinnu- sögu landsins” var einkunnin sem aðalmálgagnið lét i té; við- reisnarstjórnin hefði gulltryggt sig i kennslubókum framtiðar- innar. Jafnvel þótt hún hefði „ekkert annað afrekaö” myndi álsamningurinneinnduga henni til ævarandi frægðar. En rás timans og hjól reynsl- unnar leika stundum lukkuridd- ara samtiöarinnar ærið grátt. Allar þær meginröksemdir sem forsvarsmenn álsamningsins beittuá sinumtima hafa snúist i höndum þeirra. Undanfariö hef- ur athyglin beinst að raforku- sölunni og mengunarhættunni en það eru fleiri röksemdir frá upphafi álstefnunnar sem reynst hafa æriö fáránlegar. Að ellefu árum liðnum er nánast ömurlegt að sjá hve einfaldir forráöamenn rikisst jórnar- innar voru í trú sinni á kosti ál- samningsins. Veruleikinn hefur leikið málflutning álpostulanna svo grátt aö það kæmi vissulega til greina að hiifa þeim við upp- rifjun á fyrri málflutningi. Mikilvægi málsins vegur þó þyngra en slik mannúðar- sjónarmið. Tilraunir sömu þjóö- félagsafla á okkar timum til að auka hlutdeild erlendra auð- hringa i islensku atvinnulifi gera það nauösynlegt að upp sé rifjað hverjar voru meginrök- semdirnar sem beitt var fyrir álsarpningnum á sinum tima. Talsmenn álstefnunnar verða að standa frammi fyrir hinum miskunarlausa dómi veruleik- ans. „Að missa af strætisvagninum” Rauði þráðurinn I mál- V eruleikinn lék þær grátt flutningi álpostulanna var sú spásögn að innan fárra ára yrðu framfarir i hagnýtingu kjarn- orku til raforkuframleiðslu orðnar svo gifurlegar að vatns- aflsvirkjanir yrðu vart sam- keppnisfærar við hin nýju kjarnorkuver. Það væri þvi hver siðastur fyrir islendinga að hagnýta auðinn i ám og foss- um. Iðnaðarráðherra, Jóhann Hafstein, leiddi skáldjöfurinn Einar Benediktsson fram sem vitni og taldi eftirfarandi ljóð- linur skáldsins boða það sem um Alusuisse, var slikt að þeir trúðu þessari lygi eins og nýju neti. Jóhann Hafstein tilkynnti i Morgunblaðinu 24. febrúar 1966: „En við mig er sagt áróöurs- laust og i einlægni af fyrir- svarsmönnum hins svissneska fyrirtækis, sem rætt er um, aö reisi hér álbærðslu, að sennilega yrði þetta þá siðasta álbræðsla þessa fyrirtækis, sem nota myndi raforku frá vatnsafls- virkjun.” Það er ekki að furða að samningurinn við Alusuisse hafi Alverksmiðjan ætti að vera „undirstaða nýrra atvinnuhátta og atvinnugreina á Islandi.” Islenskum iðnrekendum var fluttursá fagnaðarboðskapur að „margháttaður minni iðnaður” sem ynni úr áli myndi þróast i landinu og „þar með yrðu Islendingar orðnir iðnaðar- þjóð”. Þessi fagnaðarboðskap- ur birtist einu sinni sem oftar i leiðara Morgunblaðsins 21. april 1966: „Þannig fáum við inn i landiö mikla tæknikunnáttu, og viö fá- biði islendinga ef þeir semdu ekki við Alusuisse (Morgun- blaðið 24. febrúar 1966): „...Fljótsins auöi henda i hafiö héruö breiö og friö. Arölaust fossar afiiö þeyta inn i klettaþröng”. — Hin skáldlega innsýn i fram- tiðina, vantrúin á auð islenskra fallvatna og óttinn við kjarn- orkuna mynduðu hina alkunnu „strætisvagnaröksemd” sem mjög var haldið á lofti af tals- mönnum rikisstjórnarinnar. Nú eða aldrei — það var kjörorð dagsins. Ef orku fallvatnanna yrði ekki komið i verð með samningum við Alusuisse þá sætu islendingar eftir allslausir. Þjóðin mætti ekki „missa af strætisvagninum” I þessu máli. Jóhann Hafstein, iðnaðarráð- herra, orðaði þessa afstöðu svo i ræðu á fundi fulltrúaráðs Sjálf- stæðisflokksins i desember 1965 (Morgunblaðið 8. desember 1965): „1 framtiðinni má búast við, að orka frá kjarnorkuofnum veröi samkeppnisfær við vatns- orkuna. Svisslendingar hafa þegar tekið upp samningavið- ræður við þýzk fyrirtæki um það mál, og höfum viö því lagt rika áherziu á aö missa ekki af strætisvagninum.” „Áródurslaust og i einlægni” Skáldskapur Einars Bene- diktssonar og almennar fullyrð- ingar um þróunarmátt kjarn- orkunnar voru ekki einu rök- semdirnar sem ráðherrarnir beittu máli sinu til stuðnings. Viðsemjendurnir, forstjórar Alusuisse, voru leiddir i vitna- stúkuna og þjóðinni fluttur boð- skapur þeirra um að álveriö i Straumsvik yrði „SIÐASTA álbræösia þess fyrirtækis sem nota myndi raforku frá vatns- aflsvirkjun”. Hið barnslega traust viðreisnarráðherranna á viðsemjendum sinum, forstjór- verið islendingum jafn óhag- stæður og raun ber vitni, þegar aöalráðherra islensku rikis- stjórnarinnar i þessu máli um- gengst álforstjórana með þvi barnslega trúnaöartrausti sem framangreind ummæli bera vott um. Ríkisstjórnin grund- vallaði samninginn um álverk- smiðjuna að verulegu leyti á þeirri yfirlýsingu forstjóra Alusuisse að kjarnorkan myndi innan fárra ára gera orkuauð Islands I ám og fossum alger- lega verðlausan. Þvi væri um að gera „að missa ekki af strætis- vagninum”. Hinir vitru for- stjórar hefðu sagt ,,I einlægni” að þetta yrði nú „siðasta” álbræðslan sem tengd yrði vatnsaflsvirkjun. Þessi skoðun rikistjórnar- innar var itrekuð I áramóta- grein forsætisráðherrans, for- manns Sjálfstæðisflokksins, 31. desember 1965. Hann taldi upp meginröksemdirnar fyrir samningnum við Alusuisse og sagði m.a.: „Fastlega er búist viö þvi, að innan fárra ára verði kjarnorka samkeppnisfær við raforku frá vatnsaflsvirkjunum, a.m.k. þar sem engar stórvirkjanir hafa áður verið, þó að samkeppnis- hæfni eldri vatnsaflsstöðva haldist. Þess vegna kunna nú aö vera siöustu forvöö fyrir okkur til að afla fjár og fá samvinnu viö aöra um stórvirkjanir fall- vatna.sem getioröið undirstaða nýrra atvinnuhátta og atvinnu- greina á lslandi.” Hve grátt veruleikinn hefur leikið þessar röksemdir for- sætisráöherra og iönaðarráð- herra viðreisnarstjórnarinnar ætti að verða talsmönnum stór- iðjustefnunnar á okkar tfmum tilefni til að staldra við og íhuga að nýju grundvöll hinnar rikj- andi stefnu. Sjá, vér bodum idnrekendum mikinn fögnuð Tilvitnunin i áramótagrein forsætisráðherrans felur einnig i sér ábendingu um aðra megin- röksemd sem talsmenn álstefn- unnar beittu i umræðunum. um ái á heimsmarkaðsverði eöa undir þvi veröi sem nemur flutningskostnaði héöan til Evrópu. Svissneska fyrirtækið hefur tjáö sig reiöubúiö til aö aöstoöa tslendinga viö aö setja upp verksmiöju, sem ynni úr áli.og er þegar tekið að athuga það mál, en hugmyndin er að þar yrði um að ræða opið hluta- félag, sem öllum landsiýö yröi gefinn kostur á aöild aö. Framleiðsla þessa fyrirtækis yrði svo aftur undirstaöa marg- háttaös minni iðnaöar úr þess- um mikilvæga málmi, sem stöð- ugt ryður sér meir og meir til rúms um heim allan. Þar meö eru lslendingar oröin iönaöar- þjóö, og i kjölfarið mun margt áreiðanlega fylgja.” Svissnesku álforstjórarnir höfðu greinilega gefið fleiri fals- yfirlýsingar en aö álverksmiðj- an yrði sú siöasta sem hagnýta myndiorku frá vatnsaflsvirkjun og viðreisnarliðið trúði þessum yfirlýsingum. Morgunblaðiö seg- ir að Alusuisse hafi „tjáð sig reiðubúið til aö aöstoða Islendinga við að setja upp verksmiðju sem ynni úr áli”. Það væri meira að segja „þegar tekið til við að athuga það mál” og tjáöi Morgunblaöið lands- mönnum að hugmyndin væri að hér yrði „um að ræða opið hlutafélag sem öllum landslýö yrði gefinn kostur á aðild að”. Fyrirtækið yrði eins konar Eimskipafélag nútimans, nýtt óskabarn þjóðarinnar, öllum opiö, byggt á góðvilja Alusuisse og hinum hagstæðu samningum um álverið i Straumsvík. Það er skemmst frá að segja að þessi fyrirheit og yfirlýs- ingar islensku rikisstjórnar- innar og forstjóra Alusuisse um að islensk iðnfyrirtæki yrðu stofnsett i framhaldi af rekstri álversins og um þróun marg- háttaðs minni iðnaðar sem gera myndi islendinga að iönaöar- þjóð hafa reynst jafnfánýtar, samskonar lygar og bull, og framangreindar „strætisvagna- röksemdir” um samkeppnis- hættuna af kjarnorkunni. Hvað snertir fyrirheitin um islenska iðnþróun, hefur Alusu- isse haft islensk stjórnvöld að ginningarfiflum. Það hefur eng- inn iðnaður þróast á grundvelli framleiðslu álversins. Alssuisse hefur neitað öllum viðræðum við islenskar iðnþróunarstofn- anir um hugsanlega fram- kvæmd á þessum fyrirheitum. Alusuisse var búið að fá sinn raforkusamning, reisa álverið og taka stórfelldan gróöa með rekstrinum á Islandi. Fyrst islensku ráðherrarnir trúðu þvi að Alusuisse myndi stuðla að þróun islenskra iðnfyrirtækja þá væri sú einfeldni höfuðverk- ur islenskra ráðherra sem látið hefur plata sig — ekki Alusu- isse. Sama grunnhyggnin og ein- kenndi „strætisvagnaröksemd- ir” Jóhanns Hafstein um væntanleg áhrif kjarorkunnar birtist einnig i boðskap hans til islenskra iðnrekenda um „mik- ilvæg ný tækifæri” sem biðu þeirra i tengslum við hagnýt- ingu hráefna sem álverið myndi láta i té. Iðnaðarráðherrann sagði i varnarræðu sinni fyrir álsamninginn á Alþingi i april árið 1966: „Það liggur mjög nærri að álykta, að bygging og rekstur álbræðslu mundi geta haftveru- leg áhrif til góðs á eflingu iönvæöingar aimennt i landinu. Skapast munu tækifæri til þess, aö upp komi i landinu vinnsla úr áli, einkum til innanlands- notkunar. Eitt af því sem háir islenzkum iðnaði, er hár hrá- efniskostnaöur, þar sem flest hráefni eru hér innflutt og mun dýrari en i þeim iðnaðarlönd- um, sem við er keppt. Mér er kunnugt um, að íslenzkir iðnrekendur tengja töluverðar vonir við byggingu álbræðslu frá þvi sjónarmiði, aö hún geti skapað mikilvæg ný tækifæri, sem i þvi fælist aö ál gæti oröiö hér jafnódýrt eöa ódýrara en i nágrannalöndunum.” Og svo kom álið og bað ýsuna ásjár Fagnaðarerindi álpostulanna fól einnig i sér boðskap um nýtt stöðugleikatimabil i gjaldeyris- öflun landsmanna. Rekstur álversins myndi skapa öruggar og árvissar gjaldeyristekjur sem vega myndu upp á móti hinum miklu sveiflum f sjávar- afla og markaðsverði fiskaf- urða. Leiðari Morgunblaðsins 20. janúar 1966 bar heitið „Auk- um fjölbreytni atvinnulifsins” þar stóð m.a.: „Eða viljum viðnota tækifær- ið nú, þegar alltleikur i lyndi til þess að treysta undirstöðu þess, sem við höfum skapaö, og draga þannig úr þeim afleiðingum, sem hugsanlegar neikvæðar sveiflurifiskveiðum á næstu ár- um mundu hafa fyrir okkur?” Veruleikinn hefur einnig leik- iðþessa röksemd grátt. Reynsl- an hefur sýnt að verðsveiflur á áli eru jafnvel enn meiri en á sjávarafurðum. Alusuisse hefur haft lag á að sýna bókhaldslegt tapá rekstrisinum hér en hirða arðinn gegnum deildir fyrirtæk- isins i öðrum löndum. Gjald- eyristekjurnar hafa þvi orðið mun minni en jafnvel andstæð- ingar álversins héldu fram. Alverið hefur hins vegar verið þurftarfrekt á orku og aðra hér- ienda fyrirgreiðslu. Verksmiðj- an fær nú um helming allrar raforku sem framleidd er i landinu en greiðir fyrir hana innan við 10% af heildarsölu- verðmæti. Þeirtimar hafa jafnvel komið aö gjaldeyristekjur af sjávarút- veginum hafa verið notaðar i meögjöf með álverinu. Arið 1975 skilaði álverið um 2 miljöröum minna i gjaldeyris- tekjur en nam innflutningi til starfsemi þess hér. Verðmæta- sköpun i sjávarútveginum var notuð tilað jafna metin. Þaö var vissulega grátt gaman þegar sú framleiðsla sem átti að bjarga þjóðinni frá sveiflum i sjávarút- vegi varð aö biðja fiskframleið- endur ásjár. Það var ömurlegt ár fyrir boöendur stóriðjustefn- unnar þegar ýsan varð álinu til bjargar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.