Þjóðviljinn - 22.03.1977, Side 13
Þriðjudagur 22. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
þeirrar hreyfingar, Jonas
Savimbi, hafði góð sambönd við
vestræna auðhringa, sem mikilla
hagsmuna áttu að gæta i Angólu,
stjórn Sambiu og siðast en ekki
sist Suður-Afriku, sem snemma í
ágúst hafði sent her yfir landa-
mærin frá Namibiu undir þvi yf-
irskini, að það væri til þess að
hindra skemmdarverk á
Ruacana-Caluaquaraforkuverun-
um, sem bæði Angóla og Namibia
fá raforku frá.
En seint i október 1975, tveimur
til þremur vikum fyrir brottför
siðustu portúgölsku nýlenduher-
sveitanna, tóku atburðirnir nýja
og alvarlega stefnu. Suður-Afrika
sendi aukið lið inn i Angólu og hóf
sannkallaða leiftursókn noröur á
bóginn. Fyrstu viku sóknarinnar
sóttu „steingeiturnar” (Sten-
bocks), eins og vestrænir frétta-
menn kölluðu suðurafrisku her-
mennina aö gömlum sið breskum,
fram um hvorki meira né minna
en 600 kilómetra og héldu siðan
áfram áleiðis til Luanda á um 70
kilómetra hraöa i dag. Her
MPLA, sem enn hafði takmark-
aða þjálfun hlotið i meðferð
sovésku vopnanna, var að visu
ágætlega fær i skæruhernaði, en
kunni ekkert til staöbundins vig-
vallahernaðar, mátti sin einskis
gegn þessu harðsnúna og þraut-
þjálfaöa innrásarliði, sem ofan á
allt annað hafði aíger yfirráö
i lofti. Samtimis þessu hertu
FNLA-menn og hjálparlið þeirra
frá Zaire sóknina aö norðan.
Fengi MPLA ekki aukna hjálp,
virtist ekki annað fyrir höndum
en að suðurafrikumenn og FNLA
tækju Luanda réttum leið og sið-
ustu portúgölsku hersveitirnar
færu þaðan, eða 11. nóvember
MPLA réð ekki orðið yfir nema
fremur litlum hluta landsins, Lu-
anda og nágrenni ásamt með
nokkuð breiðri ræmu austur eftir
til landamæra Zaire.
Örlagarík ákvörðun
Það var 5. nóvember, sem
kúbanska stjórnin ákvað aö senda
ekki einungis hernaðarsérfræð-
inga, heldur og reglulegt herlið,
til Angólu. Ekki kemur fram hjá
Garcia Marquez, hvort MPLA
hafði formlega beðið um slika aö-
stoð, en hvort sem svo var eða
ekki hefur kúbönum væntanlega
verið ljóst, að aöstoðin yrði vel
þegin, enda ljóst orðið aö engan
tima mátti missa. Garcia
Marquez segir á þá leið, að
kúbönum hafi verið fullvel ljóst,
aö miklar likur voru á að þessi
ieiðangur þeirra endaði með
ósigri, sem hefði orðiö kúbönsku
þjóðinni mikið siðferðilegt áfall,
en engu að siður hafi her þeirra
farið austur yfirhaf meö þvi hug-
arfari, að hið eina sem ekki kæmi
til greina væri að biða ósigur. —
Kúbanir nefndu þessa djöfustu
aðgerð sina á erlendum vettvangi
til þessa Carlota, en svo hét
blökkumaöur nokkur og þræll,
sem 5. nóvember I843hafði staðiö
fyrir þrælauppreisn i fylkinu
Mantanzas, vestan til á Kúbu.
Gunnreifir
sjálfboðaliðar
Lið það, sem kúbanir sendu til
Angólu, hefur verið aö tölu til ein-
hversstaðar á bilinu milli tiu og
tuttugu þúsund. Allt voru þetta
sjálfboðaliðar og ekki úr
kúbanska hernum sjálfum, held-
ur varaliðsmenn og fyrrverandi
hermennfyrstog fremst. Ekki er
að heyra að stjórnarvöld hafi
þurft að beita neinum þrýstingi til
þess að fá menn til að gefa sig
fram i þessar vikingaferðir á tutt-
ugustu öld: þvert á móti viðast.
færri hafa komist meö en vildu.
Þess voru dæmi að menn fölsuöu
persónuskilriki sin til þess að
verða tækir i Angóluleiöangurinn.
Ungur maöur bauö sig fram án
leyfis föður sins, en var ekki fyrr
kominntilAngólu en hann rakst á
gamla manninn þar. Hann haföi
þá einnig gengið i leiðangurinn án
þess að hafa hátt um þaö viö fjöl-
skylduna.A skipunum, sem fluttu
hermennina austur yfir Atlants-
hafið, varð þaö plága aö sjómenn-
irnir reyndu að laumast i land og
koma sér i hersveitirnar, þegar
til Angólu kom. Trúlega hefur
bein ævintýrafýsn einhverju ráð-
iðum þennan mikla baráttuvilja,
en Garcia Marquez telur hins
vegar engum vafa bundiö aö
hugsjónaeldmóöur og einlægur
vilji til að verða góðu málefni að
liði hafi verið undirrótin hjá flest-
um.
Bandarikin
hóta loftárás
Flutningarnir austur yfir hafið
voru út af fyrir sig mikið afrek.
Til flutninganna höfðu kúbanir
einkum skip og flugvélar af göml-
um og úreltum gerðum og urðu að
flytja með sér mestallan þann út-
búnað og vörur, sem þeir þurftu
með, meira aö segja oliu, þvi að
ekki þótti eigandi undir þvi að
hægt væri aö fá hana úr angólsku
lindunum, eins og ástandið var
orðið þar i landi. Allt þetta gekk
þó vel og slysalaust og ber það
dugnaði og skipulagshæfni
kúbananna glöggt vitni.
Ráðamönnum Bandarikjanna
brá hastarlega viö, þegar þeir
loksins fréttu af kúbönum i
Angólu, og hefur þeim áreiðan-
lega þótt sárt að þola aö þessi
smái granni skyldi enn einu sinni
hafa skotið þeim ref fyrir rass.
Viðbrögð þeirra urðu þau, að
beita þau riki, sem voru kúbönum
á einn eða annan hátt innanhand-
ar viðvikjandi flutningunum,
þrýstingi og jafnvel skýlausum
ofbeldishótunum. Eyrikiö
Barbados hafði leyft kúbönskum
flutningaflugvélum að millilenda
þar á leiðinni milli Kúbu og
Angólu, en Bandarikin knúðu
Barbados til þess að draga það
leyfi til baka. Stjórn Gvæönu
leyfði kúbönum þá miililendingu
þar i landi, en bandariski auð-
hringurinnTexaco, sem ræður yf-
ir oliulindum Gvæönu, lét pólitik-
ina ganga fyrir gróðasjónarmið-
inu og neitaði að selja kúbönum
oliu, og ofan á það hótaði
ambassador Bandarikjanna i
Georgetown, höfuðborg Gvæönu,
i eigin persónu loftárásum á flug-
völlinn við borgina, ef kúbanir
fengjuaö lenda þar. Sáu gvæönu-
menn þá sitt óvænna og sviptu
kúbani lendingarleyfinu. Eftir
það var flogið millilendingarlaust
frá Holguin á Kúbu austanverðri
til Brazzaville, höfuðborgar
Kongó, en það riki var hlynnt
MPLA. Herskip og herflugvélar
Bandarikjanna fylgdu flutninga-
skipum kúbana yfirleitt eftir og
sýndu oft ögrandi framkomu,
meðal annars með þvi aö flug-
vélár steyptu sér i litla hæð niður
yfir skipin.
Boðskort frá Roberto
Engum vafa er það bundiö að til
þess að bjarga MPLA máttu
kúbanir ekki seinni vera. Her-
menn þeirra, sem fyrstir komu til
Angólu, urðu margir aö fara beint
úr flugvélunum og skipunum á
vigvöllinn. Andstæðingar MPLA
réðu sér ekki fyrir sigurkæti.
Málaliðaforingi nokkur i liði
FNLA á norðurvigstöðvunum
stjórnaðiliði sinu úr Honda-sport-
bil og hafði meö sér i farartækinu
ljóshærða kvikmyndaleikkonu.
En skyndilega laust eldflaug nið-
ur i honduna og sprengdi hana i
smátt ásamt hinu sigurglaða
pari. Sú eldflaug kom frá kúbön-
um. Af kvikmyndaleikkonunni
fannst ekki annað en handtaksa
og i henni siður veislukjóll, bikini-
baöföt og boðskort á sigurhátiö,
sem Holden Roberto, foringi
FNLA, var þegar búinn aö á-
kveða að halda i Luanda, sem
hann varsannfærður um að menn
hans tækju einhvern næstu daga.
Striðslukkan á
bláþræði
Þessi atburður er nokkuö tákn-
rænn fyrir þau snöggu umskipti
striðsgæfunnar, sem urðu við til-
komu kúbananna. Fyrstu vikurn-
armáttiþóekki á milli sjá, hverj-
ir sigrast myndu, enda höfðu
kúbanir ekki á móti sér neina
amlóða þar sem búarnir frá Suð-
ur-Afriku voru, og i liði FNLA var
margthvitra málaliöa auk deilda
úr Zaire-her. Heri þessa skorti
ekkert, enda höfðu Bandarikin
dælt 50 miljónum dollara i striös-
rekstur FNLA og UNITA og
bandamanna þeirra. 10. nóvem-
ber átti lið FNLA aðeins 25 kiló-
metra ófarna til Luanda, og
fyrstu vikuna i desember horfði
svo illa fyrir MPLA og kúbönum,
að þeir höföu um skeið i huga að
Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, flytur iandsþingi Kommúnista-
flokksins fyrstu sigurfréttirnar frá Angólu. Þar sem þetta var fyrsta
landsþing flokksins, má nærri geta hvilikt siöferðilegt áfall það hefði
orðið kúbönúm ef Castró hefði haft annað en sigurfréttir aðfæra.
CABINDA
MPLA
Novo Redondo'
Lobito
Benguelay
Luso
Huambo
ANGOLA
FNLA+UNITA
Staðan i Angóla skömmu eftir að kúbanir skárust Ileikinn
Portugalia
MPLA
yfirgefa aðalland Angólu og bita
sig fasta í Cabinda, landskika
þann norðan ósa Kongófljóts er
heyrir til Angólu. Kúbanir urðu
nokkrum sinnum f.vrir alvarleg-
um áföllum, einkum i viðureign-
inni við suður-afrikumenn. Mesta
ósigur sinn biðu kúbanir við
Catofe skammt frá Nhia-fljóti á
suðurvigstöðvunum, er suður-
afriskri hersveit haföi, áður en
kúbani varði, tekist að gera við
brú yfir fljótið og koma svo bak-
liði kúbana i opna skjöldu i
morgungrámanum. Þetta geröist
réttupp úr miðjum desember, og
daginn áður hafði æðsti yfir-
maður kúbanska liðsins i Angóiu,
RaulDiaz Arguello, beðiö bana er
brynvagn hansók á jarðsprengju.
Diaz Arguello hafði getiö sér
góðan orðstir i baráttunni gegn
afturhaldsstjórn Batista á sinum
tima og naut mikillar alþýðuhylli
á Kúbu.
FNLA gersigruð
En þegar Kommúnistaflokur
Kúbu hóf sitt fyrsta landsþing 22.
desember, var kúbönum farið að
veita betur. Þá gat Castro til-
kynnt þingheimi aö FNLA-menn
hefðu verið hraktir um 100 kiló-
metra norður eftir og að bryn-
vagnar suðurafrikumanna hefðu
veriö stöðvaðir um 200 kilómetra
fyrir sunnan Luanda. Snemma i
janúar 1976 tóku MPLA-menn og
kúbanir Carmona, „höfuðborg”
Holdens Roberto, og varð sá sigur
mjög til þess aö auka traust Af-
rikurikja á MPLA, sem skipti
miklu máli er Einingarsamtök
Afriku (OAU) héldu ráðstefnu 12.
janúar 1976 i Addis Ababa. Um
miðjan þann mánuð var FNLA-
herinn orðinn svo illa leikinn, að
MPLA og kúbanir hófu þá þegar
sóknaraðgerðir á suðurvigstööv-
unum, sem annars haföi verið
fyrirhugað að ekki gætu byrjað
fyrr en i april. Megináætiunin var
sem sagt sú, að ganga tryggilega
milli bols og höfuðs á FNLA til
þess að getá siöan beitt öllu afli
gegn hættulegustu óvinunum —
suðurafrikumönnum.
1 marsbyrjun var lið FNLA á
norðurvigstöðvunum gersigrað.
Siðasta örvæntingartiltæki þeirr-
ar hreyfingar og bandamanna
hennar var aö CIA réði i skyndi
hóp breskra og bandariskra
málaliða og sendi þá fram á vig-
völlinn frá Zaire þegar aðstaðan
var oröin gersamlega vonlaus.
Bresku málaliðarnir, sem margir
voru reyndir hermenn, gortuðu af
þvi við brottförina að heiman að
þeir væru „fræknustu menn Eng-
lands” og að kúbanir myndu
verða rýrir fyrir þeim. En þegar
út i slaginn kom urðu þessir ensku
vigamenn að gjalti, drápu hver
annan og flýðu sem fætur toguöu.
Þaö er engu líkara en aö allt sé
orðið á eina lund með gengi þess
fyrrverandi heimsveldis, sem
Bretland er.
af
erlendum
vettvangí
Suðurafrikumenn
á undanhaldi
Eftir það einbeittu MPLA og
kúbanir sér að sókninni suður á
bóginn. Vörn UNITA-liðsins, sem
var illa þjálfað og hugdeigt, brast
þegar við fyrstu atlögur og leyst-
ist upp i stjórnlausan flótta. Og
hvað suðurafrikumenn snerti,
fundu þeir fljótt að þar sem
kúbanir voru höfðu þeir á móti
sér her, sem stóð þeim fyllilega
jafnfætis hvað snerti vopn, kunn-
áttu i meðferð þeirra, herstjórn-
arþekkingu og siðast en ekki sist
baráttukjark og vigamóð. Um
miðjan mars hófu suðurafriku-
menn undanhald og 27. þess mán-
aðar fóru siðustu hersveitir
þeirra suður yfir landamærin til
Namibiu. Trúlega hefur Suður-
Afrikustjórn ekki litist á að flækja
sig i langdregið strið i Angólu, án
þess að hafa vissu um stuðning
Vesturveldanna, en Garcia
Marquez teiur, að suðurafriskir
ráðamenn hafi óttast, að MPLA
og kúbanir kynnu, ef suöurafriska
herliðið þrjóskaðist við að hörfa,
að veita þvi eftirför gegnum
Namibiu og jafnvel inn i Suður-
Afriku sjálfa. Ekki er vafi á, að
slikri sókn hefði verið tekið meö
samúð af mörgum Afrikurikjum
og raunar mörgum rikjum utan
þeirrar álfu, vegna andúöar á
kynþáttakúgun suðurafriskra
valdhafa.
Góða veislu
gera skal
Ekki voru fyrstu MPLA-her-
flokkarnir, undir forustu
kúbansks foringja, fyrr komnir
suður að namibisku landamærun-
um en yfirmaður suðurafrisku
hersveitanna hinumegin beiddist
þess auðmúklega að viöræður
yrðu teknar upp milli þeirra fyr-
irliðanna, til að forðast misskiln-
ing og slysaárekstra. Kúbanski
foringinn tók þvi vel, og kom sá
suðurafriskisiðanyfir til hans við
þriðja mann. Aö viðræðunum.
sem virðast hafa farið fram hið
besta, loknum, lét suöurafriski
foringinn sækja yfir landamærin
til herbúða sinna veislumat og
eðalvin, hélt viðræðunefnd
kúbana og MPLA veislu og var
greinilega mjög umhugað að
verða þessum andstæðingum sin-
um á allan hátt til geðs.
Ómetanleg áhrif
Um áhrif þau, sem kúbanska
herliðið hafði á gang mála i Af-
riku, hefur mikið verið fjallað og
er þvi óþarfi að fjölyrða um það
atriöi hér. En þetta djarflega og
ævintýralega framtak varð einn-
ig mjög mikilvægt fyrir kúbani
sjálfa. Enda þótt kúbönum hafi, á
þeim tæpum tveimur áratugum,
sem liðnir cru frá sigri Castros og
skæruliða hans, tekist að byggja
upp eina velferðarþjóðfélag Ró-
mönsku-Ameriku og hrinda við-
tækum tilraunum Bandarikjanna
og bandamanna þeirra til þess að
knésetja kúbönsku byltinguna,
hafa þeir einnig á þessu timabili
beöið ósigra og mátt þola sár von-
brigði. Morðið á argentinumann-
inum Che Guevara, öðrum aðal-
foringja kúbönsku byltingarinn-
ar, var eitt slikt áfall, og annað og
enn meira varð valdarániö i
Chile, þegar afturhaldssamir
herforingjar steyptu sósialiskri
stjórn Allendes. Þar að auki hafa
kúbanir mátt horfa upp á aö
vinstrisinnaðir skæruliðar i öðr-
um rómanskameriskum löndum
hafa stöðugt farið halloka um
langt skeið. Allt þetta hefur verið
dapurlegt fyrir kúbani, sem búa
við vissa einangrun i næsta ná-
grenni við höfuðandstæðing sinn
og fjarri helstu bandamönnum.
Sigurinn i Angólu varð kúbönum
ómetanleg uppbót fyrir þessi von-
brigði. Hinir heimkomnu her-
menn eru hylltir sem hetjur, og
þjóðin finnur að meö afrekum
þeirra hefur Kúba haft þýðingar-
mikil áhrif á gang mannkynssög-
unnar. dþ.