Þjóðviljinn - 22.03.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 22.03.1977, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. mars 1977 s Islandsmótið í júdó: Viðar vann opna flokkinn Frá hinni sögulegu viðureign Viðars t.h. og Glsla Þorsteinssonar f opna flokknum I júdó sl. sunnudag. Menn voru undrandi á vltastigun- Anna Lára Friðriksdóttir, ls- um, sem dæmd voru á Gisla. (Ljósm. S.dór.) landsmeistari kvenna i júdó. Sigur hans yfir Gísla Þorsteinssyni í úrslitaglímunni var mjög umdeildur Síðasti hluti islands- mótsins í júdó, keppni í opnum flokki karla og kvennaflokki fór fram sl. sunnudag. I opna flokkinn hjá körlunum vantaði nokkra af okkar bestu júdómönnum, svo sem Svavar Carlsen og Halldór Guðbjörnsson, sem voru meðal áhorfenda. Skýring- in á þvi er eflaust sú, að þeir fara báðir á NM í júdó um næstu helgi og hafa ef- laust viljað hvíla sig vel fyrir þau átök. En keppnin I opna flokknum var samt mjög jöfn og skemmti- leg lengst af. I undanúrslit kom- ust þeir Viðar Guðjohnsen, Gisli Þorsteinsson, Kristmundur Bald- ursson og Benedikt Pálsson. Viðar sigraði siöan Kristmund og Gtsli Benedikt og þvi voru þaö þeir Gisli og Viðar sem kepptu til úrslita. Sú glima varð nokkuð umdeild. Dómarar sögðu aö Gisli hefði stigið útfyrir völlinn og fékk þar með dæmd á sig vitastig og stuttu siðar náði Viðar bragði á Gisla, sem gaf nógu mörg stig til þess að Viðar fékk fullnaöar sigur á stig- um. Undirritaður var mjög nærri þeim staö, þar sem sagt var að Gisli hefði stigiö út fyrir völlinn, en það er ekki rétt. Gisli steig aldrei útfyrir, og meira að segja Viöar Guðjohnsen var hissa á þessum dómi og langt frá þvi að vera ánægður með að sigra á þennan veg. En það þýðir ekki að deila við dómarana, og Viðar sigraði og er vel aö þeim sigri kominn, enda tvimælalaust einn okkar lang besti júdómaöur. 1 kvennaflokki voru þrjár stúlk- ur jafnar að vinningafjölda, og þá voru talin saman stig þeirra i gllmunum og reyndist Anna Lára Friðriksdóttir úr Armanni stigahæst og taldist þvi sigurveg- ari. 1. 2. sæti varð Þóra Þórisdótt- ir og I 3. sæti Sigurveig Péturs- dóttir. —S.dór. NM í ]údó um næstu helgi: / Islenska júdó- landsliðið valið Um næstu helgi fer Noröur- landamótið i júdó fram i Kristianstad I Noregi og hefur islenska júdó-landsliðið þegar verið valið. Einn keppandi er frá hverju landi I hverjum þyngdarfíokki, en siðan er keppnin jafnframt sveita- keppni. tslenska liðið sverður þann- ig skipaö: 60 kg. flokkur Jóhannes Haraldsson UMFG 65 kg. flokkur Sigurður Daðason JFR 71 kg. flokkur Halldór Guðbjörnsson JFR 78 kg. flokkur Kári Jakobsson JFR 86 kg. flokkur Viðar Guðjohnsen Arm. 95 kg. flokkur Gisli Þorsteinsson Arm. 95 kg. og meira: Svavar Carlsen Jóhann yfirburða sigurvegari Hinn ungi og efnilegi bad- m in t on 1 ei k a r i Jóhann Kjartansson vann óvæntan yfirburða sigur á úrtökumóti BSl fyrir heimsm eistara- keppnina i badmonton sem fram ferifyrsta sinnii Sviþjóö 3. til 8. mai nk. Jóhann sigraði alla 7 andstæðinga sina en til úrslita léku 8 bestu badmfn- tonmenn okkar. Ogþað sem er enn athyglisverðara við þenn- an sigur Jóhanns og sýnir styrkleika hans kannski best er aö hann þurfti aldrei aö leika aukalotu. í 2. sæti varö íslands- meistarinn Sigurður Haralds- son, með 5 vinninga i 3. til 5. sæti þeir Sigfús Ægir, Jó- hannes Guðjónsson og Haraldur Kornelíusson meö 4 vinninga, i 6. til 7. sæti urðu þeir Hörður Ragnarsson og Friöleifur Stefánsson með 2 vinninga og I 8. sæti Reynir Þorsteinsson með 0 vinning. Skagameim frísldr Glæsileg afmælisveisla hjá sunddeild Ægirs íslandsmetin tóli öll irá Ægis-íólki sem sigruðu í öllum greinum meistaramótsins nema einni! Sundfólk Ægis færði félagi sínu glæsilega fimmtíu ára afmælisgjöf um helgina er það setti tólf ný Islandsmet á innan- hússmeistaramótinu um helgina. Og það var ekki nóg með að metaregnið kæmi frá Ægis-fólkinu, heldur sigraði það í hverri einustu grein nema einni. En það segir þó ekki alla söguna þótt afreksfólkið komi úr Ægi um þessar mundir. Á mótinu sást greinilega ávöxtur mikill- ar uppbyggingar í öðrum féjögtrm—og^ komu þarna fram mikil sundmanna- efni, sem settu fjölda drengja og telpnameta. Það var ung og efnileg sund- kona úr Ægi, Unnur Brown, sem setti fyrsta met sundmeistara- mótsins, sem fór fram i Sundhöll- inni. Synti hún 800 metra skriö- sundiðá 11.54.5 minútur og er það telpnamet 12 ára og yngri. Þar er mikið efni á ferö og á vonandi eft- ir að láta mikið að sér kveða i framtiðinni. 1 sömu grein komu þó fleiri met. Þórunn Alfreösdóttir úr Ægi setti nýtt tslandsmet er hún fékk timann 9.51.2 min., en önnur varð Guöný Guöjónsdóttir úr Armanni með 10.43.0. Og metin féllu áfram á þessa leið: 400 m. fjórsund kvenna: Þórunn Alfreösdóttir Æ 5.24.9 400 m. skriðsund karla: Siguröur Olafsson Æ 4.16.0 200 m. bringusund kvenna: Sonja Hreiöarsdóttir Æ 2.50.2 200 m. baksund karla: Bjarni Björnsson Æ 2.23.2 Hugi S. Harðarson HSK setti nýtt sveinamet, 2.30.9 4x100 m. fjórsund karla: A-sveit Ægis 4.19.5 4x100 m. fjórsund kvenna: A-sveit Ægis 5.00.7 400 m. fjórsund karla: Axel Alfreðsson Æ 4.55.6 Hugi S. Harðarson HSK setti nýtt sveinamet, 5.29.6 400 m. skriðsund kvenna: Þórunn Alfreðsdóttir Æ 4.46.4 100 m. skriðsund karla: Sigurður ólafsson Æ 55.2 sek. (Jafnt tslm. Finns Guðmunds- sonar) 100 m. bringusund kvenna: Sonja Hreiðarsdóttir Æ 1.19.9 (telpnamet) 200 m. baksund kvenna: Sonja Hreiöarsdóttir Æ 2.40.5 (telpnamet) 4x100 m. skriðsund kvenna: A-sveit Ægis 4.30.6 min. 4x200 m.skriðsund karla: A-sveit Ægís 8.21.3 Og þar með lýkur upp- talningu Islandsmeta á hinu stórglæsilega innan- hússmeistaramóti, sem greinilega sýndi að afreka er að vænta hjá íslensku sundfólki ? framtíðinni. Onnur úrslit, þ.e. í þeim fáu greinum sem ekki féllu nein met í, komast ekki á blað hjá okkur að þessu sinni....plássins vegna. —gsp FH haföi heldur lltið að gera I skagamenn I fyrsta leik þessara liða I Litlu bikarkeppninni sem hófst sl. laugardag. Leikurinn fór fram uppi á Akranesi og voru skagamenn mjög friskir i leikn- um og höfðu nokkra yfirburði a 11- an tímann. Kristinn Björnsson, sem þarna lék sinn fyrsta leik með sinu nýja félagi opnaði markareikning sinn hjá 1A meö þvi að skora fyrsta mark leiksins I byrjun leiksins og er þetta fyrsta mark keppnis- timabilsins. Breiöabliksmenn misstu vegna dómaramistaka af vinningi I fyrsta leik sinum i Litlu bikar- keppninni, sem fór fram sl. laugardag. Var þá leikið i Kópa- vogi gegn keflvikingum. Heiðar Breiðfjörð skoraði fyrsta markið fyrir Breiðablik, en rétt undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Rúnar Georgsson með langskoti frá mið- Hnu! Boltinn sveif I háum boga I átt að markinu og sigldi hárflnt undir þverslá, alveg úti viö sam- skeyti án þess að Ólafur Hákonarson fengi vörnum viö komið. Staðan i leikhléi var 1:0 en snemma i siðari hálfleik jafnaði Ólafur Danivalsson fyrir FH, en Pétur Pétursson, nýkominn heim frá Skotlandi þar sem hann hefur æftmeðRangersumtima skoraði tvivegis fyrir skagamenn og inn- siglaði sigur þeirra. Auðvitað er ekkert að marka fyrstu vorleikina, en þó var þessi leikur oft á tiðum mjög vel leik- inn, og aö sögn óvenju góður vor- leikur. —S.dór í seinni hálfleik var svo barist án árangurs. Staðan var 1-1 og allti járnum. Keflvikingar meira með boltann, en blikar áttu hættulegri tækifæri og eitt þeirra skilaði marki skömmu fyrir leiks- lok. Boltinn þvældist úr þvögu inn fyrir marklinu, linuvörðurinn veifaði stanslaust aö um mark hefði veriö að ræöa, en Hinrik Lárusson dómari var á öðru máli og lokatölur urðu þvi jafntefli 1-1, i þessum fyrsta leik sumarsins. —gsþ Blikar misstu af vinningi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.