Þjóðviljinn - 22.03.1977, Side 16

Þjóðviljinn - 22.03.1977, Side 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 22. mars 1977 Fasteignasalan sem er í yðar þjónustu býður yður að sjálfsögðu alla aðstoð við kaup og sölu fasteigna. Spörum hvorki tíma né fyrirhöfn við að veita yður sem besta þjónustu ðldlfCp fasteignasaía Öldugötu 8 \síitiaf:.28644 : ?8645 Söjumaður Fmnur Karlsson vx. í heimasimi 434 70 Valgar'ður Sigurðsson’hbgfi-ijí AÐALFUNDUR Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn að Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, sunnudaginn 27. mars n.k. ki. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aða 1 fundarstörf Aðgöngumiðar að fundinum verða af- hentir ábyrgðarmönnum eða umboðs- mönnum þeirra fimmtudaginn 24. mars og föstudaginn 25. mars i afgreiðslu spari- sjóðsins. Ennfremur verða afhent B stofn- bréf sparisjóðsins. Stjórnin Herstöðvaandstæðingar Suðurnesjum Fundur i Vélstjórafélagshúsinu miðviku- dagskvöld kl. 8:30. Dagskrá: Skipulag samtakanna og starfið framundan. Herstöðvaandstæðingar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir febrúar- mánuð 1977 hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga, uns þau eru orðin 10%, en siðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið 21. mars 1977 Blikkiðjan Gartohreppi önnumst þakrennusmíði og uppsetningu —ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboð. SÍMI 53468 Sjaldan hefur jafn litlum fjármunum veriö var- iö til jafn mikillar ánægju fyrir jafn marga, — Heita má aö einmuna gott ■ tiðarfar hafi verib hér i allan vetur, sagði Hreinn Sigurðsson, fréttaritari Þjóðviljans á Sauðárkróki, i viðtali við Land- póst nú nýiega. Mjög snjólétt hefur verið i bvggð og reyndar lengstaf snjóiaust að kalla i hér- aðinu innan við Sauðárkrók. Mikill skiðaáhugi. — En þótt snjólétt hafi verið á láglendi hefur þó verið nógu mikill snjór i Tindastólnum til þess að fólk hefur getað brugðið sér þar á skiði og notað skiða- lyftuna. Hún hefur stóraukiö áhuga fólks hér á skiðafþrótt- inni. Uppi i Stólnum er fólk daglega á skiöum og allt upp i 120-130 manns um helgar. Ekki dregur það úr áhuganum að við höfum haft hér skiðakennara i viku og verður hann hjá okkur I aðra viku til. Þessi ágæti kenn- ari er stúlka frá isafirði. Er hún hér við skiðakennsluna á vegum skólanna og ungmennafélagsins i sameiningu. A meðan skiða- kennslan stendur yfir kemur hún i stað iþróttakennslu i skólunum. En skiðakennslan nær til fleiri en unglinganna. Fullorðna fólkið nýtur hennar einnig um helgar. Þessi starf- semi er ákaflega vinsæl og ég held að sjaldan hafi jafn litlum fjármunum veriö varið til jafn mikillar ánægju fyrir jafn marga og með kaupum á skiða- lyftunni. Sæluvikan Og svo liöur nú senn að Sælu- vikunni. Er fyrirhugað að hún hefjist sunnudaginn 20. mars. Skemmtiatriöi veröa þar meö likum hætti og áður. Leikfélag Sauöárkróks mun sýna sjónleik- inn Er á meðan er, kvenfélagið veröur með kabarettsýningu og verður efni hennar væntanlega að einhverju töluverðu leyti heimafengiö. Efalaust mun samkórinn syngja, og e.t.v. veröur eitthvað meira um söng og svo að sjálfsögðu kvik- myndasýningar. Stundum hefur færi á vegum viljað spillast um segir Hreinn Sigurðsson, Sauðárkróki Sæluviku, en við vonum að til þess komi ekki að þessu sinni. Skagfirskir ómar. Jón Björnsson frá Hafsteins- stöðum er, eins og alþjóð veit, mikilvirkt og vinsælt tónskáld. Nýverið kom út eftir hann söng- lagahefti, Skagfirskir ómar II. og er útgefandinn Myndprent á Sauðárkróki, en þar er heftiö prentað. I heftinu eru 15 lög fyrir einsöng, blandaöar raddir og karlaraddir. Aöur hafa kom- ið út Skagfirskir ómar I. meö 10 iögum eftir Jón Björnsson. Lýð- veldishátiðarsöngva frá 1944 hefur Jón einnig gefiö út og í handriti á hann mikinn fjölda af tónverkum. Má vera aö Mynd- prent ráðist i útgáfu af á ein- hverjum þeirra. Mér er ekki kunnugt um að áður hafi verið prentuð og gefin út bók á Sauðárkróki, og er þetta þvi nokkuð sérstæður atburður. Útgeröin Afli togaranna er nú heldur að glæðast, en hann hefur verið fremur tregur að undanförnu. Siðasta skipið, sem kom inn, Drangeyjan, var ekki nema meö 60 tonaen sá afli fékkst all- ur i flottroll.en tvö skipin eru nú komin með það. Hegranesið hinsvegar ekki. Rætt hefur verið um aö selja Hegranesið og kaupa stærra skip, þvi það er eiginlega of litið fyrir okkur. Hefur komið til orða að kaupa franskt skip álika að stærð og Drangey, en verðlag mun vera lágt á fiskiskipum er- lendis núna; þaö er eins og þeir ytra séu ekki almennilega búnir að átta sig á hvaða skip henta þeim best, eftir breytinguna á fiskveiðilögsögunni. Næg atvinna. Nóg er um atvinnu og fer jafn- vel vaxandi. Ég skal ekki segja um hvort haldið verður áfram við þær gatnagerðarfram- kvæmdir, sem unnið var að i sumar.en áhugi er þó á að hefja þær á ný i vor. En það er hins- vegar mikill áhugi á að byggja annað fjölbýlishús, þvi það er mjög mikil eftirspurn eftir ibúð- um. Hesta- og bílaleiga. Liklegt er að heimavist fyrir gagnfræða- og iðnskólann verði tekin i notkun i haust. Lokið verður við frágang á herbergj- unum i vor og er hugmyndin að hótelið geti fengið aðgang að þeim i sumar, eftir þörfum. Hótelstjórinn, Guðmundur Tómasson, er að koma á fót bilaleigu. Hann hefur einnig komið sér upp hesthúsi og ætlar að reka hestaleigu i sumar. Og úr þvi aö við minnust á hesta þá er ekki úr vegi að geta þess, að hestamenn hér hafa byggt þrjú stór og vönduð hesthús hér aust- ur á Borgarsandinum, skammt vestan við nýja flugvöllinn. Við erum aö vonast til þess, aö eitthvað verði unnið við nýja flugvöllinn I vor, a.m.k. komiö upp nauösynlegum byggingum og blindflugstækjum. Er gróðurhús i augsýn? Viö erum náttúrlega I sjö- unda himni yfir heita vatninu, sem við fengum hérna til við- bótar þvi, sem fyrir var. Og ég var aö frétta að ungur maður, Steinn Kárason, kennari við Garðyrkjuskólann á Reykjum i ölfusi hafi sótt hér um lóö undir gróöurhús og standi til að hann byggi það I vor eða sumar. Verði af þvl, þá hefur ilræktin haldið hér innreið sina. hs/mhg Umsjón: Magnús H. Gislason. Sauðárkrókur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.