Þjóðviljinn - 10.05.1977, Side 1

Þjóðviljinn - 10.05.1977, Side 1
Þriðjudagur 10. mai 1977, —42. árg. 104. tbl. Atvinimrekendur hafna vaxtalækkun Verkalýðssamtökin hafa sett fram ýmsar tillögur I efnahags- málum til að „skapa svigrám til kauphækkana” eins og það hefur verið orðað. Atvinnurekendur hafa kvartað mikið undan vaxta- byrðinni að undanförnu, en þegar á reynir i kjarasamingum við verkalýðshreyfinguna hefur annað komið á daginn: Þeir hafa ekki áhuga á vaxtalækkunum. Ástæðan til þessarar afstöðu at- vinnurekenda er að sjálfsögðu sú að forystulið þeirra i kjara- samningunum tekur stefnu rikis- stjórnarinnar i efnahagsmálum fram yfir „hag atvinnuveganna” sem þeir þó kjósa aö ræða um á mannamótum. Forystulið at- vinnurekenda er mestmegnis skipað ofstækisfullum pólitiskum stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins. Vitað er um mörg atvinnufyrir- tæki þar sem vaxtagreiðslur eru hærri en kaupgjaldið og vitað er að fyrir liggja opinberar athug- anir sem sýna að eitt prósent vaxtalækkun skapar „svigrúm” til 1% kauphækkunar o.s.frv. Samkvæmt rúmlega ársgömlum tölum hefur vaxtabyrðin verið hlutfali af launum sem hér segir hjá ýmsum atvinnufyrirtækjum: Vextir voru 21% af launum i is- lenskum iðnaði fyrir heima- markað. Vextir voru 32% af launum i út- flutningsiðnaði. 25% i saltfiskverkun. 32% i mjöl- og lýsisframleiðslu. 37% i oliuversluninni. Á þessu ári er gert ráö fyrir að atvinnureksturinn i landinu greiði 21 miljarö róna aðeins i vexti. Og sem fyrr segir eru fjölmörg fyrir- tæki þannig rekin, að vextir nema hærri upphæð en launin. Járnblendiö og þangvinnslan Eins vel undirbúíd? l>örtinqavinnsla við Breiðafjörð, frv. (þskj ói'J, n. 571). — 2. umr. Frsm. (Steingrímur Hermannssor.): Herra for* seti. Iðnn. heí'ur haft til meðferðár frv. til 1. nn: breyt. á 1. nr. 1U7/1973, uin liörungavinnslu vit Breiðafjörð, og eins Og kemur fram í nál. á pskj 571 mælir n. mcð samþykkt l'rv. óbreytts, er einstakir nm. áskilja sér rétt til að fylgja eðt flytja brtt. Fjarverandi afgreiðslu málsins' vori liggcrt G. Porsteinsson og Albert Guðmundsson Eg vil þvi halda því lrain að þetta mál hafi fengið óvenjuvandlegau undirbúning, margra ára rannsóknir, ekki síst á vegum þess uudirbúniugs- félags sem sett var á fót með 1. frá 1972. Eg satt ið segja man ckki eftir mörgum fyrirtækjum >em liér liafa hlotið svo vandlcgan undirbúning sem þetta fyrirtæki. Hefði ég a. m. k. gamau al íð licyra frá þeim sagt. t blaðinu i dag tekur Stefán Jónsson alþm. saman megin- þættina i umræðunum um fyrir- hugaða verksmiðju á Grundar- tanga. í þvi sambandi eru hér rifjuð upp ummæli eins helsta forgöngumanns járnblendi- verksmiðjunnar á þingi, Stein- grims Hermannssonar, um undirbúning Þörungavinnslunn- ar. Steingrimur sagði orðrétt: „Ég vil halda þvi fram að þetta mál hafi fengið óvenju- vandlegan undirbúning, margra ára rannsóknir, ekki sist á veg- um þess undirbúningsfélags sem sett var á fótm eð lögum frá 1972. Ég satt að segja man ekki eftir mörgum fyrirtækjum sem hér hafa hlotið svo vandlega undirbúning sem þetta fyrir- tæki. Hefði ég a.m.k. gaman af að heyra frá þeim sagt.” Þjóðviljanum þætti gaman af að heyra frá Steingrimi hvort hann telur járnblendiverk- smiðjuna á Grundartanga eins vel undirbúna og Þörunga- vinnsluna, eða ef til vill ennþá betur? SJÁ SÍÐU 6 Kröfur sjómanna lagðar fram: Hækkun skiptaprósentu og stytting tryggingartímabils aðalatriðin í gær var haldinn fyrsti samn- ingafundur sjómanna og út- gerðarmanna og lögðu hinir fyrrnefndu fram kröfur sinar og skýrðu þær. Fundurinn stóð i tæpa klukkustund og lýstu út- gerðarmenn þegar yfir að þeir teldu kröfurnar óraunhæfar. Báð- ir aðiiar hafa nú óskað eftir þvi að samningum verði visað til sátta- semjara. Þjóðviljinn náði tali af Óskari Vigfússyni formanni Sjómanna- sambands Islands i gær og sagði hann að meginkröfur sjómanna væru þær að skiptaprósentan hækkað i tveimur áföngum þann- ig að hún verði hin sama eins og var fyrir endurskoðun sjóða- kerfisins. Þannig ætti td. það sem kemur til skipta á linubát að hækka úr 28,2%, eins og það er núna, i 30,1% á þessu ári og siöan i 32% á næsta ári. óskar sagði að útgerðarmenn hefðu komið það vel út úr endurskoöun sjóöa- kerfisins að sjómenn teldu að þeir ættu þetta inni. Annað aðalatriðið i kröfum sjómanna er að tryggingartima- bilið veröi 1. mánuöur i stað fjögurra mánuða eins og nú er. —GFr Ályktun miðstjóriv ar Alþýðubanda- lagsins um efna- hags- og kjaramál: 110 þúsund kr. lámarkslaun og launajöfnun Krafa yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar SJÁ SÍÐU 5 Mynd þessa tók GEL á fyrsta samningafundi sjómanna og útgerðarmanna i gær. óskar Vigfússon formaöur Sjómannasambands tslands, situr fyrir miðju borði. Sérviðræ,ður við stjórn SÍS í dag Erlendur Einarsson forstjóri StS Samninganefnd Alþýðusam- bandsins barst i gær bréf frá stjórn Sambands isl. samvinnu- féiaga, þar sem hún lýsir sig fúsa tii viðræðna við sjö manna nefnd, sein kosin var á baknefndarfundi AStsl. laugardag tiiviðræðna við Sambandið. Er boðið til viðræðu- fundarins i dag kl. 14 i Sambands- húsinu við Sölvhólsgötu. Erlendur Einarsson forstjóri Sambandsins, sagði i gær ,,aö fulltrúar úr stjórn StS myndu skýra samþykkt hennar um samningamálin”, eins og hann komst að oröi. Þá sagði hann og lagði á það áherslu aö Vinnu- máiasamband samvinnufélag- anna færi með öll samningamál fvrir hönd Sambandsins. A aðalfundi tveggja kaupfélaga um helgina, Kaupfélags Suður- nesja og Kaupfélags Austur- Skaftfellinga, var samþykkt áskorun á Vinnumálasambandið að hef ja þegar I stað viöræður við samninganefnd ASI og leggja fram raunhæfar tillögur til þess aö leysa kjaradeiluna á farsælan hátt. A Hótel Loftleiðum var i gær fram til kl. 16.20 rætt um sérkröf- ur og einnig við aðalsamninga- nefnd ASt. en ekkert miðaði til samkomulags i neinu máli. Al- mennur samningafundur með aðalsamninganefndinni hefur verið boðáður kl. 16 i dag. Þá hafa verið boðaðir I dag fundir meö Iðnnemasambandi Is- lands, Nót, félagi netagerðar- manna, Bakarasveinafélagi Is- lands og Félagi afgreiðslustúlkna i brauða- og mjólkurbúðum kl. 10, mjólkurfræðingum og Sókn kl. 14, kjötiðnaðarmönnum kl. 15, og bókagerðarmönnum kl. 17. —ekh Sjá nánar síöu 3 Furðulegur vanskapmngur.: Með tvo afturhluta, átta fætur, eitt höfuð Það hef ur komið fyrir að lömb hafi fæðst með tvö höfuð, en það mun vera sjaldgæfara að lömb fæðist með tvo afturhluta, átta fætur, en aðeins eitt- höfuð. Það átti sér samt stað fyrir nokkrum dögum norður í Skagafirði að kind, sem Frosti Gíslason á Frostastöðum á, fæddi lamb, sem var svona ein- kennilega vanskapað. Það hafði tvo afturhluta og mátti á þeim greina að annað var gimbur en hitt hrútur. Um miðjuna komu þessir tveir hlutar saman og urðu a$ einum og því var aðeins um eitt höf uð að ræða á þessum vanskapn- ingi Þó mátti greina tvo hálsliði og fæturnir voru f jórir að framan og auðvitaö fjórir að aftan, þar sem um tvo hluta var að ræða. Þaö var gemlingur sem bar þessum vanskapningi og gat ekki fætt hjálparlaust. Lambið eða Iömbin virustu fullburða en liföu ekki fæðinguna af. Náttúrugripasafniö á Akureyri mun hafa falast eftir þessu lambi og er það geymt i frysti fyrir safnið. mg./S.dór

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.