Þjóðviljinn - 15.06.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.06.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. júni 1977 Margrét Pétursdóttir: Litill árangur sést af yfirvinnubanni og dagsverkföllum. JárniðnaOarmennirnir Jón Þorgrimsson, Sigurjón Björnsson, Jóns Reimarsson og Arnfinnur Hall- varðsson eru sammála um ágæti þess að vinna bara dagvinnu. Rætt við verkamenn hjá Þorgeiri og Ellert og Sementsverksmiðjunni „Fáum tækifæri til að kynnast börnum okkar” Uppi á Skaga er Sementsverksmiðjan og Þorgeir og Ellert hf. meðal stærstu vinnustaða. Sólbjartan fimmtu- dag liggur leiðin þangað upp eftir til að hafa tal af verkalýð og heyra í honum hljóðið um vinnudeilu og yf- irvinnubann. Bjart og fagurt sumarveðrið er eins og móthverfa drungalegs ástands í kjaramálunum. Og mennirnir á fyrrgreindum vinnustöðum tala líka tæpi- tungulaust um kjarabaráttuna. MYNDIR OG TEXTI: GFr Benedikt Valtýsson yfirtrúnaðar- maður i Sementsverksmiðjunni: Ég sjálfur viidi helst aldrei vinna nema 8 tima á dag hér eftir, ef ég mætti ráða. Okkur liður miklu betur núna Ég dreg 4 járniðnaðarmenn út i sólina úr vélsmiöjunni hjá Þor- geiri og Ellert. Þeir heita Jón Þorgrimsson, Arnfinnur Hall- varðsson, Sigurjón Björnsson og Jón Reimarsson, en sá siðast- nefndi er trúnaðarmaður á staðn- um. Fyrst verða þeir Jón Þ. og Arn- finnur fyrir svörum. „Menn sjá alltaf betur og betur hvað það er gott að vinna svona stuttan vinnu- dag”, segja þeir. ,,Við þyrftum að ná hliðstæðu kaupi fyrir 8 tima vinnudag eins og nú er fyrir 10 tima vinnu. Það er búið að ala upp i mönnum vinnuhraða sem byggist á 10-12 tima vinnu á dag og það tekur sinn tima að aðlaga sig 8 tima vinnudegi. En okkur liður miklu betur núna. Við fáum tækifæri til að kynnast börnum okkar og svo getum við sinnt alls konar verkefnum sem hafa hlað- ist upp á löngum tima. Menn eru að dytta að húsum sinum og gera ýmislegt annað. Það er fyrst og fremst við ríkisstjórnina að eiga Þeir Jón segja að i raun og veru sé það ekki við atvinnurek- endur að semja heldur fyrst og fremst við stjórnina. Þá telja þeir skæruverkföll árangursrik- ari en allsherjarverkföll ma. vegna þess að þá heldur verka- fólk frekar út. Kaupmátturinn er svo afskaplegá litill hjá þvi. Ann- ars hefur aldrei neitt náðst út úr atvinnurekendum nema með hörku, segja þeir félagar að lok- um. Landflóttinn er hættuleg- astur Nú bætast Jón Reimarsson og Sigurjón i hópinn og hafa ýmis- legt til málanna að leggja. Við álitum landflóttann hættulegast- an, segja þeir. Það er ekki lengra til Noregs heldur en var miili bæja fyrir 30-40 árum og við vit- um vel hvernig kjörin eru hjá málmiðnaðarmönnum i Noregi og annars staðar i Skandinaviu. Það þarf mas. ekki að fara lengra en til Færeyja. Við hér erum hálf- drættingar á við frændur okkar þar og fólk sækir alltaf i þá staði þar sem betri er vistin ef það á kost á þvi. Þar er auk þess séð betur um þá sem verða gamlir. Gamalmenni þar geta lifað af ellilifeyri og eins er með atvinnu- leysisbæturnar. Sigurjón segist hafa verið um tima i Sviþjóð og þekki lika vel til i Danmörku, svo að hann viti hvað hann er að tála um. Fóik núna er mjög að hugsa um að flytja sig úr landi og það er erfitt að trúa að stjórnvöld slái ekki einhverja varnagia til að koma i veg fyrir það. Nú er tæki- færi til þess i samningunum. Þá ætti að skýrast hver er meiningin. Það er ansi mikið sem þarf að breytast, kannski ekki i einu stökki, en marka verður skýra stefnu i launamálum sem farið verður eftir. Stjórnleysi hjá hinu opin- bera stjórnleysi hjá hinu opmnera, segir Sigurjón, Gamla borgin i Reykjavik er td. aö verða að eyði- býli meðan verið er aö byggja nýja borg uppi á heiði. Þetta er stjórnleysi i húsnæðismálum. Járniðnaðarmenn hafa lengi barist fyrir þvi,aö eftir- og nætur- vinna verði borguð og menn geti lifað af daglaunum einum. Nú er hætt hjá Þorgeir og Ellert hf kl. 16.15, og það er lúxus, segja þeir. Þetta er framtiðin og svona hlýt- ur það að verða. Fólkið sér nú hlutina i réttu ljósi. Aukin afköst á 8 stunda vinnudegi Sementsverksmiðjan gnæfir eins og risi yfir Akranes. Ég hitti á mannskapinn i matartima og leita uppi yfirtrúnaðarmanninn, Benedikt Valtýsson. Fólk áttar sig á þvi hvað er að vinna eðlilegan vinnudag, segir hann, menn hafa ekki séð svona lagað fyrr svo að ég viti. Það er öruggt mál að fyrirtækin gætu borgað betra kaup i dagvinnu vegna aukinna afkasta af 8 stunda vinnutima. Ég held að menn séu glaðari við vinnuna og þar af leiðandi gengur hún betur. Gönguferöir í Akraf jall og knattspyrnuæfingar Margir nota fritimann til að dytta að húsum sinum og einn sagði mér að hann hefði farið margar gönguferðir i Akrafjallið sem hann hefur aldrei gert áður. Svo er þetta ægilegur munur fyrir knattspyrnumennina. Þeir geta farið á æfingu kl. 5 i stað kl. hálf sjö. Þetta er enginn smámunur fyrir þá knattspyrnumenn sem eiga fjölskyldur að geta nú eytt kvöldunum með þeim. Ég sjálfur vildi helst aldrei vinna nema 8 tima hér eftir.ef ég mætti ráða.og það hlýtur að verða sett á oddinn hjá verkalýðshreyfingunni. Þessu lágu laun skapast af Kristján Guðmundsson: Ég held að það sé skilyrði fyrir fólk að vita hvað er að vinna 8 stunda vinnudag og Ilka fyrir atvinnurekendur að vita hvað þeir fá fyrir slikan vinnudag. Sviviröilegt hvernig at- vinnurekendur hafa komið fram Yfirvinnubannið hér hefur ekki svo mikil áhrif á semmentsfram- leiðsluna.en meiri á flutninga. Ný flutningaferja, sem flytur laust sement hefur yfirleitt farið að morgni héðan og losað fyrir sunn- an samdægurs, en nú tekur þetta hana 2 tima. Það er svivirðilegt hvernig at- vinnurekendur hafa komið fram i þessum samningum. Þeir hafa ekki viljað ræða málin að neinu viti i fleiri vikur og það eru marg- ir hér sem vilja hertar aðgerðir og fara strax i allsherjarverkfall en ég er þeirrar skoðunar að rétt hafi verið farið að. Starfsfólk Sementsverksmiðjunnar semur við launmálanefnd rikisins og þar hefur aðeins einn fundur verið haldinn og á honum gerðist ekkert. Rikið þorir ekki að gefa neitt fordæmi með þvi að semja við okkur á undan almennum samningum. Með verkfallinu 1975 náðum við verulega góöum samningum, segir Benedikt, en þær aðgerðir voru lika á öðrum tima en hjá öðrum. Enginn hefur grætt nema verksmiöjan Næst tek ég tali Jóhann Boga- son,trúnaðarmann rafvirkja, —A þessum stað hefur yfirvinnu- bannið litið gagn gert, segir hann. Enginn hefur grætt nema verk- smiðjan. Afköst hafa tiltölulega minnkað litið en launagreiðslur aftur á móti stórlækkað. Það hefði verið árangursrikara að fara út i meiri hörku. Það blasir við að fólk vill fá styttingu á vinnutimanum og að það geti lif- að af launum fyrir dagvinnuna. Það er gott að hætta svona snemma. Sjálfur nota ég aukinn fritíma bara heima i blómagarði, segir Jóhann þegar hann er spurður. Raunar veit maður ekkert hvaö er að gerast Þetta gengur afskaplega hægt i samningunum, segir Margrét Pétursdóttir starfsmaður i mötu- neyti Sementsverksmiðjunnar, og raunar veit maður ekkert hvað er að gerast. Það sýnir sig að yfir- vinnubann og dagsverkföll hafa ákaflega litið að segja eða amk. sést ekki mikill árangur. Ég segi eins og er, að það er mikill munur að vera búin svona snemma að deginum, en það sést lika geysi- mikið á kaupinu. Holl lexía fyrir verkafólk og atvinnurekendur Kristján Guðmundsson verka- mann hitti ég úti i porti og hefur hann þetta að segja um ástandið: Við erum nú alveg á nýrri grein i þessari baráttu og ég er ekki frá þvi að samið verði án stórverk- falla. Það held ég lika að verði hagstæðast fyrir þjóðina. Ég held að það sé skilyrði fyrir fólk að vita hvað er að vinna 8 stunda vinnudag og lika fyrir atvinnu- rekendur að vita hvað þeir fá fyrir 8 stunda vinnuviku. —GYt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.