Þjóðviljinn - 15.06.1977, Blaðsíða 16
DJOÐVmÍNN
Miðvikudagur 15. júni 1977
Aðalsimi Þjdðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstji-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægtað ná i blaðamenn og aðra starfs-’
menn blaðsins í þessum simum. Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
Einnig skalbent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóðviijans i sima-
skrá.
Kolfellt að aílétta
yfirvinnubanni
— á fjölmennasta félagsfundi í sögu
Verkalýösfélags Borgarness
A fjölmennasta fundi sem hald-
inn hefur verið i áratugi i Verka-
lýðsfélagi Borgarness var i fyrra-
Þrjár
starfs-
greinar í
verkfalli
í dag
1 dag verða þrjár starfs-
greinar i verkfaili. Það eru
bókagerðarmenn, rafiðnað-
armenn og starfsfólk i veit-
inga- og hótelrekstri.
Þetta þýðir að engin dag-
blöð koma út á morgun, þar
sem prentarar eru i verkfalli
i dag.
Þá munu veitingastaðir
velflestir vcra lokaðir i dag,
þar sem starfsfólk þeirra
leggur niður vinnu.
—S.dor
kvöld kolfelld tillaga um að af-
létta yfirvinnubanni. Að kröfu 24
félagsmanna var boðað til fund-
arins og fékk stjórnin Gunnar'
Már Kristófersson, formann Al-
þýðusambands Vestúrlands, sem
sæti á i samninganefnd ASÍ, til
þess að reifa kjaramálin. A fund-
inn mættu milli 140 til 150 manns,
en algengasta fundarsókn i félag-
inu er 30-40 manns, að sögn Jóns
Eggertssonar, formanns. 1 félag-
inu eru rúmlega 400 félagar.
Fjörugar umræður urðu um
kjaramálin og tillögu sem einn 24-
menninganna bara fram um að
almenn atkvæðagreiðsla færi
fram i félaginu er skæri úr hvort
aflétta skyldi yfirvinnubanni.
Þessari tillögu var visað frá með
78 atkvæðum gegn 20. Jafnframt
skoraði fundurinn á samninga-
nefnd ASl að herða verkfallsað-
gerðir og hvika hvergi frá kröf-
unni um 105 þúsund króna mán-
aðarlaun og að samningar gildi
frá l. mai. Jón Eggertsson sagði
að greinilega hefði mátt merkja
að atvinnurekendur hefðu beðið
spenntir eftir úrslitum fundarins
og vonað að þarna fyndist veila.
Þeim hefði ekki orðið að ósk sinni.
Baráttuþrekið væri alls ekki að
bila, enda þótt sumum þætti hart
að sjá á bak yfirvinnutekjunum.
—ekh
LITIÐ INN Á VERKFALLSVAKT
i gær voru byggingamenn og
iðnverkafólk i eins dags verk-
falli og var hatdið uppi verk-
fallsvakthjá báðum aðilum. Við
litum við hjá þeim sem voru á
verkfallsvakt og sögðu menn að
litið hefði verið um verkfalls-
brot og þvi mætti segja að allt
hefði gengið vel fyrir sig.
Jón Snorri Þorleifsson, for-
maður Trésmiðafélags Reykja-
vikur,sagði, að i Reykjavik væri
verkfallið algert hjá trésmiðum
og verkamönnum I byggingar-
iðnaði, en sumsstaðar útum
land hefðu byggingarmenn
frestað verkfalli þar til verka-
lýðsfélagið á staðnum færi I
verkfall. Þetta væri skiljanlegt
þarsem á minni stöðunum væru
byggingarmenn mjög fáir.
Sagði Jón að gera mætti ráð
fyrirað á milli 3 þúsund og 3500
manns i byggingariðnaði hefðu
lagt niður vinnu i gær.
Grétar Þorsteinsson varafor-
maður Trésmiðafél. Reykjavik-
ur var á verkfallsvakt i gær og
sagði hann að þar hefði verið ró-
legt. Trésmiðir höfðu sameigin-
lega verkfallsvakt með Dags-
brúnarmönnum, en Dagsbrún-
armenn i byggingariðnaði lögðu
einnig niður vinnu í gær. Borg-
inni var skipt i 5 svæði og fóru
flokkar verkfallsvarða um öll
þlessi svæði til að lita eftir þvi
að verkfallið væri ekki brotið.
Iðja
Hjá Iðju hittum við nokkra
verkfallsverði, sem sögðu, að
rólegt hefði verið á vaktinni.
Verkfall iðjufólks væri algert,
utan hvað eitt þvottahús fékk
undanþágu tilað þvo þvotta fyr-
ir Reykjalund.
Hjörleifur Bergsteinsson,
einn þeirra sem á vaktinni var,
sagði, að iðjufólk um allt land
væri i verkfalli nema á örfáum
smærri stöðum útum land, þar
sem iðjufólk ætlaði i verkfall um
leið og verkafólk á staðnum.
Jón Snorri Þorleifsson
mönnum og iðjufólki
Allt gengid
stórátaka-
laust
— sögðu verkfalls-
verðir hjá byggingar-
Frá ársfundi norrænu rithöfundasamtakanna.
Ársfundur norrænu rithöfundasamtakanna ræddi VL-málin:
Styöja málfrelsis-
sjóð á íslandi
A ársfundi Norrænu rithöfunda i vikunni i Reykjavik, fitjuðu full- málunum en ræða, sem Sigurður
samtakanna, sem haldinn var nú trúar frá Skandinaviu upp á VL- A. Magnússon flutti á ársfundi
fyrir tveimur árum, vakti mjög
mikla athygli vegna ummæla-
hans um þau mál. Upplýst var á
fundinum nú að sennilega verður
stofnaður málfrelsissjóður hér til
að standa undir málskostnaði og
dómum i VL-málum þegar þeir
hafa allir gengið. Var þá sam-
þykkt samhljóða að Norrænu rit-
höfundasamtökin myndu styðja
sjóðinn með fjárframlögum þeg-
ar þar að kæmi. Var slikri söfnun
likt við fjársafnanir vegna eld-
gossins i Heimaey um árið. Fund-
inn sátu 32 fulltrúar, þar af 8 is-
lenskir.
—GFr.
Nýjar kosningar
ákveönar í Pakistan
RAWALPINDI 14/6 Reuter —
Stjórn og stjórnarandstaða
Pakistans hafa komist að
samkomulagi um að nýjar þing-
kosningar skuli fara fram i
landinu fyrir árslok. í siðustu
þingkosningum þar i landi, sem
fóru fram 7. mars, vann stjórnar-
flokkurinn mikinn sigur, en
stjórnarandstæðingar sökuðu
stjórnarliða um kosningasvik og
leiddi það til mikilla óeirða, sem
talið er að um 350 manns hafi látið
lifið i og ollu miklu eigna- og
framleiðslutjóni.
Flugið stöövast
á mánudaginn
Akveðið var i gær að samræma
starfsgreinaverkföll Verslunar-
niannafélags Reykjavikur og
Dagsbrúnar að þvi er snýr að
flugafgreiðslu. Ekki kemur þvi til
þess að innan- og utanlandsflug
stöðvist á morgun vegna verk-
falls verslunarmanna. Þeir félag-
ar i verslunarmannasamtökun-
um, sem við flugið vinna, munu
hinsvegar fylgja öðrum flugaf-
greiðslumönnum, sem eru i
Dagsbrún eða öðrum félögum
Verkamannasambandsins, i
verkfall á mánudaginn 20. þ.m.
A ustur-Þýskaland:
Yinsælasti
djasssöngvarinn
flýr land
AUSTUR-BERLÍN 14/6 Reuter -
Stjórnvöld Austur-Þýskalands
hafa gefið Manfred Krug, vinsæl-
asta djasssöngvara landsins og
vinsælum kvikmyndaleikara, tiu
daga frest til þess að hverfa úi
landi til Vestur-Þýskalands. Ei
þetta að sögn haft eftir áreiðan-
legum heimildum. Krug hafði
áður fengið leyfi yfirvalda til þess
að flytjast úr landi.
Krug sótti um leyfi til að
flytjast úr landi i april sökum
þess, að hann kvaðst hafa orðið
fyrir þrengingum eftir aö hann
skrifaði undir mótmælaskjal
listamanna i tilefni þess, er
skáldið Wolf Biermann var svipt-
ur landvistarleyfi s.l. haust. Krug
hafði hugsað sér að yfirgefa
landið ekki fyrr en i haust, en þá
hafði staðið til að sýna tvær kvik-
myndir, sem hann fer með aðal-
hlutverkið i. Talið er að sýningar
verði nú bannaðar á þeim kvik-
myndum, svo og ef til vill um 60
kvikmyndum öðrum, sem Krug
hefur leikið i.
Flugið mun þvi stöðvast á mánu-
daginn kemur vegna starfs-
greinaverkfalls, siðan kemur
allsherjarverkfall á þriðjudag og
algjört flugbann á miðvikudag.
Utanlandsflug stöðvast væntan-
lega einnig á mánudag vegna að-
gerða verslunarmanna á Kefla-
vikursvæðinu.
—ekh
Harðlínu-
stjórn
TEL AVÍV 14/6 — Forusta Lýð-
ræðislegu breytingahreyfingar-
innar samþykkti snemma i dag
með miklum meirihiuta atkvæða
að taka ekki þátt i nýrri rikis-
stjórn israels undir forustu hins
hægrisinnaða Likúd-flokks. Þykir
þá sýnt að næsta ísraelsstjórn
verði skipuð svo til eingöngu
þjóðernis- og trúarlegum harð-
linumönnum, og verður það varla
til þess að auaka friðarhorfur fyr-
ir Miðjarðarhafsbotni.
Likúd mun geta tryggt sér fylgi
63 þingmanna af 120 i hinu ný-
kjörna þingi landsins og fengið
þannig nauman meirihluta, þótt
stuðningur lýðræðislegu breyt-
ingahreyfingarinnar undir for-
ustu fornfræðingsins Jigaels
Jadin komi ekki til. Sjálfur hefur
Likúd 43 þingmenn og þar að auki
mun flokkurinn eiga visan stuðn-
ing Þjóðlega trúarflokksins, sem
hefur 12 þingmenn, og tveggja
annarra harðlinuflokka. Auk þess
er talið að Mosje Dajan, fyrrum
landvarnarráðherra, muni styðja
stjórn Likúds, en hann var rekinn
úr Verkamannaflokknum eftir að
hann tók liklega i það að þiggja
ráðherraembætti i stjórn undir
forustu Likúd.