Þjóðviljinn - 15.06.1977, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 15. júni 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Landsllðið í
frjálsum valið
fyrir Evrópumeistaramótið í Kaupmannah.
íslenska landsliðið i
frjálsum iþróttum sem
tekur þátt í undanrásum
Evrópumeistaramótsins
sem haldið verður i Kaup-
mannahöfn dagana 25. og
26. júní hefur verið valið.
Liðið er þannig skipað:
Karlar:
100 m hlaup Vilmundur Vil-
hjálmsson.
200 m hlaup Vilmundur Vil-
hjálmsson
400 m hlaup Vilmundur Vil-
hjálmsson
800 m hlaup Jón Diðriksson
1500 m hlaup Agúst Asgeirsson
3000 m hindrunarhlaup Agúst As-
geirsson
5000 m hlaup Sigurður P. Sig-
mundsson
10000 m hlaup Sigfús Jónsson.
Langstökk Friðrik bór Óskars-
son
bristökk Friðrik bór Óskarsson
Hástökk Guðmundur R. Guð-
mundsson
Stangarstökk Elias Sveinsson
Kúluvarp Hreinn Halldórsson
Spjótkast Óskar Jakobsson
Kringlukast Erlendur Valdi-
marsson
Sleggjukast Erlendur Valdi-
marsson
110 m grindahlaup Jón S.
bórðarson
400 m grindahlaup borvaldur
bórsson
4x100 m boðhlaup! Sigurður Sig-
urðsson, Magnús Jónasson, Björn
Blöndal og Vilmundur Vilhjálms-
son.
4x400 m boðhlaup: Sigurður Sig-
urðsson, Vilmundur Vilhjálms-
son, Jón S. bórðarson og Gunnar
P. Jóakimsson.
100 m hlaup Ingunn Einarsdóttir
200 m hlaup.Ingunn Einarsdóttir,
400 m hlaup Ingunn Einarsdóttir
800 m hlaup Lilja Guðmundsdótt-
ir
1500 m hlaup Lilja Guðmunds-
dóttir
3000 m hlaup Thelma Björnsdótir
Langstökk Lára Sveinsdóttir
Ilástökk bórdis Gisladóttir
Kúluvarp Guðrún Ingólfsdóttir
Kringlukast Guðrún Ingólfsdóttir
Spjótkast Maria Guönadóttir
100 m grindahlaup Ingunn Ein-
arsdóttir
400 m grindahlaup Sigrún
Sveinsdóttir
4x100 m boðhlaup: Ingunn Ein-
arsdóttir, Sigurborg Guðnadóttir,
Sigriður Kjartansdóttir og Lára
Sveinsdóttir.
4x400 m boðhlaup: Ingunn Ein-
arsdóttir, Sigurborg Guðnadóttir,
Sigriður Kjartansdóttir og Lilja
Guðmundsdóttir.
bjálfarar islenska landsliðsins
verða Ólafur Unnsteinsson og
Stefán Jóhannsson. Fararstjórar
þeir örn Eiðsson og Sigurður
Björnsson.
Hætta steðjar að
ísl. knattspyrnu
bað hefur vist ekki farið fram-
hjá neinum sem fylgist með is-
lenskri knattspyrnu hversu i æ
rikara mæli erlend knattspyrnu-
félög sækjast eftir islenskum leik-
mönnum með atvinnumanna-
samning I huga. Nú sfðast eru það
Valsmennirnir góðkunnu, þeir
Ingi Björn Albertsson og Guð-
mundur borbjörnsson,sem undir
smásjánnieru af erlendum njósn-
urum og umboðsmönnum at-
vinnumannafélaganna.
Hver sem málalok verða i þvl
sambandi held ég að flestum
knattspyrnuunnendum sé orðin
ljós sú hætta sem stafar af þess-
ari vaxandi ágengni erlendu fé-
laganna. Hjá Val t.d. er máliö
sáraeinfalt. Ef þeir Guðmundur
og Ingi þiggja það boö er þeim
hugsanlega veröur gert er liöið
um leiö svift möguleikum sinum
til að verja titil sinn frá þvi i
fyrra. Um leiö hlýtur islensk
Heiðurs-
form.
Þann 17. júní mur
iþróttafélag Reykjavíkur
útnefna heiðursformann
sinn í sérstöku hófi sem
fram fer að Hótel Holti
,,Þingholti". Fyrri heið-
ursformenn félagsins
voru hr. Sveinn Björnsson
og hr. Ásgeir Ásgeirsson
forsetar íslands.
knattspyrna sem slllk, og þá eink-
um 1. deild Islandsmótsins að
missa verulega gildi sitt. Svo
sannarlega er kominn timi til að
gripið sé I taumana af forráða-
mönnum knattsyrnumála og ein-
hverjar reglur séu settar um
hvernig að málum skuli staöiö i
þessum efnum og um leiö þess
gætt að hagsmunir Islenskra
knattspyrnuáhangenda séu ekki
algerlega fótum troðnir.
—hól.
Ingi Björn Albertsson
Guðmundur borbjörnsson
Guðmundur borbjörnsson, hinn sókndjarfi leikmaður Vals, i hörkunávigi inni teig Fram i leiknum I
gærkvöld. —
íslandsmótið 1. deild Valur - Fram 0:0
Vamarleikur Fram
gaf af sér eitt stig
— og Valsmenn eru nú tveimur
stigum á eftir skagamönnum
Það var Ijóst þegar i
upphafi leiks Valsog Fram
i gærkvöld að Framliðið
var komið til að ná í stig.
Varnarleikurinn í háveg-
um hafður, þar sem flestir
leikmenn Fram voru á
va llarhelmingi sínum
langtimum saman. Þrátt
fyrir þetta ofurkapp ^á
varnarleikinn tókst Vals-
mönnum hvað eftir annað
að skapa sér stórhættuleg
tækifæri einkum í fyrri
hálfleik. Leikurinn i gær-
kvöld var þrátt fyrir rign-
ingu og fremur slæmar að-
stæður allskemmtilegur á
að horfa.
Ingi Björn Albertsson, hinn
marksækni leikmaður Vals og
landsliðsins, átti mjög góðan leik
og hið næma auga hans fyrir
veika punktinum i varnarleik
andstæðingsins skapaði oft stór-
hættuleg tækifæri. Strax á 10 min.
fyrri hálfleiks komst hann i
dauðafæri en skot hans rétt
straukst við þverslána. Stuttu
siðar átti Atli Eðvaldsson mjög
hættulega sendingu á Inga en enn
fór boltinn yfir þverslána. 17.
min. Falleg sending Jóns Einars-
sonar á Guðmund borbjörnsson
en skot Guðmundar er ónákvæmt
og fer útaf. Valsmenn sækja, en
boltinn vill greinilega ekki inn
þrátt fyrir mjög góðar sóknartil-
raunir. bannig leika þeir Atli og
Albert mjög skemmtilega upp
vinstri kantinn. Atli sendir á Inga
Björn sem er i mjög góðu tækifæri
en Arni nær aö verja i horn.
Um iðjan fyrri hálfleikinn tók
svo leikurinn að jafnast nokkuð
enda pressa Valsmanna búin að
vera nær látlaus það sem af var.
Rafn Rafnsson, einn af bestu leik-
mönnum Fram, á t.d. mjög fast
og gott skot sem Sigurður nær að
slá út fyrir. Undir lok hálfleiksins
ná Valsmenn sér enn á strik, Ingi
Björn nýtir sér mjög skemmti-
lega eyðu i vörn Fram, kemst
innfyrir en Arni ver skot hans
laglega.
Seinni hálfleikur var mun dauf-
ari en sá fyrri, eins og allt púður
væri úr leikmönnum beggja liða,
þó sérstaklega var þetta áberandi
með Valsliðið. Framarar sækja
öllu meira. Sumarliði á hættulegt
tækifæri en Sigurður i markinu er
vel á verði eins og endranær. bá
kemst Albert Guðmundsson einn
innfyrir en Arni ver þrumuskot
hans mjög vel.
Stuttu siðar er Kristinn Jör-
undsson kominn óvaldaður
vinstra megin en Sigurður ver
máttlaust skot hans. bað sem eft-
ir lifði leiks gerðist fátt markvert.
Framarar sóttu meira en engin
tækifæri sáu dagsins ljós.
Valsliðið hefur það sem af er
þessu sumri ekki sýnt neitt af
þeim stórskemmtilega sóknarleik
sem einkenndi leik þess siðastliö-
ið keppnistimabil. Hvað veldur er
erfitt að segja til um. A köflum
virðist sem leikmenn skorti alla
grimmd þegar að markinu er
komið. Framliðið sýndi ekkert i
þessum leik fremur en i öðrum
leikjum keppnistimabilsins. bó
hefur greinilega orðið nokkur
hugarfarsbreyting hjá liðsmönn-
um og leikskipulag er meira en
áður var. Bestu menn Fram i
þessum leik voru þeir Arni i
markinu, Rafn Rafnsson og Sig-
urbergur Sigsteinsson.
Dómari var borvarður Björns-
son og fórst honum það vel úr
hendi.
Arni Stefánsson bjargar á sfbustu stundu af tánum á Jóni Einarssyni i
leiknum i gær.