Þjóðviljinn - 23.06.1977, Page 2
2 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 23. júní 1977
Auglýsing
um framhald aðalskoðunar bifreiða
I Hafnarfirði, Garðakaupstað og í
Bessastaðahreppi 1977
Föstudagur 1. júli G-4651 til G-4800
Mánudagur 4. júlí G-4801 til G-4950
Þriðiudagur 5. júli G-4951 til G-5100
Miðvikudagur ! 6. júli G-5101 til G-5250
Fimmtudagur 7. júli G-5251 til G-5400
Föstudagur 8. júli G-5401 til G-5550
Mánudagur 11. júli G-5551 til G-5700
Þriðjudagur 12. júli G-5701 til G-5850
Miðvikudagur 13. júlí G-5851 til G-6000
Fimmtudagur 14. júli G-6001 til G-6150
Föstudagur 15. júlí G-6151 til G-6300
Skoðun fer fram við Suðurgötu 8 Hafnar-
firði frá kl. 8.15 -12.00 og 13.00 - 16.00 alla
framangreinda skoðunardaga.
Festivagnar, tengivagnar og farþega-
byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna
leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna
ber skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og
vátrygging fyrir hverja bifreið séu i gildi.
Athygli skal vakin á þvi að skráningar-
númer skulu vera læsileg.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til
skoðunar á auglýstum tima, verður hann
látinn sæta sektum samkvæmt umferðar-
lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar
sem til hennar næst.
Við fullnaðarskoðun bifreiða skal sýna
ljósastillingarvottorð.
Þetta tilkynnist öllum þein , sem hlut eiga
að máli.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði og Garða-
kaupstað. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu,
21. júní, 1977.
Einar Ingimundarson.
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahús Hvammstanga vill ráða hjúkr-
unarstjóra frá 1. ágúst n.k. Einnig vantar
ljósmóður til afleysinga frá 1. júli.
Upplýsingar i sima 95-1329 og 95-1348.
Sjúkrahús Hvammstanga
BLAÐBERAR
óskast í eftirtalin hverfi:
Grettisgötu (afleysingar)
Njálsgötu (afleysingar)
Melhaga
Kvisthaga
ÞJÓÐVILJINN
Vlnsamlegast haf.ið samband við afgreiðsluna'
Síðumúla 6 — sími 81333
Staka úr
Breiðdalnum
Gisli heitir hann Björgvinsson
i Breiðdal eystra og á það til, að
láta fjúka i kviðlingum.
Tilefni þeirrar stöku, sem hér
fer á eftir, var, að opinber
starfsmaður var að flytja erindi
i útvarpið um daginn og veginn.
Ræddi hann m.a. kjaramálin og
taldi, að ef svo héldi fram sem
horfði með þau, þá myndu ýms-
ir flýja land:
Þá kvað Gisli:
Þó krefji árlega um kjarabót
og kröfurnar hótunum blandi,
við skulum ekki vila hót,
vonandi fer hann.úr landi.
Fjórðungsþing norðlendinga
1976 ákvað að gangast fyrir iðn-
þróunarráðstefnu i samstarfi
við íslenska iðnkynningu. Nú
hefur verið ákveðið, i samráði
við tsl. iðnkynningu, samtök
iðnaðarins og iðnaðarráðuneyt-
ið, að halda ráðstefnu um iðn-
þróun á Norðurlandi á Húsavík
og hefst hún föstudaginn 24.
júni, kl. 9.30 f.h., og lýkur siðari
hluta laugardags 25. júni. Jafn-
framt ráðstefnunni verður iðn-
kynning á Húsavik og kynning á
starfsemi Kisiliðjunnar i Mý-
vatnssveit.
Umsjón: Magnús H. Gislason.
Húsavík.
Fjórðungssamband norðlendinga
Idnþróunar-
ráöstefna
á Húsavík
Ráðstefnan í þrem meg-
inþáttum
Ráðstefnan verður i þrem
meginþáttum: Um iðnþróun á
Norðurlandi ræða Sigurður
Guðmundsson, áætlanafræðing-
ur, Þórir Hilmarsson, bæjarstj.
á Sauðárkróki, og Jón Illuga-
son, oddviti i Skútustaðahreppi.
Um þetta verkefni verður
myndaður sérstakur starfshóp-
ur undir forustu framsögu-
manna, sem skila munu áliti til
ráðstefnunnar.
Um stöðu iðnþróunar ræða
þeir Hjörtur Eiriksson,
framkvæmdastjóri Iðnaðar-
deildar SIS, Davið Scheving
Thorsteinsson, formaður Fél.
isl. iðnrekenda, og Sigurður
Kristinsson, formaður Lands-
samb. iðnaðarins. Um þetta
verkefni verður myndaður sér-
stakur starfshópur á ráðstefn-
unni.
Um nýiðnað og orkubúskap
fjalla þeir dr. Vilhjálmur Lúð-
viksson, efnaverkfræðingur,
Bjarni Einarsson, fram-
kvæmdastj. Byggðadeildar, og
Kristján Jónsson, rafveitu-
stjóri. Sérstakur starfshópur
vinnur að þessu verkefni á ráð-
stefnunni, undir forustu fram-
sögumanna.
Megin-starfiö í starfshóp-
um
Starfshópar munu starfa fyrri
hluta laugardags. Niðurstöðum
þeirra og ráðstefnunnar verður
visað til iðnþróunarnefndar
Fjórðungssambandsins, sem
undirbýr tillögugerð fyrir næsta
Fjórðungaþing norðlendinga,
sem haldið verður siöar i sumar
i Varmahlið. Ráðstefnumenn
skipa sér sjálfir i starfshópa.
Opnar pallborðsumræður
Eftir hádegi á laugardag fara
fram pallborðsumræður undir
stjórn Péturs Sveinbjarnarson-
ar. Fyrir svörum verða: Dr.
Vilhjálmur Lúðviksson, Gunnar
Ragnars, Jón Isberg, Sigurður
Kristinsson og Davið Sch. Thor-
steinsson.
Matvælakynning á Húsa-
vik
Iðnkynningin á Húsavík
hefst á föstudag með hádegis-
verði i boði Fiskiðjusamlags
Húsavikur, Mjólkursamlags og
Kjötvinnslu Kaupfélags Þingey-
inga, þar sem sérstaklega verð-
ur kynnt húsvisk matvælafram-
leiðsla. Siðan verða iðnfyrirtæki
á Húsavik skoðuð. Iðnkynning-
unni á Húsavik lýkur i kaffiboði
iðnaðarráðuneytisins, þar sem
Þorvarður Alfonsson, aðstoðar-
maður ráðherra, flytur ávarp.
Iðnkynning og náttúru-
skoðun í Mývatnssveit
Siðari hluta fyrri ráðstefnu-
dags verður fariþ til Mývatns-
sveitar, skoðuð Kröfluvirkjun,
kynnt starfsemi Kisiliðjunnar
og skoðuð ummerki náttúru-
hamfaranna undir leiðsögn
jarðfræðings. Heimsókninni i
Mývatnssveit lýkur með sér-
stökum, mývetnskum kvöld-
verði i Hótel Reynihllð, á vegum
Skútustaðahrepps, Kröfluvirkj-
unar og Kisiliðju.
Kynning á vegum Húsa-
víkurkaupstaðar
Bæjarstjórn Húsavikur býður
ráðstefnugestum til hádegis-
verðar á laugardag á Hótel
Húsavik, þar sem Húsavikur-
kaupstaður verður kynntur sér-
staklega. Gert er ráð fyrir ráð-
stefnuslitum fyrir kl. 18 sama
dag.
Vettvangur til stefnumót-
unar
Þessi ráðstefna er liður i þvi
starfi Fjórðungssambands
norðlendinga að gefa sem flest-
um kost á að taka þátt i þeirri
stefnumótun, sem fer fram á
vegum Sambandsins, og gefa
heimamönnum kost á að fá til
sin forustumenn I hverri grein,
til nánari skoðanaskipta. Með
þessum hætti er reynt að opna
leiðir á milli almennings og
þeirra, sem starfa við stjórnun
og stefnumótun þeirra mörgu
málefnaþátta, sem i heild
mynda heildarstefnu og
byggðastefnu i senn.
áe/mhg
„Rokkarnir eru þagnaðir ”