Þjóðviljinn - 23.06.1977, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVlLJINN Fimmtudagur 23. júnl 1977
Málgagn sósíalisma,
xerkalýdshreyfingar
og þjóðfrelsis.
Otgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Óiafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón með sunnudagsblaði:
Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Ulfar Þormóösson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Siðumúla 6, Simi 81333
Prentun: Biaðaprent hf.
Varðveitum
árangurinn
Kjarasamningarnir sem undirritaðir
voru i gær fela i sér framkvæmd þeirrar
launajöfnunarstefnu sem þing Alþýðu-
sambandsins mótaði á siðasta ári. Lág-
launafólkið fær nú hækkun sem einstæð er
i sögu kjarabaráttu á íslandi. Kaup-
máttaraukningin mun á næstu mánuðum
færa launamönnum verulegan hluta þess
sem tapast hefur á undanförnum árum, og
þau dýrmætu verðtryggingarákvæði sem
nú náðust fram tryggja að sá árangur
haldist. Verkalýðshreyfingunni hefur
þannig i reynd tekist að snúa vörn i sókn.
Hinir nýju samningar fela i sér, auki
kjarabótanna, aukningu réttinda á ýms-
um sviðum sem er ekki siður dýrmætur
áfangi.
í viðtali við Þjóðviljann á Þjóðhátiðar-
daginn lýsti Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Verkamannasambands íslands,
þeim árangri sem náðst hefði i samning-
unum: „Lægstu laun eiga að hækka úr 70
þús. krónum i 102 þús. á samningstimabil-
inu, eða um 40-50%. í þessu sambandi er
tvennt mjög mikilvægt, annað það, að auk
þessara grunnkaupshækkana á svo verka-
fólk að fá tryggari verðbætur á launin en
áður, til að mæta verðlagshækkunum, og
svo hitt að nú fá allir aðeins sömu krónu-
tölu i grunnkaupshækkun hvort sem laun-
in hafa áður verið há eða lág, og þannig
minnkar launamisréttið. —Það er hægt að
reka þetta þjóðfélag og atvinnulifið á
islandi með þeim hætti að lágmarkskaup
verkafólks sé 102 þús. kr. á mánuði miðað
við verðlag dagsins i dag. Það er verkefni
rikisstjórnarinnar og þeirra sem stýra
fyrirtækjunum að stjórna þjóðfélaginu og
reka atvinnulifið þannig, að slík lág-
markslaun verkafólks séu tryggð.”
Aðrir forystumenn verkalýðshreyfing-
arinnar hafa siðustu daga tekið undir
þetta mat formanns Verkamannasam-
bandsins, Guðmundar J. Guðmundssonar.
,,Verði skynsamlega á málum haldið af
hálfu stjórnvalda, ættu þessir samningar
að færa launafólki verulega kjarabót”,
sagði Benedikt Daviðsson, formaður Sam-
bands byggingamanna. ,,Ég tel, að ef vel
verður á haldið þá þurfi þetta samkomu-
lag ekki að teljast verðbólgusamningar”,
sagði Bjarni Jakobsson, formaður Iðju.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður
Sóknar, hefur látið svo um mælt ,,að ekki
sé hægt að benda á, að i allri sögu verka-
lýðshreyfingarinnar hafi svona stórum
áfanga verið náð með ekki meiri fórnum”,
og Jón Kjartansson, formaður verkalýðs-
félagsins i Vestmannaeyjum, fagnaði þvi
að verkalýðshreyfingunni hefði tekist að
ná ,,mjög góðum samningum”.
Það hefur hins vegar vakið athygli, að
jafnvel áður en blekið var þornað á undir-
skrift samninganna hófu fulltrúar at-
vinnurekenda upp mikinn söng um þá
verðbólgu sem hlyti að fylgja i kjölfarið.
Verslunarráð íslands reið á vaðið i heild-
salamálgagninu Visi fyrir helgina og boð-
aði miklar verðhækkanir. Fulltrúar út-
gerðarmanna og iðnrekenda fylgja þess-
um hótunum svo eftir i Morgunblaðinu i
gær. Ljóst er, að atvinnurekendur eru
staðráðnir i þvi að knýja rikisstjórnina til
að leyfa siauknar verðhækkanir og þar
með áframhaldandi verðbólgu á næstu
mánuðum. Rikisstjórnin stendur þvi
frammi fyrir mikilli prófraun: Lætur hún
undan kröfum atvinnurekenda eða stuðlar
hún að þvi með breyttri stjórnarstefnu og
nýjum vinnubrögðum að launafólk fái i
reynd að njóta þess árangurs sem náðst
hefur?
Minna má á, að formaður annars
stjórnarflokksins taldi sjálfsagt, að lág-
launafólk fengi þá kauphækkun sem
kjarasamningarnir hafa nú fært þvi, og
forsætisráðherrann hefur hvað eftir annað
lýst þeirri skoðun sinni, að það sé verkefni
aðila vinnumarkaðarins að semja um
kaup og kjör. Verkalýðshreyfingin mun
þvi ekki láta það viðgangast að rikis-
stjórnin gerist á næstu mánuðum sérstak-
ur erindreki atvinnurekenda og láti undan
þeim kröfum sem þeir hafa þegar sett
fram i Morgunblaðinu og Visi. Launþegar
i landinu eru sammála þvi mati Guð-
mundar J. Guðmundssonar, formanns
Verkamannasambandsins, að það sé
vissulega hægt að reka islenskt þjóðfélag
með þeim hætti að lágmarkskaup verka-
fólks sé rúmlega hundrað þúsund krónur.
Verkalýðshreyfingin mun á næstu misser-
um sýna jafnmikla samstöðu við varð-
veislu þess árangurs sem nú hefur náðst
og hún sýndi við samningagerðina. Hún
mun ekki liða rikisstjórninni að veitast
aftan að launþegum með svikum á þeim
samningum sem nú hafa verið gerðir.
Varanlegt yfir-
vinnubann?
„Þaö næst aldrei að hifa
kaupið hér á tslandi nægiiega
upp fyrr en yfirvinna hefur ver-
iö bönnuð nema I algjörum und-
antekningartilfellum”, sagði
maður einn sem leit inn á rit-
stjórn Þjóðviljans i gær. Hann
benti á að sama yfirvinnuþrælk-
unin heföi veriö upp á teningn-
um i Sviþjóö, þar til fariö var
inn á þá braut þar að setja
þrengri og þrengri skorður við
yfirvinnuálagi. Annarsstaöar á
Noröurlöndum og viða I öðrum
Evrópulöndum, t.d. Þýskalandi,
hafa stjórnvöld lagt þvi sem
næst algjört bann við vinnu um-
fram umsaminn vinnutfma.
Sjálfsagt hefur þetta bann á
flestum stöðum komið til i þvi
skyni aö hefta útbreiðslu at-
vinnuleysis. En það hefur einnig
haft þau áhrif að fyrirtæki hafa
lagt kapp á aö auka framleiðni
sina. ,
Nú má segja að verkalýös-
hreyfingin hafi náö verulegum
árangri i kjarabaráttunni, bæði
tekist að útfæra launajöfnunar-
stefnu og hifa upp kaupiö al-
mennt. Hitt er óliklegt að þessi
árangur veröi þess valdandi aö
útrýma yfirvinnuþrælkuninni.
Sérstakiega þegar þess er gætt
aö það er háttur ihaldsstjórna
að ráðast á kaupmáttinn með
kjafti og klóm i kjölfar kjara-
samninga.
Lexia yfirvinnu-
bannsins
Yfirvinnubann verkalýðs-
hreyfingarinnar reyndist
árangursrikt i mörgum skiln-
ingi. Af viðtölum viö verkafólk
meðan á yfirvinnubanninu stóö
er ljóst að fjölmargir námu
staðar og ihuguöu vinnuþrælk-
unina, sem þeir hafa búiö við.
Menn komust að þvi „aö það er
ekkert lif”að þræla myrkranna
á milli. t ljósi þessarar reynslu
er ekki óliklegt aö þaö viðhorf
„að heimta aukavinnu” sé nú
liðin tiö og aukavinna verði
aðeins unnin af „illri nauðsyn og
engum fögnuði”. Hún hefur að
visu aldrei veriö vinsæl, en fólk
hefur ekki séö neinn annan út-
veg en „aukavinnuuppgrip” til
þess að ná endum saman.
Allmargir atvinnurekendur,
sem iiklega eru i hópi þeirra
sem reka fyrirtæki sin I skárra
lagi, vitnuðu um það i blööum
að þeim hefði tekist aö halda
sömu afköstum I átta timum og
á tiu timum áöur, meðan á yfir-
vinnubanninu stóð. A þessum
málum þyrfti að gera alvarlega
úttekt. Meö betri skipulagningu
I fyrirtækjunum, hagræðingu og
jafnri hráefnisöflun, t.d. I fisk-
iönaöi, ætti að vera hægt aö
auka afköstin, draga úr auka-
vinnu, og hækka dagvinnukaup.
Þaö eru kunn sannindi aö
islensk fyrirtæki standa langt aö
baki sambærilegum fyrirtækj-
um á Noröurlöndum i flestum
greinum hvað framleiöni varö-
ar.
Prentarinn hér
og á Berlingi
Sem dæmi um þá fullyrðingu
aö aukavinnuæöið muni veröa
við lýði áfram skulu hér tekin
prentaralaun, sem eru i hærri
kantinum I launakerfi ASI.
Verði samningar þeir sem hafa
verið undirritaðir samþykktir i
HIP má gera ráö fyrir að lægstu
dagvinnutekjur verði innan viö
26 þúsund krónur, en hæstu dag-
vinnutekjur innan við 3 þúsund
á viku. Þaö eru um 104 þúsund á
mánuði, en framfærslukostnað-
ur visitölufjölskyldunnar er tal-
inn 161 þúsund krónur á mánuði.
Prentari með fimm ára starfs-
reynslu sem vinnur á vöktum
viö rotationspressu á dagblaði
mun fá innan viö 38 þúsund
krónur fyrir 40 vinnustundir á
viku samkvæmt undirrituðum
samningi. Vaktavinnumaður og
starfsbróöir hans á Berlingske
Tidende I Kaupmannahöfn fær
fyrir 36 vinnustundir á viku 67'
þúsund Isl. kr. samkvæmt ný-
geröum samningi. Þaö munar
um 30 þúsund krónum á viku-
kaupinu og 120 þúsund á mán-
aðarkaupinu. Hæsta mánaðar-
kaup prentara i vaktavinnu á
íslandi nær ekki framfærslu-
kostnaði visitölufjölskyldunnar,
en hann er eins og áöur sagði 161
þúsund kr. á mánuði. Prentar-
inn á pressunni hefur aðeins 152
þúsund kr. á mánuði. Sennilegt
er þvi aö þeir prentarar sem
hafa fyrir fjölskyldu að sjá og
þurfa að standa skil á lánum
vegna nauðsynlegra fjölskyldu-
fjárfestinga reyni aö verða sér
úti um talsverða aukavinnu ef
þeir geta fengiö hana. Sennilegt
er að i hópi prentara þættu laun
svipuð þvi sem starfsbræður
þeirra á Berlingnum fá nálægt
þvl að vera lifvænleg laun. Eng-
um þarf að þykja það vera
þurftarfrekja að telja sig þurfa
268 þúsund krónur á mánuöi
sem eina fyrirvinna fjölskyldu,
þvi þaö hefur verið sýnt framá
að verð á helstu nauðsynjum er
svipaö hér og I Danmörku.
Dæmi þetta sýnir að aukavinnu-
þrælkunin veröur enn um sinn
við lýði á Islandi. — ekh.