Þjóðviljinn - 23.06.1977, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 23.06.1977, Qupperneq 7
Fimmtudagur 23. júni 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Lög um verkamannabústaði hafa verið gerð óvirk með fjármagnsskorti og ýmsum skemmdarverkum öðrum- Ægir Sigurgeirs sori/ kennari Hafnarfirði: HÚSNÆÐISMAL Allir verða að hafa þak yfir höfuðið og aö eignast það i dag er ekki auövelt fyrir stóran hluta þjóðarinnar. Ég sagði: aö eignast þak yfir höfuðið, af þvi að i raun er varla um annað að ræða, ef fólk vill ekki verða háö leiguokri og þvi óöryggi sem þvi fylgir að leigja og eiga von á uppsögn um hver mánaðamót. Fólk er þess vegna, hvort sem þvi likar betur eða verr, neytt til að reyna að klófesta ibúð, og þá verður það æöi oft þrauta- lendingin að kaupa ibúðir i byggingu af þeim sem byggja og selja og hirða miljónir I gróða af hverrri Ibúð. Verka- lýðshreyfingin gerði sér snemma ljósa grein fyrir að knýja varð á um Ibúða- byggingar á félagslegum grundvelli, og það var Héðinn Valdimarsson, þá formaður Dagsbrúnar, sem fékk sam- þykkt á alþingi fyrstu lögin um verkamannabústaði. Þessi lagasetning er i hópi þeirra sem merkastar verða að teljast, þvi að það er i raun á grundvelii þessara laga sem verka- mönnum tekst fyrst að eignast nýjar ibúöir. En það er mikið vatn til sjávar runnið frá þvi þessi lög voru sett, og þrátt fyrir að engin Ihaldsstjórn hafi þorað að afnema lögin þá hafa þær gert þau meira og minna óvirk með fjármagnsskorti. í þeirri óöa- verðbólgu, sem hér hefur verið undanfarin ár, samfara kjara- skerðingarstefnu rikisstjórnar, framsóknar og ihalds, má telja nær útilokað fyrir launamenn<að eignast þak yfir höfuðið. Það er þvl ljóst að verkalýðshreyfingin verður að knýja á um félags- legar ibúðabyggingar af enn meiri þunga en hingað til. Þaö ástand sem rikir i dag, aö fólk verður að leggja nótt við dag árum jafnvel áratugum saman til að eignast ibúð, getur ekki gengið lengur. Það er óvérjandi á allan hátt, að stór hluti þjóðar- innar verði að eyða mörgum árum ævinnar i endalaust basl til þess að hafa húsaskjól. Þetta er slikur smánarblettur á islensku þjóðfélagi að engu tali tekur — þetta er andfélagsleg stefna. Hún gerir stórum hópi landsmanna ómögulegt að lifa eðlilegu lifi. Hún bitnar á heilsu manna, hún bitnar á bömum og unglingum, hún leikur margan það grátt að hann ber aldrei sitt barr eftir að hafa lent i þeim þrældómi og þeirri firringu sem þessu er samfara. Félagsleg vandamál fylgja svo æði oft i kjölfarið I hinum marg- víslegustu myndum. Það væri fróðlegt að gera könnun á þvi, hvað mikið af ýmiss konar félagslegum vandamálum má rekja beint til hins langa vinnu- tima launafólks. Væri verðugt verkefnifyrir félagsfræöinga að gera slika könnun. Mér segir svo hugur um að niöurstaða hennar gæti orðið býsna lær- dómsrik. Þörfinfyrir ibúðabyggingar á félagslegum grundvelli er afar mikil og launþegasamtökin verða að berjast fyrir úrbótum á þessu sviði með vaxandi þunga. Allt of litið hefur verið byggt af verkamannabústöðum mörg undanfarin ár, en lán til þeirra nema allt að 80% af byggingarkostnaði. Aö viðbættu láni frá Húsnæöismálastofnun rikisins lánar Byggingasjóður verkamanna til ibúða, sem byggðar eru samkvæmt lögum um verkamannabústaði. Ég sagði áðan, að allt of litið hefði verið byggt af verkamanna- bústöðum undanfarin ár. Þetta má aö miklu leyti rekja til þess, að bæjar- og sveitarstjörnir hafa tregðast við að greiða sinn hlut til Byggingarsjóös verka- manna. Þessi tregða sveita- stjórna er óverjandi og á þessu verður að vera breyting tafar- laust. Tryggja verður að skammsýnar sveitastjórnir geri ekki lögin um verkamannabú- staði óvirk með þvi að greiða ekki framlag sitt til sjóðsins. Til greina kemur að minnka þann hlut sem sveitarfélögum er ætl- að að greiða, en það, sem mestu máli skiptir, er, að tryggja að framlagið sé greitt og það mætti hugsanlega gera með eða i tengslum við jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Þó að myndarlega væri staðið aö byggingu ibúða samkvæmt verkamannabústaöalögum, má ekki gleyma, að þrátt fyrir það, að 80% af byggingarkostnaði sé lánaður, þá er nokkur hópur fólks sem ekki ræður við Ibúða- kaup. Þarna erum að ræða fólk sem af heilsufarsástæðum og ýmsum fleiri ástæðum ræður ekki við að kaupa ibúð. Þessu fólki ber sveitarfélögum aö sjá fyrir leiguhúsnæði þar sem það getur búið við þaö öryggi sem það á rétt á. Ekki er nokkur vafi á að stórauka þarf byggingu leiguibúða á vegum sveitar- félaga á næstu árum. Arið 1973 setti vinstri stjómin reyndar lög um byggingu 1000 leiguibúða á vegum sveitarfélaga utan Reykjavikursvæðisins, en hætt er við aö allmörg ár liði áöur en það átak er i höfn. I þeirri endurskoðun, sem nú fer fram á gildandi löggjöf um Húsnæðismálastofnun rikisins, þarf að hyggja vel að þvl, á hvern hátt auka má lán- veitingar út á eldri Ibúöir. En lán til kaupa á slikum ibúðum er mjög lágt i dag. Það þarf aö stórauka lán til kaupa og endur- bóta á eldri ibúðum þannig, aö fólk geti keypt slikar Ibúðir. Nýting eldri ibúða i Reykjavik og viðar viröist, i sumum hverfum að m.k., vera komin i lágmark, og ein leiðin til að auka nýtinguna,og jafnframtsú áhrifarikasta trúi ég, er að auð- velda fólki að kaupa þessar ibúöir. Verkalýðshreyfingin þarf að beita sér fyrir breytingum á lánafyrirkomu- lagi varðandi eldri ibúðarhús- næði þannig, að launþegar geti keypt húsnæði i eldri hverfum með viðunandi skilmálum. Um það leyti sem pistill þessi var að verða tilbúinn þá heyrði ég I útvarpsfréttum að rikis- stjórnin væri nú loks tilbúin með sitt framlag til lausnar á þeim vinnudeilum sem yfir hafa staðið. 1 þessari yfirlýsingu rikisstjórnarinnar er kafli um húsnæðismál. Þar segir m.a.: „Rikisstjórnin hefur ákveöið að skipa 6 manna nefnd til þess að vinna að endurskoðun þeirra ákvæða laga um Húsnæðis- málastofnun rikisins, sem fjalla um byggingu ibúða á félags- legum grundvelli, — ”. Ennfremur: „Nefndin skal sér- staklega taka til meðferðar greinargerö og tillögur ASÍ um húsnæðismál frá febrúar 1977. Sérstök áhersla skal lögö á að efla byggingu verkamannabú- staða og tryggja nægilegt fjár- magn til þeirra.” Þetta er gott og blessað svo langt sem það nær, en efndirnar eru eftir og það eru þær sem máli skipta. Þessi yfirlýsing gefur ákveðin fyrirheit, þó tiltölulega almenns eðlis, og hætt er við að það verði fyrst og fremst undir verkalýðs- hreyfingunni komið hverjar efndirnar verða. Aöalsamningar Framhald af bls. 6. 2. Bætur vegna varanlegrar ör- orku: Bætur vegna varanlegrar ör- orku greiðast i hlutfalli við vá- tryggingarfjárhæðina , kr. 3.300.000.00, þó þannig að hvert örorkustig 25%-50% verkar tvö- falt og hvert örorkustig frá 51%- 100% verkar þrefalt. Kaupmáttur t greinargerð ASt um kaupmátt segir: Undanfarin ár hefur kaupmáttur rýrnað mjög mikið. Með þeim samning- um, sem nú hafa veríð undir- ritaðir, er stefnt að þvl að endurheimta það sem tapast hefur. Lægsta kaup, sem fyrir samningana var 70 þúsund krónur, hækkar um 26% nú i júni. Hærra kaup hækkar hlutfallsiega minna, 100 þús. kr. kaup þannig um 18%, ef ckki er tekið tillit tit sérkröfuprósentunnar, og 20 1/2% sé meðaltalshækkun vegna sérkröfuprósentu taiin með. Reikna má með að kaupmáttur meðalkaups verði að meðaltali á þessu ári 5-6% hærri en var á sl. ári (árinu 1976). Það sem eftir er af þessu ári (timinn eftir samninga) verður kaupmáttur hins vegar væntanlega um 10% yfir meðaitali siðasta árs. Milli áranna 1977 og 1978 má búast við um 7% hækkun kaupmáttar meðalkaups. Krónutöluhækkanir vega eins og áður sagði þyngra á lægsta kaup og má þvi reikna með að kaupmáttur lægsta taxta verði á þessu ári að meðaltaii 10-11% hærri en á árinu 1976 og hækki enn um 13% milli áranna 1977 og 1978. 1 þessum tölum er ekki tekið tiliit til áhrifa væntan- Icgra skattalækkana. 3. Bætur vegna timabundinnar örorku: Dagpeningar kr. 7.500 pr. viku, greiðist 4 vikum frá þvi slys átti sér stað og þar til hinn slasaði verður vinnufær eftir slysið, en þó ekki lengur en i 48 vikur. Við dagpeninga bessa bætast kr. 1.000.- á viku íyrir hvert barn undir 17 ára aldri sem er á fram- færi hins slasaða. Tryggingarfjárhæðir verði end- urskoðaðar tvisvar á ári, 1. janú- ar og 1. júlí,og hækki þá sem nem- ur breytingum á framfærsluvisi- tölu. Grunnvisitala miðað við framangreindar tölur er 731 stig. Akvæði þessi valda i engu skerðingu á áður sömdum hag- stæðari tryggingarrétti launþega. Tryggingin tekur gildi um leið og tryggingarskyldur launþegi hefur störf (kemur á launaskrá) en fellur úr gildi um leið og hann hættir störfum (fellur af launa- skrá). Skilmálar séu almennir skil- málar, sem i gildi eru fyrir atvinnuslysatryggingar launþega hjá Sambandi Islenskra trygg- ingafélaga, þegar samkomulag þetta er gert. Verði vinnuveitandi skaðabóta- skyldur gagnvart launþega, sem slysatryggður er skv. samningi þessum, skulu slysabætur og dag- peningar, sem greiddir kunna að vera til launþega skv. ákvæðum samnings þessa.koma að fullu til frádráttar þeim skaðabótum, er vinnuveitanda kann verða gert að greiða. Dagpeningar greiðist til vinnuveitanda meðan kaup- greiösla varir samkvæmt samningi. Hlutaðeigandi samtök vinnu- veitenda lýsa þvi yfir, að þau muni beita áhrifum sinum fyrir þvi, aö félagsmenn þeirra tryggi alla launþega sina og haldi trygg- ingunni I gildi. Framangreind trygging taki gildi við undirskrift samnings þessa. 6. grein: Þeir, sem samkvæmt ósk vinnuveitenda fá ekki 21 dags sumarleyfi á timabilinu 2. maí til 30. september, skuiu fá 25% leng- ingu á þeim hlut orlofstímans, sem veittur er utan ofangreinds tima. 7. grein: Um trúnaðarmenn 1. Starfsmönnum er heimilt að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 til 50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Að kosningu lokinni tilnefnir viökomandi verka- lýðsfélag trúnaðarmennina- Verði kosningu eigi við komið skulu trúnaðarmenn tilnefndir af viðkomandi verkalýðsfélagi. Trúnaðarmenn verði eigi kosnir eða tilnefndir til lengri tima en tveggja ára i senn. 2. Trúnaðarmönnum á vinnu- stöðum skal í samráði við verk- stjóra heimiltað verja eftir þvi sem þörf krefur tima til starfa, sem þeim kunna aö vera falin af verkafólki á viðkomandi vinnustað og/eða viökomandi verkalýðsfélagi vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna, og skulu laun þeirra ekki skerðast af þeim sökum. 3. Trúnaðarmanni skal heimilt i sambandi við ágreiningsefni að yfirfara gögn og vinnuskýrslur sem ágreiningsefnið varðar. Fara skal meö slikar upplýs- ingar sem trúnaðarmál. 4. Trúnaðarmaður á vinnustað skal hafa aðgang að læstri hirslu ogaðgang aðsima i sam- ráði við verkstjóra. 5. Trúnaðarmanni hjá hverju fyrirtæki skal heimilt að boða til fundar með starfsfólki tvisvar sinnum á ári á vinnu- stað i vinnutima. Fundirnir hef jist einni klst. fyrir lok dag- vinnutima, eftir þvi sem við verður komið. Til fundanna skal boða i samráði við viðkomandi verkalýðsfélag og stjórnendur fyrirtækisins með 3 daga fyrirvara nema fundar- efni sé mjög brýnt og i beinum tengslum við vandamál á vinnustaönum. Þá nægir eins dags fyrirvari. Laun starfs- fólks skeröast eigi af þessum sökum fyrstu klst. fundar- timans. 6. Trúnaðarmaöur skal bera kvartanir starfsfólks upp við verkstjóra eöa aðra stjórn- endurfyrirtækis, áður en leitað er til annarra aöila. 7. Trúnaðarmönnum á vinnustaö skal gefinn kostur á að sækja námskeið sem miða aö þvi að gera þá hæfari I starfi. Þeir sem námskeiðin sækja skulu halda dagvinnutekjum I allt að eina viku á ári, enda séu nám- skeiðin viðurkennd af fasta- nefnd aðila vinnumarkaðarins. Þetta gildir þó aðeins fyrir einn trúnaöarmann frá hver ju fýrir- tæki á ári. 8.Samkomulag þetta • um trúnaðarmenn á vinnustöðum, skerðir ekki rétt þeirra verka- lýðsfélaga sem þegar hafa í smaningum sinum frekari rétt en hér er ákveðinn um trúnaðarmenn á vinnustöðum. 8. grein: Um tjón við vinnu Verði verkamaður sannanlega fyrir tjóni á algengum nauðsynlegum fatnaði og munum við vinnu, svo sem úrum og gler- augum o.s.frv..skal þaðbætt skv. mati. Slík tjón verða einungis bætt, ef Framhald á bls. 14. Lægsta timakaup skv. samningum Verkamanna- sambands lslands, sem und- irritaðir voru i gærmorgun. verður 507,95 á klst.. eða uin 88 þúsund krónur á mánuði. Hækkun á timann cr um 103,85 kr„ þe. úr 404,10 kr. á tiinann. Þetta eru kauptölur skv. 1. taxta Verkamanna- sambandsins á fyrsta starfs- ári, eftir 1 ár veröur tima- kaupiö 517,28 skv. fyrsta taxta. Taxtar Verkamanna- sambandsins verða nú 5 og eru hæstu iaun, eftir fjögurra ára starfsreynslu, i 5. taxta 611,08 á timann, eöa tæp 106 þúsund á mánuöi frá og meö undirskriftardegi. Hér er aö sjálfsögöu aðeins reiknað með fvrstu kauphækkuninni. 18.000 krónununt. i samníngum um tnánaö- arkaup verkamanna kemur fram aö lægsta mánaöar- kaupstalan er 90.894. en sú hæsta 117.999 kr. á mánuði. Starfsaðstaða trúnaðar- manna bætt verulega Eitt atriði nýgerðra kjarasamninga verkalýðs- félaganna, sem sæta mun tiðindum, eru ákvæðin um trúnaðarmenn á vinnustöðum. Samkvæmt þeim er starfsaðstaða trúnaðarmanna bætt og þeim tryggður réttur til að sinna trúnaðarmannastörfum i vinnutima og gefin heimild til að halda tvisvar á ári fundi með starfsfólki, þannig að 1 klsf. falli í vinnutima án launamissis. Þá skulu trúnaðarménn halda dagvinnutekjum i allt að eina viku á ári til þess að sækja námskeið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.