Þjóðviljinn - 23.06.1977, Side 16
IJOÐVUJINN
Fimmtudagur 23. júni 1977
Aðalsimi Þjóðviljans cr 81333 kl. 9-21 mánudaga til föst,u-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægtað ná i blaðamenn og aðra starfs-1
menn blaðsins i þessum simum. Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
Einnig skalbent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóðviljans i sima-
skrá.
„Kítlandi
að takast
á við þetta
verkefni”
Sagöi Fridrik sem gefur kost á
sér sem forseta FIDE
A fundi með fréttamönnum i
gær kunngerði Friðrik ólafsson
stórineistari, að hann hygðist
gefa kost á scr sem forseta
FIED, alþjóðaskáksambands-
ins. „Það er aldrei auðvelt að
taka slika ákvörðun og þvi tók
ég mér góðan umhugsunarfrcst
áður en ég tók endanlega
ákvörðun. Það sem mér finnst
svona í fljótu bragði verði mér
erfiðast, nái ég kjöri, er hinn
pólitiski hráskinnaleikur og
mál, sem varða skákmennina
sjálfa og skáklistina litlu.~Ég
vona aðeins að mér takist að
sigla milli skers og báru 1 þeim
málum.
Raunar er alls ekki vist að ég
nái kjöri sem formaöur. Nú er
þegar ljóst að a.m.k. tveir aðrir
frambjóðendur verða um
embættið, þeir Raoul Mendes
frá Puerto Rico og júgóslav-
neski stórmeistarinn Svetozar
Gligoric. Það er heldur ekki
vist, hvort orö þau, sem Euwe
lét falla, að hann gæti tryggt
mér meiri hluta i kosningunum,
séu á rökum reist, einkum eftir
að Gligoric kom inni myndina,
en Euwe mun hafa leitað til
Friðrik Ólafsson á blaðamannafundinum I gær. Við hliö hans situr
Einar S. Einarsson forseti Skáksambands tslands. — Ljósm. — eik.
Gligorics i upphafi en fengið
neikvæð svör. Tilkynning sú
sem júgóslavenska skáksam-
bandið gaf út um framboð
Gligoric kom eftir að Euwe tal-
aði við mig.”
Einvfgið
Fischer-Karpov
Friðrik sagði á fundinum, aö
eins og sakir stæðu væri hann
ekki alveg búinn að ákveða hver
yrðu sin helstu baráttumál. Þar
væri vissulega af nógu að taka.
Þar mætti nefna að koma yrði
skákmönnunum meira inni störf
Fide. Einnig finnst honum
skorta mjög alvarlega allar
reglur á skákmótum um
framkvæmd þeirra og jafnvel
keppnisreglur. Friðrik sagðist
myndu gera allt sem i'sinu valdi
stæði til að koma á einvigi
tveggja langsterkustu skák-
manna heims, þ.e. Karpovs og
Fischers. Allir skákmenn hlytu
að fagna sliku einvigi, en ljóst
Frá Sandgerðisfundinum; mælar eða hemlar?
SUÐURNESJAMENN
Deila um sölu á
heita vatninu
Persónu-
frádráttur
hjóna 235
þús. kr.
Persónuafsláttur við útreikning
á skatti i ár verður 235 þús. krón-
ur fyrir hjón, en 157 þúsund fyrir
einhleypa.
Kemur þetta fram i fréttatil-
kynningu frá rikisstjórninni i gær
um bráðabirgðalög um breytingu
skattstiga tekjuskatts, sem út
voru gefin i samræmi við fyrir-
heit stjórnvalda vegna kjara-
samninga. Breytingin er fyrst og
fremst fólgin i þvi að 40% skattur
kemur nú á mun hærri tekjur en
áður, þar eð tekið er upp skatt-
þrep með 30% skatti.
Kekkonen
kemur i ágúst
Forseti Finnlands, herra Urho
Kekkonen, mun koma i opinbera
heimsókn til islands i boði forseta
islands, dr. Kristjáns Eldjárns,
dagana 10. og 11. ágúst 1977.
Að hinni opinberu heimsókn
lokinni fer Finnlandsforseti i lax-
veiði i boði rikisstjórnarinnar i
Laxá i Kjós áöur en hann heldur
aftur til Finnlands 14. ágúst.
Upp er kominn ágreiningur um
hvort vatnið frá Hitaveitu
Suðurnesja skuli selt eftir mæl-
ingu eða að notaðir verði
svonefndir hemlar. Opinber fund-
ur var nýlega haldinn I Sandgerði
um málið og þar var samþ. meö
23 atkv. gegn 6 tillaga, sem fól I
sér að vatnið skyldi selt
samkvæmt mælum.
Blaðið háfði samband við
Alfreð Alfreðsson, sveitarstjóra
Miðneshrepps, og innti hann
nánari fregna um þennan ágrein-
ing.
Alfreð Alfreðsson kvað hita-
veitustjórnina hafa frá upphafi
gert ráð fyrir, aö hemlar yrðu
notaðir en ekki mælar, og sú
ákvörðun hefði verið tekin
samkvæmt ráðleggingum þeirra,
sem hitaveitustjórnin leitaði ráða
hjá. Siðan kom upp óánægja i
Garðabæ meö þessa ákvörðun og
hún hefur eitthvað gripið um sig.
Garðbæingar og þeirra skoðana-
bræður telja, að vatnið verði dýr-
ara séu hemlar notaðir. Hinsveg-
ar veit ég ekki betur, sagöi Alfreö
Alfreðsson, en að það sé sam-
róma álit allra sérfræðinga, sem
að hitaveitumálum starfa, aö
hemillinn sé hagstæðari bæði not-
endum og hitaveitunum.
Nú eru 15 hitaveitur starfandi i
landinu, sagði Alfreð. Af þeim eru
13meö hemla. Sú 16. er á leiöinni,
Hitaveita Akureyrar, og aö þvi er
ég best veit er búið að teka
ákvörðun um að nota hemla þar.
Aðeins tvær hitaveitur á landinu
selja vatnið eftir mælum: Hita-
veita Reykjavikur, með sina anga
i Kópavogi og Hafnarfirði, og
Framhald á bls. 14.
mætti vera, að enginn hægöar-
leikur væri að koma þvi i kring.
Þar ylti allt á skákmönnunum
sjálfum, og eins og staðan er i
dag er útlitið ekki alltof gott.
„Mun tefla áfram”
Hvað skákferli sjálfs min við-
vikur, veröi ég kosinn forseti,
mun ég reyna, eftTr þvi sem timi
vinnst til, að tefla i alþjóðlegum
kappmótum. Þetta ætti þó ekki
við um heimsmeistarakeppnina
sjálfa; þátttaka i henni yrði mér
að sjálfsögðu útilokuð.
„Þáttur ríkisins”
Islenska rikisstjórnin hefur
heitið stuðningi við framboð
Friðriks. Ekki er ljóst hversu
mikill fjárstyrkur kæmi til, en
hún myndi vinna að kynningu á
framboði Friðriks, undirbúningi
á aðstöðu hér heima, (Aðal-
stöðvar FIDE myndu að sjálf-
sögðu flytjast hingað til lands.)
og allri fyrirgreiðslu i sambandi
við fjarskipti.
Þess má geta að staða forseta
FIDE er að méstu leyti ólaunuð
virðingarstaða, þannig að
tryggja yrði fjárhagslega vel-
ferð Friðriks. Reyndar mætti
gera breytingar á þessu eins og
svo mörgum atriðum varðandi
alþjóðlega skáksambandið.
Alþjóðlega skáksambandið
var stofnað 1925. Fyrrum
forsetar þess voru Alexander
Rub Júgóslaviu 1925—49 og
Folke Rogárd Sviþjóð 1949—70.
Max Euwe tók við forsetaemb-
ættinu 1970, en þess má geta að
Raoul Mendes, sem nú er i
framboði, bauð sig einnig fram
þá.
—hól.
Sumarferð Alþýðu-
bandalagsins 3. júlí:
LÁTIÐ
SKRÁ
YKKUR
STRAX!
Sumarferð Alþýðubandalagsins
i Reykjavik verður farin um
Reykjanes. Mikill fjöldi fólks hef-
ur undanfarin ár farið i sumar-
fcrðina, cnda hefur mjög verið
vandað til leiösagnar. Til að
auðvelda allan undirbúning og
skipulag er fölk hvatt til að láta
skrá sig strax og sækja miðana.
Farið fyrir fullorðna kostar 1900
kr., fyrir börn 1100 kr., en fyrir
aldraða og öryrkja, sem hafa ekki
aðrar tekjur en bætur almanna-
trygginga, 1300 kr. Skrifstofa
Alþýðubandalagsins að Grettis-
götu 3 (simi 17500) er opin alla
virka daga fram aö ferðinni kl.
11—21, en á laugardag kl. 11—16.
MOSKVU 22/6 Reuter — Samtök
um sjóð, sem sovéski rithöfund-
urinn Alexander Soltsénitsin
stofnaöi til hjálpar fangelsuðum
sovéskum andófsmönnum og fjöl-
skyldum þeirra, skoruðu i dag á
Carter Bandarikjaforseta að
veita hópnum aðstoð til þess aö
hægt væri að halda áfram að
starfrækja sjóðinn. Telur tals-
maður sjóð^ms að öruggasta að-
ferðin til þess sé að koma þvi til
leiðar að sovésk stjórnarvöld við-
urkenni sjóðinn sem löglega
stofnun.
I
■
I
■
I
■
I
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
i
■
I
■
I
i
■
I
■
I
i
■
I
■
I
■
;
j
,i